Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Blaðsíða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 21. maí 1998 Fréttir 21 X-Bæjarstjórnarkosningarnar -Sigurgeir Scheving skrifar: Eitf núll fyrír Akranes Eitt núll fyrir Akranes eru úrslit sem Eyjamenn sætta sig ekki við þegar þeir keppa við Skagann. Allt í lagi að bæta við sókn, vöm og skipulag. Menn leggja á sig óhemju erfiði og allir standa saman. Því vekur það furðu mína að þegar Akur- nesingar stefna í að gjörsigra okkar á öðmm sviðum virðist eins og hluta bæjarbúa sé bara alveg sama. Eða er það e.t.v. vegna þess að fólk veit ekki í hvaða átt hlutimir em að þróast? Skrif og málflutningur okkar sem hafa haft áhyggjur af aðgerðarleysinu hafa verið afgreidd með þögninni af bæjarstjóra og hans fylgifiskum í meirihlutanum íbæjarstjóm ogjafnvel reynt að stimpla okkur marklausa röflara. Á Akranesi er starfandi nefnd á vegum bæjaiins sem er að ganga frá áætlun um byggingu á 1700 ferm. fiska- og náttúrugripasafni. Undirbún- ingur hefur verið kostaður af Akranesbæ og einkaaðilum. Þing- menn Vesturlands útveguðu veruleg- an fjárstuðning frá Alþingi og menntamálaráðuneyti. Frá Rann- sóknaráði íslands fengu þeir einnig ágætan styrk fyrir rannsóknarverkefni á sviði ferðaþjónustu og kynningar á lífríki hafsins. Safn þetta á að vera samkvæmt stórhug Ákumesinga þannig; stærstu gluggar kerjanna 3-4 m háir nr.a. með síldartorfum sem stærri fiskar eins og t.d. háfar halda á hreyfingu o.s.frv. Akumesingar hafa einnig fengið ráð frá Eyjamönnum sem hafa áhuga og reynslu sem ekki fær notið sín vegna sofandaháttar og áhugaleysis þeirra sem hafa haft völd til að taka ákvarðanir sl. átta ár. í stefnuskrá Sjálfstæðismanna 1994 stóð: „... stækka skal fiskasafnið á kjörtímabilinu. flytja slökkvistöðina og neðri hæðin verður tekin í notkun fyrir safnið..." o.s.frv. o.s.frv. Og nú, fjómm árum síðar, er sömu hlutum lofað; Að taka ákvörðun um hugsanlega útvíkkun. Og spyrji nú hver fyrir sig sjálfan hvort hann telji að þau loforð verði efnd! Akumesingar búast við 50 - 70 þúsund gestum á ári. Má eins búast við að heimsóknum á safnið hér í Eyjum stórfækki nema að stór- breyting verði á stjómarháttum í bæjarfélaginu. En með nýjum mönn- um í stjóm bæjarins geta ennþá vaknað hjá okkur bjartar vonir um betri tíð. Við höfum ennþá það forskot sem felst í þekkingu og reynslu Kristjáns Egilssonar forstöðumanns og hans fjölskyldu sem hafa með glæsibrag hlúð að ómetanlegu uppbyggingarstarfi Friðriks Jessonar. En vegna sofandaháttar ráðamanna bæjarins hefur ekki eins mikið unnist og þau hafa eflaust viljað. Betur má ef duga skal. Tveir milljarðar! Á almennum fundi sem haldinn var í Félagsheimilinu fyrir skömmu um framboðsmál og útvarpað var um allt land, héldu frambjóðendur „flokksins" áfram að reyna að fegra og gylla störf meirihluta bæjarstjómar sl. 8 ár og jafnframt gefa í skyn að framhaldið næstu fjögur árin yrði eigi síður blómum stráð braut ef þeir héldu meirihlutanum. „Tveir milljarðar í skuld, ég hef ekki áhyggjur af því,“ sagði fyrsti maður. Vinur minn, venjulegur Eyjamaður, fyrirvinna fjögurra manna fjölskyldu, sagði við mig daginn eftir fundinn: „Mér brá í morgun þegar ég vaknaði og áttaði mig allt í einu á því að ég og fjölskylda mín skuldum sem íbúar þessa bæjar hátt í tvær milljónir." Enda á hann engan kvóta og finnst þessi upphæð ógnvænleg eins og flestum öðmm Eyjamönnum. „Fyrsti maður“ er ágætis kall að mínu mati, en mér finnst samt eins og mörgum öðmm að of mikil völd gætu orðið á sömu herðum ofan og neðan Strandvegar, haldi D-listinn meirihlut- anum. Samkomuhúsið Það er til sóma hvemig samtaka Hvítasunnumenn hafa haldið á spöðunum við að hindra það að útslit samkomuhússins okkar gamla verði okkur öllum til skammar. Það er aftur á móti til skammar að meirihluti Sjálfstæðismanna skyldi ekki grípa inn í málið þegar aðalsam- komustaður okkar Eyjamanna fiestra var að ganga okkur úr greipum. Ég hef talið og tel enn að þeir menn sem kosnir eru til að stjóma bæjarfélaginu eigi að láta til sín taka þegar þeir hlutir em að gerast sem gjörbreyta lífi okkar hér í Eyjum. í þessu tilfelli skemmt- analífi og samkomuhaldi. Það að við Vestmannaeyingar þurfum að halda allar okkar stórsamkomur í leikfimisal núnaárið 1998 erokkurti! háborinnar skammar. Því hefðu þeir ekki trúað þeir bjartsýnu dugnaðarforkar sem byggðu okkar stærsta samkomuhús landsins með hörðum höndum fyrr á öldinni. Sjómenn og fjölskyldur þeirra verða að dreifa sér í smá sali um allan bæ á sínum degi, sjómannadeginum og aðrar skemmtanir og uppákomur sem haldnar voru í Samkomuhúsinu án nokkurs kynslóðabils þannig að tengsl mynduðust á milli ungra og aldraðra, er liðin tíð. Stórir salir, sem upplagðir væru fyrir þann hóp unglinga sem á engan stað í að venda, standa ónotaðir. I. des hátíðarhöld kvenfélagsins sem sköpuðu alltaf sérstaka stemmningu í miðbænum og samkomuhúsinu eru líka liðin tíð. Stemmningin núna er önnur. Svona mætti lengi telja og er það að mati sumra ein af ástæðunum fyrir því að fólk flyst héðan, það vantar eitthvað. Afsakanir þær sem meirihlutinn er að reyna að gefa fyrir slysi þessu eru líka fáránlegar: „Sko, við vissum ekki... Það var sett á það 100 millj- ónir“ o.s.frv. Þessir menn vissu fullvel um þróun mála og einn núverandi bæjarfulltrúi þeirra var með puttana á kafi í málinu að sögn eins þeirra sem nú er í framboði fyrir D-listann. Og ef það er rétt sem fullyrt hefur verið í mín eyru, að bænum hafi verið boðið húsið af ríkissjóði fyrir það eitt að malbika og ganga frá lóðum ríkiseigna hér í bæ, þá verður allt málið ennþá sorglegra fyrir okkar bæjarbúa flesta. Gæti verið að „við skiptum okkur ekki af því“ stefna meirihlutans spilaði þar inn í? Auðvitað átti að leita til fjárfesta í rekstraraðila fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu og gefa þeim kost á að semja við þá um ýmsan rekstur á húsinu, t.d. kvikmynda- sýningar, ráðstefnur o.fl., ásamt okkur til einhvers tíma þangað til við værum fær um að taka þar allt í okkar hendur. Á jressu máli verður að finnast lausn, annað hvort með samningum við Hvítasunnumenn um einhver skipti sem væru þannig úr garði gerð að þau yrðu öllum hagstæð. Eða leita annarra úrræða. Við skulum öll vona að BJARTAR VONIR VAKNI í þessum málum sem og öðrum þann 23. maí nk. Góða helgi Höfimdur rekur gistiþjónustu og ferðamannabíó. X-Bæjarstjórnark'osningarnar -Guðm. Þ.B Olafsson. á V-lista skrifar: Að koma tíl dyranna eins og menn eru klæddir ástæðu til að fara fleiri orðum um málefnið sem er „óháða” blaðið Fréttir. Ég hvet ritstjórann hinsvegar til, að halda skrifunum áfram, enda besti vitnisburður sem fram til þessa hefur verið settur fram, um pólitíska stöðu Frétta. í lokin voga ég mér að óska ritstjóranum aftur gleðilegs sumars og þá sérstaklega með von um bjarta framtíð. Höfundur skipar 11. sætið á Vestmannaeyjalistanum. Fréttir Oháðar stjómmálaflokkum í sjálfu sér sé ég ekki mikla ástæðu til að fara fleiri orðum um málefnið sem er „óháða” blaðið Fréttir. Ég hvet ritstjórann hinsvegar til, að halda skrifunum áfram, enda besti vitnisburður sem fram til þessa hefur verið settur fram, um pólitíska stöðu Frétta. I lokin voga ég mér að óska ritstjóranum aftur gleðilegs sumars og þá sérstaklega með von um bjarta framtíð. í seinasta blað Frétta ritaði ritstjóri blaðsins enn eina grein sem lið í þeirri tilraun sinni, að sýna fram á hlutleysi Frétta. ítrekað hefur verið bent á með rökum, að blaðið er ekki óháð blað. Ég hef reyndar bent á að Fréttir væru ágætt málgagn Sjálfstæðis- flokksins og það bæri að hafa í huga, þegar blaðið gerði tilraun til að fjalla um pólitísk mál. Málflutningur ritstjóra blaðsins undanfarið hefur reyndar stutt þann málflutning fremur en hitt. Nú er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að blaðið Fréttir styðji Sjálfstæðisflokkinn, ef blaðið gæfi sig ekki út fyrir að vera óháð blað. Heiðarlegra væri að koma til dyranna eins og menn eru klæddir og á það hefur einfaldlega verið bent. Ritstjórinn má mín vegna halda áfram sínu nasista og kommúnista tali. Honum virðast þau mál vera mjög hugleikin. Og hvort manninn langar til Hólmavíkur, í Gulagið eða á geðveikrahæli, eins og hann upplýsir svo ágætlega í seinasta blaði Frétta, verður alfarið að vera hans mál. I sjálfu sér sé ég ekki mikla X-Bæjarstjórnarkosningarnar -Ragnar Oskarsson á Vestmannaeyjalista skrifar: Nýft forystuaff i bæjarstjórn Á laugardaginnn göngum við Vest- mannaeyingar til bæjarstjómarkosn- inga. Sjaldan eða aldrei hafa verið eins skýrar línur um framboð og nú. Valið stendur í milli Vest- mannaeyjalistans og Sjálfstæðis- flokksins. Valið stendur á milli fólks sem vill snúa frá stöðnun til framfara og þeirra sem hér hafa stjómað bæjarfélaginu sl. 8 ár. Á þessum 8 árum hafa sjálfstæðismenn afrekað það helst að sinna ekki atvinnulífi Vestmannaeyja og undir þeirra stjóm hefur íbúum fækkað vemlega. Þá hafa fjármálin farið algerlega úr böndunum með stöðugri skuldasöfnun. Byrjum á undirstöðunni Vestmannaeyjalistinn hefur sett fram skýr og augljós markmið til að vinna að á næsta kjörtímabili. Grundvallar- atriðið hlýtur að vera það að treysta fjölbreytt atvinnulíf í Vestmanna- eyjum því blómstrandi atvinnulíf er ætíð meginforsendan fyrir alhliða ffamfömm og fólksfjölgun. Hér hafa bæjaryfirvöld mikilvægum skyldum að gegna. Þau mega ekki sitja hjá eins og sjálfstæðismenn. Þau þurfa að hafa fmmkvæði og aðstoða eftir föngum við þessa uppbyggingu. Við teljum hiklaust að Vestmannaeyjabær eigi tímabundið að leggja fram ljármuni til stofnunar traustra almenningshluta- félaga og sýna þannig gott fordæmi. Ekki er að efa að slíkt fé skilar sér aftur, jafnvel að margföldu verðgildi til bæjarfélagsins. Með slíkri upp- byggingu verða margfeldisáhrif. Þannig kæmi uppbyggingin til með að gera mögulegra en ella að gera Vest- mannaeyjahöfn að þjónustumiðstöð í sjávarútvegi og bæta alla aðstöðu í henni. Markmið Vestmannaeyjalistans að þessu leyti em klár, stefnan er framsækin og byggir á trú á þá möguleika sem hér em fyrir hendi. Lýðræðislegir stjórnarhættir Því miður hafa stjómarhættir sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum verið afar ólýðræðislegir. Réttur minnihluta hefur verið fótum troðinn. Bæjaryfir- völd sinna ekki upplýsingaskyldu sinni við bæjarbúa og skoðanir hins almenna bæjarbúa vega ekki þungt þegar ákvarðanir em teknar. Auk alls þessa situr síðan bæjarstjóri sem lítur á sig sem bæjarstjóra meirihlutans en ekki allra bæjarbúa. Þessu ætlum við Vestmannaeyja- listafólk að breyta fáum við meirihluta í kosningunum. Við ætlum að sjálf- sögðu að tryggja jafnan rétt mieri- og minnihluta. Við ætlum að sinna upplýsingaskyldu við bæjarbúa og leita eftir skoðun þeirra í brýnum hagsmunamálum bæjarfélagsins. Þá munum við setja sem skilyrði að sá bæjarstjóri, sem ráðinn verður, verði bæjarstjóri allra bæjarbúa, ekki einungis meirihlutans. Það er hægt að breyta Ég hef hér gert örfáa þætti af stefnumálum Vestmannaeyjalistans að umræðuefni. Ég treysti því að Vestmannaeyingar sjái í stefnuskránni möguleika til breytinga, breytinga sem miða að því að snúa frá stöðnun til framfara. Það er hægt að breyta og það skulum við sameinast um að gera undir forystu Vestmannaeyjalistans. Höfundur skipar 2. sœtið á Vestmannaeyjaiistanum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.