Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Qupperneq 8
8 Fréttir Fimmtudagur ll.júní 1998 lel ekkl skynsamlegt að veðsetja konu og böm -segirMagnús Kristinsson framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Bergs-Hugins ehf. en félagið fagnar 25 ára afmæli þessa dagana Utgerðarfélagið Bergur-Huginn ehf. fagnar aldarfjórðungs afmæli um þessar mundir og af því tilefni var framkvæmdastjóri fyrirtækisins Magnús Kristinsson tekinn tali til að forvitnast um manninn og fyrirtækið, og sögu þess í aldarfjórðung. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið í bylgjum eins og gengur. Undanfarin ár hefur fyrirtækið þó verið á uppleið og reksturinn gengið vel. Fyrirtækið gerir út frystitogarann Vestmannaeyja VE 54 og togskipið Smáey VE 144. Hefur það yfir að ráða rúmum 3000 þorskígildum. Magnús er það sem hægt er að kalla kvikur maður og snaggaralegur. Hann býður mér að ganga inn á skrifstofu sína sem er þakin ljósmyndum frá útgerðarsögu félagsins og hlutabréfum fjölmargra fyrirtækja, sem Magnús hefur safnað í mörg ár. Magnús byrjaði að starfa með föður sínum í útgerð árið 1972 en Kristinn Pálsson frá Þingholti faðir Magnúsar stofnaði Berg-Huginn ásamt Guðmundi Inga Guðmundssyni. Þeir létu smíða fyrir sig togarann Vestmannaey VE 54, en hann var einn af tíu skuttogurum sem ýmsir útgerðarmenn um landið létu smíða í Japan. Mörgum þótt vafasamt að láta smíða þessa togara í Japan. bæði vegna fjarlægðarinnar og menn töldu að Japanir hefðu ekki næga þekkingu til þess að smíða slík skip. Annað kom þó á daginn og hafa skip þessi þótt fengsæl og arðbær fjár- festing. Magnús er fæddur í desember árið 1950 í Vestmannaeyjum og er kvæntur Sigfinnu Lóu Skarphéðins- dóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Móðir Magnúsar er Þóra Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur en systkini hans eru Bergur Páll stýrimaður á Ófeigi VE, Birkir lands- liðsmarkvörður og stjórnarfonnaður í Berg-Huginn ehf. og Jóna Dóra, hjúkrunarfræðingur og starfar sem kennari í Reykjavík. Ætlaði að verða skipstjórí „Eg ætlaði alltaf að verða skipstjóri," segir Magnús. „A þeim árum sem ég var í gagnfræðaskóla var starfs- og námskynning hérna í Vestmanna- eyjum og ég fór eins og ungum manni sæmir beint í skipstjómardeildina og vildi vita allt um hana. Þar sat ég og kynnti mér allt um þá braut og hvemig námið gengi fyrir sig, þangað til einn góður maður sagði að frumskilyrði til þess að verða skipstjóri væri að hafa góða sjón. Frá þessum manni fór ég niðurbrotinn maður og hugsaði með mér að ég gæti þá aldrei orðið skipstjóri nema sjónin væri í lagi. Ég velti því mikið fyrir mér hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur í framtíðinni. Æska mín var annars ósköp svipuð og hjá öðrum krökkum. Ég var bara peyji í Vestmannaeyjum og tók þátt í þessum peyjafélögum sem hér voru, þar sem íþróttir vom aðaláhugamálin. Eitt þeirra hét Víðir, en svo var maður alltaf í kringum höfnina. Mitt stærsta áhugamál var að komast á sjó með pabba þegar ég var í fríi frá skólanum og yfirleitt fór ég á sjó á sunnudögum með honum. Fyrstu kynni mín af því að vera langdvölum á sjó er þegar ég er tíu ára um borð í Berg á síldveiðum. Bræður mínir höfðu hins vegar meiri áhuga á fótbolta. Við pabbi vorum alltaf mjög nánir, en okkar formlega samstarf hefst ekki fyrr en um 1973 þegar Vestmannaeyin kemur frá Japan. Ég feta líka mikið í fótspor hans að því leyti að ég tek þátt í hvers kyns félagsmálum og hagsmuna- málum fyrir útgerðarmenn. Pabbi var formaður Lífeyrissjóðsins, Isfélags Vestmannaeyja, og Útvegsbændafél- ags Vestmannaeyja. Ég var um tíma formaður Isfélagsins og núna er ég formaður Útvegsbændafélagsins og Lífeyrisjóðs Vestmannaeyja. Að þessu leyti erum við mjög nánir. Illu heilli var ég lfka kosinn í samninganefnd útvegsmanna síðastliðinn vetur, sem hefur verið óhemju tímafrekt, en á árum áður var faðir minn jafnframt í samninganefnd LIÚ.“ Auk þessa er Magnús formaður Eyjaíss, í sóknamefnd og stjórnar- maður í LIÚ. Þá nefnir Magnús að hann sé stjórnarmaður í lítilli heildverslun, Isgata ehf., sem er í eigu nokkurra fyrirtækja. Meðpungaprófuppá uasann Magnús lauk gangfræðanámi og að því loknu lá leiðin í Verslunarskólann og í framhaldi af því tók hann þá ákvörðun að sinna bókfærslu og skrifstofustörfum í kringum útgerðina úr því ekkert varð úr draumnum að stýra skipi. Ég spyr Magnús því í framhaldi af þessari ákvörðun, hvort hann sé alltaf svona snöggur upp á lagið í ákvarðanatöku. „Ég reyndi aldrei frekar við Magnús Krisdnsson: Á pessum tímapunkd ákvað ég að uenda mínu kvæði í kross og lielga mig skrifstofustörfum og stýra fyrirtæki í staðin fyrir að gerast skipstióri." skipstjóradrauminn. þó að í dag geti allir verið skipstjórar, jafnvel þó sjónin sé ekki í fullkomnu lagi. Aftur á móti tók ég pungaprófið á sínum tíma, sem er kannski dálítil sárabót. Hins vegar er ekkert sem segir að ég geti ekki stýrt fyrirtæki. Ég man alltaf eftir því að hann sagði þessa miklu setningu að það væri fmmskilyrði að skipstjómar- menn sæju mjög vel. Og þar sem ég er nærsýnn afgreiddi ég þetta mál strax fyrir sjálfum mér. Ef ég fæ neikvætt svar þá er það bara nei. Ég er ýtinn maður og reyni að vinna mínum málum fylgi og sannfæra fólk. Hins vegar er oft erfitt að sannfæra mig. Ef ég hef fengið nei eða já, þá er það ákveðin niðurstaða. Éf ég lendi í deilum við menn geri ég kannski út um málið með því að vera sammála og taka málið af dagskrá. Oft þarf maður að taka ákvarðanir innan fyrirtækisins sem allir em ekki sammála um. Þá er svar mitt oft það að ganga að skilyrðum viðkomandi. Þannig geta mínar ákvarðanir verið snaggaralegar og skjótar. A þessum tímapunkti ákvað ég að venda mínu kvæði í kross og helga mig skrifstofu- störfum og stýra fyrirtæki í stað þess að gerast skipstjóri." Lærði bókhald af föður sínum Magnús segir að í framhaldi af þessu hafi faðir hans farið að kenna honum bókhald og fer hann að færa bókhald fyrir Kap VE, en faðir hans var þátttakandi í þeirri útgerð. „Ég vinn við þetta í fríi frá náminu bara inni á stofuborði í þijú ár. Þá var reyndar ekki gert upp nema þrisvar á ári við mannskapinn. Þegar ég kom á vorin færði ég bókhaldið frá janúar til vors og um haustið frá vori til hausts og einnig um áramótin frá hausti til áramóta. Þannig að minn skrifstofu- ferill hefst á borðstofuborðinu hjá föður mínum. Þegar ég hætti námi fór ég að vinna almenn skrifstofustörf í Reykjavík í tvö ár, en á þeim tíma hafði ég kynnst væntanlegri eiginkonu minni, en hún var ekki tilbúin að fara til Eyja vegna náms hennar í Hjúkr- unarskólanum. Hún útskrifast 1972 og þá fer ég að vinna formlega hjá pabba. Þetta ár fer ég líka til Japans til þess að ná í Vestmannaey og sigli með skipinu heim til Islands." Magnús segir að málin þróist svo á þann veg að hann verði fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins. „Bergur -Huginn verður ákveðin kjölfesta fyrir mig og hefur verið alla tíð síðan. Vestmannaey VE 54, sem er breytt 1987 - 1988 í frystitogara verður svo það skip sem verður kjölfestan í rekstri fyrirtækisins. Arið 1983 fjölgar skipunum, en það eru Bergey og Smáey sem fyrirtækið gerir út þá. Síðar bættum við þremur öðrum skip- um við, en gerðum þau út í skamman tíma." Japansævintýrið gekk upp Menn töldu það mikið glæfradæmi að ráðast í þessa framkvæmd með Jap- anstogarana. Hvað var það sem setti ugg að mönnum? „Menn gerðu mikið úr íjarlægðinni og að Japanir kynnu ekki að smíða togara. Japanir voru hins vegar stærsta skipsmíðaþjóð í heimi. Enda kom það á daginn að menn voru með óþarfa áhyggjur. Þetta eru trúlega ein öflugustu skip og endingarbestu sem byggð hafa verið fyrir íslendinga. Hins vegar skapaði þetta engin fordæmi. Það voru bara smíðuð þessi tíu skip. Ég hef jafnvel grun um að Japanir hafi ekki haft neinn sérstakan áhuga á því að smíða fleiri skip fyrir Islendinga, vegna þess að þeir töpuðu svo mikið á því. Hins vegar var það hluti af samningnum að allar vélar og tæki væru japönsk. í dag leitar enginn þama niður eftir til að láta smíða skip, vegna þess að það er hægt að smíða þau innanlands eða í nágranna- löndunum íyrir jafn mikinn eða minni pening.“ Samstarfið gekk ekki upp I upphafi árs 1992 sameinast Bergur- Huginn ehf, ísfélagi Vestmannaeyja hf, en Bergur-Huginn hafði verið eignaraðili að Isfélaginu um nokkurra ára skeið. Þessi sameining stóð ekki nema í átta mánuði og segir Magnús að samstarfið hafi ekki gengið og því verið ákveðið að slíta því og málið sé ekkert flóknara en það. „I þessari útgerðarsögu skiptast á skin og skúrir. Það hefur oft á tíðum verið mjög erfitt í útgerð á Islandi. Ég man þá tíð að allt var gjörsamlega komið á kúpuna og enga fyrirgreiðslu að fá hjá lánastofnunum til þess að hægt væri að standa við skuldbindingar fyrir- tækja, nema að setja eigið nafn undir. Nöfn okkar feðganna blönduðust oft inn í skuldbindingar í óþökk fjölskyld- unnar. Ég hef aldrei talið það mjög skynsamlegt að veðsetja, eins og stundum er sagt „konuna og bömin".

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.