Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Side 9
Fimmtudagur 1 l.júní 1998 Fréttir 9 Unr leið og maður skuldbindur sig á þennan hátt fyrir hönd fyrirtækisins er maður farinn að veðsetja heimilið. Það var almennt bullandi rekstrartap á útgerð í landinu á árunum 1985 til 1990." Kúplaði sig út úr pólitíkinni Magnús segist hafa verið byrjaður að taka þátt í bæjarmálapólitíkinni á sínum tíma, en sé þeirri stund fegnastur þegar hann ákvað að kúpla sig út úr henni. „Þetta var eitthvað um fjögurra til fimm ára tímabil. Eg var formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna og tók örlítinn þátt í bæjarpólitíkinni, en er þeirri stundu þakklátastur þegar ég ákvað að hætta afskiptum af þeirri tík. Eg er reyndar áhugasamur um marga hluti og langaði að kynna mér hvemig pólitíkin gengi fyrir sig en var fljótur að átta mig á því að ég hafði ekki tíma í þetta, auk þess sem ég fann að pólitíkin var ekki fyrir mig. Kannski vom menn líka fegnir að losna við mig, því ég þótti kannski helst til afskiptasamur og ráðríkur. Eg tek fyrirtækið framyfir þau félagsstörf sem ég hef sinnt. Það er alveg ljóst í mínum huga." Hvaðan kemur þér öll þessi orka? „Eg veit það ekki. Þetta er kannski í blóðinu. Aft minn Magnús Bergsson var maður sem lét mikið til sín taka. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um föður minn. Afa mínum dugði ekki að vera bakarameistari frá fimm til tíu á morgnanna. Eftir hádegi sinnti hann útgerð. Aft gerist einnig eigandi að hluta til að Lyngfellisbúinu árið 1942, en gengur reynda út úr því síðar. I dag er Lyngfellisbúið eign fyrirtækisins, þar sem ég er með hestana. Þannig liggja ákveðin spor saman aftur og aftur í líftnu. Eg hef alltaf viljað hafa mikið fyrir stafni. Þegar ég var yngri fannst mér mjög eðlilegt að vera alltaf að tvo til þtjá tíma á hverju kvöldi. Eg varð alltaf að vera í einhverju öðru eftir að vinnu lauk hjá útgerðinni klukkan sjö á kvöldin. En upp úr fertugu kemst ég að því að ég hafði að ákveðnum hluta farið á mis við ljölskylduna. 1 dag er það þess vegna undantekning ef ég er ekki heima á kvöldin." Ekki spurníng uni uöld Er þetta að miklu leyti spurning um metnað eða völd jafnvel? „Alls ekki völd," segir Magnús. „Eg er ekki að sækjast eftir völdum. Þetta er kannski ákveðinn metnaður. Að gera vel það sem ég tek mér fyrir hendur. Eg hef þann metnað að fresta ekki hlutum til morguns sem ég get gert í dag. Kannski pirrar það oft fólk í kringum mig hvað ég vill klára hlutina fljótt. Þetta er spuming um að skila sínu og gera hlutina vel. Eg hef ekki sóst eftir völdum. Þetta hefur frekar þróast í þá átt að ég hef geftð kost á mér og maður er beðinn um að taka að sér ákveðin störf. Svo kemur það í ljós hvort maður getur sinnt þessum störfum og þá kannski beðinn um að halda áfram í framhaldi af því. Hins vegar ef maður skipuleggur sjálfan sig, þá hefur maður alltaf nægan tíma. Eg hef vanið mig á ákveðin vinnubrögð. Eg á mér til að mynda eitt ákveðið prinsíp og það er að mæta aldrei of seint á fundi. Þar sem ég ræð ríkjum og stjóma fundum, set ég fundi á réttum tíma. Eg hef sett fund í fimm manna stjóm, þar sem hafa kannski verið mættir tveir. Eg get líka státað af því og er ekkert feiminn við að segja það, að í þeim stjómum sem ég sit hafa menn farið að mæta á réttum tíma líka. Þetta er góð regla." Tengslín við Öræfin Nú hefur þú verið áhugamaður um hestamennsku. Hvemig er sá áhugi tilkominn? Var barátta milli útgerðar- mannsins og bóndans til staðar á einhverjum tímapunkti í líft þínu? „ Ég var alltaf í sveit sem peyi og komst þannig í kynni við hesta- mennskuna. Ég var í sveit í Öræf- unum. Upphafið að því má rekja til Öræftngs sem reri með pabba á sínum tíma. Hann bjó alltaf heima og var að biðja mig um að koma austur. Ég var nú heldur tregur á það þangað til ég lét tilleiðast ellefu ára gamall. Það var mikið ferðalag að fara þangað með flugi í Douglas DC 3. Lent var á Fagurhólsmýri og ég sóttur á gömlum hertmkki út á flugvöll. Þetta er mér mjög minnisstætt. En ég og bóndinn náðum mjög vel saman og mér leið mikið vel þama. Þarna var ég í þrjú sumur samfellt. Hins vegar datt ekki úr eitt einasta ár að ég heimsækti hann ekki í eina til tvær vikur. Þama kynntist ég náttúrunni og fegurð hennar. Það var mikið riðið út, farið í egg og veiddur silungur í ósunum. Lengsti útreiðartúrinn sem ég fór í og er mér minnisstæður var ferð út í Ingólfshöfða og þótti mikið afrek. Ég hef haldið mikilli og góðri tryggð við þetta fólk allar götur síðan og mun halda því áfram. Þetta er það traustasta fólk sem ég hef kynnst á lífleiðinni að öðmm þó ólöstuðum. Þegar ég eignast Lyngfellið formlega 1992, þá ákvað ég að endurbyggja húsið og vera með nokkra hesta ásamt fleirum. En að það hafi verið barátta milli bóndans og útvegsmannsins kom aldrei til. Það má kannski segja að ég sé orðinn hinn eini og sanni útvegsbóndi, því ég á líka nokkrar rollur, en án gríns þá er orðið útvegsbóndi, ekki til í þeirri merkingu sem það var notað hér í eina tíð, þegar menn vom bændur og útgerðarmenn.“ Góðirstarfsmenn Nú er Bergur-Huginn búinn að starfa í tuttugu og fimm ár og mun því eitt og annað verða gert til þess að minnast þessara tímamóta. „Það var haldið afmælishóf, þar sem menn sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í tíu ár eða lengur, voru heiðraðir. Einn starfsmaður, Guðmundur Alfreðsson útgerðarstjóri, hefur unnið hjá fyrirtækinu í tuttugu og fimm ár og var reyndar farinn að vinna hjá pabba áður en hann hóf störf hjá Berg-Huginn, en Guðmundur er mín hægri hönd í fyrirtækinu. Einnig voru heiðraðir skipstjórinn á Vest- mannaey sem hefur unnið hjá fyrirtækinu í tuttugu ár og skipstjórinn á Smáey sem unnið hefur hjá fyrirtækinu í tólf ár, en það eru tíu starfsmenn sem unnið hafa hjá fyrirtækinu í tíu ár eða lengur. Jafn- framt kom það nú í ljós þegar farið var að athuga málið að ansi stór hluti sem starfað hafði hjá fyrirtækinu í fimm til tíu ár. Ef fyrirtækið heldur þessum mönnum áfram og heldur upp á þrjátíu ára afmæli að fimm árum, verða heiðranimar miklu fleiri. Hjá fyrirtækinu eru nú fjörtíu og fjögur stöðugildi. Mér hefur haldist vel á starfsfólki í gegnurn tíðina. Ég hygg þó að ég sé kröfuharður stjómandi, en þó sanngjam." Talan44 Þegar Magnús nefnir töluna fjörutíu og fjóra vaknar spurning um dálæti hans á þeirri tölu. „Ég er með krón- íska dellu fyrir þessari tölu. Ef maður leggur saman starfsmenn um borð í skipunum og starfsmenn í landi, með afleysingarnönnum, þá em þeir fjörtíu og fjórir. Ég reyni að hafa þessa tölu alls staðar þar sem ég get komið því við. Því miður get ég ekki breytt húsnúmerum og slíku. Annars er þetta komið frá Bergi Jónssyni langafa mínum. skútukafteini, sem gerði út Surprise HF 4. Þaðan kemur þessi tala inn í ijölskylduna. Bróðir móður minnar Júlíus Gísli Magnússon, sem var skrifstofumaður hjá fyrirtækjum hér á árum áður fyrir mína tíð, notaði töluna fjóra og fjörutíu og fjóra mikið og hélt þessu við og ég hef haldið þessu fram að þessu." Kevpti heila máluerkasýningu Magnús á einnig önnur áhugamál. Hann hefur safnað málverkum og segist vera með dellu fyrir að safna hlutabréfum, sem að þekja alla veggi hjá honum á skrifstofunni. „Ég prýði alla veggi með gömlum hlutabréfum og hef gert lengi og það komast líklega ekki fyrir fleiri málverk á veggjunum heima hjá mér. Ég hef lagt mig eftir því að eiga málverk eftir sem flesta Vestmannaeyinga og einn og einn góðan þar fyrir utan, eins og til dæmis Karólínu Lárusdóttur og Kjarval og fleiri. Þetta hefur þó ekki verið neitt sérstaklega meðvituð söfnun, eða skipulögð. Kannski eru þau um fjörtfu og fjögur. Söfnunin er frekar til þess að hafa eitthvað fallegt á veggjunum. Einu sinni var hringt í mig utan af landi og sagt að það væri sýning á verkum eftir Stórval, Stefán Jónson frá Möðrudal. Sýningin var haldin einhvers staðar á norð- austulandi. Ég átti hins vegar ekki heimangengt og þetta var á síðasta degi, svo ég spyr hversu mörg mál- verk séu eftir og mér sagt að rúmlega fjörtíu málverk væru óseld. Svo ég spyr hvert verðið sé á myndunum. Mér var sögð tala frá og til. Ég spurði þá um hlaupareikningsnúmerið hjá listamanninum og keypti það sem eftir var á sýningunni. Þetta er nú það frægasta sem ég hef gert í sambandi við málverkakaup að kaupa eitt stykki Stórvalssýningu. Þetta var síðasta sýningin sem hann hélt og ég er stoltur af því að eiga þær myndir enn þann dag í dag. Kannski var þetta meira spaug að kaupa sýninguna á sínum tíma, en ég hef gaman af því að sprella svolítið og kannski mest gaman að því að sprella með aðra." Hrekkjalómar Magnús segir að það hafi líka verið gert grín að honum í afmælishófinu á laugardaginn, enda var veislustjóri Þórarinn Sigurður Sigurðsson forseti Hrekkjalómafélagsins. „Ég ætla að halda upp á fimmtugsafmæli mitt eftir tvö ár og það er búið að ákveða að Þórarinn og Asmundur Friðriksson , blaðurfulltrúi, taki að sér útfærsluna í þeirri veislu. Ég er gjaldkeri Hrekkjalómafélagsins og þar eru digrir sjóðir. Hins vegar get ég ekki sagt þér neitt af þessurn félagsskap, því að það eru aðeins tveir menn sem mega segja frá félaginu og sögu þess en það er formaðurinn og blaður- fulltrúinn. Þetta er mjög hávirðulegur félagsskapur og menn geta ekki gert það sem þeim þóknast. Ég get ekki einu sinni sagt hversu gamall félagsskapurinn er. Þeir verða að segja frá fæðingarhríðunum, hins vegar urðu hluti af fæðingarhríðunum til á Fréttum." Er hluthafí í Frénum Ur því þú nefnir Fréttir hvemig stóð á því að þú gerist hluthafi í Eyjaprent- Fréttum, er það hluti af því að geta haft áhrif? „Eins og þú getur kannski vitnað um hef ég aldrei skipt mér neitt af ritstjórnarstefnu Frétta og ætla mér aldrei að gera. Ég keypti þetta ekki þess vegna. Það var maður sem hafði samband við mig og átti þessi bréf og þurfti að losna við þau. Spurði hann hvort ég vildi kaupa þau fýrir einhvetj- ar x-krónur. Ég sagði já án þess að hugsa það nokkuð frekar. Þannig em mínar ákvarðanir. Ég tek þær bara snaggaralegar. Ég þarf ekkert að athuga málin neitt sérstaklega og gekk frá því máli strax. Ef ég tek rangar ákvarðanir, þá er ekki annað að gera en að standa og falla með þeim og að sama skapi ef réttar ákvarðanir em teknar, þá njóta menn þess. Þetta var bara ftmm mínútna símtal, sem ég átti við manninn og þurfti ekkert að ræða það við aðra eigendur. Ég mat þetta jákvætt og ekki síður skemmtilegt að koma inn í þetta fyrirtæki. Þetta vom ekki miklir peningar og eina sem ég geri varðandi rekstur Eyjaprents-Frétta er að mæta á aðalfundi. Ég tel þetta frekar kost að geta tekið snöggar ákvarðanir og leiðist freka fólk sem þarf einhvem óratíma í það að athuga hlutina. Ég vil sjá hlutina gerast og helst sem fyrst. Ef maður gerir ekki hlutina sjálfur þá gerir þá enginn fyrir mann.“ Skin og skúrír Magnús segir að þetta eigi jafnt við Veggir á skrifstofu Magnúsar eru úakktir nýjasta áhugamáli hans, hlutabréfum. um Berg-Huginn. „Ég er ekkert að vasast í öllum hlutum þar. Mínir starfsmenn hafa mjög mikið sjálfræði. Þeir taka ákvarðanir og vita alveg hvemig á að vinna verkin. Rangar ákvarðanir verða hins vegar ekki alltaf teknar til baka. En þó ég sé stundum mikið frá, eins og vegna kjara- samninganna í vetur, hefur þetta allt saman gengið snurðulaust og lýsir best hversu gott starfsfólk er hjá fyrir- tækinu og er trútt því." Magnús segir að margt sé hægt að segja varðandi útgerðarsöguna. „Það þótti mikil frétt 1983 þegar keypt voru tvö skip frá Ólafsftrði með mánaðar millibili. Það var mjög gaman að upplifa þessa tíma og fólk var hreykið af sínu byggðarlagi og fyrirtækinu. En auðvitað hefur líka gengið á ýmsu og fyrirtækið verið með allt niður um sig. Maður skuldaði kannski við- skiptavinum margra mánaða eða árs úttekt. I dag er ég í viðskiptum við Olíufélagið og Tryggingamiðstöðina svo tekið sé dæmi og hef átt viðskipti við þau fyrirtæki frá upphaft. Þessi fyrirtæki sýndu Bergi-Huginn alltaf mikla þolinmæði og tóku ákveðna áhættu með manni." Saga grænlenska togarans Magnús segir að stærstu og mestu erfiðleikar sem hann haft gengið í gegnum í sinni útgerðarsögu hafi verið þegar hann fékk grænt ljós á að kaupa skip frá Grænlandi í stað Bergeyjar árið 1991. „Hins vegar þegar kemur að því að sækja skipið treystir lánastofnunin sér ekki til að standa við gerða samninga. Taldi hún fyrirtækið ekki í stakk búið til að standa við þá vegna fjárhagslegra erfiðleika," segir Magnús um þennan atburð sem mikið var fylgst með í Vestmannaeyjum. „Þegar ég uppgötva að ég er að brenna inni með stórglæsilegan togara úti á Grænlandi fer af stað atburðarrás sem ég gleymi seint eða aldrei. Ég hef því samband við nokkra vini mína, m.a. Gunnar Ragnars, sem þá var framkvæmdastjóri UA. Ég flýg norður ásamt endurskoðanda mínum, Óskari Ólafi Elísyni, og býð ÚA að kaupa skipið og kvóta upp á 1600 tonn. Þetta var praktísk ákvörðun á sínurn tíma sem hljóðaði upp á að þeir yfirtækju samninginn ásamt veiði- heimildunum sem yfirfæra átti á nýja skipið. Eftir sat ég með Bergey kvótalausa. Ég sá mína sæng út- breidda en þetta var það eina sem ég gat gert til að bjarga fyrirtækinu. Þetta virtist ekki ætla að ganga en við Gunnar förum þá í hálftíma göngutúr um frystihúsið og komum til baka með uppkast að samningi. I framhaldi af því nást endanlegir samningar. Eitthvað fór þetta að leka því þegar við komum til Rreykjavíkur er fulltrúi frá lánastofnun á vellinum, svo ekki sé meira sagt og ég grátbeðinn að rifta samningnum við ÚA. Mér varð hins vegar ekki haggað og samningurinn stóð. Það fékk mig enginn til þess að rifta honum. Þorsteinn Pálsson og Árni Johnsen báðu mig einnig að rifta samningum, en það var aldrei gert og stóð aldrei til af minni hálfu. Það var sett blek á pappíra um morguninn og það var niðurstaðan. Þetta voru samt þau þyngslu og erfiðustu spor sem ég hef gegnið í minni útgerðarsögu. Eftir þetta varð svo sameiningin við Isfélagið svo að nægur kvóti var til á Bergeynna og þetta blessaðist að lokum. En þetta var dramatískur tími og hægt að hafa mörg orð þar um. Þetta var líka viðkvæmt mál fyrir byggðarlagið, að flytja allan þennan kvóta norður. En það var raunar ekkert eftir annað en að loka fyrir- tækinu. Hvort þetta var rétt á sínum tíma skal ég ekki dæma um. Það er hins vegar útrætt mál og gangi sögunnar verður ekki breytt, segir Magnús að lokum. Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.