Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Side 10
10 Fréttir Fimmtudagur 11. júní 1998 Mikil aðsókn að hátíðar- höldum sjómannadagsins sem fram fóru í blíðskaparveðri Sjómannadagshelgin fór vel fram í alla staði. Veður var gott alla helgina sem skilaði sér í góðri þátttöku sjómanna og annarra bæjarbúa í hátíðarhöldunum. Þangað til síðustu ár hafa hátíða- höld sjómannadagsins staðið á laug- ardag og sunnudag en með aukinni fjölbreytni hafa þau verið að færast yfir á föstudaginn. Þá fer fram knattspymukeppni áhafna og um kvöldið voru Arni Johnsen og félagar með sjómannastemmningu í Akóges. Hátíðahöldin á laugardag og sunnu- dag voru með hefðbundnum hætti en sólin og góða veðrið urðu til þess að þátttaka var meiri en oft áður og var yfirbragð þeirra sjómönnum og öðrum bæjarbúum til mikils sóma. A Þórsvelli á föstudaginn mátti sjá einhverja þá stórkallalegustu knatt- spyrnu sem hér hefur sést þegar áhafnir skipa áttust við. Þeir sem fylgdust með leikjum sjómannanna og ekki áttu hagsmuna að gæta fannst mest til kom að enginn skyldi slasast, slík voru átökin. Ekki verður farið út í að lýsa einstaka leikjum en áhöfnin á Gígju stóð uppi sem sigurvegari. Aftur á móti vom strákamir á Sighvati Bjamasyni langflottastir. Þeir höfðu sérpantað búninga með nöfnum sínum á og það sem vantaði upp á knatttækni bættu þeir upp í útliti á velli. tíátíðahöldin við Friðarhöfn hófust með kappróðri og tóku nfu sveitir þátt í róðrarkeppninni að þessu sinni. Aðeins ein kvennasveit var meðal þátttakenda, en ein aðkomusveit keppti, sveit af varðskipinu Ægi. Einnig var keppt í netabætningu og pokahnýtingu þar sem Guðjón Engil- bertsson stóð uppi sem sigurvegari. I reiptogi unnu skipstjórar og stýrimenn úr Verðandi. Skemmtiatriðin við Friðhöfn hófust um klukkan tvö og var Iokið um klukkan fjögur. Reynt var að keyra dagskrána áfram eins og kostur var. Tókst það með ágætum og fyrir vikið varð dagskráin skemmtilegri. Sjómannamessan í Landakirkju var vel sótt að vanda og enn meiri fjöldi fylgdist með minningarathöfn um hrapaða og dmkknaða við minnis- varðann við kirkjuna á eftir. Hún var í höndum Snorra Oskarssonar safn- aðarhirðis Hvítasunnumanna í Vest- mannaeyjum, sem fyrir fimm ámm tók við af Einari J. Gíslasyni. Minntist Snorri Einars sem lést fyrir skömmu. Snorri sagði það þakkarvert að enginn Vestmannaeyingur hafði hrapað eða dmkknað frá síðasta sjómannadegi. I tvígang mátti þó litlu muna, annars vegar þegar sókningsbátur sökk undir fimm mönnum við Bjarnarey í júlí í fyrra og annars vegar þegar tveimur mönnum var bjargað af Mardísi í mars.sl. A Stakkagerðistúni var saman- kominn mikill fjöldi fólks til fylgjast með því sem þar fór fram. Snorri Oskarsson sá um að heiðra aldraða sjómenn, veita viðurkenningar fyrir björgunarafrek og verðlaun fyrir sigra í keppni laugardagsins. Hátíðarræðu dagsins flutti Lúðvík Bergvinsson alþingismaður. Sjómannafélögin hafa lengi haft það fyrir sið að heiðra sjómenn fyrir farsælt starf og var engin undan- tekning á þeim sið í ár. Sjómanna- félagið Jötunn heiðraði að þessu sinni Magnús Stefánsson fyrir vel unnin störf í þágu sjómannastéttarinnar. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi heiðraði þá Þórarinn Orn Eiríksson, Lalla á Sæfaxa VE, og Hilmar Rósmundsson á Sæbjörgu VE. Þá var Þórhalli Þórarinssyni veitt viðurkenning Vélstjórafélags Vest- mannaeyja. Heiðursskjöld Sjómannadagsráðs fengu að þessu sinni þrír aðilar og voru þeir afhentir á sjómannahófinu í Týsheimilinu á laugardagskvöldið. Komu þeir í hlut Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar fyrir ötult starf í þágu sjómannastéttarinnar og óeigin- gjamt starf að öryggismálum sjó- manna. Einnig fékk Slysavamadeildin Eykyndill viðurkenningu fyrir þeirra framlag til öryggismála sjómanna í gegnum tíðina og að lokum fékk Olafur Sigurmundsson viðurkenn- ingarskjöld fyrir góða umgengni og snyrtimennsku um bát sinn og búnað hans. Viðurkenningarskjöld Sjó- mannadagsráðs fengu þrír aðilar fyrir björgunarafrek. Björgunarfélag Vest- mannaeyja fékk viðurkenningu fyrir að bjarga Pétri Steingrímssyni, Gylfa Gíslasyni, Jens K.M. Jóhannessyni og Björgvin Amaldssyni vestur af Bjamarey þann 6. júlí 1997. Þar var að verki áhöfnin á björgunarbátnum Þór undir stjóm Gunnlaugur Erlends- sonar sem tók við viðurkenningunni. Hjálmar Guðnason á Bravo fékk heiðursskjöldinn fyrir að bjarga fimmta manninum þennan dag við Bjamarey, Omar Stefánssyni sem var á sókningsbátnum með Pétri, Gylfa, Jens og Björgvin þegar hann sökk. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fékk heiðurskjöldinn fyrir að bjarga feðgunum Jóel Þór Andersen og Halldóri Jóni vestur á Selvogsbanka þegar Mardís VE varð fyrir áfalli. Menn úr áhöfn varðskipsins Ægis tók við skildinum fyrir hönd Land- helgisgæslunnar. Þá vom veitt verðlaun fyrir afrek á knattspymuvellinum á föstudaginn og keppnum laugardagsins. Sveit Verðandi var sigurvegari í kappróðri félaga á tímanum 2,10:03. Ahöfnin vann áhafnabikarinn en þeir reru á 2,1:08. Af drengjum urðu Glussa- tjakkarnir sigursælastir, reru þeir á 2007:10 sem reyndist besti tíminn í ár. Aðeins ein kvennasveit, Stálbikkj- umar, mætti til leiks og rem stúlkumar á 2,16:80 og slógu við sumum karlasveitunum. í knattspyrnukeppninni stóð á- höfnin á Guðmundi VE uppi sem sigurvegari og var það eftir harða og miskunarlausa keppni við hin liðin. Guðjón Matthíasson varði titilinn í pokahnýtingu og netabætningu og Boltarnir í Verðandi lögðust þyngra í reipið en aðrir og unnu reiptogið. Af skemmtiatriðum á Stakkó má nefna Lúðrasveit Vestmannaeyja, Samkórinn, Jón Gnarr og hljómsveitin Skítamórall. Kynnir Sjómannadagsins var Bjarni Olafur Guðmundsson og fórst honum það vel úr hendi. HJONIN Kolbrún Úskarsdóttir og Sigmar Þór Sueinbjörnsson lögðu krans á minnismerkið um hrapaða og drukknaða uið minningarathöfnina að lokinni sjómannamessunni. Sigmar fékk heiðurskjöld sjómannadagsins fyrir störf að öryggismálum sjómanna. Skjöldurinn uar afhentur á sjómannahófi i Týsheimilinu á laugardagskuöldið. flllír gestir í hæofinu risu á fætur uið bað tækif æri og klöppuðu Sigmari lof í lófa. Sjómannadagurinn haf inn til fyrrf írirðingar -segir Úðinn Kristjánsson formaður Sjómannadagsráðs í Týsheimilinu var hekkurinn béttsetínn og glösum lyft af miklu móð. Óðinn Kristjánsson, formaður sjó-manna- dagsráðs Vestmanna- eyja, segist ekki getað verið annað en á- nægður með hvernig til tókst með sjómanna- dagshelgina. „Það vora allir rosa- lega ánægðir með hvað allt tókst vel og niá segja að okkur hafi tekist að hefja þennan hátíðisdag okkar sjómannanna til fyrri vegs og virðingar," sagði Óðinn. Hann segir að aðsókn hafi farið langt fram úr björtustu vonum og hún hafi í reynd sett sjó- mannadagsráð í ákveð- inn vanda. „A laugar- dagskvöldið voru sam- komur á þremur stöðum á okkar vegum, í Al- þýðuhúsinu, Týsheim- ilinu og veitingastaðnum Fjörunni þar sem aðeins var boðið upp á mat. Þegar við sáum fram á hvað aðsókn var mikil reyndum við að fá inni í lþróttamiðstöðinni eins og gert er víða um land en stjóm hússins var því mótfallin. Við urðum því að koma um 550 manns fyrir á þessum þremur stöðum en við urðum líka að vísa fjölda manns frá og það fólk fór út að borða á öðrum veitingastöðum í bænum. 1 allt gæti ég trúað að rúmlega 600 manns hafi sóst eftir að komast að hjá okkur. Ástæðan var sú að við vomm með mikla góða dagskrá og það spurðist út." Óðinn viðurkennir að aðstæður í Týsheimilinu hafi ekki verið sem skildi en það hafi verið eitthvað sem sjómannadagsráð réði ekki við. „Þetta er eitthvað sem huga þarf að í framtíðinni ef við ætlum að halda upp á t.d. sjómannadaginn með óbreyttu sniði í framtíðinni," sagði Óðinn sem að lokurn vildi þakka þeim sem aðstoðu ráðið með einum eða öðrum hætti fyrir þeirra framlag.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.