Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Qupperneq 11
Fimmtudagur 11. júní 1998 Fréttir 11 Sáttverðuraönástuiðþjóðina -sagði Lúðvík Bervinsson í hátíðarræðu sinni Lúðvík Bergvinsson, alþingismað- ur, hélt hátíðarræðu sjómanna- dagsins á Stakkagerðistúni. Hann gerði að umtalsefni þær gífurlegu breytingar sem orðið hafa á íslensku samfélagi á þessari öld og hlut sjómanna í þeim. „Mér er til efs að nokkurt samfélag í Evrópu hafi þróast jafn ört a.m.k. til efnahagslegrar velmegunar og hið íslenska, frá því að vélbátaútgerð hófst í upphafi aldarinnar til dagsins í dag. Líklega hefur enginn stétt manna lagt jafn stór og þung lóð á þær vogarskálar, eins og sjómenn. Lrklega hafa fáir ef nokkrir lagt jafn mikið af mörkum og Vestmannaeyingar því Vestmannaeyjar urðu fljótlega höfuð- stöðvar hins íslenska vélbátaflota, en héðan 25 faldaðist verðmæti útflutts fisks á fyrstu þremur áratugum þessarar aldar. Að baki þessari öru þróun til efnalegrar velmegunar lá mikil vinna; mikil fómfýsi sem nauðsynlegt er að við sem á eftir komum höldum hátt á lofti merkjum þess fólks sem lagði á sig hinar miklu fómir svc þessum árangri yrði náð," sagði Lúðvík. Einnig vék hann að núverandi fískveiðistjómunarkerfi. Hann sagði nauðsynlegt að stjóma veiðunum en gallar hafi komið fram á núverandi kerfi sem þyrfti að laga. „Einkanlega hefur verið gagnrýnd harðlega sú mikla eignatilfærsla sem kerfið hefur haft í för með sér svo sært hefur réttlætiskennd fólks, einkanlega sökum þess að ekkert gagngjald hefur komið í stað. Jafnvel er svo komið að landsþekktir einstaklingar hafa lýst því yfir í fjölmiðlum að til standi að stofna stjómmálaflokk í því skyni að ganga af núverandi fiskveiðistjómunarkerfi dauðu," sagði Lúðvík. Hann sagðist ekki reikna með algjörri sátt, sama hvert kerfið yrði en leita yrði sátta við þjóðina. „Stjóm- kerfi sem landsmenn sætta sig ekki við getur ekki til lengdar lifað nteð þjóðinni, stjómkerfi sem særir rétt- lætiskennd þjóðarinnar getur ekki reiknað með því að eiga sér langra lífdaga auðið. En jafnframt verður að vísa til þess að ef áframhaldandi uppbygging á að geta átt sér stað í sjávarútveginum þurfa stjórnvöld að tryggja sjávar-útveginum eins öruggt rekstrarum- hverfi og kostur er. Til þess að svo geti orðið þarf að ná nauðsynlegri sátt við jajóina um stjómkerfi fiskveiða. Þar reynir á hagsmunaaðila í greininni og stjómmálamenn að ná skyn-samlegri niðurstöðu. Þar liggur mikið við," sagði Lúðvík sem að lokum ámaði sjómönnum heilla. Þórarinn, Hilmar, Magnús og Þórhallur uoru heiðraðir af stéttarf élögum sínumásiómannadaginn. Glussatjakkarnir. Gjafarsmenn með sigurlaunin. Verðandi sigraði í keppni félaga. Stálbikkjurnar ásamt Árna stýrimanni. Ekki náði áhöfnin á Sighuati Bjarnasyni VE að sigra í fótboltanum, en heir uoru óumdeilanlega langflonastir. Sjómanndagsráð stóð fyrir sýningu á skipslíkönum í Ásgarði um sjómannadagshelgina. Þar mátti sjá margt fagurt fley í smækkaðri mynd. Líkönin uoru uíða að en áberandi uar hlutur Tryggua Sigurðssonar sem getið hefur sér gon orð fyrir mikinn hagleik uið smíði líkana. Núna er hann smíða líkan af Sigurði VE og gerir hann ráð fyrir að milli 800 og 900 klukkustundir. Landmenn höfðu betur í skákinni í tilefni af sjómannadeginum var haldið skákmót milli sjómanna og landmanna í Alþýðuhúsinu síðast- liðinn laugardag. Sextán manns tóku þátt í mótinu og voru tefldar tvær umferðir. Skemmst er frá þvf að segja að landmenn unnu sjómenn með 10 1/2 vinningi gegn 5 1/2 vinningi sjómanna. Þetta er í tólfta sinn sem þetta mót er haldið og hafa landmenn unnið ellefu sinnum en sjómenn einu sinni en það var árið 1995. Þetta er þriðja árið í röð sem landmenn vinna þetta mót og hafa þeir því unnið bikarinn Hafrenning til eignar, en það er Isfélag Vestmannaeyja sem gaf bikarinn. Úrslit mótsins fara hér á eftir: Sigurjón Þorkelsson móttstjóri afhendir uerðlaunin. Sjómenn Landmenn 1. borð. Einar Sigurðsson Sigurjón Þorkellsson 0 - 2 2. borð. Þórarinn Ingi Ólafsson Bjöm ívar Karlsson 1/2 - 1 1/2 3. borð. Agúst Öm Gílsason Ægir Óskar Hallgrímsson 0-2 4. borð. Þorvaldur Hermanns Magnú Matthíasson 0-2 5. borð. Bjarki Guðnason Stefán Gíslason 0-2 6. borð. Jóhann Benónísson Andrés Sigurðsson 2-0 7. borð. Ámi Þór Gunnarsson Ólafur Helgi Þorkellsson 2 - 0 8. borð. Bergvin Oddsson Sigmundur Andrésson 1 - 1

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.