Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Qupperneq 13
Fimmtudagur ll.júní 1998 Fréttir 13 Skólaslit Barnaskólans: Eva Und lékk vMurkenn- ingar í öllum greinum Frá afhendíngu uiðurkenninga, Eua Línd, Anna Sigríður, Rannueig Rðs og Ása Hrönn. Að þessu sinni útskrifuðust 37 tíundu bekkingar frá Barnaskól- anum í Vestmannaeyjum. Af þeim luku átta prófi í siglingafræði sem veitir skipstjórnarréttindi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um siglingatíma og aldur. Kom fram hjá Hjálmfríði Sveins- dóttur, skólastjóra, að einn nemandi ætti eftir eitt próf til að ljúka námi í siglingafræðinni og þar með hefði skólinn útskrifað 52 nemendur með skipstjórnarréttindi á þeim sex árum sem skólinn hefur haft tíunda bekk. Hjálmfríður sagði að námsárangur hefði mátt vera betri. Þokkalegur árangur var þó í ensku og íslensku á samræmdu prófunum en heldur slakur í dönsku og stærðfræði. „Ég held að of margir hafi verið of góðir við sjálfan sig og gefist upp í stað þess að æfa betur,“ sagði Hjálmfríður og bætti við, „meðaleinkunn skólans í stærðfræði er 5,4 en landsmeðaltal er 6,2. Meðaleinkunn í íslensku er 6,3 en landsmeðaltal er 6,6. Meðaleinkunn skólans í dönsku er 4,7 en lands- meðaltal er 5,6 og meðaleinkunn í ensku er 6,4 en landsmeðaltal er 6,8.“ Hjálmfríður sagði að mikil áhersla hefði verið lögð bættar mætingar nemenda en það hefði því miður ekki skilað sér hjá tíundu bekkingum sem væiu með mun slakari mætingu nú en í fyrra. Kæmi það fram í slakari námsárangri. Níu nemendur fengu þó viðurkenn- ingar frá skólanum fyrir ástundun og hegðun og tveir frá Foreldrafélaginu. Arnar Olafsson, Anna Sigríður Snorradóttir, Atli Jóhannsson, Asa Hrönn Ásmundsdóttir, Hannes K. Eiríksson, Kolbeinn Olfafsson, Kristín Gísladóttir, Sindri Viðarsson og Trausti Hjaltason fengu viðurkenn- ingu frá skólanum og Daði Garð- arsson og Sindri Viðarsson frá For- eldrafélaginu. Veittar voru viðurkenningar fyrir frábæran námsárangur og þar kom einn nemandi, Eva Lind Ingadóttir, við sögu í öllum tilvikum. Hún fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi áhuga og árangur í dönsku. Eva Lind fékk einnig viðurkenningu í stærðfræði ásamt Rannveigu Rós Olafsdóttur og í ensku ásamt Önnu Sigríði Óskarsdóttur. Þá fékk Ása Hrönn Ásmundsdóttir viðurkenningu fyrir frábært starf að félagsmálum. Wþ> U L I Útskriftarnemar Barnaskúlans ásamt nemendum og kennurum. Sinfónia f heimsókn Þann 18. júní næstkomandi er væntanleg til Vestmannaeyja 45 manna amerísk symfómuhljóm- sveit Pebody tónlistarskólans. Hl jómsveitin mun halda tónleika í Hvítasunnukirkjunni föstudags- kvöldið 19. júnf. Stjómandi verður Gene Young sem er vel þekkt tónskáld og stjómandi en hann hefur stjómað hlómsveitinni undanfarin Ijögur ár. Það er Bára Grímsdóttir tónlistarkennari og aðrir meðlimir Samkórs Vest- mannaeyja sem bera hitann og þungann af komu gestannatil Eyja. Bára segir hljómsveitina mjög virta og að stjórnandi hennar hafi unnið með heimsþekktum listamönnum. „Þetta er því mikill hvalreki fyrir fyrir tónlistamnnendur í Eyjum. Hljómsveitin mun dvelja í Eyjum í tvo daga en fer síðan til Reykjavíkur og mun halda tónleika þar, meðal annars ásarnt kvennakór Reykjavíkur." Fyrsti viðskíptavinur umboðsskrifstofu Heimsferða í Vestmannaeyjum sem staðfesti og borgaði ferð sem hann keypti hjá skrifstofunni, fékk konfektkassa að gjöf við bað tækifæri. Það var Lilja Birgisdóttir sem var hin heppna. Hún sagðist hafa keypt sér briggja vikna ferð til Benidorm. „Ég hef nú farið áður til Benídorm," segir Lilja. „Nlér leist svo vel á betta tilboð Heimsferða að ég skelltí mér á bað." Á myndinni er Þúrey Friðbjarnardóttir umboðsaðili Heimsferða að afhenda Lilju Birgisdðttur konfektkassann og farmiðann. Spennufallið sem myndaðist á Eyjunni þegar úrslit kosninganna lágu fyrir er um margt einkennandi fyrir daglegt líf á þeim sama stað, þegar hvunndagshetjumar snúa sér aftur að spjallinu. Þessu spjalli sem allir Eyjamenn telja nauðsynlegan vettvang til að skapa grundvöll fram- tíðarinnar. Allt verður fyrst til í spjalli, svo hefst plottið síðan fram- kvæmdin. Þegar framkvæmdastiginu er náð fara samsæriskenningamar af stað og í framhaldi af því er leitað að ein- staklingi til þess að hengja. Þá fara menn annað hvort í jákvæða eða neikvæða fýlu og fylkingar hvoru tveggja hópsins spjalla til stuðnings meintum hengdum manni. Mörg mál geta verið í spjallinu í einu og jafnvel geta þau skarast á ótrúlegustu vegu. Samt er þetta allt í góðu svo langt sem fýlan nær, neikvæð eða jákvæð. að hefur verið sagt að fýlan geti orðið svo mögnuð að menn talist ekki við svo árum skiptir, jafnvel ágætir nágrannar í eina tíð láta sem þeir sjái ekki hvor annan. Menn hafa jafnvel yfirgefið Eyjuna sökum fýlusárinda. Þetta mun vera fýla í sinn neikvæðustu mynd. Hin fýlan lýtur að hinu hatursfulla augnaráði og betri er krókur en að mæta þessum manni á götu, þó í margmenni geta slíkir fjandvinir átt spjall, jafnvel að slíkir geri hvor öðrum greiða. Allt með þeim formerkjum þó að viðkomandi láti sér meint fýluástand í léttu rúmi liggja. Þetta er jákvæða fýlan. Svo má deila um það hvor fýlan fer betur með sálina. Engu að síður lenda hengdir menn í spjallinu sem og bregðast við með þessum tvennum hætti lfka. Þá er gaman segja Eyjamenn. En það var spennufallið eftir kosn- ingamar sem var til umræðu. Það eru til einstkalingar sem em svo sjálfumglaðir að þeir hrinda jafnvel frá sér atkvæðum. Einu atkvæðin sem þeir fá er glýjan í þeirra eigin augum. Alls staðar var brosað þessar vikur fyrir kosningar og sigurtilfinning sem átti að vera smitandi gagntók hinn harða kjarna skipuleggjenda og áróðursmeistara. Það gustaði af mönnum þegar þeir gengu um, tónn raddarinnar lá hærra, menn jafnvel pötuðu og lögðu áherslu á mál sitt með hinum furðulegustu handahreyfingum, eins og þjóðir við Miðjarðarhafið gera gjarna og sparifötin urðu hvers- dagsklæði. Glýjumenn og hvunn- dagshetjur virðast því ekki eiga samleið þegar á hólminn er komið ef tekið er mið af úrslitum kosninganna. Hvunndagsfólk heldur sínu striki og spjallið blífur og lífíð færist í sitt fyrra horf og glýjumenn hverfa af yfirborði samfélagsins eins skyndilega og þeir poppuð upp úr olíupottinum sem þeir ætluðu að kynda undir öðrum, en lentu óvart í sjálfír fyrir að miskilja miskilinn miskilning. Það er ónákvæmt spjall. Eðli spjallsins er hins vegar að vera ónákvæmt, fullt af getgátum, spekúlasjónum um menn og málefni, stundum rætið, stundum ekki, en alltaf spjall og fólkið dingalar í snönjnum að er trúlega vont að vera tapari, svona álíka vont og að vera sjálfumglaðursigurvegari. Kannski er líka hægt að vera sjálfumglaður tapari. Þess vegna líta kannski allir á sig sem sigurvegara í téðum afstöðnum kosningum. Að minnsta kosti hefur það verið ofarlega í spjallinu. Samt fer lítið fyrir þeim sem ekki náðu þeim meirihluta sem þeir ætluðu sér og jafnvel enn þá minna fyrir þeim meirihluta sem hélt sínum hlut. Það er einhvers konar limbóástand á Eyjunni sem einnig má rekja til veðursins sem hefur verið með svo mildum hætti undanfarið að skrjáfíð heyrist ekki í fötunum utan á fólkinu að brjótast á móti rokinu, né lárétt rigningin í andlitinu. Þess vegna fer spjallið kannski lægra en ella, það berst ekki eins greiðlega milli manna í logninu. Fólk andar líka léttar, en hvers vegna er ekki gott að segja, en heyrst hefur í spjalli að fólk sé í eðli sínu íhaldssamt og vilji ekki breytingar, allra síst breytingar sem geta hugsanlega orðið til þess að létta pyngjuna. Hinir sem vildu breyta höfðu engu að tapa hvort eð var og sitja uppi með veskið jafn þungt eða létt eftir atvikum. að er kvika í fólki hvort sem líkar betur eða verr, en misjafnlega djúpt á hana. Þannig eru Eyjamenn líka eins og Eyjan sem þeir byggja, miskunarlausir en samt gjöfulir og vinalegir, hrikalegir en samt látlausir. Allar þessar birtingarmyndir skila sér í spjallinu og stundum hangir bakari í stað smiðs í spjallgálganum. Benedikt Gestsson. Höfimdur er blaðamaður á Fréttum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.