Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Blaðsíða 15
Fimmtudagur I l.júní 1998 Fréttir 15 Á þingi íþróttabandalags Vest- mannaeyja á mánudagskvöldið var útlilutað styrkjum bæjarins til íþróttalirevfingarinnai' fyrir árið 1997, sanitals um 1700.000 krónur. Það kom í hlut Ólafs Lámssonar, formanns íþrótta- og æskulýðsráðs að afhenda styrkina sem að hlula skiptast á íþróttafélög eftir árangri síðasta árs. f gildi er stigagjöf sem miðast við árangur í einstaka greinum, fjölda landsliðsmanna og þátttöku í keppnum erlendis. Samkvæmt þessum reglutn kom stærsta upphæðin, 1480 þúsund krónur í hlut ÍBV-fþt'óttafélags. Stigagjöfin gaf 650 þúsund krónur, íslandsmeistaratitill meistaraflokks karla í knatlspymu gaf 400 þúsund, 100 þúsund fengust fyrir deild- arbikarinn og 330 þúsund fyrir þátt- töku í Evrópukeppninni. Ung- mennafélagið Óðinn fékk 123 þúsund krónur. Fimleikafélagið Rán 36 þúsund, íþróttafélagið Ægir 15 þúsund, íþróttafélag Vest- mannaeyja 15 þúsund og KFS 25 þúsund. Samtals gera þetta 1694 þúsund krónur til úthlutunar. Áður hafði ÍBV fengið úthlutað á árinu 1997 312 þúsund krónunt vegna Evrópukejtpninnar og Ung- mennafélagið Óðinn 70 þúsund krónum vegna þátttöku Árnýjar Heiðarsdótlur í HM öldunga og Evrópunióti öldunga. Þriðji flokkur kvenna lék sinn fyrsta leik í íslandsmótinu á rnánu- dagskvöld. Þá heimsóttu þær lið Vals að Hlíðarenda og voru ÍBV- stelpur ekki í vandræðum með heimamcnn. Þær sigruðu í leiknum, 1-3. Mörk ÍBV skoruðu þær Kristjana, Elva og Erna, eitl mark hver. Fjórði flokkur kvenna lék einnig sinn fyrsta leik í Islandsmótinu á mánudagskvöld. IBV fór þá í Hafnarfjörðinn og spilaði þar við Hauka. A-liðið burstaði sinn leik, 0-8 og fór Margrét Lára á kostum í leiknum og skoraði 7 mörk, en Thelma skoraði það áttunda. B- liðið hafði einnig yfirburði í sínum leik, sigraði 0-5. Mörk ÍBV skoruðu þær; Erla Signý 2, Signý 2 og Anna Fríða 1. Sigurvinn Ólafsspn, miðjumað- urinn snjalli hjá ÍBV, verður frá keppni næstu 7 vikurnar. Hann lenti í samstuði á æfingu í síðustu viku. og við nánari skoðun kom í ljós að liðband í hnéi var illa tognað. Karenfarin Karen Burke. enska landsliðskonan í liði ÍB V, er farin aftur til Englands og mun ekki leika meira með ÍBV í sumar. Ástæða brotthvarfsins mun vera af persónulegum toga. 12.júní,Kl. .20:00 3.fl.k. ÍBV - Stjaman. 13.júníkl kl. 16:00 mfi, k. Fram-ÍBV. 15. júnf kl. 17:00 4. fl. k. ÍBV - KR. Þriðjudagur ló.júní kl.20:00 2. fl. k. ÍBV - Fjölnir. Eyjamenn geta borið höfuðið hátt eftir að hafa tekið Valsmenn í bakaríið á Helgafellsvelli á þriðjudagskvöldið. Leikurinn endaði 6 -1 fyrir Eyjamenn og var sigurinn síst of mikill. Einkum var það í fyrri hálfleik sem okkar menn óðu í færum en þá náðu þeir aðeins að skora tvö mörk. Steingrímur Jóhanncsson hefur svo sannarlega sprungið út í sumar og með þremur mörkum í þessum leik sýndi hann og sannaði að Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari var ekki að kaupa köttinn í sekknum með því að velja Steingrím í landsleikinn á móti Suður-Afríku. „Eg er að byrja þetta mót vel og er að srnella meirihlutanum af þessum átta mörkum með vinstri," sagði Steingrímur. „Eg held að ég sé að átta mig á því eftir öll þessi ár að ég er vinstri fótar maður," bætti hann við og hló. „Menn lögðu sig fram í leiknum, vildu bæta fyrir ÍR-leikinn og það tókst. Nú erum við í efsta sæti og ætlum okkur að halda því." Fyrsta rnarkið kom á 32. mínútu þegar ívar Ingimarsson gaf fallega stungusendingu á Steingrím sem afgreiddi knöttinn snyrtilega fram hjá Kristni Geir Guðmundssyni í marki Vals. Kristinn Geir, sem er systursonur Birkis Kristinssonar, er aðeins 18 ára og þrátt fyrir mörkin sex stóð hann sig ágætlega. Einkum í fyrri hálfleik en þá varði hann m.a. vítaskot frá Jens Paleshack. Á 43. mínútu náði Ivar Bjarklind að prjóna sig glæsilega upp hægri kantinn, gaf á Steingrím sem sneri á vamarmann Vals og hamraði með vinstri í bláhornið. Glæsilegt mark. Þriðja markið átti Hlynur Stefánsson á 49. Mínutu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu af 25 m færi. Fjórða markið kom á 53. mínútu þegar Kristinn Lámsson 4-0 Steingrímur Jóhannesson 53. Kristinn Lárusson bmnaði upp miðjan völlinn, gaf á Steingrím í teignum sem náði að þmma í vinkilinn. Á 77. Mínútu tókst Valsmönnum að klóra í bakkann en Sindri Grétarsson bætti það upp á 84. mínútu. Ingi Sigurðsson gaf góða fyrirgjöf frá hægri á íjarstöng. Þar var Sindri, sem var nýkominn inná, mættur og skallaði ömgglega í netið. Á lokamínútunni fékk Ingi sendingu frá ívari Ingimarssyni frá vinstri kanti og skallaði örugglega í netið. Þar með var stórsigur ÍBV orðin staðreynd. Lið ÍBV: Lið ÍBV:GunnarSigurðsson 8 - ívar Ingimarsson 8, Ivar Bjarklind 7, Steinar Guðgeirsson 6 (Kristján Georgsson 6), Hjalti Jóhannesson 6, Zoran Milikovic 6 (Kjartan Am- laugsson 6) Hlynur Stefánsson 7, Jens Paleseack 6 (Sindri Grétarsson 7), Ingi Sigurðsson, 8, Kristinn Lámsson 7 og Steingrímur Jóhann-esson 9. Jens, sem hér sést í leiknum á þriðjudaginn, og Steingrímur hafa náð að mynda sterkasta fram- herjapar deildarinnar. Meistaradeild kvenna: |BV 2 mörk Valur 5 ÍBV lék sinn fyrsta leik í Meist- aradeild kvenna hér í Eyjum, síð- astliðið fimnitudagskvöld. Leikið var í blíðskaparveðri og voru að- stæður allar hinar ákjósanlegustu. Leikurinn var nokkuð fjörugur, en þótalsvert kaflaskiptur. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og hreinlega yfirspiluðu gestina á fyrstu tíu mínútum leiksins. Á sjöundu mínútu leiksins skomðu IBV stelpur fyrsta mark leiksins og var þar að verki framlínumaðurinn efnilegi, Bryndís Jóhannesdóttir, eftir snarpa sókn IBV. Eftir markið var eins og allur vindur færi úr IBV liðinu, og í kjölfarið fylgdu tvö mörk Vals sem jafnframt tók öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik var I - 2 og gestimir komust í 1 - 3, snemma í seinni hálfleik. IBV tók smá kipp þegar Fanný Yngvadóttir kom þeim í 2 - 3, með glæsilegu skoti, sem fór í slánna og inn. En Valsstúlkur slökktu endanlega vonarneista IBV liðsins með marki á 76. mínútu. Á lokamínútum leiksins skoruðu gestimir sitt fimmta mark í leiknum, og lokatölur urðu því, 2-5. Eyjastúlkur vom langt frá sínu besta í þessum leik, fyrir utan fyrstu 10 mínútur leiksins. Sendingar rötuðu engan veginn rétta leið og leikmenn liðsins virtust bara hugsa um að losa sig við boltann sem allra fyrst. Skástar í ÍBV liðinu voru þær Sigríður í markinu og Bryndís í framlínunni. Lið ÍBV: Sigríður 7 - Fanný 6, íris 6, Erna 6 (Olga 5), Kristín Eva 5 (Dögg L. 5) - Sigríður Ása 5, Hrefna 5, Karen 6, Hjördís 5 (íris 5), Elena 5 - Btyndís 7. Gult spjald: Ema Á þriðjudagskvöldið gerðu stelpumar 1 - 1 jafntefli við Hauka á útivelli með marki Elenu Einisdóttur. Nánar verður sagt frá leiknum í næsta blaði. Árni Óli nálsast OL- lásmark í spjótinu Fimm félagar frá Ungmenna- félaginu Óðni á aldrinum 15 - 22 ára fóru nýlega í æfingabúðir til Falun í Svíþjóð. Þar dvöldu fimm- menningarnir í tvær vikur en þetta er í fyrsta skipti sem félagar úr Óðni fara í æfingabúðir erlendis. Tveir úr hópnum kepptu á stórmóti í Sollentuna, á svokölluðu Skandinavia Sayo unglingamóti. Árangurinn lét ekki á sér standa hjá okkarfólki. Ámi Óli Ólafsson, 15 ára, kastaði spjótinu 48.87 metra og lenti hann í 3. sæti. Þarna sló hann 27 ára gamalt met Jóns Stefánssonar frá Mörk en það var 44.90 metrar. Þess má geta að Ámi Óli á eitt ár eftir í 15- 16 ára aldursflokknum. Ólympíulágmark unglinga á Sidneyleikana árið 2000 er 50 metrar, og á því Ámi Óli mjög góða möguleika á því að ná lágmarkinu. Björn Blómberg, þjálfari í Falun, vill endilega fá Áma til Svíþjóðar, eftir eitt ár og sjá þá um þjálfun á Árna sjálfur. Katrín Elíasdóttir keppti í kúlu og kastaði 8.73 metra. Hún lenti í 6. sæti og setti Vestmannaeyjamet. Að sögn Ámýjar Heiðarsdóttur höfðu krakkamir það mjög gott þama úti og æfðu á hverjum degi. Þau nutu leiðsagnar frá topp þjálfurum, og æfðu við frábærar aðstæður. Baráttusigur njaKFS KFS heimsótti iið Hamars úr Hveragerði, sl.mánudagskvöld. KFS hafði undirtökin allan leikinn og lögðu þeir grunninn að sigrinum í fyn i hálfleik. Staðan í leikhléi var 1-4. Að sögn Hjalta Kristjáns- sonar, þjálfara KFS, fengu Hver- gerðingar veiðleyfi hjá dómaranum í seinni hálfleik, sem jafnframt gaf þeim víti og ólöglegt mark. Mikil barátta KFS-liðsins skóp sigurinn og spil var gott á köflum. Magnús Steindórsson var maður leiksins, en Heimir, Rúnar, Kári, Jón Bragi og fleiri vom allir mjög góðir. Mörk KFS skoruðu: Magnús 3, Kári 1, Heimir 1, Jón Bragi 1. Næsti leikur KFS fer fram í kvöld, en þá mæta þeir liði Léttis í Reykjavík Annarflokkurkarla Annar flokkur karla mætti liði Þrótlar úr Reykjavík, um síðustu helgi, hér heima. Leikurinn fór nokkuð tjörlega af stað, en Eyja- peyjar náðu engan veginn tök á leiknum, þar sem öll orkan hjá þeim fór í óþarfa tæklingar og brot. Það em rnargir ungir og efnilegir strákar í þessum flokki, sem þurfa að einbeita sér betur að því að spila góðan og taktískan fótbolta, því að getan er fyrir hendi. Þróttarar skoruðu fyrsta mark Ieiksins um miðjan fyrri hálfleik, en Bjarni Geir Viðarsson jafnaði metin rétt fyrir hálfleik, með góðu skallamarki. í seinni hálfleik var tveimur leikmönnum gestana vikið af leikvelli, og eftirleikur ÍBV-liðsins var frekar auðveldur. Varnar- jaxlinn, Páll Almarsson, tryggði sigur ÍBV með tveimur frábæmm skallamörkum í seinni hálfleik, og lokatölur leiksins því, 3-1. AnnarfloKkur kvenna Á laugardaginn fengu ÍBV stelp- urnar KR í heimsókn, og var leikið hér í Eyjum. Stelpurnar spiluðu vel í leiknum og áttu aldrei í vand- ræðum með gestina. IBV sigraði í leiknum með fjómm mörkum gegn einu og mörk Eyjastelpna í leiknum skoruðu þær; Bryndís Jóhannes- dóttir tvö mörk, Lára D. Konráðs- dóttir og Hrefna 1. Jóhannesdóttir, eitt ntark hvor. Þriðji flokkur karla Þriðji flokkur karla lék tvo leiki á Akureyri í lok maí. Þeir gerðu jafntelíi við KA, 3-3, en töpuðu fyrir Þór, 5-0. 1 síðustu viku unnu þeir síðan KR hér heima, 7-2. Á sunnudaginn fór IBV liðið til Reykjavíkur og lék gegn Þrótti, og endaði leikurinn 3-1, fyrir ÍBV. Mörk IBV í þeim leik, skoruðu þeir; Gunnar H., ívar og Olgeir, eitt mark hver. Því rniður fengust ekki uppgefnir markaskorarar í hinum leikjunum. Aftureldingíbikamum Á mánudag var dregið í 32 liða úr- slitum bikarkeppninnar. ÍBV mun sækja lið Aftureldingar heint og fer leikurinn fram 18. eða 19.júní. Græíð grillínn Jónsmesslugleðin verður í Her- ljólfsdal föstudaginn 19. júní. Þaðer því kominn tími til að græja grillin. Hljómsveitirnar D-7 og Dans á rósum halda svo uppi íjöri í Dalnum á eftir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.