Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Qupperneq 2
2 Fréttir Fimmtudagur25. júní 1998 Færrifærsluren venjulega Færslur í dagbók lögreglu voru í sl. viku aðeins 104 og er það töluvert minna en venjulega. Skýringin á því er að verulegu leyti sú að þetta yfirlit er tveimur dögum styttra en vanalega. Aftur á móti var talsvert að gera aðfaranótt laugardags en þá var haldin Jónsmessuhátíð í Herj- ólfsdal. Alls þurfti lögregla að hal'a afskipti af gestunr þar sautján sinnum á laugardagskvöld og nótt. Fámenntá lónsmessu Rigning setti nokkurt strik í reikn- inginn á Jónsmessuhátíð. Talið er að um 300 manns hafi verið í Dalnum þegar mest var. Hefur oft verið fjölmennara á þessari hátíð. Þrátt fyrir talsverða ölvun fór hátíðin þokkalega fram. Það helsta sem út af bar var að ráðist var á konu, hún slegin og brotnuðu tennur. Þá fengu tveir að gista fangageymslu el'tir slagsmál og nokkrunr var ekið á sjúkrahús vegna áverka senr þeir höfðu fengið í slagsmálum eða þá þeir kunnu ekki fótum sínum forráð af einhverjum öðrum sökum. Tueir stutar til viðbátar Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og voru báðir sviptir ökuréttindum lil bráðabirgða. Þar með l'ylla „stútamir“ orðið tuginn það sem af er árinu. Fimm aðrir ökumenn voru kærðir vegna brota á um- ferðarlögum. Staltösku Einn þjófnaður var kærður til lögreglu um helgina. Þar hafði tösku verið stolið frá konu sem var gestkomandi á veitingastaðnum Lundanum. Við eftirgrennslan fannst taskan í fórum eins gestanna og var málið þar með upplýst. Landogsynir puttabrotnir Ekki verður af því að hljómsveitin Land og synir sem auglýst er á Höfðanum í blaðinu í dag mæti á svæðið. Ástæðan er sú að á miðvikudaginn puttabrotnaði gítarleikari sveitarinnar. Shellmót hafið Shellmólið hófst í gær. Lögregla vill ítreka það sem fram kom í síðasta blaði að brýna ökumenn til að sýna árvekni, sérstaklega kringum mótssvæðið. Ökumenn eru hvattir til að velja sér aðrar ökuleiðir en framhjá knattspyrnu- völlunum meðan rnótið stendur yfir. Sigurðurformaður bæjarráðs Sigurður Einarsson var kosinn formaður bæjarráðs Vestmannaeyja á l'yrsta l'undi bæjarráðs sem haldinn var síðastliðinn mánudag. Fréttir og goslokin Helgina 3. til 5. júlí verður minnst 25 ára frá goslokum. Af því tilefni verður næsta tölublað Frétta helgað þessum tímamótum. Hugsanlegur farkostur Keikós er engin smásmíði C-17 Globemaster flugvélin, sem mestar líkur eru á að muni flytja Keiko hingað frá Bandaríkjunum er engin smásmíði. Eigin þyngd hennar er rúm 55 tonn og burðargeta hennar er um 34 tonn. Hún er rúmir 52 m að lengd og vænghafið er rúmir 50 metrar. Hún er knúin fjórum Pratt & Whitney þotu- hreyflum og getur flogið fullhlaðin 2400 sjómfiur án þess að taka elds- neyti. Lendingarhjólin eru líka af stærri gerðinni, sex 50 tommu dekk hvorum megin undir búknum og tvö 40 tommu dekk að framan. Einn helsti kosturinn við þetta ferlíki er hve stutta flugbraut hún þarf eða að hámarki 900 m, fullhlaðin. Og í áhöfn eru aðeins þrír, flugstjóri, flugmaður og hleðslustjóri. Þessar vélar eru sérstaklega hannaðar sem herflugvélar enda nær eingöngu notaðar sem slíkar. Það er einkum hin mikla burðargeta og það hve stuttar flugbrautir þær þurfa sem hafa gert þær að aðalflutningatæki bandaríska hersins. Það er því ljóst að ekki ætti að væsa um Keikó á leiðinni í þessum farkosti. Aftur á móti er ljóst að verulega þarf að styrkja yfirborð flugbrautarinnar hér áður en þetta ferlíki lendir. Núverandi braut yrði fljót að gefa eftir slíkum þunga. Til samanburðar birtum við hér nokkrar tölulegar upplýsingar um hina nýju flugvél, sem Islandsflug mun taka í notkun á flugleiðinni til Eyja í sumar, og heitir ATR-42-300. Þessar vélar eru franskar, búnar tveimur þotuhreyflum af Pralt & Whitney gerð, 1800 hestöfl hvor. Þær geta náð 500 km hraða á klst. Þær þykja mjög hagkvæmar í rekstri. Vélarnar eru hannaðar bæði til farþega- og vöruflutninga. Lengd þeirra er 22,7 m og vænghaf 24,6 m. Meðalburðargeta þeirra er rúm 5 tonn og rými er fyrir 46 farþega séu þær aðeins notaðar til farþegaflutninga. Þessi samsetta mynd sýnir uel stærðarmuninn á C-17 flutningauélinni og ATR- 42 fluguél islandsf lugs sem ber 46 farbega. Aríðandifundur hagsmunaaðilaí ferðamennsku Boðað hefur verið til fundar þar sem stofna á formleg samtök aðila sem hagsmuna hafa að gæta í móttöku ferðamanna með einum eða öðrum hætti. Auróra Friðriksdóttir, ferðamála- fullúúi, segir að þama sé meiningin að ná saman forráðamönnum hótela, gistiheimila, veitingastaða og verslana í bænurn. Hún neitar því ekki að hugsanlegur flutningur á háhymingnum Keikó sé kveikjan að fundinum. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur að þessir aðilar nái að mynda ein sterk samtök sem myndu gæta hagsmuna okkar. Um leið myndu þau sjá til þess að þjónustan haldist innanbæjar. Það er því mikilvægt að allir mæti,“ sagði Auróra. ísólfur Gylfi formaður Vestnorræna VestnoiTæna ráðið er skipað 18 þingmönnum frálslandi. Færeyjum og Grænlandi. Ráðið hélt fund sinn að þessu sinni í Grænlandi í byrjun júní. Þar var ísólfur Gylfi Pálma- son, þingmaður Sunnlendinga, ráðinn formaður til næstu þriggja ára. Þema þessa fundar var staða ungs fólks á Vest-Norðurlöndum. Samþykkt var m.a. að ríkisstjórnir landanna stuðli að því að grunn- og framhaldsskólar nýti tölvutækni til að auka samstarf sín í milli og einnig að aukið verði samstarf á sviði íþrótta. Þá var samþykkt að beina því til ríkisstjómanna að stofna sérstakan vestnon-ænan menningarsjóð. Næsta stóra verk- efni ráðsins er framkvænid æsku- lýðsráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 10. - 12. Júlí nk. Alls munu 150 ungmenni taka þátt í ráðstefnunni. Enn fullur kraftur í humarveiðunum Alsey VI komin með 15 tonn „Þetta er búið að vera ágætt," sagði Hörður S. Jónsson á Álsey," þegar við slógum á þráðinn til hans á þriðjudag. „Það er kaldaskítur núna og við erum grunnt í Háfadýpinu. Það voru eitthvað um 150 kg í síðasta hali og það er prýðilegt. Viðemmbúnirmeð kvótann okkar, þessi 15 tonn en höldum samt áfram, þeir redda þessu einhvern veginn í landi. Við bara veiðum og slítum meðan við megum. Þetta er allt annað en í fyrra, ástandið virðist vera orðið eðlilegt aftur. Svo höfum við fengið talsvert af ftski með þegar við etum dýpra. Við emm mjög ánægðir með útkomuna í sumar," sagði Hörður að lokum. Álsey er eini humarbáturinn sem leggur upp hjá ísfélaginu en hjá Vinnslustöðinni leggja sjö bátar upp. Afli þeirra var á þriðjudag orðinn 42 tonn en Vinnslustöðin hefur yftr 63 tonna kvóta að ráða. Mestum afla hefur Danski Pétur landað eða rúmum 10 tonnum. Þessi góði humarafli hefur haft mikil áhrif á atvinnuástandið í sumar, sér- staklega hvað snertir atvinnu unglinga en í fyrrasumar var ófremdarástand ríkjandi í þeim málum þar sem humarvertíðin var ekki svipur hjá sjón, miðað við það sem venjulega hefur verið. Síldaruer- tfðlokið Veiðum Eyjaflotans úr norsk- íslenska stofninum er því sem næst lokið. Alls stunduðu þrettán skip héðan þær veiðar og tókst þeim öllum að Ijúka við að veiða sína kvóta. Glófaxi mun vera á landleið með síðasta farminn. Heildarkvóti Eyjaflotans var rúm 50 þúsund tonn. I bræðslu Vinnslustöðv- arinnar var tekið á móti 13.700 tonnum í sumar. Skipin eru nú að búa sig undir loðnuveiðar og em flest þeirra farin til veiða. Eitthvað færri skip verða á loðnuveiðum en voru á sfldinni, t.d. muu hvorki Kap II né Heimaey fara til loðnuveiða. Fremur dræmt hefur verið yfir loðnuveiðunum fram að þessu en menn bíða þess að úr rætist enda engin nýlunda að þær veiðar fari rólega af stað. Halló - Halló Okkur vantar eftirfarandi: Gardínur, sjóstakka, sjóhatta, sjópoka, klofstígvél, bitakassa, sixpensara og önnur gömul höfuðföt. Kot og prjónaklukkur og yfirleitt allt það sem til er í koti karls og kerlingar að hurðabaki sem minnir á gamla tímann. Ef einhver getur gefíð okkur eða lánað eithvað af ofantöldu fyrir goslokahátíðina þá vinsamlegast hafíð samband við Listaskólann í síma 481-1841. Undirbúningsnefndin. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjóifi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.