Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur 25. júní 1998 Sælkeri síðustu viku, Ninna Bjarka- dóttir, skoraði á samstarfskonu sína á Sjúkrahúsinu, Jó- hönnu Gísladóttur að taka við. „Ég þakka traust- ið. Ég ætla að koma með uppskriftir að tveimur réttum, kjúklingarétti sem er mjög vinsæll í nrinni tjölskyldu og svo magnaðri koníakstertu. Kjúklingaréttur: 2 kjúklingar 2 Vi - 3 dl rjómi 1 (X) g rjómaostur 2 ds. Campell’s kjúklingasúpa 12 fleskjusneiðar (beikon) 'A - 1 dl tómatsósa ‘/2 tsk. pipar Stráið pipar á kjúklingana og þurrsteikið þá í lokuðu eldföstu móti í 45 - 60 mín.. Steikið beikon á þurri pönnu, látið fituna drjúpa af því og skerið í litla bita. Fjarlægið beinin úr kjúklingunum. Hellið öllum vökva úr eldfasta mótinu áður en kjúklingurinn er settur í það aftur ásamt beikoninu. Blandið saman súpunni, rjómanum, tómatsósunni og mjúkurn rjómaost- inum. Hellið blöndunni yfir kjúkling- ana. Bakið í 30 - 40 mín. Berið fram með hrísgrjónum, hrásalati, hvít- lauksbrauði og góðu hvítvíni. Cognac terta: Botn: 3 eggjahvítur 150 g sykur 150 g möndlur '/2 tsk. lyftiduft Þeytið vel saman eggjahvítur og sykur. Blandið möndlum og lyftidufti saman við og bakið við 150° í 30 - 40 mín. Gums ofan á kaldan botninn: 2 bananar, brytjaðir 250 g döðlur, saxaðar Þessu er blandað saman og látið liggja yfir nótt f 1 dl af koníaki. Smyrjið því síðan ofan á botninn. Bræðið 200 g af Opal orange súkkulaði ásamt 2 msk. af olíu og látið yfir allt. Berið tertuna fram með O r a - Á meðan létt Keikó æði gengur yfir Eyjar semja Austurríkismenn sam- særiskennipgar. Ein er sú að Davíð Oddsson, Arni Johnsen og Gaui bæjó hafi plottað Keikó til Eyja. Þó kenningin sé góð þá virðist vera að Eyjamenn hafi unnið þetta mál á nattúrufegurð, sjávarhita og öðrum náttúrugæðum hér auk þess sem verulega jákvætt mun hafa verið að hafa Rannsóknasetrið hér. Þar fyrir utan voru menn hér iðnir við að kynna þessi gæði fyrir þeim sem svo tóku ákvö rðunina. - Það er ekki bara að við höfum tekið Keikó heldur hefur veðrið verið hálf austurrískt upp á síðkastið. - Menn tala um fátt annað meira en Keikó og allt umstangið í kringum hann. Skipstjóri einn hér í Eyjum gerði m jp o x* kollega sínum þann grikk að telja honum trú um að nú yrði komið upp Ijósum við innsiglinauna, svipuðum umferðarljósum og þar mundi loga rautt frá 11 á kvöldin til 8 á morgnana og öll umferð þönnuð því Keikó svæfi. Hinn brást ókvæða við sem von var og bölvaði öllum hvölum og þeirra vinum í sand og ösku. - Sjálfsagt verður umferð um Klettsvíkina eitthvað takmörkuð eftir að Keikó verður mættur. Sumir Ysta- klettsmenn óttast um sinn hag og meðal annars er mögulegt að nú verði eir að ferðast yfir Heimaklett þegar eir fara í eða koma úr lundaveiði pví ekki megi trufla Keikó. Aðrir hugsa stórt og vilja reisa kláf yfir í Ystaklett og selja ferðir. Jóhanna Gísladóttir er sælkeri vikunnar. þeyttum ijóma. Mér fmnst komið nóg af „sjúkrahússfæði" í bili og því ætla ég að skora á góðan nágranna minn, Ingu Hrönn Guðlaugsdóttur. Hún er snjöll í eldhúsinu eins og öðru því sem hún tekur sér fyrir hendur. HUSEY BYGGINGAVÓRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Mccti ekki Vart hefur verið um annað talað í bænum að undanförnu en komu háhyrningsins Keikós hingað. Hannmun væntanlegur í september ef allt gengur að óskum. Með * nútímatækni er ýmislegt mögulegt og með aðstoð þjálfara Keikós náðum við honum íspjall en háhyrningar eiga sitt eigið tungumál sem unnt erað þýða yfir á mannamál með ákveðinni tækni. Nú er tæplega hægtað kalla Keikó Eyjamann vikunnar þar sem hann tilheyrir ekki mannfólki en við breytum þá aðeins út af vananum og köllum hann einfaldlega Eyjabúa vikunnarþar sem hann er væntanlegur í samfélagið innan skamms. Fullt nafn? Keikó. Gekk raunar undir nafninu Willy í mynd sem ég lék í vestra. Fæðingardagur og ár? Það er ekki alveg á hreinu en ég er um tvítugt, sem sagt á besta aldri. Fæðingarstaður? Fyriraustan. Fjölskylduhagir? Einhleypur og ólofaður, vonandi verður fljótlega breyting á því eftir að ég kem til Eyja. Menntun og starf? Ég er aðallega sjálfmenntaður, þó hefur þjálfarinn minn kennt mér ýmislegt. Ég hef haft það að atvinnu undanfarin ár að hafa ofan af fyrir Bandaríkjamönnum. Laun? Þau hafa aðallega verið fólgin í fríu fæði og húsnæði. Helsti gaili? Get orðið fúll ef ég fæ ekki að éta á réttum tíma. Helsti kostur? Þolinmóðurog barngóður. Uppáhaldsmatur? Flest það sem úr hafinu kemur en fátt tekur síldinni fram. Versti matur? Einhver henti til mín pizzu um daginn. Það var Ijóta ómetið. Uppáhaldsdrykkur? Það er nú það, ég þekki lítið annað en saltblandað vatn. Uppáhaldstónlist? Beethoven er góður, ég kemst alltaf í gott skap þegarég hlustaáhann. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Hingað til hefur það nú verið að éta vel en þau áhugamál eiga kannski eftir að breytast eftirað ég kem til Eyja. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að fara í læknisrannsókn. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Kaupa Ipj nokkurtonn af síld. Uppáhaldsstjórnmaálaður? Ég hef nú ekki haft mikið af þeim að segja úti í Bandaríkjunum en mér líst vel á Guðjón bæjarstjóra. Uppáhaldsíþróttamaður? Ég sjálfur. Ertu meðlimur f einhverjum félagsskap? Ekki 1 ennþá, kannski á það eftir að breytast seinna á árinu, mér er sagt að Eyjamenn séu félagslyndir eins og ég. Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég hef yfirleitt öðrum hnöppum að hneppa en að glápa á sjónvarp. Uppáhaldsbók? Sama þar, bóklestur er ekki mín sterka hlið. Hvað metur þú mest í fari annarra? Góðsemi og jákvæðni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Stríðni og hrekkir, þó á ég það til að vera stríðinn sjálfur. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þeir eru nú ekki svo margir staðirnir sem ég hef verið á. Þú verður helst að spyrja mig þessarar spumingar eftir svo sem ár, þá verð ég væntanlega búinn að sjá meira af heiminum. Ertu ánægður með að vera að flytja búferlum til Eyja? Já, ég er það. Mér er sagt að hér búi prýðisfólk upp til hópa og mér líst vel á aðstöðuna í Klettsvík, alla vega til að byrja með. Ég á svo eflaust eftir að gera víðreistara. Hefðirðu frekar vilja fara á Eskifjörð? Nei, ekkert frekar. Þóer mér sagt að ég eigi eitthvað af ættingjum þar eystra og það gæti verið gaman að hitta þá við tækifæri. En ég er mjög sáttur við að setjast að í Eyjum. Mér er líka sagt að hér sé sjórinn hlýrri og mér líst betur á það. Heldurðu að það verði einhverjir erfiðleikar sem þú átt eftir að kljást við? Verður ekki alltaf að reikna með því þegar skipt er um umhverfi? Raunar hef ég þessa dagana mestan áhuga fyrir því að kynnast einhverri af veikara kyninu. Það er orðið frekar langt síðan ég hef komið nálægt nokkru slíku. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? •Vestmannaeyjar? Hlakka til að koma. -Bandaríkin? Svo sem allt í lagi en ágætt að losna þaðan. ■Frelsi? Nokkuð sem ég er búinn að þrá í mörg ár. Eitthvað að lokum? Ég vona að ég eigi eftir að falla inn í samfélagið i Vestmannaeyjum. Að vísu kem ég til með að sleppa ýmsu, svo sem þjóðhátíð en ég hef verið talinn frekar umburðarlyndur þannig að ég kvíði ekki dvölinní. NYFftDDIR VESTMfiNNfiEYINGfflR 9 Stúlka Þann 26. maí eignuðust Silja Agústsdóttir og Axel Sveinbjömsson dóttur. Hún vó 11 1/2 rnörk og var 49 sm að lengd. Það er bróðir liennar Bjarki sem heldur á litlu systur sinni á myndinni. Ljósm. Guðný Bjamad. 9 Stúlka Þann 5. maí eignuðust Jóhanna Inga Jónsdóttir og Hólmgeir Austfjörð dóttur. Hún vó 5 1/2 mörkog var41 sm að lengd. Hún fæddist á Landspítalanum f Reykjavík. Á myndinni er móðirin Jóhanna Inga ásamt stóra bróður Ola Bjarka. Drengur Þann 18rniaf eignuðust Guðfinna E. Sigurðardóttir og Sigurður Ingimarsson son. Hann vó 17 merkur og var 53 sm að lengd. Hann fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Á myndinni með litla bróður er Amór Ingi, stóri bróðir. Fjölskyldan býr í Hafnarfirði. cL(i(pjnyii 25. - 28. júní Shellmót 3. - 12.júlí Myndlistursýning Villijálnis Vilhjálmssonar í Akóges 3. - 12.júlí Samsýning fjögurra listamanna í Gallerí Prýöi. Bjami Ólafur Magnússon HaUsteinn Sigurðsson Sylvia Achard og Sjöfn Sigfúsdóttir 4.júlí Gosloktuifmœli 31. júlí- 3. úgúst Þjóðhátíð 10. -15. sept Keikó kemur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.