Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Page 10
10 Fréttir Fimmtudagur25. júní 1998 Fréttir á skygnilýsingarfundi með Bjarna Kristjánssyni miðti íslendingar hafa þótt miklir áhugamenn um handanheima- mál og hvers kyns dulræn fyrirbæri. Ekki síst hafa þeir verið duglegir við að sækja miðils- og skyggnilýsingafundi hvort heldur er hópfundi eða einkatíma. Þegar auglýstur var skyggnilýsingafundur hér í Eyjum, á vegum Bjarna Kristj- ánssonar miðils, þótti rétt að athuga hversu Eyjamenn eru áhugasamir um sambandið að handan. Bjarni tók ljúflega í ósk blaðamanns um að fá að vera viðstaddur fundinn á þeim forsendum að segja frá honum á hlutlægan hátt og hvernig hann skynjaði stemmninguna. Bjami er úr Keflavík og hefur farið margar ferðir um landið til þess að efla sambandið við þá sem em famir. Það er athyglisvert að Bjarni talar aldrei um látið eða dáið fólk, heldur segir það farið og undirstrikar kannski með því að dauðinn sé ekki til í þess orðs fyllstu merkingu, heldur ein- ungis mismunandi tilverusvið sem menn gangi í gegnum. Fellur ekki í trans Bjarni segir að hann falli ekki í trans eða slíkt á svona skyggnilýsingum. „Eg er alveg meðvitaður um um- hverfíð, þó að ég sjái kannski í tvær áttir, eða tvo heima.“ Bjami hefur haldið skyggnilýsinga- fundi í um það bil þrjú ár en hann byrjaði starfsemi sína sem heilari og tarotspilalesari. Eghefhins vegarekki verið í þessu í fullu starfi," segir Bjami. „Þetta getur tekið á andlega og líkamlega, en fer eftir því hvemig sambandið er og fólkið í salnum. Ef salurinn er jákvæður gengur þetta betur, hins vegar ef hann er nei- kvæður getur gengið verr að stilla sig inn. Eg les einnig í tarotspil og þá í einkatímum. Fólk vill vita sitthvað um samtímann og framtíðina." Bjarni segir að á skyggnilýs- ingafundum sé ekki hægt að biðja um ákveðna einstaklinga. „Það em að- stoðarmenn fyrir handan sem sjá um sambandið og stjórna því hverjir komast að og hverjum er hleypt í gegn. Stundum er þetta mjög skýrt og ég sé einstaklinginn sem vill ná sambandi og get lýst honurn, en stundum er þetta bara veik skynjun eða þá að ég heyri. Það er ekki alltaf að allir sem koma á fundi ná sambandi við ættingja eða vini og það geta verið ýmsar og ólíkar ástæður fyrir því, en eins og ég segi þá er þessu stjómað að handan." Konur áhugasamari Það er úrhellisrigning þegar ég kem á fundinn sem haldinn er í Snótar- salnum við Heiðarveginn. Það er ekkert sem bendir til utandyra að nokkuð sé að ske innandyra og ég tel mig um stund hafa farið húsavilt. Geng þá að dymnum og tek í húninn, hurðin opnast og inni fyrir sitja konur og unglingssúlkur við nokkur borð í salnum sem er nokkuð rökkvaður og á borði úti í horni logar á kerti í öskubakka. Þó er engin mystík í loftinu, hins vegar snýst þar raf- magnsvifta af miklum krafti. Ég býð góðan daginn, finnst það meira viðeigandi, þó að kiukkan sé að verða hálf níu að kvöldi. Það er tekið undir minn góðan daginn, með góðu kvöldi. „Jæja, hugsa ég,“ og skima eftir miðlinum, sem ekki er erfitt, því hann er eini karlmaðurinn í hópnum fyrir utan ungan mann og mig sjálfan. Ég geng til Bjarna og kynni mig. Bjarni er hnellinn maður og ífekar alvarlegur í svip. Ég sest hjá honum og spjalla við hann um miðilsstörf og hvernig þetta fari fram. Hann segir að þetta sé ekkert ílókið mál og ég megi taka ljósmyndir eins og ég vil á fundinum, af honum að minnsta kosti. Ég spyr því fólkið í salnum hvort því sé sama þó ég taki nokkara myndir af því. Þá eru ekki allir á einu máli, þrátt fyrir að Bjarni hvetji fólk til að óttast ekki myndavélina. Þrjár konur sem sitja saman við borð telja myndatöku ekki neitt vandamál svo ég smelli tveimur myndum af þeim. Ráðleggingar að handan Ein kvennanna stendur upp og læsir hurðum og Bjarni segir því næst að rétt sé að byrja fundinn. Hann stendur upp og setur sig í stellingar. Hann biður fólk að hafa ekki of miklar væntingar og þó að eitthvað komi fram sem ekki stemmi nákvæmlega eða fólk kannast ekki við, þá gætu það verið skilaboð sem fólk skilur seinna. Hann biður fólk að virða það á betri veg hversu mikið hann tali, en það sé ágætt að tala sig frá stressi og ólgu í maganum áður en haft sé samband. „Það er rennt blint í sjóinn og aldrei að vita hverjjir vilja ná sambandi," segir Bjarni. Bjarni segist alltaf byrja fundi með því að fara með faðirvorið og biður fólk fara með það með sér og faðirvorið fer upphátt um salinn. Bjami stemmir sig því næst af og stillir sig inn á rétta bylgjulengd. Það er dálítil spenna og væntingar í loftinu, en að öðm leyti eins og hver annar fundur, eða skemmtidagskrá. Það er þögn nokkra stund og Bjami einbeitir sér. Hann beygir sig, hreyfir hend- urnar mikið, umlar eitthvað og tvístígur mikið. „Jahá,“ segir hann. „Það er héma maður og hann vill tala við þig,“ og bendir á unga stúlku út í sal. „Þetta er léttur og kátur maður, dálítð gráhærður. Það er mikil vodkalykt sem fylgir honum. Hann segist hafa farið skyndilega... úr hjartaáfalli. Hann gengur að þér núna. Hvernig em hendumar? Ég ræð illa við þetta. Bíddu...hlutimir em upp á við hjá þér. Þú verður að vera með þér sjálfri... þú þarft ekki að leita uppi áhyggjur bara til þess að hafa áhyggjur. Þú verður að ná sannfæringu og halda í hana og hann biður guð að vera með þér.“ Þögn. Stutt og laggott, þó að stúlkan kannaðist ekki við að neitt væri að höndunum á sér. Og meiri þögn, og látbragð Bjama mjög á iði og mikið patað. Hann beygir sig fram með lokuð augu og réttir svo úr sér. „Áttu fimm eða sex ára strák, eða lítinn gutta,“ segir Bjami og gengur í átt að ungri konu. „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af honum. Ertu að fara að skemmta þér. Það er héma maður sem er að máta við þig kjól.“ „Nei,“ segir hún og kannast ekki við að ætla að skemmta sér. Hins vegar eigi hún bláan kjól. „Já,“ hann er að máta við þig kjólinn. „Þú verður að hafa gaman af því sem þú gerir. Mundu að vera jákvæð. Þú verður að leggja frá þér hlutina og gefa þér góðan tíma. Hann biður guð að vera með þér." Þögn og Bjami eflir sambandið. „Það liggur vel á þeim þarna hinu megin,“ segir Bjami og salurinn hlær. „Ertu búin að vera þreytt?” spyr Bjami unga stúlku. Hér er einhver Ánna eða Bjarni Kristjánsson í sambandi. Amma, sem er að reyna að tengja sig. Hún er léleg á búkinn, hafði verið mikið veik og á erfitt með að hreyfa sig. Hún hefur verið döpur af því að hlutimir hafa ekki gengið vel í kringum þig." Bjami gengur um gólfið og slappast allur niður í göngulagi svo talar hann og hlær og salurinn hlær. „Ég er ekki að gera grín," segir Bjami og hann minnir á „stand up kómíker" á sviði. „Þú gerir of margt í einu...verður að forgangsraða hlutunum. Ertu að fara eitthvað í burtu... flytja... það em einhverjar breytingar segir hún. Hún er ekki að ýta á þig. Ertu við nám?“ , Já,“ segir stúlkan. „Það er eins og þú sért búin að taka ákvörðun í hjartanu. en þarft að taka ákvörðun. Það em læti í henni. Þú ert of lengi að ákveða þig og lætur hlutina sigla frá þér. Það er mikilvægt að þú hressir þig við... kannski þarftu bara vítamín. Ekki geyma of lengi." og Bjami hengslast um gólfið fram og til baka með fettum og brettum, sigin- axla. Þetta rninnir á trúðsleik og gamanmál. Maðurinn er mjög fyndinn og salurinn hlær innilega. Bjami kímir út í annað. „Guð veri með þér,“ segir Bjarni. Svo verður þögn. Liggur mikið á hjaita „Ædi það sé ekki hjá þér." segir Bjami og bendir á konu í hópnum. „Þetta er kona í hjólastól," bætir hann við. „Ég var ekki viss unt hvort hún ætlaði að spýtta í. Finnur þú fyrir því að eitthvað sé í kringum þig...hún sýnir mér að hún kemur oft til þín. Þú getur treyst því að hún ætlar að leiða þig í rétta átt.“ „Við hliðina á þér er kona mjög mikil um sig,” segir Bjami og þenur sig allan út og vaggar um gólfið. „Ég gæti staðið inni í henni," bætir hann við. „Hún er kát og fjömg... ertu að teikna?" , Já," segir hún og hlær. „Ertu óþolinmóð?" , Já, en ég er hætt þessu," segir hún og hlær enn þá meira. „Þetta kemur," segir sú gamla. Ertu að sauma? Hún er að sýna mér skyrtu. Þú átt að klæða þig meira í græna litinn. Þú verður að bæta honum meira í ámna þína, segir hún. Græni liturinn er róandi... þó ekki væri nema þegar þú ert að teikna. Það sem ég kem með til þín er rétt og óhætt að treysta því." Þögn og allt í einu segir Bjami og snýr sér að eldri konu. „Heyrir þú illa?" „Nei, ég heyri mjög vel," segir konan. „Ha?" segir Bjami. „Ég heyri vel," endurtekur konan. „Það er héma maður sem dmkkn- aði. Hann er ekki sjómaður, heldur úr sveit. Hann er í blárri peysu... duggarapeysu... fmn fyrir miklum þunga og kulda. Mér heyrist hann heita Þórður." „Ég hef aldrei þekkt neinn Þórð," segir konan. „Hann erekki skyldur þér, en fylgir þér mikið eftir. Við getum ekki alltaf útskýrt hlutina," segir Bjarni. Konan maldar í móinn og vill ekki kannast við manninn. Bjami segir frá því að ekki þurfi að afgreiða allt sem vitleysu sem berst handan um þilið og bætir við: „Færðu svima?" „Nei aldrei," segir konan. „Það er eins og hann sé að klöngrast uppástól." Enn segir konan nei. Svo teiknar Bjarni hringi með höndunum í loftið og spyr hvort að konan sé búin að skoða myndimar. Konan kannast við það og um leið er hann farinn að tala um bömin þeirra og að engar áhyggjur þurfi að hafa af þeim. En hann skilji að móðir haldi alltaf áfram að verða móðir. „Maðurinn kemur stundum til þín," segir Bjami og gengur að henni, tekur um hönd hennar og segir um leið og hann strýkur yfir hönd hennar. „Stundum klappar hann á höndina á þér og þú veist af því. En segðu bara nei. Hann veit af hverju þú svarar og hveiju þú svarar. Guð veri með þér og geymdu þetta með þér." Eru konur í nánari tengslum? Bjami drekkur mikið vatn á meðan hann er að lýsa þeim sem vilja ná sambandi og viðhefur ýmiss konar látbragð. Hann hreyfir hendumar rnikið og fer víða um gólfið. Sérstök hreyfing á vinstri öxlinni sem ég tek

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.