Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Síða 16
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293 Öll móttaka ferðamanna, skóla- og íþrótlahópa FAX481 1927 0)481 1909 - 896 6810 Hvammstangap resturíEyjum Séra Kristján Björnsson sókar- prestur til átta ára á Hvamms- tanga í Húnaþingi var á ferð í Eyjum um síðustu helgi ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur, leikskólastjóra á Hvammstanga. Erindi þeirra hjóna var að kynna sér staðhætti og kirkjulega kenn- ingu í Eyjum, en séra Kristján mun hafa nokkurn hug á að sækja um prestsembætti Landakirkju, sem hefur nú verið laust til umsóknar á annan mánuð. Sóknamefnd var ánægð með heimsóknina og lýsti yfir stuðningi við umsókn séra Krisjáns ef af yrði. Þau hjón eiga tvo syni, átta og níu ára. Þess má og geta að frú Guðrún Helga á ættir að rekja til Eyja, en langaft hennar er Finnbogi Finnbogason frá Vallatúni, en Valjatún fór undir hraun í gosinu. A fundi sóknar- nefndar á þriðjudaginn samþykkti nefndin að hvetja séra Kristján til þess að sækja um stöðu sóknar- prests og Báru Friðriksdóttur guð- fræðing til að sækja um stöðu prests. Sóknarnefnd hefur því gengið frá þessu máli fyrir sitt leyti, enda ástandið í ráðningamálum presta Eyjamanna farið að valda nokkurri kristilegri óvissu um fram- gang guðsorðsins í Eyjum. Mannlífsliættirum Eyjar í útuarpi Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöf- undur hefur fengið 75.000 kr. styrk vegna fimm þátta um mannlíf í Vestmannaeyjum sem hún hefur gert fyrir Ríkisút- varpið. Goslokanefnd samþykkti að greiða fyrir erindinu og veita alla hugs- anlega aðstoð sem með þyrfti. Þættimir verða fluttir í Ríkisút- varpinu í júlí nk. Þakklátur fyrir umhyggjuna Jón Gunnar Óttósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Islands vill taka skýrt fram að hvorki hann né Náttúrufræðistofnun Islands hafi neitt á móti því að Keikó fari til Vestmannaeyja. „Við höfum engra hagsmuna að gæta og emm ekki að dæma, hins vegar benti ég á að strauma og vinda, með tilliti til sogs og kviku, hefði átt að athuga rækilega þegar staðarval var ákveðið. Það hefur ekki verið leitað til Vita- og hafnarmálastjómar né Sjó- mælinga en þetta em upplýsingar sem komu fram í samtali sem ég átti við Hall Hallsson og Jeff Foster á þriðju- daginn. Þetta em bara atriði sem ég benti á og nauðsynlegt er að athuga vegna fyrri reynslu af sjóeldi í Kletts- víkinni. Jón Gunnar segir að hann hafi einnig bent á hugsanleg hljóð frá skipaum- ferð sem er mikil um innsiglinguna og hugsanlegáhrifþeirraáKeikó. „Þetta em einungis ábendingar sem byggðar em á faglegum forsendum og mér þykja að rannsakaðar verði rækilega." Aðspurður hvort hér væri um einhvem stofnanaríg að ræða milli Náttúrufræðistofnunar og Náttúm- stofu Suðurlands segir hann að svo sé alls ekki. „Þetta em faglegar ábend- ingar og ekkert annað.“ Hallur Hallsson, fulltrúi Free Willy Keiko samtakanna á Islandi, segir að hann og Jeff Foster hafi átt fund með Jóni Gunnari Óttóssyni í gær, þriðju- dag, og að þeir hafi átt hið ánægjulegasta samtal. „Það hafa verið rannsóknir í gangi frá því á útmánuðum og þær munu verða stundaðar áfram. Það er ekkert sem hefur komið á óvart í þeim rann- sóknum og við vitum vel hvemig aðstæður em í Eyjum og það sem kemur fram hjá Jóni Gunnari í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöldið em ekki ný tíðindi fyrir okkur. Við erum hins vegar þakklátir fyrir þá umhyggju sem felst í ábendingum hans. Við viljum eiga gott samstarf við Náttúmfræðistofnun íslands og þiggjum hver þau ráð sem góðir og vel meinandi menn hafa fram að færa til þess að heimkoma Keikós megi verða eins farsæl og kostur er. Vest- mannaeyjar em ákjósanlegur staður fyrir Keikó og sú ákvörðun, sem tekin hefur verið, stendur." J m Hellema kex Honey Cheerios 765 gr Skælskör jarðarberjasulta 400 gr Skælskör sólberjasulta 400 gr Skælskör hindberjasulta 400 gr Skælskör appelsínumarmelaði 400 gr 99 Skælskör apríkósumarmelaði 400 gr 99 Verð nú 115 459 128 128 128 Rynkeby appelsínusafi 1 lítri Rynkeby eplasafi 1 lítri Lipton Ice te citron 87 gr. Lipton Ice te ferskju 87 gr. Libbys 48/4 ananas hringir Verð áður "N4 "155. m ISSL. m Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson aEMaÍPEHMBÍU. *481-2943, * 897-1178 Ómetanlegur fundur hjá BBC Á fundi goslokanefndar fimmtu- daginn 18. júní var tekið fyrir bréf sem borist hafði frá utan- ríkisráðuneytinu frá 16. júní sl. í téðu bréfi er tilkynnt að BBC hafi fundið fréttaþætti um Vest- mannaeyjar sem gerðir vom af BBC í marslok 1973 undir stjórn Larry Harris. Það hittist þannig á að þeir vom eina tökuliðið í Eyjum þegar eldmessan var en þá nótt fóm tugir húsa undir hraun. Mikil leit hefur farið fram að þess- um þætti í mörg ár á vegum sendiráðs Islands í London að beiðni bæjaryfirvalda í Vestmanna- eyjum. Talið er að bréf sem Larry Harris sendi bæjaryftrvöldum fyrr á þessu ári hafi auðveldað leitina. Eintak af þættinum er þegar komið til Eyja. Kemuríljósídag hvort flugbrautin bolir flutninginnP Fréttir höfðu samband við Jón Baldvin Pálsson, hjá Flugmála- stjórn og spurðu hvort búið væri að taka ákvörðun um hvort flugbrautin á vellinum í Eyjum uppfyllti þau skilyrði sem þarf til að C-17 vélin gæti lent hér með háhyrninginn Keikó. Við höfum staðið í ýmsum fram- kvæmdum undanfama daga og m.a. farið yfir burðarþol brautar-innar með sérfræðingum okkar," sagði Jón Baldvin. „Næsta skref í málinu er að við munum eiga símafund í dag með fulltrúum úr verkfræðideild bandaríska hersins og þá verður athugað hvort vélin geti lent í Eyjum. Við höfum aflað okkur allra þeirra verkfræðilegu upplýsinga sem við teljum þörf á og niðurstöðurnar ættu að liggja fyrir eftir þennan símafund," sagði Jón Baldvin að lokum. FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM . I_____I—fct_ 1--■ Z | |----— fWW IIIUIT U IUIIÖ WD n. Vöruafgreiðsla Sldldingavegi 4 Síml 481 3440 Vöruafgreiðsla ■ Reykjavík sðinsgota 1-3 Sími 581 3030

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.