Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 Reynt var að láta hjól atvinnulífsins ekki stöðvast Það kom aldrei til mála að flyiia uppáland -segir Haraldur Gíslason, skrifstofustjóri FIVE í gosinu 1973 Haraldur Gíslason var skrifstofustjóri Fiskimjölsverksmiðju FIVE árið 1973. Við ræddum við hann á dög- unum um það uppátæki að fara að setja loðnuverksmiðju í fullan gang undir eldspúandi fjalli. „Við vomm komnir með allt klárt hjá okkur þegar gaus, vomm í start- holunum að taka á móti. Þetta setti náttúrlega strik í reikninginn. En það kom aldrei til mála að flytja verksmiðjuna upp á meginlandið, það flögraði aldrei að okkur enda hefði þá lítið verið brætt hjá okkur, tíminn hefði allur farið í llutninga. Þegar fast form komsl á stjómunina hjá Tómasarnefndinni, sem var forveri Viðlagasjóðs, var lagt að okkur að flytja tækin upp á land en við harðneituðum því alltaf. Tómasar- nefndin var kennd við formann hennar, Tómas Árnason, alþingis- mann. Við fengum leyfi til að hafa hér úti 20 til 30 manns og það var nú í og með undir því yfirskini ef til þess kæmi að flytja tækin. Ég held að engum hafi dottið í hug að við ætluðum að fara að vinna loðnu. Þorsteinn Sigurðsson, frá Blátindi, stjórnaði þessu öllu af sinni alkunnu röggsemi. Þar sem allt var að heila má klárt hjá okkur, unnu okkar menn meira og minna við björgunarstörl'. Svo gerist það 24. febrúar að Þórkatla frá Grindavík fær á sig sjó rétt austan við Eyjar og þarf að leita í skjól hingað inn. Við ákváðum að bjóða þeim að taka á móti loðnunni. Það voru hæg heimatökin að hafa samband við Tómasarnefndina því svo vildi til að nefndarmenn voru hér í heimsókn þennan dag. Vora þeir með fund í fundarsal Vinnslustöðvarinnar í Hvíta húsinu þar sem FIVE var með skrifstofu. Ég segi honum að hingað sé komið skip með loðnu og við ætlum að taka á móti henni. Þeir héldu ábyggilega að við værum að grínast en okkur var full alvara. Þetta var svolítið mál en það réð úrslitum að við vorum búnir að byggja yfir megnið af þrónum okkar þannig að engin hætta var á að aska bærist í loðnuna. Og það varð úr að þeir settu sig ekki upp á móti þessu og loðnunni var landað. Þar með var ísinn brotinn og við ákváðum að taka þá farma sem byðust. Það er rétt að geta þess að við vorum ekki alveg einir í þessu, Tryggingamiðstöðin hafði tekið að sér vissar áhættutryggingar. Aðallega voru þetta Eyjabátar sem lönduðu hjá okkur. Við byrjuðum að bræða 1. mars og bræddum fram í apríl. Á þessum tíma lókum við á móti rúmlega 23 þúsund tonnum og framleiddum rúm IJögur þúsund tonn af afurðum. Við áttum gott samstarf við Tómasarnefndina og síðar Viðlaga- sjóð. Við rukkuðum þá aldrei um neitt, hvorki fyrir lán á mannskap né það að þeir fengu alllaf að ganga í okkar tól og tæki á verkstæðinu ef á þurfti að halda. Nefndin þurfti engan kostnað að hafa af okkur og hafði aldrei Það sköpuðust nokkur vandræði þegar Rafveitan fór undir hraun en þá var gott að hafa eigin aflvélar. Við voram meira að segja aflögufærir með rafmagn handa bænum og við áttum mjög gott samstarf við Rafveituna á þessum tíma. Við vorum með okkar eigin mötuneyti í Sælahúsinu við Strandveg og Pálmi Lór sá um eldamennskuna. Enginn af okkar mönnum var hjá Viðlagasjóði í mat en margir fengu að borða hjá okkur þótt þeir tengdust ekki fyrirtækinu eða vinnslunni. Launakerfið okkar var mjög einfalt þennan vetur. Það voru allir á sama kaupi, framkvæmdastjóri var á sama kaupi og verkamennirnir. Og það voru engar tímaskriftir, það var bara unnið meðan þurfti að vinna. Og það vora allir ánægðir með þetta fyrirkomulag. Okkur leið vel, við voram lánsamir enda gekk vel. Við voram þeir einu á eyjunni sem voram á okkar vinnustað. Aftur á móti var fólkið okkar uppi á landi og það var að vonum áhyggjufullt á stundum. Það var góð drift í vinnslunni, þegar mest var vora um 50 manns á launaskrá hjá okkur. Og afkoman var góð eftir þessa vertíð, afurðaverð það hæsta sem sést hafði. Þetta var líka toppvertíð í bolfiski og útkoman hefði án efa orðið mjög góð hér í Eyjum ef allt hefði verið með felldu. En svo kom upp vandamál. Við þurftum að koma afurðunum frá okkur og það var ekki auðvelt eins og á stóð. Stór skip fengum við ekki vegna aðstæðna og því voru þetta óttalegir koppar sem lestuðu afurðimar frá okkur, lítil skip og í Haraldur lét sér vaxa skegg í gosinu en liað fékk að fjúka úegar síðustu afurðirnar frá vertíðinni 1973 voru farnar. Mynd sigurg. jónasson lélegu ástandi. Það þurfti oftlega að láta viðgerðarmenn l'rá okkur um borð til þeirra til að gera við. En allt gekk þetta upp enda samhentur hópur hjá fyrirtækinu, frábærir starfsmenn sem voru harðákveðnir í að láta dæmið ganga upp sem það og gerði. Það hefur margt minnisstætt komið upp á hjá mér á lífsleiðinni en ég held að þessir mánuðir verði þeir sem síðast hverfa úr minninu. Þetta var erfiður tími en um leið skemmtilegur á sinn hátt. Samt vona ég að ég eigi ekki eftir að upplifa slíka atburði aftur." sagði Haraldur Gíslason að lokum. Alltaf ákveðið að koma heim -segir Einar Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ísfélagsins, um þá ákvörðun Isfélagsins að kaupa frystihúsið á Kirkjusandi. Skil janlega hafði gosið mikil áhrif á fiskvinnsluna í Eyjum. Hún lagðist af eðlilegum ástæðum hreinlega af meðan gosið stóð yfir. Einar Sigurjónsson var fram- kvæmdastjóri ísfélagsins á þessum tíma og varaformaður stjómar. Aðrir í stjórn voru Björn Guðmundsson, formaður stjórnar. Martin Tómasson, Rafn Kristjánsson, Emil Andersen, Bergur Elías Guðjónsson og Kristinn Pálsson. Einar rifjaði upp með okkur helstu atriði úr rekstri fyrirtækisins á þessum örlagatímum. „Það var fljótlega tekin ákvörðun um að flytja vélar og tæki Isfélagsins upp á land enda leit út fyrir um tíma að allt færi undir hraun. Niðuitaka tækjanna var undir stjóm þeirra Jóhannesar Oskarssonar, sem sá um allt sem viðkom rafmagninu og Matthíasar Bogasonar sem sá um vélar og tæki. Hvort tveggja var vel og skipulega gert enda báðir afburða verkmenn. Ég var í stjóm Sölumiðstöðvarinnar á þessum tíma og Eyjólfur ísfeld, forstjóri Sölumiðstöðvarinnar hafði með þrotabú Sænska frystihússins í Reykjavík að gera. Hann lánaði okkur aðstöðu þar til geymslu fyrir okkar dót. Stjórn Isfélagsins var einhuga í því að við myndum síðan flytja dótið aftur heim og byrja aftur þar. Það kom aldrei neitt annað til greina. Öll okkar tæki voru svo flutt með Herkúlesvélum á Keflavíkurvöll og ekið þaðan til Reykjavíkur þar sem þeim var komið fyrir í geymslu. Tryggvi Ófeigsson, einn eigenda frystihússins á Kirkjusandi, hafði um nokkurt skeið haft áhuga á að draga sig út úr útgerð og fiskvinnslu. Og um mánaðamótin febrúar-mars hafði hann samband við mig og sagði: „Nú kaupið þið af okkur." Og eftir að stjórn Isfélagsins hafði fundað um málið var ákveðið að ganga frá kaupum á frystihúsinu. Tryggvi vildi líka selja okkur togarana þrjá en við höfðum ekki áhuga á þeim. í maí- mánuði hófum við svo vinnslu á Kirkjusandi. Við höfðum hvað mestar áhyggjur af því að okkur vantaði húsnæði fyrir starfsfólkið okkar. En svo kom í Ijós að bæði hafði okkar fólk sjálft aflað sér húsnæðis í Reykjavík og sömuleiðis voru flestir þeirra komnir í aðra vinnu. Vest- mannaeyingar voru eftirsóttur vinnu- kraftur og því varð það úr að megnið af okkar starfsfólki var frá Reykjavík. Þar á meðal voru 20 sjúklingar af Kleppsspítalanum og mér leist nú ekki á blikuna þegar ég frétti af því. En svo var þetta alveg indælisfólk og virki- lega gaman að starfa með því. Sigurjón Auðunsson var áfram okkar aðalverkstjóri og framleiðslan á þessu ári sem við áttum og rákum Kirkju- sand, var alveg gígantísk. Ég held að við höfum verið með þeim allra hæstu á landinu. Það hreinlega flaut að okkur fiskur. Lfldega hafa þessar vin- sældir okkar verið að miklu leyti því að þakka að við borguðum alltaf fyrir fiskinn hálfsmánaðarlega og slfkt þekktist ekki í Reykjavík. Svo ákváðum við að selja Sam- bandinu reksturinn sumarið I974 þegar við sáum fram á að geta byrjað á ný í Eyjum. Ekki var full samstaða um það innan stjórnarinnar, sumir vildu halda áfram í Reykjavík líka enda hafði reksturinn þar gengið sérlega vel. Malli heitinn á Júlíu vildi t.d. halda áfram á báðum stöðum. En meirihluti stjómar var því samþykkur að helga sig eingöngu rekstrinum í Eyjum og það varð úr. Flutningur tækja og véla hingað gekk vel og í febrúar 1974 var allt orðið gangfært hér á ný. Þetta var óneitanlega erfiður tími en menn voru samstíga í ákvarðana- tökum og við höfðum gott starfsfólk og þess vegna gekk þetta allt svona vel,“ sagði Einar Sigurjónsson að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.