Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 13
■'immtudagur 2. júlí 1998 Fréttir 13 heim til Eyj a -Þó er aldarfjórðungur síðan fjölskyldumar urðu að flýja Heimaey. Valur í Dal og Lilli á Hressó og eiginkonur þeirra stikla á stóm um fiótt- ann frá Eyjum gosnóttina 1973, erfiðleikana sem fylgdu á eftir, ástæður þess að þau komu ekki aftur og tengslin við Eyjar sem aldrei rofna. — — IIII í i í - * r * •1! ■ . \a . Valur og Kristín skutu rótum í Mosfellsbænum. Þeir munu vera ófáir Vestmannaeyingamir sem fluttu upp á land í gosinu og áttu ekki afturkvæmt til átthaganna nema í styttri heimsóknir. Urðu þeir afhuga þessu eldspúandi skeri og skutu rótum á meginlandinu eða ílentust þeir þar fyrir tilviljun eina og verða aldrei annað en „rótlaust þang“ eða „særekið sprek á annarlegri strönd“ þess? Rey kj avíkurmærin Steinunn Egilsdóttir brá sér í kaffispjall til þeirra Ragnars á Hressó og Vals í Dal sem báðir fluttust á brott með fjölskyldur sínar þegar gos hófst. Raggi og Alda kunua vel við sig í Hafnarfirði. Austurbæingarnir vildu ekki í vesturbæinn Amartangi heitir þó nokkuð stórt hverfi í Mosfellsbæ sem byggðist upp í kjölfar Vestmannaeyjagossins. Þar gátu brottfluttir Eyjaskeggjar fengið keyptar einbýlishúsalóðir eða svo- kölluð Viðlagasjóðshús og slógu þeir sér margir niður þar. Þeirra á meðal var Valur Oddsson og hans fjölskylda. Sjálf bjó ég á unglingsárum í Amar- tanganum en það verður að viðurkennast að ég hafði ekki hugmynd um forsögu hverfisins. Enda hafði Vestmannaeyingum í hverfinu þá fækkað töluvert og hefur enn síðan þetta var. Ég hef aðeins tvisvar drepið niður fæti í Vestmannaeyjum og í annað skiptið í reifum en reyni að telja mér trú um að uppvöxtur minn á þessari „vestmanneysku grund“ hljóti að koma mér til góða í fyrirhuguðu spjalli mínu við Val. SýnishornafEyjumá stofuveggjum Maðurinn sem tekur á móti mér er á sextugsaldri, hávaxinn og myndar- legur og einstaklega geðþekkur. Hann er nýkominn úr vinnunni en hann vinnur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem hann sér um smíðar og annað viðhald. Kona hans Kristín Stef- ánsdóttir bankastarfsmaður kemur fram og heilsar glaðlega. Hún segist ætla að skjótast á bókasafnið en ná okkur í seinni hálfleik samræðnanna. Valur býður til stofu þar sem hvers kyns myndir frá Vestmannaeyjum, málverk og ljósmyndir, hanga upp um alla veggi. „Þetta er tekið úr Suðurey...“ útskýrir hann. „Þama sérðu ...“ og ég er umsvifalaust búin að týna áttum, „...og hér er Dalur en afi byggði það hús 1906.“ Nú er lag fyrir mig að finna þráðinn. „Já, svo hann hefur búið í Eyjum?“ „Já já“ segir Valur ákveðið eins og hann hefði nú aldrei tekið annað í mál „og foreldrar mínir eru fædd þar og uppalin. Þau hétu Oddur Sigurðsson en hann var skipstjóri og Magnea Lovísa Magnúsdóttir. Faðir minn var var kenndur við Skuld en móðir mín við Dal.“ Sjálft gosið ekki hað versta „Þú bjóst í Vestmannaeyjum fram að gosi. Hvað varstu að fást við þegar gaus?“ „Ég var nýlega hættur til sjós og búinn að vera í hálft annað ár að læra húsasmíði." „Segðu mér aðeins frá þessari upplifun." „Gosið var ekki það versta. Það vom allir svo rólegir og þetta var alveg paniklaust. Almannavamir komu ekki að þessu máli fyrr en allur flotinn var lagður úr höfn. Ég var þama með

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.