Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. júlí 1998 Fréttir 17 Þorsteinn Finnbogason: Hleypt inn í fermingarveisluna í hollum Þorsteinn Finnbogason pípulagn- ingameistari er fæddur 1959 og féll því undir þann hóp úr Vest- mannaeyjum sem átti að fermast vorið 1973. Þessi árgangur var óvenjustór, um 120 krakkar, og það hefur því verið stórvirki að ætla sér að ná hópnum saman í eina fermingu en það tókst og segir Þorsteinn að með því hafi tekist að að skapa fermingardag sem aldrei gleymist. Þorsteinn segist halda að þarna hafi verið á ferðinni stærsti árgangur í Vestmannaeyjum sem fermst hefur fyrr eða síðar. Gosnóttin og flóttinn upp á land nóttina 23. janúar stendur Þorsteini ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. „Við fórum upp á land með Hugin VE. Lilja systir var þá ólétt og fengu mamma og hún því klefa. Lilja eignaðist svo Finnboga þann 7. febr- úar.“ Þungt var í sjóinn og segist Þor- steinn aðeins hafa fundið fyrir sjóveiki. „Við sátum nokkrir á netum í stakkageymslunni og létum fara vel um okkur. Amma sat og reykti eins og henni var lagið og hjálpaði öðrum eftir mætti. Hún var ekkert sjóveik og var sú eina sem þáði egg og beikon hjá kokknum,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn, ungur maður á uppleið. Fyrstu tvo mánuðina bjuggu þau hjá ættingjum en fluttu svo í íbúð í Breiðholtinu. „Það var reynt að láta okkur krakkana frá Eyjum halda 25 árum síðar og reynslunni ríkari. hópinn eins og kostur var. Við vorum í Langholtsskólanum þar sem við gengum til spuminga hjá séra Karli Sigurbjömssyni. Okkur var vel tekið í skólanum en þar vorum við í einum bekk. Einu sinni varð reyndar hasar á einni skemmtuninni í skólanum sem em einu vandræðin sem ég man eftir.“ Þegar leið að fermingunni var öllum krökkunum á Reykjavíkur- svæðinu safnað saman á Umferðar- miðstöðinni þaðan sem haldið var í tveimur rútum austur fyrir fjall. „Það var mikið fjör á Flúðum þar sem við gistum í skólanum á staðnum. Þama var maður að hitta krakka sem maður hafði ekki séð frá því daginn fyrir gos. Við gengum til spuminga hjá séra Karli og Þorsteini Lúter. Andrúms- loftið var mjög frjálslegt og þetta var svona spilað af fingmm fram. Þama vomm við í eina viku áður en kom að fermingunni.“ Allt var gert til að gera ferminguna eins hátíðlega og hægt var. Brósi hár- greiðslumaður var mættur með fríðan flokk til að hafa hendur í hári stúlknanna og ljósmyndarar vom einnig á staðnum. Þó kirkjan í Skálholti sé stór varð að ferma hópinn, sem var um 107 krakkar í tveimur hollum. „Sjálf fermingin var mjög hátíðleg en hún byrjaði með því að spilað var á trompett. Fermingar- veislan var ekki síður eftirminnileg. Ákveðinn fjöldi gesta mátti fylgja hverjum krakka en þrátt fyrir það var ekki hægt að koma öllum fyrir í samkomuhúsinu að Flúðum. Fólkið var tekið inn í hollum og í stafrófsröð þannig að við urðum að bíða nokkuð lengi áður en kom að því að okkur var hleypt inn í dýrðina. Veislan var mjög vegleg. Boðið var upp á kalt borð og ég man eftir líkani af Landakirkju sem skreytti veisluborðið.“ Eftir á að hyggja segir Þorsteinn að þá hafi aðstandendur fermingarbam- anna, prestamir og aðrir sem komu að þessu máli lagt mikið á sig. „Með þessu var verið að reyna að halda okkur saman og það tókst. Fermingin varð því eftirminnileg og skemmtileg þrátt fyrir erfiðar aðstæður," Á leiðinni til Reykjavíkur las Þorsteinn heillaóskaskeytin sem hann fékk. „Það var einhver hellingur af skeytum sem ég fékk og þar held ég að hafi komið fram samheldnin sem einkenndi Eyjamenn í gosinu. Mamma hélt svo tvær fermingar- veislur í íbúðinni okkar í Breiðholtinu. Þar með var ég endanlega kominn í kristinna manna tölu en þessum dögum og vikum gleymi ég aldrei," sagði Þorsteinn Finnbogason að lokum. Mjöll og Drífa Kristjánsdætur: Stelpumar sváfu með nill- umar í hárinu nóttina áður rvíburarnir, Mjöll og Drífa Krist- ánsdætur frá Klöpp bjuggu í jlfusborgum í gosinu og stunduðu kóla í Hveragerði þar sem útbúnar oru skólastofur í húsnæði undlaugarinnar í Laugaskarði. Gosnóttina voru þau níu heima í Clöpp, foreldramir Kristján Georgs- .on og Helga Bjömsdóttir og sjö af ítta krökkum. Fyrsta minning þeirra fá sjálfu gosinu er að pabbi þeirra fór ít á blett til að horfa á gostungumar sem stigu til himins austur á eyju. „Við fómm með Danska Pétri VE til Þorlákshafnar. Við vomm í lestinni alla leiðina og var vistin heldur daufleg," segja þær Mjöll og Drífa þegar þær rifja upp gosnóttina með blaðamanni. „Það var mikill sjór og veltingur," segir Drífa með hryllingi. „Það var mikil sjóveiki í lestinni eins og þú getur ímyndað þér. Til að bæta gráu ofan á svart var held ég aðeins til einn plastpoki fyrír okkur öll sem vomm í lestinni. Aðstæður vom því heldur ókræsilegar. Við höfðum reynt að syngja til að vinna bug á sjóveikinni en hún hafði fljótlega yfir- höndina.“ Frá Þorlákshöfn var haldið til Reykjavíkur í Ausmrbæjarskólann þar sem þeim vom útveguð nauðsynleg- ustu föt. í Reykjavík var fjölskyldunni komið fyrir vítt og breitt en eftir nokkra daga sameinaðist hún í Ölfusborgum. Þær segja að það hafi alveg verið ótrúlegt hvemig tókst að koma öllum hópnum fyrir í einu orlofshúsanna. Seinna fengu þau Telescopehús í Hveragerði. Mjöll og Drífa vom í hópnum sem boðið var til Noregs. Þegar leið að fermingunni vom þær ásamt hinum krökkunum í Hveragerði teknar upp í rútumar tvær sem fóm með hópinn að Flúðum. „Auðvitað var aðalatriðið að ganga til spuminga en það var líka mikið fjör. Villingar vom nokkrir í hópnum,“ sagði Mjöll og vildi ekki fara nánar út í þá hluti. Þegar leið að fermingunni var farið að huga að lokaundirbúningnum og hann kom meira við stúlkumar en drengina. „Við vomm allar með rúllur í hárinu sem settar vom í daginn fyrir ferminguna. Strákamir gerðu óspart grín að okkur og það var skelfilegt að reyna að sofa með rúllumar í hárinu," segir Drífa og hlær. Þeim var greitt og þær klæddar upp Mjöll og Drffa nýfermdar. á Flúðum áður en haldið var í Skál- holt. í minningunni segja þær að athöfnin hafi verið mjög hátíðleg og Skálholtskirkja var troðfull. Veislan að Flúðum var ekki síður eftir-minnileg. Þær segjast síður en svo verið óhressar með að fá ekki sína eigin fermingarveislu með fjölskyldu og vinum. „Nei, við vorum ekkert spældar. Við vomm glaðar yfir því að hægt var að koma þessu í kring og allir lögðust á eitt að gera okkur ferminguna eins eftirminnilega og hægt var,“ segja Mjöll og Drífa. Nokkmm dögum seinna gengu þær til altaris í Hveragerði og þar með vom tvíburasystumar Mjöll og Drífa komnar í tölu fullorðinna. Hártískan hefur mikið brevst á beim 25 ánim sem liðin eru frá hví hessi mynd var tekin. Drífa og Mjöll brosa enn breitt bó árunum hafí fjölgaö.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.