Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. júlí 1998 Fréttir 15 neitað um fyrirgreiðslu í bankanum. „Það var Halldór Guðbjamason sá frægi bankastjóri sem sagði að Hótel HB og Pálmi Lórens þyldu ekki neina samkeppni. Mér fannst það nú hálfskrýtið þar sem ég var Vest- mannaeyingur og auk þess búinn að versla við bankann í 19 ár en hinir voru aðkomumenn og höfðu aðeins verið um ár í rekstrinum. Svo það varð ekkert úr að við flyttum út aftur. Ég var lærður málari og ákvað bara að snúa mér að því en setti líka upp sölutum eða hverfisverslun í Hafnar- firði sem við rekum enn í dag.“ „Ef þú hefðir getað komið Hressó á laggimar aftur hefðirðu flutt til baka eða hvað?“ „Já það má búast við því. Annars var konan alltaf á móti því, hún vildi aldrei flytja út aftur,“ segir Ragnar stundarhátt um leið og Alda kemur út í garðskálann til okkar og sest hjá okkur., Andskotinn er að heyra þetta,“ segir hún en Ragnar hlær hátt. „Hann var ekkert spenntur fyrir að fara heldur.“ „Ekki fyrst þetta fór svona,“ segir Ragnar og Alda bætir við „nei úr því sem komið var.“ Þau botna gjama setningamar hvort fyrir annað. Samhent hjón og hugsa orðið eftir sömu brautum eftir langa lífsgöngu saman. „Okkur leið vel meðan við vomm í Eyjum og áttum yndislegar stundir en þetta var svo gífurleg breyting og erfitt að rífa sig upp með böm og aldraða móður og allt sem því fylgdi. En okkur líður mjög vel héma uppi á landi.“ HeimtilEyja! „Þannig að þið talið ekki um að fara heim þegar þið farið til Vest- mannaeyja?“ ,Jú,“ segja þau bæði. „Vestmanna- eyingur verður alltaf Vestmanna- eyingur. Maður er fæddur þama og uppalinn og hefur lifað þar súrt og sætt. En þetta er bara ekkert svipað og áður.“ „Hvað finnst ykkur hafa breyst?“ Ragnar verður fyrir svömm: „Maður þekkir orðið langtum færri en maður gerði. Það komu allir á Hressó og maður þekkti hvem einasta mann. Þetta var eiginlega félagsmiðstöð þeirra tíma.“ Fyrsta hugsunin var að taka inntauiðafsnúrunni „Hvemig upplifðir þú gosið Alda?“ , JVIér fannst þetta áfall. Manni hafði aldrei dottið í hug að þetta ætti eftir að gerast. Við vomm búin að eiga Hressingarskálann í öll þessi ár en þetta kvöld var eina skiptið sem við skúmðum ekki, merkilegt nokk. Það var búið að vera svo gestkvæmt hjá okkur og ég hafði verið á Sína- wikfundi um kvöldið. Ragnar vann alltaf frá kl. 8 til miðnættis svo að við vomm þreytt og ákváðum að láta þrifin bíða til morguns. Ég skildi þvottinn eftir á snúmnni, það var blíðskaparveður. Svo er maður vak- inn með þessum ósköpum. Maður sá eldsúlumar og tókst bara á loft í rúminu. Þetta var ömurlegt," segir hún og er miður sín þegar hún rifjar þetta upp. „Fyrsta hugsun mín er svo að taka niður tauið og ég hljóp út á snúm og tók bamableyjumar og bamafötin og henti klemmunum í allar áttir og þá er loftið orðið svo vont að ég kasta upp þama úti. Þegar maður sá fram á að maður þyrfti bara að fara hugsaði maður guð, hvað á ég að taka? Maður hugsaði auðvitað fyrst um bleyjumar og bamafötin en það var hið ótrúlegasta sem maður tók með sér fannst þér það ekki Ragnar?,“ og Ragnar jánkar. „Það var margt ömurlegt í sambandi við þetta gos,“ heldur Alda áfram. Sjóveiki „Ég man sérstaklega hvað maður var sjóveikur á leiðinni. Báturinn sem var frá Eyrarbakka var nýkominn úr túr svo að slorlyktin og sjokkið hjálpuðust að. Svo vomm við fyrst hjá systur minni í Reykjavík þangað til við fengum sumarbústað í Mosfellsbæ. Maður kærði sig ekki um að liggja endalaust uppi á fólki með bömin og allt það og var þess vegna feginn þó að húsnæðið væri lélegt. Þetta var óvenju þungur vetur, veðrasamur og kaldur. Það fraus í koppum bamanna, guð minn almáttugur." „Já já,“ segir Ragnar „við þurftum að moka okkur út úr forstofunni á morgnana, það snjóaði svona inn í hana. Þetta hélt hvorki vindi né vatni, hvað þá kulda eða snjó. Þetta var okkur sem sagt útvegað,“ segir hann, ekki beinlínis með þunga en greinilegt er að honum hefur ekki fundist mikið til um aðstoðina. „Síðan fluttum við í Hafnarfjörðinn og líður mjög vel þar,“ segir Alda. „Ég gat ekki hugsað mér að flytja til Eyja úr því sem komið var. Maður fékk einhvern veginn bara alveg nóg.“ „Annars var ég voða mikið þarna úti fram á sumar,“ segir Ragnar. „Ég var að koma Hressó í samt lag. Ég fékk 2.5 milljónir úr Viðlagasjóði fýrir skemmdunum. Fyrir það gat ég keypt einangrun, sett nýtt þak, nýtt gler og miðstöðvarkerfi og þar með voru peningamir famir. Öll húsgögn og innréttingar, þetta var allt ónýtt. Þá var það sem ég fór í bankastjórann og ætlaði að fá lán.“ Nýbúin að stækka og breyta „Við vomm nýbúin að stækka og breyta og laga og birgja okkur upp af mat fyrir veturinn," grípur Alda inn í. „Allar frystikistur vom fullar og hvaðeina. Ragnar hafði fengið nautakjöt sent með Eyjaflugi frá kaupfélagsstjóranum í Króksfjarðar- nesi. Það spurðist út og Sigmund á Mogganum teiknaði mynd af kjöt- flutningunum. En það sem mér fannst erfiðast við þetta allt saman var það hvað var erfitt að eiga við þá þama í Viðlagasjóði. Það héldu alltaf allir að við mundum græða.“ Við fæmm okkur nú fram í eldhús þar sem Alda hefur reitt fram dýrindis veitingar og tökum upp þráðinn aftur. Mér þykir viðkunnanlegra að fá að vita hverra manna Alda er áður en kvöldið er úti. Foreldrar hennar vom Nikólína Eyjólfsdóttir og Eyjólfur Sigurðsson og hún er borinn og bamfæddur Vestmannaeyingur eins og Ragnar. Hún á orðið lítið af skyldfólki í Eyjum en fer þó á hverju ári. „Systkini mín, þau sem em dáin, eru jörðuð þama og pabbi líka en það var ekki farið að grafa upp kirkjugarðinn eftir gos þegar mamma dó. Hún er þess vegna jörðuð undir Eyjafjöllum þar sem hún var fædd og uppalin.“ Margsaðsakna „Saknarðu einhvers frá Vestmanna- eyjum?“ spyr ég upphafinni röddu enda er nú svo komið að við liggur að ég sé farin að sakna þaðan einhvers sem ég aldrei þekkti. „Já það er ýmislegt. Þetta var yndislegur tími en við höfðum bara alltaf svo mikið að gera. Ég hugsaði um Parísarbúðina sem við áttum í fimm ár og við þrifum Skálann oftast nær sjálf eftir lokun. Þetta var bara þrældómur þó við hefðum gaman af þessu og vel gengi,“ segir hún og Ragnar samsinnir. Þau kunna „Ég er tilbúinn með handrit að bók þar sem ég hef skráð sögu fólks í gosinu. Einkum þeirra sem börðust í fremstu víglínu," segir Sigurður Guðmundsson frá Háeyri sem enn hefur ekki fengið útgefanda að bókinni. „Ég byrjaði að skrifa bókina fyrir þremur til fjórum árum og mig dreymdi um að gefa hana út núna þegar 25 ár eru frá því gosinu lauk. Það hafa margir sýnt málinu áhuga og ég hef rætt við ljósmyndara sem voru tilbúnir að láta mig fá myndir í bókina. Þannig er staðan í dag og því miður tókst mér ekki að koma bókinni út núna," segir Sigurður sem leggur þó áherslu á að hann hafi ekki gefist upp. Sigurður segir að kveikjan að bókinni sé það fólk sem hér barðist oft vonlítilli baráttu við náttúruöflin. „Þetta var samstæður hópur sem vann við oft skelfilegar aðstæður. Við svona aðstæður verða til hetjur og þama sá maður fólk vaxa að greinilega að meta það að farið er að hægjast um. „Ragnar var í öllu, bara nefndu það,“ segir Alda og hlær. „Ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera þegar við fluttum hingað, þess vegna fór ég út í þennan sjoppurekstur með máluninni, til að hafa eitthvað að gera á kvöldin," og nú sést aftur glettn- isglampinn í augunum á honum. Það er greinilegt að hann hefur ekki setið auðum höndum þó hann hafi ekki vasast í bæjarlífinu í Hafnarfirði að sama marki og í Eyjum. Hann segir að þau lifi öðmvísi nú, fari meira en áður og njóti lífsins. „Það er eins og maður mannkostum." Yfirleitt vom 200 til 300 manns úli í Eyjum og sjálfur var Sigurður með fjómm fyrstu iðnaðarmönnunum sem fóm til Eyja til að stífa undir loft og negla fyrir glugga. „Almannavamir sendu mig, Hafstein Ágústsson, Ólaf Gránz og Jón Þórðarson til Vestmannaeyja og byijuðum við strax að vinna. Á eftir okkur kom svo fjöldi iðnaðarmanna sem áttu eftir að vinna mikið starf." Sigurður segir sögusviðið ekki takmarkast við það sem var að gerast úti í Eyjum, hann segir líka frá því sem gerðist uppi á landi, í Hafnarbúðum í Reykjavík, ferm- ingunni í Skálholti, þorrablótinu í Samkomuhúsinu sem endaði skyndilega þegar allt fylltist af gasi og flýja varð frá óhreinu leirtauinu, sviðaveislunni á Steinsstöðum, hvemig við hrökkluðumst úr einu mötuneytinu í annað undan gasinu, eldmessunni og fleim. „Það var oft sé kominn í annan heim að vissu leyti," segir hann hugsi. „Það er bara satt að segja ekki hægt að lýsa því, þetta er svo allt öðruvísi. Finnst þér þetta ekki allt ótrúlegt Ragnar...?“ bætir Alda við skyndilega orðlaus gagnvart minningunum. „Jú“ segir hann hlýlega og bætir svo við eftir stutta þögn: „Maður hugsar nú oft heim til Eyja.“ Glöð í bragði, eftir skemmtilegt spjall og notalega kvöldstund, kveð ég það sómafólk Ragga á Hressó og Öldu íLaugardal ... íHafnarfirði. dapurt hljóðið í fólkinu f Hafnarbúðum þar sem bæjarstjóm var með höfuðstöðvar. Þar leið fólki oft miklu verr heldur en okkur sem vorum á vettvangi. Auðvitað fylltist maður stundum vonleysi en við reyndum að sjá björtu hliðamar. Þetta kemur allt fram f bókinni og þar er líka að finna gálgahúmor og brandara sem gengu manna á milli," segir Sigurður. Sigurður byrjaði að skrá söguna fyrir þremur til fjórum ámm og nú bíður hún þess að einhver vilji gefa hana út. „Frásögnin er persónuleg lýsing mín til heiðurs fólkinu sem hér barðist nær vonlausri baráttu. Það hefur mikið verið skrifað um gosið sjálft en minni gaumur hefur verið gefinn að örlögum íbúanna og þeirra sem lögðu okkur lið í baráttunni. Þessu vil ég breyta," sagði Sigurður Guðmundsson um þessa frumraun sína sem rithöfundur. Sigurður Guðmundsson á Háeyri: Tilbúið handrit að bók nr nosinn Skólaútibú í Hveragerði Skólaniálin riðluðust verulega veturinn 1973 eins og nærri má geta. Flestir nemendur Barnaskól- ans og Gagnfræðaskólans fóru í skóla á höfuðborgarsvæðinu enda voru flestir Eyjamenn búsettir þar. En margir fengu húsnæði austur í Ölfusborgum, svo margir að ekki var unnt að koma þeim í Bamaskólann í Hveragerði. Svo vel vildi til að gott rými var á lausu í sundlaugar- byggingunni, rými sem hafði verið notað áður til kennslu og var þama stofnaður skóli með öllum bekkjar- deildum, frá 1. Og upp í 6. bekk. Þórarinn Magnússon var skipapur yfirmaður þessa útibús og fimm kennarar úr Eyjum sendir austur. þar á meðal við hjónin. Nemendur Gagnfræðaskólans fengu aftur á móti inni í Gagnfræðaskólanum. En 7. bekkur fékk á hvorugum staðnum inni þar sent hann var fjölmennur eða 15 nemendur. Ég átti að sjá um 7. bekkinn og við fengum inni í félags- heimili Kvenfélagsins Bergþóm og vorum þar í samkomusalnum. Það held ég að sé stærsta kennslustofa sem ég hef kennt í. Mig minnir að kennslan austur í Hveragerði hafi hafist upp úr miðjum febrúar og gekk ágætlega. Krakk- ar nir vom iljótir að laga sig að nýjum aðstæðum og skiluðu prýðilegum árangri um vorið. Á myndinni er 7. bekkurinn. Neðri röð talið frá vinstri: Unnur Karls- dóttir, Bjamey Magnúsdóttir, Jóna Garðarsdóttir, Kristín Þorleifsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Mjöll Kristjáns- dóttir, Auðbjörg Björgvinsdóttir og Þórhildur Guðmundsdóttir. Efri röð frá vinstri: Þórarinn Magnússon, skólastjóri, Sigurmundur Einarsson, Þröstur Hjálmarsson, Helgi Reynis- son, Ulfar Danfelsson, Ásmundur Þórarinsson, Þorsteinn Júlíusson og Sigurgeir Jónsson, aðalkennari bekkj- arins. Þessi bekkur leystist síðan upp því næsta haust höfðu nokkrir þegar flutt út til Eyja, aðrir farið til annarra landshluta en mig minnir að fimm úr bekknum hafi búið áfram í Hvera- gerði og fóm þá í Gagnfræðaskólann þar. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.