Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 28

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 28
aUTNWGAR - VESTMANNAEYJUM Datkgvhrtkhmiáhndimf, Vöruafgreiðsla SldMlngavegl 4 Sini 481 3440 Vöruafgreiðsla ■ Reykjavik AðaHlutnlngar Héðinsgöfu 2 Simi 581 3030 Fimmtánda Shellmótið var haldið um helgina og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Mótið hófst á miðviku- deginum og lauk á stóru lokahófi í íþróttamiðstöðinni. Öllum ber saman að þetta mót hafi heppnast einstaklega vel og ekki skemmdi að veður var einstaklega gott alla mótsdagana. Viðamikil goslokadagskrá í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá því að gosinu í Heimaey lauk hefur verið boðað til fjölbreyttrar hátíðar í bænum um næstkomandi helgi. Sérstök goslokanefnd var skipuð til þess að sjá um skipulag og fram- kvæmd hátíðahaldanna og hefur hún leitast við að gera hátíðina sem glæsilegasta með það að markmiði að virkja alla bæjarbúa til þátttöku, jafnt unga sem ganúa. í goslokanefndinni áttu sæti Guðjón Hjörleifsson, Amar Sigurmundsson og Ragnar Óskarsson. Það var ákveðið í nefndinni að ráða Andrés Sigurvinson til að hafa yfir- umsjón með hátíðinni og undirbúningi þeirra. Andrés virðist hafa tekið málið föstum tökum og afréð að koma á fót götuleikhúsi með eldspúandi akró- bötum og himinviðberandi stultu- fólki. Mun sá hluti eflaust höfða til yngsta fólksins. Þá munu og verða uppákomur, hljómleikar og dansiböll fyrir unglingana og hinir sem heldur vilja gömlu Eyjalögin bregða sér trúlega í Skvísusund á skvísufund. Einnig verða myndlistarsýningar, víkingaskipið íslendingur mun koma til Eyja á laugardeginum, sigling umhverfis Heimaey í boði Herjólfs, messa og ótölulegir viðburðir á tónlistarsviðinu. Vert er að vekja athygli á því að sérstakur póststimpill mun verða í notkun laugardaginn 3. júní. Auk þess sem söfnin verða opin mun Golfklúbbur Vestmannaeyja efna til sérstaks goslokamóts sem er opið mót og nefnist Cantat 3 mótið. Vonandi er svo að Vestmannaeyingar og gestir sem gista munu Eyjar um helgina kunni vel að meta þessa vönduðu dagskrá sem í boði er og verði duglegir að mæta og taka þátt í henni. Andrés Sigurvinsson vildi að lokum koma miklu þakklæti til allra sem lagt hafa hátíðinni lið og gert hana mögulega. Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson aEMaÍPEHMSÍLL 9481-2943, iP 897-1178 Nýi sýslu- maðurinn mænurtílleíks Karl Gauti Hjaltason nýskipað- ur sýslumaður Vestmannaey- inga hóf störf hjá hjá embættinu í gær. Hann segir að það sé góð stemmning yfir þessum degi og ekki hafi veðrið spillt fyrir. ,Jig er búinn að koma fjórum sinnum til Eyja í júní og alltaf verið einmunablíða. Ég er hins vegar rétt búinn að máta stólinn. Mér hugnast hann vel og hlakka til að fá að vinna fyrir og með Vestmannaeyingum að þeim mál- um sem til framfara mega verða í Eyjum og taka til sýslumanns- embættisins." Karl Gauti segir að fjölskylda hans sé ekki enn komin til Eyja, en það horfi til bóta. ,,Ég er grasekkill hér í Eyjum enn sem komið er, enda ekki kominn með endanlegt húsnæði. Það er í lögum að kauptún sem eru með fleiri en 1000 íbúa þurfi ekki að útvega sérstakan embættisbústað. En ég er bjartsýnn og vonast eftir góðu samstarfi við Eyjamenn. Þau störf sem munu taka mestan tíma nú í júlí taka til undirbúnings Þjóðhá- tíðarinnar og það er spennandi og krefjandi verkefni," sagði Karl Gauti að lokum, glaður í sinni. Gonhjá VestmannaeyVE Frystitogarinn Vestmannaey VE kemur í dag af Reykjanes- hryggnum með fullfermi. Magnús Kristinsson útgerðar- maður segir að Vestmannaey hafi verið þrjár vikur í túmum. „Þeir em með 14.000 kassa, 10.000 kassa af úthafskarfa og 4000 kassa af gulllaxi. Ég veit ekki hvað afiaverðmætið er en held að það sé alveg þokkalegt," sagði Magnús.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.