Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 26

Fréttir - Eyjafréttir - 02.07.1998, Blaðsíða 26
26 Fréttir Fimmtudagur 2. júlí 1998 Landa- KIRKJA Sunnudagur 5. júlí ATH GÖNGUMESSA Rútuferðir frá Landakirkju kl. 10:45. Messan hefst við krossinn í gíg Eldfells og endar við hraunjaðarinn á Skansinum. Goslokanna fyrir 25 árum minnst með þakkargjörð. Blásarakvartett sér um undirleik. Kór Landa- kirkju leiðir sönginn. Bamakórinn Litlir lærisveinar kemur fram. Kórstjórar Guðmundur H. Guð- jónsson og Helga Jónsdóttir. Kl. 10:00 verðurhressingarganga frá Landakirkju upp á Eldfell, sem svo sameinast göngumess- unni. Auróra Friðriksdóttir leiðir gönguna. Samtalspredikun verður flutt. Fjölmennum og lofunr Guð næsta sunnudag. Miðvikudagur 1. júlí Kl. 20:00 KFUM&K Opið hús í KFUM&K húsinu, unglinga- fundur. Kirkjan er opin alla virka daga milii klukkan 11:00 og 12:00. Sími sóknarprests er 897-9668. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 Samkoma með gestapredikaranum Stanley Webb frá Tennessee. Föstudagur Kl. 20:30 Unglingastarfíð. Laugardagur Kl. 13: Túrbó Kl. 20:30 Bænasamkoma. Gospel bandið verður einnig í þakkar- gjörðarhátíð vegna gosloka. Sunnudagur Kl 11:00 Vakningarsamkoma með tjölbreyttu ívafi unglinganna. Samskot tekin til kristniboðsins. Kastalakrflin og Salti-söngbók verða á Skansinum í tilefni goslokanna. Allir hjartanlega velkomnir! Mánudag, þriðjudag og mið- vikudag verða námskeið með trúarsystkinum frá Kanada frá kl. I8:00til 19:00. Aðventkirkjan Laugardagur 4. júní Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Kl. 11:00 Guðsþjónusta. Gestur. Allir velkomnir. BaháíSAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481-1585 Með Keikó á kviðnum Það er ekki að spyrja að áhrifum Keikós í Vestmannaeyjum. Ein ung Vestmannaeyjamær var svo viss um að hvalurinn Keikó fengi sitt heimili og varnarþing í Eyjum að hún lét tattóvera mynd af honum á sinn snotra maga. Ekki er gott að segja hvort þetta muni hafa fordæmisgildi meðal Eyjamanna, en þó mun ljóst að Keikó mun trúlega fagna téðri mey sérstaklega þegar hann kemur til Vestmannaeyja. Sumarhappadrætti Þroskahjálp og íþróttafélagið Ægir eru nú að hefja sölu á happadrættismiðum til fjáröflunar fyrir félögin í Vestmannaeyjum. Vonumst við að sölufólki okkar verði vel tekið hjá bæjarbúum. Var okkur mjög vel tekið hjá fyrirtækjum í Eyjum senr leitað var til með fjárstuðning og þeirra sem lögðu til vinninga en nöfn þeirra koma fram framan og aftan á miðanum. Færurn við þeinr innilegar þakkir fyrir. Jafnframt færum við öllum bæjarbúum fyrirfram þakkir. Kær kveðja Þroskahjálp Vestmannaeyjum Iþróttafélagið Ægir Vestmannaeyjum Þessi föngulegi vinnuhópur vann við hreinsun í Eyjum sumarið 1973. í honum voru tólf stúlkur og einn piltur. Þessi mynd var tekin á Stakkagerðistúninu en þá hafði hópurinn fundið inni í Arnardrangi gömul kröfuspjöld sem á sínum tíma voru notuð í kröfugöngu, sem Páll Steingrímsson og fleiri stóðu fyrir á sínum tíma, til að mótmæla malartöku úr Helgafelli. Vel er við hæfi að birta þessa mynd núna, bæði vegna goslokaafmælis og eins þess að nú er nær búið að fylla upp í gryfjuna í Helgafelli. Á myndinni eru talið frá vinstri: Inga Steina Ágústsdóttir, Sonja Aðalsteinsdóttir, Friðrik Garðarsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Ásta Bína Ágústsdóttir, Eygló Guðmundsdóttir, Hrefna Guðjónsdóttir, Halla Svavarsdóttir, Bjartey Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Elísabet Jónsdóttir. Knattspyrna íeldgosi Gosueturinn 1973 voru 200 til 300 manns að staðaldri í Eyjum. Unnu lieiruió hreínsun, björgunarstörf, hraunkælingu eða í Gúanóinu. Þrátt fyrir mikið vinnuálag gáfu menn sér tíma til að bregða á leik. Þessa skemmtulegu mynd tók Guðmundur Sígfússon af knatt- spyrnuliðum verkstjóra og bíl- stióra sem öttu kappi á Löngu- lágarvelli á meðan Eldfell spjó óbverranum upp í loftið. Ekki fer sögum af úrslitum en barna er að finna mörg pekkt andlit úr bæjarlíflnu. -*_e ■rt« 1 Frjálsar: Stórmót Golla galvaska Tryggvi 03 Hildur á verðlaunapall Stórmót Gogga Galvaska í frjálsum íþróttum, var haldið í Mosfellsbæ, helgina 19. - 21.júní. Um 330 kepp- endur tóku þátt í mótinu og komu þeir alls staðar af landinu. Héðan frá Vestmannaeyjum fóru 22 krakkar og unglingar og kepptu fyrir hönd Óðins. I heildina gekk öllum bömunum og unglingunum mjög vel og bættu þau sig flest persónulega í árangri. En jafnframt vora flestir sem fóru á mótið að fara í sitt fyrsta skipti, svo það er aldrei að vita hvernig þeim mun svo ganga á næsta ári, miðað við árang- urinn í ár. En besti árangur Eyja- krakka var sem hér segir: Tryggvi Hjaltason krækti sér í tvö silfur. I hástökki stökk hann 1.35 m og í kúlu kastaði hann 9.16 m. Hildur Dögg Jónsdóttir, fékk silfur í boltakasti og kastaði hún 32.31. metra Sigurjón Viðarsson, 14 ára, setti Vestmannaeyjamet í 800 metra hlaupi og hljóp á tímanum 2.31.82 sekúndur. Híldur Dögg uarð í 2. sætí. Tniggvi vann tvenn sílfuruerölaun.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.