Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Page 19

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Page 19
Fimmtudagur 9.júlí 1998 Fréttir 19 Landssímadeildin 8. umferð: Leiftur 5 ÍBV 1 Meistararnir brotlcntu illa Eyjamenn héldu til Ólafsfjarðar á sunnudaginn og spiluðu þar við heimamenn í Leiftri. ÍBV reið ekki feitum hesti frá þessari viðureign, og fékk liðið hvorki fleiri né færri en 5 mörk á sig í þessum leik og náði ekki að skora nema eitt. ÍBV byrjaði leikinn hreint hörmu- lega, og þegar unr 20 mínútur voru liðnar af leiknum, var staðan orðin 2 - 0, heimamönnum í vil. Eftir þetta vöknuðu Eyjamenn eins og af væmm blundi og náðu aðeins að klóra í bakkann fyrir leikhlé, þegar ívar Bjai'klind, kom ÍBV í 2 - 1, eftir snarpa sókn. Eyjamenn náðu að skapa sér nokkur góð tækifæri í fyrri hálfleik, en inn vildi boltinn ekki. I síðari hálfleik var allt annað að sjá leik ÍB V og fóru leikmenn að spila af eðlilegri getu. En allt kom fyrir ekki, og um miðjan seinni hálfleik komust heimamenn í 3- 1. Þrátt fyrir þetta héldu Eyjamenn boltanum vel innan liðsins og sköpuðu sér mörg góð tækifæri. En eftir því sem á leið fór vonleysið að gera vart við sig og þurftu Eyjamenn að játa sig sigraða, eftir að hafa fengið á sig tvö mörk til viðbótar í lokin. Lokajölur því 5-1 og fyrsta rassskelling ÍBV- liðsins í langan tíma. Þó svo að allt hafa gengið Leiftursmönnum í haginn, meðan ekkert gekk upp hjá Eyja- mönnum, þá er ÍBV-liðið ekki svipur á sjón þessa dagana. Mikill doði og áhugaleysi einkennir liðið og þessi frammistaða í undanfömum leikjum sæmir einfaldlega ekki toppliði, sem ÍBV er og á að vera. Framundan eru erfiðir leikir, bæði í deild og bikar, og ætli menn sér stóra hluti í sumar, þá verða þeir að hrista slenið af sér og sýna það inni á vellinum hvers þeir eru megnugir, ekki síst framherjamir. Lið ÍBV: Gunnar 5 - Hjalti 6, Hlynur 6, Zoran 5, Steinar 5 - fvar B. 7, ívar I. 7, Kristinn H. 6(Sindri 5), Kristinn L. 5(Rútur 5) - Steingrímur 6, Jens 5. Bikarkeppni KSÍ: Þór Akureyri 1 ÍBV 2 Þórsarar erfiður biti Á miðvikudaginn í síðustu viku áttust við á Akureyri, lið Þórs og ÍBV í 16 - liða úrslitum bikar- keppninnar. Þórsarar hafa átt erfitt uppdráttar í 1. deildinni það sem af er sumri, en það var ekki að sjá í þessum leik því aðeins eitt mark skildi liðin að í leiknum sem lauk með 1 - 2 sigri ÍBV. Eyjamenn réðu ferðinni í leiknum frá upphafi, en heimamenn léku af mikilli skynsemi, vörðust mjög aftarlega á vellinum og beittu skyndi- sóknum. ÍBV gekk illa að fmna glufu á vöm Þórsara, og það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik, að fyrirliði ÍBV, Hlynur Stefánsson, kom Eyja- mönnum yfir, með glæsilegu skoti af um 35 metra færi. Héldu nú margir að þar með væri erfíðasti hjallinn yfir- stiginn, en svo var ekki. Heimamenn létu þetta ekki á sig fá og sóttu mun meira það sem eftir lifði hálfleiksins. Litlar breytingar urðu á leik Eyja- manna í síðari hálfleik og náðu þeir aldrei að brjóta vöm Þórsara á bak aftur. Það kom að því að heimamenn jöfnuðu, og var þar að verki gamla kempan, Halldór Áskelsson. Mikil spenna færðist í leikinn við þetta mark, og það var ekki fyrr en að um 10 mínútur voru til leiksloka, að Hlynur Stefánsson tryggði sigur ÍBV með góðum skalla eftir homspymu. Eyjamenn spiluðu ekki sannfærandi í þessum leik, þeir náðu aldrei traustu taki á leiknum og boltinn gekk illa manna á milli. Menn virkuðu þreyttir inni á vellinum og sú stemmning sem þarf að vera í bikarleikjum, var ekki til staðar hjá Eyjamönnum. En þrátt fyrir þetta er ÍBV komið í 8 - liða úrslitin og það er nú það sem skiptir máli. Bestu menn ÍBV í leiknum vom þeir Hlynur og ívar Ingimarsson. Hlýtur það að teljast saga til næsta bæjar þegar aftasti maður í vöm fer að skora og ekki eitt mark heldur tvö. Meistaradeild kvenna: ÍBV 4 Fjölnir 1 Stelpurnar að komast í jjanj Eyjastelpur fengu lið Fjölnis í heimsókn á mánudagskvöld. ÍBV var í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir þennan Ieik, en Fjölnir var í því fimmta. Leikið var á Há- steinsvelli við mjög góðar aðstæður. ÍBV byrjaði af krafti í leiknum, og strax á 7. mínútu leiksins var íris Sæmundsdóttir búin að koma ÍBV yfir eftir góða sókn. Eyjastúlkur náðu ekki að bæta við fleiri mörkum í fyrri hálfleik, en bæði íris og Hrefna áttu sláarskot. En í seinni hálfleik fóm hjólin heldur betur að snúast hjá Eyjaliðinu og náðu stelpumar hverri stórsókninni af fætur annarri. Það var svo á 65. mínútu leiksins, að íris skoraði annað mark ÍB V, og sitt annað í leiknum, eftir glæsilega fyrirgjöf Elenu Einisdóttur. Aðeins mínútu seinna, skoraði Olga Stefánsdóttir, sem var nýkomin inn á sem vara- maður, glæsilegt mark, sláin og inn, eftir fyrirgjöf frá Elenu. Olga var síðan aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar Anna, sænska stúlkan í liði ÍB V, gaf góða fyrirgjöf og Olga afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Gestirnir svöruðu síðan fyrir sig á lokamínútu leiksins, með marki eftir að markmaður ÍBV, Petra F. Bragadóttir, hafði varið vítaspymu. ÍBV liðið vann því sannfærandi sigur, 4-1, og em komnar í 5. sæti deildarinnar. Lið ÍBV: Petra 7 - Fanný 6, Ema 6, Sigríður Á 7, Kristfn E. 5) - Elena 8, Anna 6, Hrefna 7, Hjördís 6 (Dögg L. 5) - íris 8, Bryndís 6 ( Olga 7) fris Sæmundsdóttír lék uel og skoraði fyrsta mark leiksins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.