Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Miðvikudagur 29. júlí 1998 1420 lundar á einum degi í Ystaklefíi: Jón Kristinn sló 21 árs met Sigurgeirs í Skuld Gísli Einarsson, Halldór Hallgrímsson og Þórður Hallgrímsson hamfletta lunda úr Klettínum. Rólegheit fyrir Dióöhátíð Færslur í dagbók lögreglu síðustu viku voru aðeins 132 en rólegt hefur verið það sem af er júlí- mánuði. Búast má við að eitthvað muni færslum tjölga í næstu viku þegar þjóðhátíð gengur í garð. Reyktæmdisjálfur Á miðvikudag í síðustu viku var óskað eftir aðstoð slökkviliðs vegna reyks í íbúð í bænum en íbúðin var full af reyk þegar eigandinn kom heim. Þegar slökkvilið var að gera sig klárt var beiðnin aliurkölluð þar sem eigandinn hafði sjaltur gengið í að reyktæma íbúðina og gekk það vel. Fórbeturená horfðist Ámiðvikudagskvöld í síðuslu viku varð árekstur á Strandvegi milli bifbjóls og bifreiðar. Farþegi á bifhjólinu slasaðist lítils háttar en þakka má því að ekki varð um ulvarlegt slys að ræða að bæði farþegi og ökumaður bithjólsins voru búin góðum öryggisklæðnaði. Aftur á móti hafnaði bifreiðin ttndir olíutanka við ísfélagið og er mikið skemmd. Ekki er víst að ökumaður bilbjóls, sem stöðvaður var af lögreglu stutlu síðar, hefði verið sloppið eins vel, hefði hann lent í árekstri. Hann var hjálmlaus og fékk ekki að htdda för sinni áfram fyrr en hann hafði fengið sér hjálm á höfuðið. Uósabúnaði ábótavant Töluvert hefur verið um það að undanförnu að lögregla hefur þurít að gera alhugasemdir við ljósa- búnað ökutækja. Hefur lögregla mátt senda marga lieim með bíla sína vegna þessa. Þó svo að enn séu nætur tiltölulega bjartar er rétt að benda á að nú dimmir óðum og þar að auki er skylt að hafa ljósabúnað í lagi allt árið. Dattaf reíðhjólí Á föstudag féll unglingsstúlka af reiðhjóli á Brekastíg og var kallað á sjúkrabifreið vegna þess. Við læknisskoðun reyndust áverkar hennar minniháttar. Stálu bensíni af flugvél í vikunni var tilkynnt um að stolið hefði verið 60 lítrum af bensíni af llugvél sent stóð á flugbrautinnni. Ekki er vitað hver þarna var að verki en varla þtuf að taka fram hve bagalegt slíkt athæfi gæti verið fyrir flugmann sem ekki tæki eftir því þegar hann legði af stað. Auk þess er ávallt mikil sprengihætta þegar átl er við tlugvélabensín sem er mun eldfimara en annað bensín. Skarstáhöfði Þó svo að rólegt hafi verið yfir skemmtanalífinu um helgina, eins og fram kemur í bókunum lögreglu, fór þó ekki svo að sitthvað bæri út af. Á veitingahúsinu Lundanum fékk einn gesta glas í höfuðið og skarst nokkuð þannig að sauma þurfti nokkur spor. Nýtt met var sett í lundaveiði í Vestmannaeyjum á laugardaginn, en þá veiddi Jón Kristinn Olafsson 1420 lunda eftir 11 tíma setu í Ystakletti. Opinbert met Sigurgeirs Jónassonar Álseyings hefur því hafa verið slegið. Sigurgeir segir að hann hafi setið við í átta og hálfan tíma og fengið 1204. „Ég var við veiði út í Álsey í Árnabring 13. júlí 1977, þegar ég setti þetta met,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að almennt hafi lundaveiðin gengið mjög vel og að það sé góð art í fuglinum, þrátt fyrir það hægviðri sem verið hafi í sumar. „Þetta er sjaldgæft svona snemma á Á seinast fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um hækkun afsláttar gjaldskrár bæjarsjóð og stofnana hans til fyrirtækja sem stuðla að nýjum atvinnufyrir- tækjum og nýsköpun í Vest- mannaeyjum. Auk þess er lagt til að lengja afsláttartímabilið úr tveimur árum í þrjú ár. Afslátt- urinn hefur verið 35% og lagt til að hann verði hækkaður í 40%. Sækja verður sérstaklega um afsláttinn sem og hæfni umsækjenda metin að fenginni umsögn Þróun- arfélags Vestmannaeyja sem gerir svo tillögur til bæjarráðs um afsláttinn. Miða skal við að ekki verði um- veiðitímanum. Það er mikill fugl núna og veiðin sýnist mér vera fyllilega meiri en í meðalári.“ Halldór Hallgrímsson Ystkiettingur segist geta staðfest veiði Jón Kristins sem nýtt met. „Þetta er mjög sjaldgæft eftir heilan dag, að veiðin haldist svona mikil,“ segir Halldór. „Það var ntikil umferð túristabáta frá farþegaskipinu Maxím Gorki sem lá þama fyrir utan þannig að fuglinn hafði ekki mikið næði á sjónum. „Það má því segja að Maxím hafi hjálpað til. Halldór segir samt að mikill lundi sé í lundabyggðum núna og veiðin sé vel yfir meðallagi. „Þetta er óvenju- samkeppni að ræða við þau fyrirtæki sem fyrir em í Vestmannaeyjum. Sá afsláttur sem verið hefur í gildi hefur ekki verið mikið notaður undan- farin ár, því þykir flutningsmönnum eðlilegt að hækka afsláttinn og lengja tímabilið, til eflingar atvinnulífi Eyjanna. Þess má geta að tillagan var upphaflega lögð fram í bæjarráði, þar sem Ragnar Oskarsson óskaði eftir því að gerast meðflutningsmaður og var tillagan samþykkt þar með öllum greiddunt atkvæðum. Nánar er getið um þessa tillögu annars staðar í blaðinu. legt í ljósi þess að ekki hefur verið sérstakt lundaveður í sumar. Við viljum viljum helst hafa suðaustanátt og í fyrra var hún ríkjandi en þá vantaði fuglinn. Nú er hins vegar ekkert veður, ef hægt er að segja sem svo.“ Halldór segir það útheimta mikið þrek að sitja í svo miklum fugli allan daginn. „Þetta tekur á rnenn og Jón Kristinn lagði ekki háf daginn eftir. Menn verða því að vera í sæmilegu formi,“ segir Halldór að lokum. Ekki náðist í methafann en hann er fæddur og uppalinn í Vestmanna- eyjum. Hrær- ingar í útgerðP „Ég er búinn að heyra að minnsta kosti fjórar útgáfur af fregnum um að við séum að fara að kaupa og selja skip,“ sagði Jóhann Jónsson, einn af eigendum Gullbergs VE, þegar við höfðum samband við hann í gær. Þær sögur hafa gengið að út- gerðaraðilar Gullbergs séu með það í huga að kaupa Kap VE og selja Gullbergið til Fáskrúðsíjarðar. „Kap VE er til sölu, eftir því sem ég best veit,“ sagði Jóhann. „Við höfum áhuga á öllum möguleikum en eins og málin standa er ekkert sem hangir fast. Við erum ekkert á leiðinni með að selja Gullbergið eins og málin standa í dag. Það eina sem er alveg á hreinu hjá okkur er að við erum ekki að hætta í útgerð, það er það eina sem þú mátt hafa orðrétt eftir mér,“ sagði Jóhann Jónsson frá Laufási. Erökuskírteiniðí gildiP Lögregla vill benda ökumönnum á að kanna hvort ökuskírteini þeirra séu í gildi. Þeir sem voru með fullnaðarskírteini (sem giltu í tíu ár) og voru í gildi 1988 og eftir það þurfa ekki að endumýja fyrr en við sjötugsaldur. Þeir sem voru með bráðabirgðaskírteini þá þurfa að endurnýja, eins þeir sem fengið hafa bráðbirgðaskírteini eftir 1988 en slík skírteini gilda aðeins í tvö ár. Leyfi fyrir Þjóðhátfð Á fundi bæjan'áðs síðastliðinn ntánudag lá fyrir bréf frá Þjóð- hátíðamefnd þar sent þess er óskað að bæjaryfirvöld gefi út formlegt leyfi fyrir afnot af Herjólfsdal, þ.e norðan Hamarsvegar frá Hásteini að vesturbeygju og út að sjó, dagana 31. júlí til og með 2. ágúst vegna Þjóðhátíðar og að fram komi í leyfinu einkaréttur þjóðhátíð- amefndar á svæðinu. Bæjtráð sam- þykkti framangreinda beiðni enda verði samráð haft við bæjar- yfirvöld, lögregluyfirvöld og Golf- klúbb Vestmannaeyja um afnot af svæðinu. Keikurehf.svarí beiðni í framhaldi af 2. máli bæjarráðs frá 20 júlí þar sem fyrir lá beiðni Free Willy-Keikó samtakanna um leyfi til að vista Keikó í Klettsvíkinni, felur bæjarráð bæjarstjóra í samráði við Keik ehf. að svara beiðni samtakanna í samræmi við hags- muni Vestmannaeyjabæjar. Reglur fyrir Styrktarsjóó EBÍ Bæjarráð fékk til inn á borð til sín bréf frá Eignarhaldsfélagi Bruna- bótafélags Islands um reglur fyrir styrktarsjóð þess santa félags, sem samþykktar voru á stjórnaríúndi félagsins 9. maí sl. Bæjarráð sam- þykkir að senda reglurnar til Þró- unarfélagsins, skólamálaráðs og menningarmálanefndar. Heilagara en allt heilagt Engar skipakomur verða til Eyja á vegum Eimskipafélagsins um helgina. Ástæður þessa eru að sjálfsögðu Þjóðhátíð í Eyjum. Hjá Samskip fengust þær upplýsingar að eitt skipa þeirra kæmi snemma á föstudagsmorgni og færi aftur unt hádegi sarna dag. Forsvars- mönnum þessara skipafélaga í Eyjurn bar saman um að Þjóð- hátíðin væri heilagari en allt heilagt. Það væri hægt að kalla út mannskap á jólum og páskum. en Þjóðhátíð, Nei. Takið Raó rólega Lögreglan í Vestmannaeyjum vonast til að þjóðhátíðargestir verði til fyrirmyndar og skemmti sér á sinn kostnað en ekki annarra. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjóman Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur. frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Bæjarráð, átak í atvinnumálum: 40% afslánur tíl nýrra fyrirtækia -Sé um nýsköpun að ræða

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.