Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 16
Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson SEMDÍFSaðASÍLL 0481-2943, V 897-1178 H „ H FLUTNINGAR • VESTMANNAEYJUM Dagkgar hrtír hnrt á had im w. Vöruafgreiðsla Stdldingavegi 4 Sími 481 8440 Vöruafgreiðsla í Reykjavik AAaHlutisingar Höðinsgöfu 3 fíni 881 3030 Sparisjóðuiinn beintengist Verðbréfapingi Fundur Sparisjóðsins uar uel sóttur. í tilefni þess að stjórn Verð- bréfaþings ísiands samþykkti aðild Sparisjóðs Vestmannaeyja að þinginu í síðustu viku var haldinn kynning á þessari auknu þjónustu í fundarsal sjóðsins í hádeginu í gær. I máli Arnars Sigurmundssonar formanns stjómar Sparisjóðsins kom fram að þessi nýja þjónusta væri dæmi um þær breytingar sem orðið hafa í starfsumhverfi banka og sparisjóða hér á landi. Nokkur stofn- og rekstrarkostnaður fylgir aðild að Verðbréfaþinginu og væri þessi aukna þjónusta vísir að stofnun viðskiptastofu í Sparisjóðnum og útvíkkun á starfsemi verðbréfa- deildar sjóðsins. A lúndinum kynnti Kristinn Lárusson, starfsmaður verðbréfadeildar þessa nýju starf- semi, en hann hefur unnið að undirbúningi starfsemi viðskipta- stofa hjá SPRON og Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ljóst er að þessi beintenging við Verðbréfaþingið mun einfalda öll viðskipti Eyjamanna með hlutabréf og verðbréf á þinginu. Kristinn er sumarmaður í Sparisjóðnum, en hann er einnig í knattspyrnuliði ÍBV. Þá flutti Þorsteinn Víglundsson hjá Kaupþingi erindi um íslenskan hlutabréfamarkað og þær miklu breytingar sem orðið þar hafa orðið með fjölgun fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands. Þorsteinn hefur nýlega hafið störf hjá Kaupþingi, en hann var áður blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Þorsteinn Víglundsson, sem er nafni Þorsteins heitins Víglundssonar fyrrum skólastjóra og sparisjóðs- stjóra, er sonur Víglundar Þor- steinssonar í BM Vallá og Sigur- veigar Jónsdóttir, kynningarfulltrúa íslandsbanka. Að loknum erindum þeirra Kristins og Þorsteins var opn- að fyrir viðskipti við Verð- bréfaþingið og fóru fyrstu viðskiptin fljótlega fram. Það var mikið lif og fjör þegar börnum í golfskóla GV og íþróttaskóla ÍBV var boðið í siglingu með PH Viking. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og enginn varð sjóveikur. Allir virðast stefna a Eyiar -Gæti orðið með stærri þjóðhátíðum gangi samgöngur að óskuif^ Samkvæmt upplýsingum sem Fréttir hafa fengið frá flutnings- aðilum milli lands og Eyja, virðist allt stefna í að hér verði um mikla aðsókn að ræða uni þjóðhátíð. í síðasta blaði greindum við frá því að bæði Flugfélag íslands og Islandsflug væru með allt sitt flug nær fullbókað, bæði fimmtudag og föstudag og væntanlega er allt orðið stútfullt þar núna. Hjá Flugfélagi Vestmannaeyja var okkur sagt að rosalega mikið væri búið að bóka af flugi. „Það verður „non stop“ flug hjá okkur á föstudag milli Eyja og Bakka, auk þess sem stærri vélamar okkar verða í stans- lausu flugi frá Selfossi til Eyja,“ sagði afgreiðslustúlka á Flugfélagi Vest- mannaeyja. „Fyrir utan okkar venju- lega flugvélaflota verðum við með a.m.k. sex aukavélar í flugið á Bakka. Það er búið að hringja alveg rosalega mikið að undanfömu og panta og mér sýnist að fólk stefni beint hingað um þessa helgi.“ Magnús Jónasson, hjá Heijólfi, sagði að allir miðar hefðu selst upp hjá BSI nú í vikunni. „Við emm sem sagt með fullt skip í öllum ferðum og sáum okkur ekki annað fært en að setja upp aukaferð á þriðjudag eftir þjóðhátíð til að geta skilað öllum til baka. Þettaer |l| alveg einstakt, ég man ekki eftir öðm eins,“ sagði Magnús Jónasson. Lögreglan með venjulegan viðbúnað: Stöndum klárir að öllu Mikill undirbúningur er hjá lögreglu vegna þjóðhátíðar. Ellcfu manns úr lögregluliði Vestmannaeyja verða á vakt á hátíðinni og auk þess ellefu l'rá meginlandiuu. í hópi þeirra eru lögreglumenn frá fíkmefnadeildinni. Ásgeir Lýðsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, sagði að ellefu ntanns yrðu ávallt á vakt á hátíðarsvæðinu. „Við stöndum 13 tfma vaktir, auk þess verða félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja einnig á ferðinni og sýslumaður og fulltrúar hans verða einnig í viðbragðsstöðu. Við emm við öllu búnir en auðvitað vonum við að sem rninnst þurfi að leita til okkar,“ sagði Ásgeir Lýðsson, lögregluvarðstjóri. g R II II Wr funcfi & Q^eyktur Íuníft Gfcðilcga pjóófiatíé Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.