Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 29. júlí 1998 • 30. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Agjörgæslu Valdimar Guðmundsson, sem slasaðist um borð í Antares VE á loðnumiðunum fyrir skömmu er aftur kominn á gjörgæslu vegna áverka sem hann hlaut. I sfðasta blaði var sagt að Valdi- mar hefði komið heim á þriðju- daginn í síðustu viku en hið rétta er að hann kom heim á laugardaginn. Daginn eftir tóku sig upp innvortis blæðingar, var hann fluttur aftur til Reykjavíkur og er nú á gjörgæslu. Valdimar er einnig meira slasaður en skilja má af frétt blaðsins í síð- ustu viku. „Hann er höfuðkúpu- brotinn vinstra megin og fékk bjúg við heilann hægra megin,“ sagði Matthildur Sveinsdóttir sambýlis- kona Valdimars í samtali við Fréttir. „Hann er einnig rifbeins- brotinn, annað lungað féli saman og miltað riihaði. Það byrjaði að blæða úr miltanu á sunnudaginn og þá var ákveðið að flytja hann strax til Reykjavíkur þar sem hann bíður úrskurðar um hvort miltað verður tekið eða ekki. Það er enginn skurðlæknir í Eyjum og því var engin leið fyrir Valdimar að vera heima,“ sagði Matthildur að lokum. Glaðningurinn efdr þióðhádð Samkvæmt upplýsingum frá skattstofunni verður álagningar- skráin lögð fram á föstudag um allt land. Sama dag verða álagningarseðlar og ávísanir til þeirra sem fá endurgreitt póstlagðir í Reykjavík. Skattstofan í Eyjum verður lokuð eins og flestar aðrar stofnanir á föstudaginn og því verða Eyjamenn að bíða fram á þriðjudag eftir glaðningnum. Fréttir munu í næsta blaði greina frá því hverjir eru skattakóngar þetta árið og í framhaldi af því verður gluggað í skattskrána. Tjöldunín Tjöldun í Dalnum er eitt af stóru málum þjóðhátíðarinnar því flestir vilja korna halda sama tjaldstæðinu ár eftir ár. Þjóðhátíðamefnd hefur ákveðið að leyfa tjöidun frá klukkan 8 annað kvöid, fimmtudagskvöld. „Sam- kvæmt venju hafa starfsmenn forgang sem er það eina sem þeir fá fyrir að ieggja nótt við dag við undirbúning hátíðarinnar. Biðjum við fólk að taka tillit til þess,“ sagði Bjöm Þorgrímsson í þjóð- hátíðamefnd. Stefán Jónasson, Sigurfinnur Sigurfinnsson, Birgir Guðjónsson og Grétar Jónatansson eru meðal fjölmargra sem unnið hafa að uppsetningu skreytinga í Dalnum þar sem Keikó er að sjálfsögðu í öndvegi. Á minni myndinni er nýtt veitingatjald sem setur skemmtilegan svip á hátíðarsvæðið. Ekkert á hreinu með Móðháhðarveðrið Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands ætti að geta brugðið til beggja vona með þj óðhátíðarveðrið. A morgun og föstudag er spáð hægri breytilegri átt, skýjuðu og hætt við síðdegisskúrum. Hitastigið verður á bilinu 10-18 gráður. En á laugardag og sunnudag er búist við suðaustlægri átt með einhverri vætu. En áfram verður hlýtt í veðri. Samkvæmt þessu er ijóst að þjóðhátíð ætti að byrja vel en mögulegt að eitthvað blotni í þegar á líður. Rétt er þó að taka með í reikninginn að hér um langtímaspá að ræða, spá sem gerð var á mánudag og mögulegt að einhverjar breytingar kunni að verða á henni. Síðdegis í gær þegar við höfðum samband við Veðurstofuna vörðust menn allra frétta, vildu helst sem minnst segja um veðurhorfur. „Það er lægð hér í nánd við okkur sem er eitthvað tvístígandi," sagði veður- fræðingur sem við ræddum við. „Hún kemur til með að stjóma veðurfarinu um helgina og á þessari stundu er ekki nokkur leið að segja hvað hún kemur til með að gera. Eigum við bara ekki að vona það besta, bæði fýrir ykkur úti í Eyjum og aðra landsmenn," sagði veðurfræðingurinn að lokum. Það virðist því á ýmsu von um þjóðhátíðina en að sjálfsögðu vonum við hið besta eins og veðurfræðingar. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉUINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 48132 ( /j—|/ ) Þjóðhátíðaráœtlunin. ,,, &t á é£& 3 *■j/ • ’íf /wácw/ú/ið rtcrioifjur Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.