Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 4
A Fréttir Miðvikudagur 29.júlí 1998 7fm(ji'j()naréttiuf oq skinkusatat Sælkeri síðustu viku, María Péturs- dóttir, skoraði á vinkonu sína, Heið- rúnu Láru Jóhanns- dóttur, að taka við. Heiðrún Lára gefur okkur uppskriftir að tveimur þægilegunt og fljótlegum réttum sem virðast eiga vel heima á þjóðhátíðarborðinu, nú eða til að grípa til heima við þegar komið er úr Dalnum. H rísgrj ónaréttu r: 1 ‘/2 pk. soðin hrísgrjón 200 g skinka 250 g sveppir, ferskir eða úr dós 1 '/2 peli rjómi Vi dós rjómagráðaostur I súputeningur 1 pk. frosið spergilkál 3 msk. majones 1 tsk. karrý riftnn ostur Sveppimir em brúnaðir í smjöri á pönnu og síðan settir í pott ásamt rjómanum, gráðaostinum og súpu- teningnum. Látið malla við hægan hita þangað til sósan fer að þykkna. Takið þá tæpan bolla af jafningnum og kælið. Hrærið síðan majonesi og karrýi saman við jafninginn í boll- anum. Setjið soðin hrísgrjónin í eldfast fat og hellið svepparjóma- jafningnum yfír. Skinkan er skorin í bita og dreift ofan á. Spergilkálið er soðið og raðað yfir og loks er karrýjafningnum smurt yfir allt saman. Að lokum er rifnum osti stráð yfir. Rétturinn er bakaður í ofni við 200° í 20 mínútur. Með honum er svo borið fram t.d. hvítlauksbrauð. Ég vil benda á að þessi réttur er einnig mjög góður með fiski eða kjúk- lingakjöti í staðinn fyrir skinkuna. Skinkusalat: 250 g skinka 1 harðsoðiðegg 1 dós 10% sýrðurrjómi 150 g majones 1-2 tsk. worchestershiresósa Vi laukur, rifinn 2 tsk. Hot dogs relish Blandið þessu öllu sarnan t.d. í matvinnsluvél og kælið. Berið salatið fram með góðu kexi. Heiðríín L. Jóhannsdóttir er sælkeri vikunnar Ég ætla að halda sælkeranum enn um stund innan saumaklúbbsins og skora á vinkonu mína, Höllu Einarsdóttur, ljósmyndara. Ég veit að hún á margar góðar uppskriftir og er frábær kokkur. Og svo að lokum, gleðilega þjóðhátíð. O r ð - Undirbúningur fyrir Þjóðhátíðina hefur gengið vel og allt að verða klárt. Alltaf kemur nú samt eitthvað uppá og til dæmis finnst hvergi toppstykkið á vitann. Aðstandendur Vitans tóku þessu með jafnaðargeði og höfðu á orði að Vitinn væri orðin svo merkileg bygging, með langa og merka sögu og færi bráðum að flokkast sem forn- minjar, þannig að ekki væri undarlegt að safnarar sæktust eftir að eiga hluta úr honum. Samsvarandi er til dæmis þegar fólk var að kaupa sér hluta úr Berlínarmúrnum. Andstæðingar Vitans segja þetta aftur á móti táknrænt. Þeir hafa lengi kallað aðstandendur Vitans hálfvita og því sé það eftir öðru að toppstykkið vanti. « p o r - Stóra sviðið er nú kallað Hvalstöðin, enda er það þakið myndum af hinum eina og sanna Keikó. - Önnum kafinn Eyjamaður, afar háður sínum GSM síma kom nýlega til Tóta í Geisla með símann sinn sem hann sagði bilaðan. Síminn var skoðaður og ekkert fannst að en hann virkaði þó ekki sem skyldi. Sérfræðingur var á leiðinni frá Reykjavík og var ákveðið að bíða hans. Hann skoðaði símann og komst að sömu niðurstöðu, síminn virtist i fullkomnu lagi en virkaði ekki þó. Hann ákvað að þrófa að hringja í númer GSM símans og viti menn. í símanum hljómaði: Þetta símanúmer er lokað — Þetta símanúmer er lokað — Þetta símanúmer er lokað — Þetta símanúm Veggfánarm/íslenska fánanum á Þjóðhátlðattíaldíð og hvar sem er PöRjaJR ftNCI MILLJÓNINA Bergur Sigmundsson, bakarameistari í Vilberg, hefur verið í eldlínunni að undanförnu. I síðasta blaði sendi hann bæjarstjórn fyrirspurnir um pylsubrauð á goslokahátíð og færsvör við þeim íþessu blaði. Þá hefur Bergur látið hanna fyrir sig sérstakar öskjur undir tertur og að sjálfsögðu með mynd afþeim víðíræga Keikó. Bergur er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Bergur Magnús Sigmundsson. Fæðingardagur og ár? 5. desember 1947. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Kvæntur Vilborgu Gísladóttur. Við eigum fjögur börn, Magnús, Ingibjörgu, Sturlu og ívarörn. Menntun og starf? Skyldan og iðnnám. Starfa sem bakarameistari í eigin fyrirtæki. Laun? Alveg yiðunandi. Helsti galli? Óþolinmóðurog fljótfær. kostur? Góður á þjóðhátíð. Grillaðar svínalærissneiðar. Versti matur? Agúrkur og pasta. Uppáhaldsdrykkur? Gott rauðvín. Uppáhaldstónlist? Bítlamir, Rolling Stones og Bob Dylan. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að spila golf og dúlla mér í bústaðnum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að taka niður tjaldið eftir þjóðhátíð. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Börkurfengi hana. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Muammad Gaddafi, Lýbíuforseti. Uppáhaldsíþróttamaður? David Beckham. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Golfklúbbi Vestmannaeyja, Oddfellow og Bleiku beljunni. Uppáhaldssjónvarpsefni? Iþróttir og spennumyndir. Og Kontrapunkti sleppi ég ekki. Uppáhaldsbók? Sjálfstætt fólk eftir Laxness. Hvað metur þú mest í fari annarra? Vináttu og heilindi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Undirlægjuhátt og fals. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Skaftafell í Öræfum. Hvers konar líf er það að vera bakari? Betra en margt annað. En vinnutíminn er hálfleiðinlegur. Hvað er skemmtilegast við starfið? Óendanlega fjölbreytt. Hvað ætlar þú að gera á þjóðhátíð? Skemmta mér með Bleiku beljunni. dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Pylsubrauð? Klúður. Keikó? Góður gestur sem fyllir líklega konditoríið. Frábær vinnustaður og frábært starfsfólk. Eitthvað að lokum? Ein góð limra í tilefni þjóðhátíðar: Einn maður í fjöllunum fannlausu var að fá það hjá mærinni mannlausu. Þá brjálaðist gellan og beit hann í sprellann, nú tekur hann bara þær tannlausu. Þann 13. júní eignuðust Elísabet Hrefna Kristinsdóttir og Þorbegur Friðriksson son. Hann vó 16 merkur og var 53 sm að lengd. Á myndinni er hann í fangi Friðriks stóra bróður. Hann fæddist á Sjúkrahúsi Keflavíkur. 3* 30. júlí Húkkarabcill 31. júl. -3. ág. Þjóðhátíð 10. -15. sept Keikó kemur Auglýsing um breytingar á umferð í Vestmannæyjum meðan á Þjóðhátíð stendur Hámarkshraði á Dalvegi er 15 km./klst. og er framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg er einungis leyfð til að skila fólki og sækja. Bifreiðastöður verða einungis heimilará Dalvegi á sérstaklega merktum bifreiðastæðum. Búast má við að bifreiðar sem er lagt andstætt banni þessu, verði fjarlægðar og teknar í vörslu lögreglu á kostnað eigenda. Einstefna verður á Hásteinsvegi til austurs frá Hlíðarvegi og að Heiðarvegi. Biðskylda er á Hamarsvegi fyrir umferð til og frá Dalvegi. Breyting þessi tekurgildi föstudaginn 31. júlí nk. kl. 14.00 og gildir til mánudagsins 3. ágúst kl. 12.00. Þarsem bifreiðastæði verða mjög takmörkuð við Dalveg er Þjóðhátíðargestum bent á bifreiðastæði við Týsheimili, Þórsheimili, Golfskálann og við íþróttamiðstöðina. Vestmannaeyjum 23. júlí 1998 Lögreglan í Vestmannaeyjum yfirlögregluþjónn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.