Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 29.07.1998, Blaðsíða 15
Miðvikúdagur 29. júK 1998 Fréttir 15 Góður liðsstyrkur til ÍBV í handboltanum Nú styttist óðum í handbolta- vertíðina og hafa Eyjamenn bætt mjög sterkum leikmönnum við leikmannahóp sinn. Mikil breidd ætti að vera komin í liðið og ljóst er að ÍBV-liðið kemur sterkt til leiks í haust. Tveir nýir leikmenn eru þegar komnir, og skal fyrstan nefna, Valgarð Thoroddsen, homamann- inn snjalla, sem lék með Val á síðustu leiktíð. Valgarð hefur alla tíð leikið með Val, hann á að baki 11 landsleiki, ásamt því að hafa spilað með yngri landsliðum Islands. Valgarð mun vinna hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja, en það starf hafði mikið að segja um ákvörðun hans að koma til Eyja. Valgarð gerði eins árs samning við IBV, en miklar líkur eru á því að hann muni spila lengur með liðinu. Hinn nýi leikmaðurinn er Giedrius Cerniauskas, litháísk stórskytta. Hann er margreyndur landsliðs- maður, sem spilar hom með lands- liði sínu, en er skytta hjá félagsliði. Hann varð markahæstur í litháísku deildinni á síðustu leiktíð. Giedrius hefur einnig leikið í Tékklandi. Þá hafa Eyjamenn einnig sarnið við Robertas Pauzuolis, sem lék með IBV síðasta tímabil, við góðan orðstír. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, því að félagslið Robertas í Litháen, Granitaz Kaunes. hefur farið fram á stjamfræðilegar upp- hæðir íyrir Robertas. Eyjamenn em tilbúnir að greiða sanngjamt verð fyrir hann, en það mun skýrast í vikunni hvetjar málalyktir verða. Þá hefur Eyjamaðurinn sterki, Daði Pálsson, ákveðið að leika nteð ÍBV á ný, en hann lék með Haukurn á sfðustu leiktíð. Þann 21.ágúst fer ÍBV-liðið á mót í Danmörku, og hefst þá eiginlegur undirbúningur liðsins fyrir komandi átök. Strákarnir í 5. flokki stóðu sigvel Strákamir í fimmta ílokki, kepptu við lið Þróttar úr Reykjavík, á sunnudaginn var. A-liðið tapaði, 1 - 6. Mark ÍBV skoraði Björgvin M. Hjá b-liðunum var hörkuleikur, sem lyktaði með sigri ÍBV, 7-1. Mörk IBV skoruðu: Einar K. 2, Garðar 2, Hersir 2 og Anton 1. C-lið þessara liða áttust einnig við og fóru leikar þannig að IBV sigraði með fimm mörkum gegn þrernur. Mörk IBV skomðu: Pálrni 2, Viðar 2 og Daði 1. Riðlakeppni er nú lokið hjá strákunum og enduðu þeir með 34 stig. Ekki er ennþá ljóst hvort þeir komast í úrslitakeppnina, en það munu vera góðir möguleikar á því. FRAMUNDAN í KVÖLD: Kl. 18:00 Evrópukeppni Meistara- liða ÍBV - Obilic. Fimmtudagur 30. júlí Kl.18:00 2. fl. kv ÍBV-Valur K1.20:00 3. d. ka KFS - Léttir. Leikið verður á Týsvellinum. Er þetta nánast úrslitaleikur um 2. sætið sem gefur rétt til þátttöku í úrslitum. Miðvikudagur S.ágúst Kl. 18:30 ÍBV-UBK, Bikar - undanúrslit karla Meistarakeppni Evrópu: ÍBV og FK Obilic Það verður ensinn varnarleikur í kvöld -segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV sem vonast eftir þjóðhátíðarstemmninsu á leiknum í kvöld Leikmenn ÍBV á æflngu fyrir leiklnn í Belyrad. „Það þarf ekki að hafa mörg orð um leikinn úti í Júgóslavíu,“ sagði Bjarni Júhannsson, þjálfari IBV, þegar við ræddum við hann. „Hann var mjög erfiður. Þetta var áttundi leikurinn sem við spiluðum á 28 dögum og það segir sitt. Auk þess er það spurning hvort rétt er að iáta leiki fara fram við þær aðstæður sem þarna voru, hitastigið rokkaði frá 36 og upp í 40 gráður. Þetta eru aðstæður sem eru vart boðlegar nokkru liði. Við höfðum einfaldlega ekki orku í annað en að spila varnarleik, menn voru algerlega útkeyrðir eftir leikinn og við getum ekki annað en bætt okkur í seinni leiknum og ætlum okkur það. En leikurinn í dag leggst bara þokkalega í mig. Við erum búnir að fá viku hlé milli leikja og það hefur ekki gerst í heilt ár. Við komum til með að fóma okkur algerlega í þessum leik og taka ákveðna sénsa. Annað dugir ekki ef við eigum að eiga von um áframhald. Við eigum harma í dag kl. 18 verður einn af stór- viðburðum ársins í knattspyrnunni hér í Eyjum. Þá leika ÍBV og FK Obilic seinni leikinn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu Undan- þága fékkst til að leika á Há- steinsvellinum en þetta er þriðji Evrópuleikur ÍBV sem fer fram í Vestmannaeyjum. ÍBV tapaði fyrri leiknum ytra 2-0 og þarf því að vinna með þriggja marka mun til að komast áfram. Þorsteinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri knattspymudeildar IBV, sagði að hér væri um stórviðburð að ræða. „Þjóðhátíðarstemmningin hefst í kvöld með þessum leik. Eg á ekki von á öðru en að vel verði mætt á völlinn til að hvetja strákana. Það er búið að kosta mikla fyrirhöfn að fá að spila þennan leik héma en völlurinn er Jafnt í Einn leikur fór fram á mánu- dagskvöld í meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Þá áttust við hér í Eyjum, lið IBV og Breiðabliks. Leikurinn var vel spilaður af hálfu beggja liða, og fjölmörg mark- tækifæri litu dagsins ljós en hvorugu liðinu tókst að skora og lyktir leiksins urðu 0 - 0. Þegar aðeins tvær mínútur vom liðnar af leiknum, fengu gestimir sannkallað dauðafæri, en Petra í marki IBV, varði glæsilega. Bæði lið léku vel og héldu boltanum nokkuð vel. Eyjastúlkur vom mjög grimmar í fyrri hálfleik og gáfu hinu sterka liði Breiðabliks ekkert eftir. ÍBV-stelpur að hefna og ætlum að leggja okkur fram í þessum leik. Eg get lofað því að í kvöld munum við ekki leika varnarieik enda væri það óraunhæft. Við eigum við svona smott- eríismeiðsli að stríða en ég á ekki von á öðm en að það verði sami hópur sem spilar í kvöld og spilaði úti. Það verður á brattann að sækja en það er ekkert ómögulegt í fótboltanum. Þá á undanþágu vegna aðstöðu fyrir áhorfendur. IBV hefur þurft að leggja í mikinn aukakostnað með því að fá leikinn hingað því að honum verður sjónvarpað til Júgóslavíu og aðstæður hér til slíks em ekki upp á marga fiska, miðað við Laugardalsvöllinn. Þrátt fyrir áralanga baráttu við Lands- símann er enginn ljósleiðari kominn að Hásteinsvelli og því þarf að senda mannskap frá Ríkissjónvarpinu til að koma útsendingu héðan til Júgó- slavíu,“ sagði Þorsteinn. Stuðningsmannaklúbbur ÍBV ætlar að hita upp í Skvísusundi íyrir leikinn. Fjörið þar hefst kl. 16. Þar verður þjóðhátíðarstemmning eins og hún gerist best með tónlistaratriðum, lúðrablæstri og veitingum. Krakkamir fá andlitsmálningu og fleira. Ef svo ólíklega skyldi vilja til að ekki viðraði sóttu hratt og við það sköpuðu þær sér tvö mjög góð marktækifæri í fyrri hálfleik, en Hrefnu Jóhannesdóttur tókst ekki að skora í þeim tilraunum. Sama fjörið hélst í þeim síðari og voru gestimir heldur marksæknari. Síðari hálfleikur var engu að síður skemmtilegur, og það verður að segja báðum liðum til hróss, að bæði spiluðu góðan bolta. En leikurinn fjaraði út, og lokatölur leiksins urðu, 0-0. IBV-liðið lék mjög vei í þessum leik. Stelpumar fara vaxandi með hverjum leiknum, og virkileg skemmtun er að horfa á liðið spila. Petra F. var mjög góð í markinu, Juan eins og klettur í vil ég benda á að það eru forréttindi að fá Evrópuleik hingað. Auðvitað eiga bestu lið hvers lands að fá að spiia á sínum heimavöllum. Tímasetningin er góð fyrir okkur, svona rétt fyrir þjóðhátíð og ég ætla bara rétt að vona að það verði virkileg þjóðhátíðar- stemmning á leiknum í kvöld,“ sagði Bjami Jóhannsson að lokum. vel þá flyst gleðin inn á veitinga- staðinn Fjömna. Þorsteinn vildi benda á að umferð norðan Hásteinsvallar verður ekki leyfð frá kl. 17.30 til 20 og verða skilti sett upp til að minna á það. „Þá verða bflastæði ekki leyfð austan og sunnan vallarins nema fyrir fatlaða," sagði Þorsteinn. „Það er vegna öryggis- krafna UEFA og em áhorfendur vinsamlegast beðnir að taka tiliit til þess. Við viljum sérstaklega benda fólki á bflastæðin við Iþróttamið- stöðina.“ Dómarar í leiknum verða skoskir en eftirlitsdómari frá Belgíu. Þess má geta að hin nýja búningsaðstaða ÍBV við Týsheimilið verður tekin í notkun í þessum leik. Og þá er bara að mæta á völlinn og æpa AFRAM ÍB V! vöminni og iris frísk frammi. Eftir þennan leik er ÍB V komið í 4. sæti deildarinnar og til alls ifldegt í þeim leikjum sem eftir em. Þessi úrslit sýna að stelpumar hefðu átt alla möguleika á móti Breiðabliki í undanúrslitum bikarkeppninnar. En eins og kunnugt er eru allar líkur á að kæra Stjörnunnar falli ÍBV í óhag og Stjaman fari í undanúrslitin þrátt fyrir tveggja marka tap gegn IBV. Lið ÍBV: Petra F. 8 - Kristín E. 6, Signður A. 6, Juan 8, Fanný 7 - Dögg L. 5(Hjördís 6), Anna 6, Hrefna 7, Elena 6 - íris 8, Olga 6(Bryndís 6). Sigur hjá KFS KFS fékk lið Hamars úr Hveragerði í heimsókn um síðustu helgi. Leikurinn var ekki rnikið fyrir augað, en það einkennilega atvik átti sér stað, í byrjun leiksisns, að einn leikmanna Hamars þurfti að fara ai' leikvelli vegna meiðsla, en gestirnir voru ekki með neina varamenn með sér, þannig að þeir þurftu að spila einunt manni færri nær allan leikinn. Því miður náðu KFS-menn ekki að nýta sér liðsmuninn til að byrja með og var staðan aðeins, 1-0 í hálfleik. í seinni hálfleik opnaðist leikurinn mun meira og áður en yfir lauk, höfðu heintíimenn komið boltanum þrisvar sinnum í netið hjá andstæð- ingunum. Lokatölur leiksins því, 4 -0. MörkKFS: Jóhann S., Heimir, Kári H. og Magnús. Maður leiksins: Heirnir Hall- grímsson. Sívinnandi og olli mikl- um usla í vöm Hamars með hraða sínum og leikni. Fiskaði vítaspymu og skoraði úr henni (en reyndar brenndi hann líka af einni víta- spymu, eftir að hafa sagt mark- manninum í hvort homið hann ætlaði að skjóta) Næsti ieikur KFS er hér heima á fimmtudagskvöld, gegn Létti, og er þetta úrslitaleikur um hvort liðið kemst í úrslit, ásamt Aftureidingu. Sigla lygnan sjó Strákamir í öðram flokki spiluðu gegn Selfyssingum í síðustu viku. Leikið var á Selfossi og voru Eyjasfiákar ekki í vandræðum nteð heimamenn í leiknum. Lokatölur urðu, 0 - 4, og þeir sem skoruðu fyrir ÍBV, vom þeir; Gísli 2, Óskar og Hjalti, eitt rnark hvor. Á mánudagskvöld héldu strák- amir til Grindavíkur og léku þar við heimamenn. Eyjamenn fóru með sigur af hólrni í leiknum, 1 - 3. Mörk ÍBV skoruðu: Bjarni G., Hjalti og Davíð. Óheppni hjá stelpunum Annar flokkur kvenna lék í und- anúrslitum bikarsins í síðustu viku. Þá komu Breiðabliksstúlkur í heim- sókn, og lyktaði leiknum með sigri Breiðabliks, 1-2, þrátt fyrir að ÍBV hafi verið mun betri nær allan leikinn. Míirk ÍBV skoraði Hind Hannesdóttir. Á sunnudaginn spiluðu stelp- umar síðan við KR í Islandsmótinu. Leikið var í Reykjavík og endaði leikurinn með sigri KR, 2-1. Bryndís Jóhannesdóttir skoraði markÍBV. Stelpurnar spila síðan við Val, hér heima, á fimmtudag og er þetta einn af úrslitaieikjunum í mótinu. Tvöjafntefli Þriðji flokkur karla lék einn leik í síðustu viku og einn á sunnudaginn. í síðustu viku heimsóttu Eyjapeyjar KR-inga í Frostaskjólið, og endaði leikurinn, 1-1. Það var Gunnar H. sem skoraði mark ÍBV. Á sunnu- daginn spilaði ÍBV við lið Þróttar úr Reykjavík, hér heima. Mikið var skorað í þessum leik og endaði hann með 3-3 jafntefli. Það var Gunnar H. sem skoraði þrjú ntörk fyrir ÍBV. Að sögn Bjöms Elíassonar, þjálfara ÍBV, eru strákarnir nær öniggir að komast upp urn riðil, en með þessum tveimur jafnteflum, hafa möguleikar IBV um að komast í úrslitakeppnina, minnkað til muna. ÍBV- Obilic í dag kL 18: Stórviðburður á Hásteinsvdli

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.