Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Side 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 13. ágúst 1998 • 32. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Makríllinn Antares VE og Sighvatur Bjarna- sonVE hafa verið á makrflveiðum í færeyskri lögsögu. Þegar Sigurður Einarsson forstjóri Isfélagsins var inntur eftir aflabrögðum sagði hann að engin veiði hafi verið. „Þeir hafa verið viku á miðunum og engin veiði fram að þessu, þó væri það ekkert til að hafa áhyggjur af. Fyrsti aflinn sem skipin fengu í fyrra fékkst ekki fyrr en 14. ágúst, þannig að það er engin örvænting í gangi. Færeyingamir hafa líka þá skemmti- legu kenningu að makríllinn leiti uppi skipin en ekki öfugt.“ Sigurður segir að fimm íslenskum skipum hafi verið úthlutað 1300 tonnum. „Það er gott verð á makríl, en þó er það bundið stærð hversu hátt það er. Aflanum verður svo landað í Noregi og slöttum í Færeyjum." Sigurður sagði að vinna hjá ís- félaginu hæfist að nýju mánudaginn 17. ágúst eftir þjóðhátíðarpásu. Kap VE er á kolmunnaveiðum og landaði 1000 tonnum í gær. Pysjutíminn stendur nú sem hæst. Börnin eru á ferð á hverri nóttu við að bjarga pysjunum sem eru óðum að yfirgefa holurnar, sem hafa verið heimili þeirra frá því þær litu þennan heim. Pysjurnar fljúga á Ijósin í bænum en þegar þær lenda geta þær enga björg sér veitt. Kemur þá til kasta barnanna sem safna þeim í kassa á nóttunni og sleppa þeim morguninn eftir. Sigþór Tryggvason kom alla leið frá Patreksfirði til að taka þátt í björgunarstarfinu og hér er hann að sleppa einni af Eiðinu. Ber hann sig fagmannlega að. Mikil aukning í farþegafíutningum milli ára: Um 100 þúsund fyvstu sjö mánuðina Mikill straumur fólks hefur verið milli lands og Eyja það sem af er árinu, sérstaklega hafa flutning- arnir verið miklir í sumar. Hvort farþegar hafa einhvern tímann verið fleiri er erfitt að sjá fyrr en í árslok en margt bendir til þess. Kemur bæði til gott tíðarfar í sumar og aukinn ferðamanna- straumur. Eins er ekki ólíkiegt að koma háhyrningsins Keikós sé farin að hafa áhrif á komu ferða- manna. Veðrið hefur haft jákvæð áhrif á ferðamannastraum til Eyja í sumar og er mikill munur á frá því á síðasta ári þegar stundum var ófært með flugi svo dögum skipti. Þetta kemur berlega í ljós þegar tölur um flugfarþega eru skoðaðar. Reyndar hefúr lítill breyting orðið hjá Flugfélagi Islands í sumar. Sumarmánuðina, maí, júní og júlí í ár flutti félagið 16.900 farþega en um 16.000 í fyrra. Frá áramótum eru farþegar Flugfélagsins orðnir um 26.000. Aftur á móti hefur orðið mikil aukning hjá Islandsflugi og Flugfélagi Vestmannaeyja. 1 fyrra flutti íslandsflug 7000 farþega milli lands og Eyja en á sama tíma í ár voru þeir orðnir 14.000 þannig að far- þegaíjöldinn hefur tvöfaldast milli ára. Sé tímabilið apríl til maí skoðað kemur það sama í ljós, farþegum fjölgarúr 5500 í 11.000. Flugfélag Vestmannaeyja flýgur eitt flugfélaga á Bakka og þar hefur orðið veruleg aukning á milli ára. Regluleg skráning farþega um flugvöllinn hófst ekki fyrr en 1. júní í fyrra. Frá þeim tímatil l.júníárfóru 12.000farþegar um Bakkaflugvöll en frá 1. janúar sl. til 1. ágúst í ár voru farþegar orðnir jafn margir. I júní fjölgaði farþegum úr 2000 í 3000 og í júlí úr 3000 í 4500. Lítils háttar aukning hefur orðið hjá Heijólfi milli ára. Frá ársbyrjun 1997 til loka júlí tóku 48.347 farþegar sér far með skipinu en í ár eru þeir 49.134. Samdráttur varð fyrstu mánuði ársins hjá Herjólfi en um 15% aukning varð milli ára í júní og júlí. I júní fer farþegafjöldinn 10.508 í 12.044 ogíjúlíúr 11.890 í 14.059. Samtals hafa því um 100 þúsund farþegar farið milli lands og Eyja fyrstu sjö mánuði ársins. Er það örugglega umtalsverð aukning frá því í fyrra þó ekki sé hægt að fullyrða það vegna skorts á upplýsingum. Nær þessi aukning bæði til innlendra og erlendra ferðamanna. Hausinn á Ulla týndur Brúðubfllinn saknar sárt haussins á Ulla úlfi sem hvarf' uni þjóð- hátíðina. Hausinn passar á mannshaus og er appelsínugulur með skinni. Úlh er illa haldinn og vill fá hausinn sinn. ÍBV trónir nú eitt á toppi Landssímadeildarinnar eftir sígur á Keflvíkingum sl. laugardag. Maður leiksins, Kristinn Lárusson. fagnar úrslitunum. Sjánánarbls.11.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.