Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. ágúst Fréttir 11 Landssímadeildin 12. umferð: IBV 4 - Keflavík 0 Kefhríkingar niðurlaesðir Steingrímur skoraði sitt 15. mark í leiknum og er langmarkahæstur í efstu deild. Hér er hann með nokkrum aödáendum sínum eftir leikinn á laug-ardaginn. Stöðvamótió í golfi 1998 Stöðvamótið í golfi fór fram um síðustu helgi. Keppendur voru 33 og spilað var í ágætis veðri. Urslit urðu sem hér segir: ÁN FORGJAFAR: 1. Haraldur Júlíusson GV 71 2. Garry Brooks GV 72 3. Sigurjón Pálsson GV 73 MEÐFORGJÖF 1. Einar H. Sigurðsson GV 60 2. Hörður O. Grettisson GV 65 3. Sigmar Pálmason GV 65 Stöðvamótið er styrkt af ísfélagi Vestmannaeyja og Vinnslustöð Vestmannaeyja. Framundan Fimmtudagur 13. ágúst Kl. 19:00 mfl.kv Valur-ÍBV Laugardagur 15.ágúst Kl. 14:00 3. d. ka. KFS - KFR Sunnudagur 16. ágúst Kl. 16:00 rnfl.ka. ÍBV - ÍR Þriðjudagur 18. ágúst Kl. 19:00 mfl. kv. ÍBV - Haukar Miðvikudagur 19. ágúst Kl. 19:00 2. fl. kv. ÍBV - UBK ÍBV - ÍR á sunnudag Eyjamenn fá ÍR-inga í heimsókn í Landssímadeildinni á sunnudaginn ketnur. Leikið verður á Hásteins- velli og hefst leikurinn kl. 16:00. IBV á harma að hefna, þar sem IR fór með sigur af hólmi í fyrri umferðinni. 1-0. ívar Bjarklind verður frá í 3 - 4 vikur Ivar Bjarklind verður að öllum lík- indum frá keppni í 3-4 vikur. ívar meiddist í fyrri hálfleik gegn Kefla- vík. þegar hann fékk högg á hné. Talið er að liðbönd hafi tognað og verður ívar því að taka því rólega á næstunni. Bikarínn 30. ágúst Mikill áhugi er fyrir bikarúrslitaleik IBV og Leifturs sem fram fer á Laugardalsvelli þann 30. ágúst. Fólk er því hvatt til að byrja að panta með Herjólfi og flugfélög- unum. Undirbúningur er í fullum gangi hjá Stuðningsmanna- klúbbnum í Reykjavík, og ætla þau að slá öllu við fyrir þennan leik. Þjálfarí Obilic fékk pokann sinn Þjálfari Obilic, liðsins sem sló IBV út í forkeppni Evrópukeppninnar, hefur verið rekinn. Hann mun ekki hafa farið að vilja Arkans og fékk því pokann sinn. Obilic hefur gert jafntefli í tveimur fyrslu um- ferðunum. Valur - ÍBV í kvöld í kvöld fer frarn leikur Vals og ÍBV í Meistaradeild kvenna. Leikið verður að Hlíðarenda og hefst leikurinn kl. 19:00. Stórt tap Fjórði flokkur karla lék einn leik í síðustu viku. Þá heimsóttu þeir lið Víkings og töpuðu stórt, 6-0. Á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum, fór fram leikur ÍBV og IBK í Landssímadeildinni í knattspyrnu. Keflvíkingar unnu IBV í meist- arakeppninni í vor, 3 - 1, en Eyjamenn náðu að sigra IBK fyrr í sumar nokkuð sannfærandi, 0 - 3. Leikurinn á laugardaginn var sann- kallaður 6 stiga leikur, því með sigri gestanna hefðu þeir náð að blanda sér í toppbaráttuna ásamt ÍBV, ÍA, KR og Leiftri. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á fjórðu mínútu leiksins fengu þeir vítaspymu eftir að Inga Sigurðssyni hafði verið brugðið í teignum. Kristinn Hafliðason tók spymun, en lét verja frá sér. Eyja- menn létu þetta ekki á sig fá og á 16. mínútu leiksins, náði Kristinn Haf- liðason að bæta fyrir mistökin og Reykjavíkurleikarnir í frjálsum í- þróttum fóru fram þann áttunda ágúst síðastliðinn. Þrír keppendur fóru frá Ungmennafélaginu Öðni og féllu þrjú Vestmannaeyjamet á mótinu, sem er mjög góður ár- angur. Karen Ólafsdóttir sigraði í kringlu- kasti, en hún kastaði kringlunni 32.05 metfa og setti nýtt Vestmannaeyjamet. Ámi Ó. Ólafsson var í öðm sæti í skoraði með góðum skalla, eftir fyrir- gjöf frá Kristni Lárussyni. Kefl- víkingar fengu nokkur ákjósanleg tækifæri en vöm IBV og óunnar í markinu vom vel á verði. Á 22. mínútu leiksins komust heimamenn í 2-0. Þar var að verki marka- maskínan, Steingrímur Jóhannesson. Kristinn Lámsson gaf fyrir og þar var Steingrímur mættur og stýrði knettinum í fjærhomið. Eftir leikhlé var nær einstefna að marki Kefl- víkinga, en þeir áttu aðeins eitt hættulegt marktækifæri í seinni hálfleik, þegar Þórarinn Kristjánsson, átti þrumuskot í þverslá IBV- marksins. En á 69. mínútu leiksins, fengu Eyjamenn homspymu. Ingi tók spymuna, renndi knettinum úl á óuðna R. Helgason, sem lét vaða á markið og hafnaði boltinn efst uppi í sleggjukasti, kastaði sleggjunni 36.04 metra og setti nýtt Vestmannaeyjamet. Þetta var 4 kg. sleggja, en við Eyja- menn eignuðumst 4 kg. sleggju rétt fyrir þjóðhátíð, svo að Ámi var búinn að æfa lítið fyrir keppnina en kom samt sem áður með góðan árangur heim til Eyja. Ámi keppti einnig í kringlukasti og varð í 4. sæti, kastaði 36.25 metra og setti Vestmanna- eyjamet. markhominu. Glæsilegt mark. Eftir þetta var spumingin bara sú, hve stór sigur ÍBV yrði í leiknum. Og á 82. mínútu kom fjórða og síðasta mark leiksins og var þar að verki Guðni Rúnar, sem skoraði af stuttu færi eftir góðan undirbúning Jens Paeslack. Eyjamenn léku nokkuð vel í þessum leik, sérstaklega í síðari hálfleik. Greinilegt var að leikmenn em búnir að hrista þjóðhátíðarslenið af sér. Keflvíkingar voru hræðilega daprir í þessum leik, og er nánast ekkert um leik þeitTa að segja. Lið ÍBV: Gunnar 8 - ívar 6(Guðni 7), Zoran 7(Hjalti 6), Kjartan 7, Hlynur 7 - Ingi 6, Steinar 6(Jens 6), ívar 7, Kristinn H.6, Kristinn L. 8 - Steingrímur 7. Guðjón Ólafsson keppti í stangar- stökki, hann stökk 3.60 metra í upphitun en felldi svo stöngina í keppni vegna tæknierfiðleika. Þess má geta að aðstæður hér í Eyjum fyrir stangarstökk em engar, svo þetta er erfitt fyrir Gauja. Hann getur bara keppt í Reykjavík í stönginni, en það stendur til að bæta aðstæður hér á næsta ári. Einkunnargjöf Frétta í knattspyrnu karla og kvenna: Steingrímur 03 íris á toppnum Steingrímur Jóhannesson trónir einn á toppnum í einkunnargjöf Frétta að loknum tólf umferðum með 90. Næstir eru Gunnar Sigurðsson og Ivar Ingimarsson með 83 stig hvor eftir tólf leiki. Hjá stelpunum er Iris Sæmundsdótti efst með 65 eftir níu leiki. Næstar eru Bryndís Jóhannesdóttir með 63 og Elena Einisdóttir með 61, líka eftir níu leiki. I upphafi tímabilsins var ákveðið að gefa knatt- spymumönnum í meistaraflokki karla og kvenna einkunn fyrir framistöðu í hverjum leik. Er einkunnargjöfin á skalanum frá I - 10. Enn hefur engum tekist að fá fullt hús en hæstu einkunn í leik fékk Steingrímur. Fékk hann 9 fyrir leikinn gegn Þrótti þar sem hann skoraði sína aðra þrennu í sumar. Staða Steingríms kemur ekki á óvart því hann er nú markahæstur í deildinni, með 15 mörk og vantar ekki nema ljögur mörk til jafna markametið í efstu deild. Næstir eru Hlynur Stefánsson með 81, Zoran Miljkovic með 76 og Jens Paccslack 74 allir eftir tólf leiki. Ingi Sigurðsson er með 71 eftir 11 leiki, Kristinn Lárusson 65 eftir tíu leiki, Ivar Bjarklind 63 eftir níu leiki og Kristinn Hafliðason með 43 eftir sjö leiki. Sterk staða Irisar kemur heldur ekki á óvart, hún hefur verið ein að stoðum kvennaknattspymunnar. Það sama má segja um Bryndísý og Elenu sem báðar eru vaxandi knattspymukonur. Á eftirþeim koma Fanný Yngvadóttir og Hrefna Jónsdóttir með 59, Sigríður Ása Friðriksdóttir er með 58, Eva Sveinsdóttir 54 og Dögg Lára Sigurgeirsdóttir 48, allar eftir níu leiki. Ema Þorleifsdóttir er með 45 eftir sjö leiki og Olga Stefánsdóttir er með 44 eftir sjö leiki. Frjálsar íþróttir Þijú Vestmannaeyjamet Af Eyjamönnum erlendis Hermann Hreiðarsson Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace, léku sinn fyrsta leik í I. deildinni um helgina. Palace fékk þá lið Bolton í heimsókn og endaði leikurinn með jafntefli, 2 - 2. Hermann lék allan leikinn með liði Palace og stóð sig vel. Tryggvi Guðmundsson Tiyggvi Guðmundsson og félagar í Tromsö, gerðu jafntefli við Haugasund á útivelli á sunnudag, 1 - I. Tryggvi hefur staðið sig mjög vel síðari hluta móts, og er hann nú kominn með 7 mörk í norsku deildinni. Trornsö er um miðja deild og stefnir að Evrópusæti. KFS tapaði dýrmaztum stigum KFS lékk lið Bmna í heimsókn um síðustu helgi. Leikurinn var mikil- vægur fyrir bæði lið, og var ekkert annað en sigur, sem kom til greina í þessum leik. Mikil barátla var í báðum liðunt, en jirátt fyrir það brá fyrir góðum samleik. Fyrsta niark leiksins kom fljótlega í fyrri hálfleik, en þá komust gestimir yfir með glæsilegu marki. KFS-ntenn tóku leikinn þá í sínar hendur en náðu ekki að jafna metin fyrir leikhlé. KFS hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik, og á 65. mínútu leiksins skoraði Magnús Gíslason, með glæsilegu skoti af 45 mctra færi. E11 lengra komust heimamenn ekki og lokatölur leiksins urðu því, 1-1. Erlingur Richardsson og Yngvi Borgþórsson voru bestu menn KFS. Þess rná geta að í lið KFS vantaði sókníuparið eitraða, þá Magnús Steindórsson og Heimi Hallgrímsson og munar um minna. Stelpurnar úr leik Leikur ÍBV og Stjömunnar í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar sem var kærður af Stjömunni, var dæmdur ÍBV íóhag. Dómsúrskurður hljóð- aði þannig að þar sem ÍBV hefði notað ólöglegan leikmann, þá væri Stjörnunni dæmdur sigur, 0-3. Einnig var ÍBV gert skylt að greiða 24.000.- krónur í sekt. ÍBV í efsta sazti Annar flokkur karla er að gera góða hluti á Islandsmótinu. Þeir eru nú í efsta sæti, eftir góðan sigur á Þrótturum á fimmtudaginn var. Leikurinn endaði, 2-3 og skoraði Bjarni Geir tvö inörk og Magnús Elíasson eitt mark. Góður árangur hjá 3. flokki kvenna Þriðji flokkur kvenna tók þátt í móti á Siglulirði um síðustu helgi. Stclpurnai' spiluðu með tvö a-lið, og stóðu sig frábærlega. Annað liðið lenti í öðru sæti, eftir að hafa tapað úrslitaleiknum í vítaspymukeppni. Hitt liðið spilaði um 3. - 4. sætið og vann sinn leik. Stelpurnar léku einnig einn leik í íslandsmótinu, en þá sigmðu þær lið Víðis úr Garði, 1 - 2. Það voru þær Eva og Margrét Lára. sem skomðu mörk ÍBV. Stelpurnar em komnar í úrslit, og hefst úrslitakeppnin 20. ágúst.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.