Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Qupperneq 4
A Fréttir Fimmtudagur 20. 1998 Þakka þér Jó- hanna mín fyrir hrósið á þollunum mínum. Égerhissa á að þú skulir ekki hafa fengið leið á þeim j gegnum tíð- ina. Ég verð kann- ski búin að bjóða þér í bollur áður en þetta kemur út. SALTKJÖTSBOLLUR 600 gr. saltkjötshakk (þeir hakka fyrir þig saltkjöt hjá KÁ, Tanganum) 150 gr. nýtt hakk Blandað vel saman I sléttfull teskeið pipar hrært vel saman við mjólk Rúmur bolli af hveiti Kúfull matskeið af Kartöflumjöli 1 egg - hrært saman við Hafa deigið frekar þykkt Bræðið smjörlíki á pönnu (djúpa- eða rafmagnspönnu) Steikið bollurnar. Hellið vatni svo að fljóti vel yfir. Setjið sósulit og 1 súputening saman við. Soðið í 10 - 12 mínútur. Búið til sósu úr soðinu. Gott að hafa kartöflumús, grænar baunir og rabbabarasultu með. Þeir sem vilja hrásalat, þá er það ágætt upp á hollustuna. Svo er ég með uppskrift af salt- ftskbollum, sem ég vil endilega láta fljóta með til ykkar. SALTFISKBOLLUR 300 gr. soðinn saltfiskur (roð- og beinlaus) 150 gr. stappaðar kartöflur Vi smátt saxaður laukur 1 msk. fínsöxuð steinselja 4 aðskilin egg matarolía, helst ólífuolía. Laukurinn er mýktur í heitri olíu og svo stappaður saman við saltfiskinn. Kryddi, eggjarauðum og kartöflum er bætt út í og blandað vel saman. Síðast er stífþeyttum eggjahvítum blandað saman við deigið. Mótaðar litlar bollur sem eru steiktar ljósar; þær steikjast mjög fljótt og því má ekki setja of mikið magn á pönnuna í einu. Borið fram með kartöflum í jafningi og hrásalati. Ég ætla að skora á Ómar Garðarsson til að taka við. Hann er orðinn svo slank og fitt að hann hlýtur að eiga góðar og hollar uppskriftir. O r ð 8 p o r - Kurr mun vera í einhverjum ferðaþjónustuaðilum vegna þeirrar ákvörðunar að Samvinnuferðir-Land- sýn eigi að sjá um allar bókanir frétta- manna í tengslum við komu Keikós í haust. Svíður mönnum að sjá þannig hluta þeirrar vinnu sem í kring um þetta skapast, afhent Reykvíkingum og telja heimamenn betur að þessu komna. Samvinnuferðir hafa gengið svo langt að fara fram á að menn afhentu þeim bókanir þeirra sem þegar hafa pantað og staðfest komu sína hingað og þannig viljað stjórna þessu öllu saman. - Hið skemmtilegasta deilumál mun risið vegna hestagirðingar sem reist hefur verið fyrir ofan Stapaveginn. íbúar í næsta nágrenni eru meira en óhressir með þetta og segja engar samþykktir fyrir girðingunni. Girðingar- maðurinn telur sig hafa munnlegt samþykki fyrir þessu og eins og allir vita er munnlegt loforð bindandi þegar heiðarlegir menn eiga í hlut. Æsingur er í gangi og hvorugur ætlar að gefa sig, þannig að gaman verður að fylgjast með framvindunni. Það er virðingarvert hjá báðum aðilum að lífga uppá daufan ágústmánuð fyrir okkur hin. Aðalbjörg Bernódusdóttir er sælkeri þessarar viku Veggfánarm/íslenska fánanum huarsemer HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA HUSEY JáKVÆÐNI OC CÓÐUR. UOMOR. Nú er úrslitakeppni yngri liokkanna í knattspyrnu að skella á, og eigum við Vestmannaeyingar nokkra flokka sem verða í eldlínunni. Fjórði flokkur kvenna lauk keppni um síðustu helgi og náði frábærum árangri. A-liðið náði 3.sæti og b-liðið varð íslandsmeistari. Þjálfari liðsins er íris Sæmundsdóttir, sem jafnframt erleikmaður f)' meistaraflokks kvenna i knattspyrnu. íris hefur «staðið sig mjög vel sem leikmaður í sumar en einnig hefur hún náð frábærum árangri sem þjálfari. íris erþví Eyjamaður vikunnar að þessu , sinni. jJjjL Fullt nafn? íris Sæmundsdóttir Fæðingardagur og ár? IjT m 11 .október 1974 Fæðingarstaður ? U) Reykjavík Fjölskylduhagir? I sambúð með Heimi Hallgrímssyni og við eigum saman soninn Hallgrím Menntun og starf? Stúdent frá FÍV. Vinn í Oddinum og er þjálfari Laun? Ágæt Helsti galli? Á erfitt með að taka eigin ákvarðanir Helsti kostur? Metnaðargjörn Uppáhaldsmatur? Hamborgarahryggur að hætti Heimis, Tommajog Jóns Ólahmm) Versti matur? Ungverski maturinn sem að Judith Estergal bauð okkur ÍBV- stelpunum einu sinni í og enginn þorði að skilja eftir. Uppáhaldsdrykkur? íslenska vatnið Iris Sæmundsdóttir er eyjamaður vikunnar Uppáhaldstónlist? Fjöldasöngvarnir sem eru sungnir inni i þjóðhátíðartjaldi hjá Grími Þórðar. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að sjá manneskjur eins og Petru, Stefí og Dögg Láru fara með skemmtiatriði. Það er alveg ólýsanleg skemmtun. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Tapa á móti Heimi í spilum, en það hefur sem betur fer bara gerst einu sinni. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ráða garðyrkjumann til að sjá um garðinn minn, því að ég hef akkúrat ekkert vit á blómum né trjám. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Pass Uppáhaldsíþróttamaður? Stelpurnar í 4.flokki í fótbolta Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? ÍBV og svo má ekki gleyma GO GO Girls félaginu. Uppáhaldssjónvarpsefni? fþróttir Uppáhaldsbók? Vísnabókin hans Hallgríms Uppáhalds kvikmyndaleikari? Heimir Hallgrímsson, þegar hann lék eitt af aðalhlutverkunum í íslensku kvikmyndinni "Með allt á hreinu" Hvað metur þú mest í fari annarra? Jákvæðni og góðan húmor Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar einhver leggur sig ekki fram í leik og starfi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Eyðieyjan sem að við Heimirfórum á í Karabískahafinu og svo auðvitað Vestmannaeyjar Hvernig stóð á því að þú skelltir þér út í þjálfun? Hafði alltaf dreymt um að vera þjálfari og ég lét það rætast. Ætlar þú að helga þér þjálfun í framtíðinni? Aldrei að vita Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -knattspyrna? Hlutur sem að maður verður aldrei leiður á. -Þjálfun? Frábærskemmtun -titill? Eitthvað sem að allir sækjast eftir að vinna Eitthvað að lokum? Ég vil nota tækifærið og þakka foreldraráðinu mínu fyrir frábær störf og stelpunum fyrir eftirminnilegt og geggjað sumar. Haldið áfram á sömu braut. ÁFRAM ÍBV! NYFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Þann 20. apríl eignuðust Ágústa Inga Hannesdóttir og Magnús Gauti Þrastarson dóttur. Hún vó 11 merkur og var 51 1/2 sm að lengd. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans í Reykjvaík. Þann 30. júlí eignuðust Sif Gylfadóttir og Oddur Kristinn Guðmundsson dóttur. Hún vó 18 merkur og var 52 sm að lengd. Á myndinni em Elías og Ósk, systkini hennar. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans í Reykjavík. Þann 31. júlí eignuðust Guðrún Gísladóttir og Stefán Sigurðsson son. Hann vó 16 merkur og var 52 smaðlengd. Á myndinni heldur Gílsi stóri bróðir á litla bróður. Hann fæddist á fæðingardeild Landsspítalans í Reykjavík. u cuifinnl 26. ágúst Setning Framhaldsskólans 30. ágúst Urslitaleikur í Coca cola bikarnum 1. september Grunnskólastarf hefst 10. -15. sept. Keikó kemur 25. september Lundaball í umsjón Bjarnareyinga

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.