Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Síða 15
Fimmtudagur 20. ágúst Fréttir 15 KFS komst ekki í úrslit KFS lék á laugardaginn, sinn síð- asta leik á keppnistímabilinu, þegar þeir fengu lið KFR í heimsókn. KFS-menn enduðu tímabilið með stæl og sigruðu leikinn, 7-2. Mörk KFS gerðu; Magnús 4, Yngvi 2 og Jóhann S. 1. KFS varð þar með í 3. sæli 3. deildar-A, með fleiri stig en Bruni. Magnús Steindórsson gerði 20 mörk í sumar og varð næst- markahæstur í 3. deild. Að sögn Hjalta Kristjánssonar, þjálfara KFS, em menn þokkalega sáttir við tímabilið, þótt svekkjandi hafi verið að iiðinu vantaði aðeins eitt stig tii að komast í úrslit. Strákarnir í 5. flokki stóðu sig vel Islandsmótinu í ó.flokki karla lauk nú um helgina. Strákarnir lentu í öðru sæti í svo kölluðum úrslitariðli, og í framhaldi af því spiluðu þeir í milliriðli. í úrslitariðlinum iék ÍBV tvo leiki; við ÍR og Þrótt. A-liðið sigraði ÍR, 1-0, en b-liðið tapaði, 1-5. í leik ÍBV og Þróttar sigraði a-liðið, 5-3, en b-liðið tapaði, 3-4. í milli- riðlinum tapaði a-lið ÍBV fyrir Fylki, 1-10 og b-liðið tapaði, 2-8. Þrátt fyrir skellina í milliriðlinum, lentu strákarnir í 5-8.sæti á Islandsmótinu, sem er einn besti árangur þessa aldursflokks í langan tíma. Landssímadeildin 13. umferð: ÍBV 4 - ÍR 1 Eyjamenn trysgðu stoðu sína á toppnum Eyjamenn eru enn í efsta sæti Landssímadeildarinnar, eftir góðan sigur á nýliðum IR-inga á sunnu- daginn var. Eyjamenn áttu heldur betur harma að hefna gegn gestunum úr Breiðholtinu, um síðustu helgi, því að IR-ingar lögðu þá Islandsmeistarana í fyrri leik liðanna, 1-0. Eyjamenn ætluðu heldur betur að sýna gestunum að úrslitin úr fyrri leik liðanna var ekki bara slys, heldur stór- slys. Ekki voru liðnar nema 44 sekúndur af leiknum þegar Ingi Sig- urðsson skoraði fyrsta mark leiksins, með skoti af stuttu færi. Eyjamenn héldu orrahríðinni áfram, og ekki leið á löngu þar til Ingi Sigurðsson gerði annað mark ÍBV, og sitt annað í leiknum. Kristinn Hafliðason gaf þá góða sendingu á Inga, sem lék á einn vamarmann ÍR og þrumaði knettinum neðst í markhomið. Óverjandi fyrir markvörð IR. Þriðja mark IBV gerði síðan markahrókurinn Steingrímur Jó- hannesson, eftir frábæra stungu- sendingu Hlyns Stefánssonar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Kristinn Lámsson skemmtilegt mark, eftir að hafa kastað sér fram í teignum og skallað boltann í netið. En á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks fengu IR- ingar vítaspymu, eftir að Gunnar í markinu hafði brotið mjög klaufalega á einum leikmanni gestanna, inni í eigin vítateig. IR-ingar skomðu úr vítaspymunni og var staðan í hálfleik 4-1. Þess má geta að einum leikmanna ÍR var vikið af leikvelli snemma í fyrri hálfleik. Ahorfendur vom því búnir að setja sig í stellingar fyrir sannkallaða markasúpu í seinni hálfleik. En allt kom fyrir ekki. Eyjamenn vom með boltann allan seinni hálfleikinn en ÍR-ingar pökkuðu í vöm og náðu að halda hreinu það sem eftir lifði leiks. Eyjamenn fóm því með sigur af hólmi og eru ennþá efstir í Landssíma- deildinni með 28 stig, en KR-ingar fylgja fast á eftir með 24 stig. IBV spilaði mjög vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Menn vom mjög hreyfanlegir og boltinn rúllaði vei kantanna á milli. Bestu menn ÍBV í leiknum voru þeir Hjalti Jóhann- esson, Ingi Sigurðsson og Ivar Ingi- marsson. Lið ÍBV: Gunnar 7 - Guðni 7, Hlynur 7, Zoran 7, Hjalti 8 - Ingi 8(Sindri 6), Steinar 6(Sinisa 5), Kristinn H. 7, ívar I. 8, Kristinn L. 7(Jens 6) - Steingrímur 7. Meistaradeild kvenna: Valur 2 ÍBV 1 Töpuðu á lokamínútunni Eyjastúlkur léku gegn efsta liði Vals í meistaradeild kvenna í knatt- spyrnu, síðastliðinn fimnitudag. Stelpurnar fóru fullar sjálfs trausts í leikinn, þar sem þær hafa verið að spila glimrandi bolta í und- anförnum leikjum. Ailt stefndi í sigur Eyjastúlkna en á síðustu mínútunni fengu þær á sig tvö mörk og töpuðu 2-1. IB V-stelpur vom mun ákveðnari en Valur frá fyrstu mínútu og spiluðu góðan og agaðan bolta. Mótspyrna IBV kom Val í opna skjöldu og var IBV mun betri aðilinn allan leikinn. Bryndís Jóhannesdóttir skoraði gott mark fyrir IBV í fyrri hálfleik, og staðan í leikhléi var því, 0-1. Eyjastelpur vom með yfirhöndina í seinni hálfleik líka. En Valsstúlkur gerðu út um leikinn, ótrúlegt en satt, með tveimur mörkum. Það íyrra kom á lokamínútu leiksins, og það síðara þegar komið var fram yfír venjulegan leiktíma. ÍBV-liðið lék vel í þessum leik, en því miður dugði það ekki til sigurs í þessari viðureign. Petra F. Bragadóttir, markmaður ÍBV, var best Eyjastúlkna í leiknum. Lið ÍBV: Petra 8 - Fanný 7, Juan 7, Sigríður Á. 7, Ema 7(6) - Elena 7, Anna 7, Hrefna 7, Hjördís 7 - Bryndís 7(Oiga 6), íris Sæ. 7. Þið eruð frábær! Islandsmeistarar í frjálsum Óhætt er að segja að íslandsmeistarar IBV karla hafi haft í nógu að snúast undanfamar vikur. Hver stórvið- burðurinn hefur rekið annan og fram- undan er bikarúrslitaleikur sunnu- daginn 30. ágúst þar sem ÍBV verður þriðja árið í röð að berjast í þessum stærsta einstaka leik ársins. Það er stórafrek út af fyrir sig að komast í bikarúrslitaleik, því megum við ekki gleyma. Að undanfömu hefur stjóm knatt- spymudeildar þurft að leita til ýmissa aðila með aðstoð vegna ýmissa verkefna. Þar má nefna uppákomumar í Skvísusundi fyrir bikarleikinn gegn KR og Evrópuleikinn gegn FK Obilic, sjónvarpsútsendingar vegna Evrópu- leiksins, öryggisgæslu í kringum þann leik, Húkkaraballið, þjóðhátíðina o.fl. að ógleymdum leikjunum sjálfum. Stjóm knattspymudeildar IBV, framkvæmdastjóri og leikmenn liðsins vilja koma á framfæri kæm þakklæti til allra þeirra sem hafa aðstoðað okkar að undanfömu. Aðalstjóm ÍBV með formanninn Ásmund Friðriksson í fararbroddi hefur reynst okkur mjög vel. Heijólfur, Vestmannaeyjabær, Hótel Þórshamar. Hótel Bræðraborg, Islandsflug, Einar Hallgrímsson raf- virki, Flugfélag íslands, Hertoginn, Lantema og Sigga í Skuld fá bestu þakkir íyrir stuðninginn í tengslum við Evrópuleikinn. Guðmundur Þ. B. Ólafsson, Guðjón bæjarstjóri og IV reyndust okkur sérlega vel. Sérstakar þakkir fá sjómennimir 25 sem sáu um dyravörsluna á Húkkara- ballinu. þið emð frábærir og sannir stuðningsmenn. Þið_ eigið inni stóran greiða hjá okkur. Á Húkkaraballinu stóð Ásmundur formaður einnig fyrir sínu. Á þjóðhátíðinni var einvalalið sem aðstoðaði okkur í sölubúðunum með Sigurberg Ármannsson, Magnús Sigurðsson og Svein Þorsteinsson og fjölskyldu í fararbroddi. Stjórn IBV- íþróttaféiags er sérstaklega þakkað fyrir sitt framlag við nýju búnings- klefana við Týsheimilið sem hafa gjörbylt aðstöðu leikmanna IBV til hins betra. Stuðningsmannaklúbbur ÍBV í Eyjum er á mikilli uppleið og hefur skapað frábæra stemmningu í Skvísusundi. Ástar þakkir. Og stuðningsmenn IBV sem hafa mætti svo frábærlega vel á bikar- leikina, Evrópuleikinn og svo auðvitað deildarleikina; kærar þakkir fyrir frá- bæran stuðning og góða stemmningu. Fjörið er rétt að byija og við treystum á að þið mætið sem flest á bikarúrslita- leikinn 30. ágúst nk. á Laugardalsvelli. Sjálfsagt gleymum við einhverjum en það er alls ekki viljandi. Hafið öll bestu þakkir fyrir. Með samtakamætti hefst þetta allt. Vonandi nær IBV-liðið að standa undir öllu þessu en með öflugum stuðningi stuðningsmanna og fyrirtækja er allt hægt. Áfram ÍBV Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV Leikmenn IBV Keppendurá íslandsmóti 15 tll 22 ára og yngriog Kristjana íslandsmeistari á móti 14 ár og yngri. Vestmannaeyingar náðu góðum árangri á tveimr íslandsmótum í yngri flokkum sem fóru fram nýlega. Á nióti 15-22 ára í Borg- arnesi 15. -16. ágúst varð Árni Oli Ólafsson Islandsmeistari í spjót- kasti og kastaði hann spjótinu 52.10 metra. Þá varð Kristjana Jóns- dóttir Islandsmeistari í kúluvarpi 14 ára og yngri á móti í Hafnarfirði. Ámi ðli náði með þessum árangri að komast í landslið unglinga og setti Vestmannaeyjamet. I sleggjukasti lenti Ámi Óli á móti I í 2. sæti, kastaði sieggjunni 38.60 metra og komst einnig í landsliðið, því að takmörkin í sleggju eru 38 metrar. Þráinn Hafsteinsson, landsiiðsþjálf- ari, var mjög hrifinn af Áma Óla og sagði að miðað við að hann væri aðeins 15 ára, þá væri hann mjög góður og ætti hann enn eftir 1 ár í 15 - 16 ara flokknum. í kringlukasti lenti Ámi Óli í 4. sæti, kastaði 39.46 metra og setti Vestmannaeyjamet. Katrín Elíasdóttir varð önnur í kúlu- varpi, kastaði kúlunni 9.36 metra og setti Vestmannaeyjamet. Einnig keppti Katrín í kringlukasti og kastaði hún 19.83 metra. Karen Ólafsdóttir lenti í 3. sæti í kringlu, kastaði 31.96 metra. Trausti Hjaltason, keppti í kúlu(4 kg) og kastaði henni 9.55 metra. Guðjón Ólafsson lenti í 3. sæti í kringlukasti, kastaði 31 metra. í spjótkasti(800 gr), lenti Guðjón í 4. sæti, kastaði 50.12 metra og setti Vestmannaeyjamet. I stangastökki stökk hann 3.80 metra og lenti í 3. sæti og sló þar með 53 ára gamalt met sem Guðjón Magnús- son (GauiManga) átti úti, 3.67 m. Þess má geta að þeir em frændur. Kristjana kastaði kúlunni 8.58 m sem er V-met. Hildur Jónsdóttir hljóp 60 metra á 10.21 sekúndu og kúlu kastaði hún 7.11 metra. Raggi sigraði á Coca Cola mótinu Coca Cola mótið 1998 fór fram um síðustu helgi. Keppt var í þrentur flokkum og voru keppendur 34 talsins. Úrslit urðu þannig: MEÐ FORGJÖF HÖGGLEIKUR Coke0-15 1. Ragnar Guðmundsson með 67 höggum, 2. Hörður O. Grettisson 67 höggum og 3. Jónas Þ. Þor- steinsson 69 höggum. Coke 16-29 1. Viktor P. Jónsson á 54 höggum. 2. Andri Ólafsson á 63 höggum og 3. Huginn Helgason á 63 högg- um Coke 30-40 1. Helgi Bragason á 61 höggi, 2. Ingi T. Bjömsson á 78 höggum og 3. Gísli S. Jónsson á 78 höggum. Tap hjá stelpunum Einn leikur var í síðustu viku hjá 3. flokki kvenna. Þá fengu þær KR- inga í heimsókn og töpuðu, 1-2. Kristjana Ingibergsdóttir gerði mark ÍBV. Framundan er úrslitakeppnin hjá stelpunum og hefst hún um helgina. Kjartan til Bandaríkjanna Kjartan Antonsson, varnarmað- urinn sterki í IBV, er farinn til náms í Bandaríkjunum. Kjartan mun að öllum líkindum ekki spila meira með IBV í deildinni, en hann mun koma til landsins og taka þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Leiftri. Markasúpa hjá 3.flokki karla Þriðji flokkur karla lék tvo leiki í síðustu viku og voru strákarnir heldur betur á skotskónum. Fyrst héldu þeir í Garðabæinn, og lögðu lið Stjörnunnar, 1-7. Mörk IBV skoruðu: Gunnar H. 4, Alli 1, ívar 1 og Bjami R. 1. Á sunnudaginn fengu þeir síðan Hauka í heimsókn og endaði leikurinn með sigri ÍBV, 2-6. Mörk ÍBV gerðu ; Gunnar H. 3, Olgeir 1, Hörður 1 og Hlynur I. Sigur í lokaleik Fjórði llokkur karla sigraði síðasta leik sinn í Islandsmótinu, sem fram fór í síðustu viku. ÍBV fékk þá lið Fylkis í heimsókn og sigruðu Eyjastrákar, 2-0. Mörk ÍBV skor- uðu Andri og Karl. Strákamir lentu því í 7.sæti í A-riðli, sem verður að teljast nokkuð góður árangur. Enn sigra strákarnir Annai- Uokkur karla fékk Þrótt í heimsókn í síðustu viku. Leikið var á Hásteinsvelli og sigruðu Eyja- strákiir, 5-3. Unnar gerði tvö mörk fyrir ÍBV, Óskar og Magnús gerðu eitt mark hvor og síðan var eitt sjálfsmark. Framundan Föstudagur 21. ágúst Kl. 19:00 mfl.kv ÍA-ÍBV Laugardag. 22. ágúst Kl. 14:00 mfl.ka Valur-ÍBV Mánudagur 24. ágúst Kl. 19:00 3.fl.ka ÍBV-ÞórAk. Miðvikud. 26.ágúst Kl. 18:00 3.fl.ka ÍBV - KS

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.