Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Page 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Page 4
k. Fréttir Fimmtudagur 17. september 1998 NYFfEDDIR VESTMRNNfiEYINGfiR Elsa Valgeirsdóttir er sælkeri þessarar viku u dcífLnyd 19. september Lundaball í umsjón Bjarnareyinga 26. september Geirmundur í Týsheimilinu ÓTFLÚLtC TILLINNINC Sigurgeir Vídó Þorbjarnarson er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Hann bar sigur úr býtum á íslensku tónlistarkvöldi hvar stór hópur fjöllistafólks kom saman og keppti um hver hefði fundið hallærislegasta lagið, flutt af íslendingi. Einnig keppti fólkið um hverværi besti flytjandinn. Siggi vann vondulagakeppnina og stóð hann, unnusta hans og bróðir sig víst með prýði sem bestu flytjendurnir. Það hefur lengi verið draumur hans að verða Eyjamaður vikunnar og líka að komast í hátt eða í þátt hjá sjálfum Hemma Gunn. Fullt nafn? Sigurgeir Þorbjarnarson (Siggi Vídó JR.) Fæðingardagur og ár? 19. Mars 1975. Fæðingarstaður? Sjúkrahús Vestmannaeyja. Fjölskylduhagir? í sambúð með Berglindi og Karó. Menntun og starf? Er f rafeindavirkjun og vinn sem rafeindavirki hjá Magnúsi Kjaran. Laun? Bara ágæt bara. Helsti galli? Hef ekki komið í þætti Hemma Gunn. Helsti kostur? Eyjamaðurvikunnar. Uppáhaldsmatur? Kjöt í karrý. Versti matur? Slátur. Uppáhaldsdrykkur? Viking? Uppáhaldstónlist? Rokk en annars alæta á tónlist. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Hlusta á tónlist og spila á gítarinn. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að hafa að gera. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti?Kaupa hús. Uppáhaldsstjórnmálaður? Amma vídó. Uppáhaldsíþróttamaður? Berglind Ómarsdóttir. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já Sunnudagsfélaginu. Uppáhaldssjónvarpsefni? Simpson og Friends Uppáhaldsbók? Viggó. Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni og húmor. Hvað fer mest í taugarnar á þér ífari annarra? Pirrrrrrl!!! Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar. Hvernig tilfinning er það að vera loksins Eyjamaður vikunnar? Þetta er ótrúleg tilfinning. Engri lík. Hvað nú? Ja vonandi byrjar Hemmi Gunn með sjónvarpsþáttinn aftur annars er það bara útvarpið. En finnst þér eins og þú hafir verið valinn Eyjamaður gegnum klíku? NEI!!!!!! Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Hallærislegt lag? Gunnar Jökull. -Keikó? The whale fomerly known as Siggi. -Tónlist? Banjóið mitt. Eyjamaður vikunnar? YES!!!!!!! Eitthvað að lokum?. Og nú er það Hemmi Gunn.Takk fyrir og góða nótt með besta tengdapabban!!!!!!!!!! Siggi Vídó jr. er Eyjamaður vikunnar Ragnar Oskarsson hefur upplýst að hann gangi oft yfir flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Þetta er athyglivert í Ijósi þess að þetta er auðvitað stranglega bannað enda hætta á að bæði Ragnar og flugvélarnar byðu skaða af ef hvort væri fyrir öðru á vellinum. Nú bar svo við um daginn að á gönguferð sinni um, flugvöllinn varð fyrir Ragnari flugvél. Ýmsir hefðu nú, í Ijósi þess að á flugvellum hafa flugvélar gjarnan forgang, vikið af vettvangi og látið fara lítið fyrir sér. En, nei, þarna taldi Ragnar sig hafa réttinn og vék hvergi. Var jafnvel hneykslaður á að við honum skyldi vera amast á staðnum. En sá vægði sem vitið hafði meira. Á degi Sparisjóðsins hefur tíðkast að Arnar Sigurmundsson gangi um bæinn og fræði fólk um gömul hús, sögu þeirra og hverjir þar hafi búið í gegn um tíðina. Nú hefur kviknað sú skemmtilega hug- mynd að útfæra þennan skemmtilega sið á nýjan hátt og fá annan stjórnar- meðlim í Sparisjóðnum til að taka svipað verkefni að sér. Hugmyndin mun vera að Ragnar Óskarsson gangi um flugvöllinn, sem hann þekkir svo vel og fræði fólk um örnefni auk þess sem á góma kann að bera gömul áreiti sem hann hefur orðið fyrir þar og jafnvel annarsstaðar þar sem honum er bannaðuraðgangur. Annars er merkilegt hve dátarnir í U.S.Air force voru fljótir að forða sér héðan eftir að Ragnar veittist að þeim á flugvellinum. Það er engu líkara en ofsahræðsla hafi gripið um sig meðal dátanna, því allt i einu uppgötvuðu þeir að líklega væri skárri kostur að taka áhættuna á að fljúga með bilaðan hjólabúnað en að bíða meðal Eyja- skeggja eftir varahlutum. Líklega hafa þeir óttast að fleira skemmdist í vélinni ef hún yrði mikið fyrir innfæddum þegar þeir væru í gönguferðum á flugbraut- inni. Enda er vafasamt að ameríski herinn hafi það sem til þarf að verjast svo skörulegum göngugörpum. Drengur Þann 28. ágúst eignuðust Elísa Kristmannsdóttir og Sigurjón Eðvarðsson son. Hann vó 12 merkur og var 50 sm að lengd. Hann hefur verið skýrður Kristmann Þór. A myndinni er hann með öfum sínum og nöfnurn. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Fjölskyldan er búsett í Reykjavík Spilavist Félagsvist, fjögurra kvölda keppni hefst á sunnudaginn kl. 20. 30 í Ásgarði. Góð verðlaun Stúlkurnar Imba og Erla stjórna Sjálfstæðisfélögin rOiUíq(t y ntt'ó sí'ný Itfllíntfu Nú fylgir yfirlitsmynd frítt með leið 1 og leið 2 þegar þú kemur með 35 mm. filmu og lœtur framkalla myndir hjá okkur. föíuý Bárustíg 8 Sími 481 2600 Ég þakka send- inguna frá henni Astu Maríu þó auðveldara sé sennilega að verja markið fyrir skotum frá henni, því hún er svo hrifin af svo- kölluðum "Jarðbolt- um" (hún kallar oft á vellinum: "strákar hafið það jarðbolta"). Þar sem hausta fer ætla ég að bjóða upp á villigæs með serrí-fyllingu. Gæs með sérrý- og brauðfyllingu. 1 stkgæsu.þ.b. 1,8-2 kg I bolli brauðmylsna 1/2 bolli þurrt sérrý 1/2 dl saxaður graslaukur, nýr eða þurrkaður 1 meðalstór laukur, saxaður 3 msk smjör I tsk Chili- sósa 1/4 dós sveppir (betra er að hafa slatta af nýjum sveppum.) 1 búnt söxuð steinselja (u.þ.b. 2 msk) Leggið brauðmylsnuna í bleyti í sérrýið kreistið síðan saman. Kraumið laukinn, sveppina og graslaukinn í smjörinu þar til laukurinn byrjar að brúnast. Bætið brauðmylsnunni á pönnuna ásamt Chili- sósu og steinseljunni. Kælið. Gæsin er þvegin og þerruð vel. Vængbeinin skorin af og innyíTin fjarlægð. Setjið fyllinguna í gæsina saumið fyrir maga- og hálsop og bindið hana upp. Pikkið bringur fugisins með gafli, ekki þó í kjötið. Nuddið salti og pipar vel inn í haminn. Steikið gæsina í ofnskúffu í u.þ.b. 1 1/2-1 3/4 klst. við 225°C ( 180°C í blástursofni) Penslið öðru hvoru með feitinni sem rennur af gæsinni Þegar kominn er fallegur litur á gæsina er hitinn á ofninum minnkaður í 180°C og steikið áfram. Takið gæsina úr ofninum, breiðið álpappír yfir hana og látið bía í ca 20 mín, áður en hún er borin fram ásamt t.d. brúnuðum kartöflum, soðnum gulrótum, niðursoðnum, heitum gráfíkjum og soðnu spergilkáli. Sósa: Vængbein, háls, fóam og hjarta 1 gulrót 1 laukur 1/4 tsk rósmarín 4 - 6 piparkom 1/21. kjúklingasoð salt og pipar 2 msk olía Höggvið háls og vængi í litla bita og brúnið í olíunni á pönnu þar til allt er orðið vel brúnt á öllum hliðum. Færið yfir í pott og bætið kjúklingasoðinu í pottin ásamt kryddinu. Sjóðið í 1 - 2 klst við mjög vægan hita. Sigtið og jafnið með örlitlu maísmjöli sem hrært hefur verið út í vatni. Smakkað til og mýkt með rjóma allt eftir smekk. Eftirréltir hér á bæ eru ekki fjölbreyttir, aðallega ís með heitri súkkulaðirjóma- sósu 1/2 peli ijómi 100 gr súkkulaði. Ég ætla að skora á hana Aðalheiði Halldórsdóttur (Kæju),að gefa okkur smá sýnishom af góðgæti því sem hún á í matarhomi sínu. Þar er mikið góðgæti til.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.