Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 8
8 Fréttir Fimmtudagur 17. september 1998 Hvíti boltinn hefur rúllað í 60 ár í Eyjum -Kylfingar minnast merkis- afmælis golfíþróttarinnar Golfarar minntust þess á laugar- daginn að 60 ár eru frá stofnun Golfklúbbs Vestmannaeyja og 61 ár frá því að golfíþróttin barst til Eyja. I Ijiilmennu afmælishófi í Golfskálanum stiklaði Gunnar Gunnarsson, formaður GV á stóru í sögu klúbbsins. Þar kom m.a. fram að fyrsta golfsettið kom til Eyja sumarið 1937 en það hafði þau áhrif að ári scinna var Golf- klúhlnirinn stofnaður og síðan hefur hvíti boltinn rúllað í Eyjum og höggin orðin fleiri en tölu verður komið á. „Um þessar mundir eru 60 ár liðin síðan hafið var að leika golf í Vest- mannaeyjum," sagði Gunnar í upphafi ræðu sinnar og hélt svo áfram. „Það var um sumarið 1937 að nokkrir einstaklingar hér í bæ héldu inn í Dal og hófu að lemja hvíta bolta með þar til gerðum kylfum og reyna að koma þeim í fyrirfram gerðar holur. Tildrögin voru þau að Magnús Magn- ússon skipstjóri frá Boston, mágur Þórhalls Gunnlaugssonar símstöðvar- stjóra kom með golftæki úr siglingu. Fyrst var farið með tækin inn í Botn en þarþótti jarðvegurinn of sendinn til að unnt væri að leika golf. Var þá haldið inn í Herjólfsdal og gafst þessi íþróttaiðkun mun betur þar enda hefur Dalurinn síðan verið vetvangur golf- iðkunar í Vestmannaeyjum. Aðeins fjórir menn gerðu þessa fyrstu tilraun til golfiðkunnar með tækjum Magn- úsar en lljótlega fór áhugamönnum að fjölga og fór það svo að ákveðið var að stofna félag um þessa íþróttaiðkun. Stofnfundur Golfklúbbs Vestmanna- eyja var haldinn á Hótel Berg sunnu- daginn 4. Desember 1938 og voru mætlir 20 manns á fundinn. Fram- haldstofnfundur var síðan haldinn 11. desember og urðu stofnfélagar alls 37. Fyrsta stjórn klúbbsins var skipuð eftirfarandi: Þórhalli Gunnlaugssyni formanni, Georg Gíslasyni, Ólafi Halldórssyni, Einari Guttormssyni og Viggó Bjömssyni.'1 Gunnar segir að í fyrstu hafi verið gerður sex holu golfvöllur í inndalnum og var leikið í kringum tjömina. „Það olli nokkrum vandræðum því Her- jóllsdalur var vinsælt útivistarsvæði fyrir bæjarbúa á sumrin og kylllngar að leik og börn að leik fara ekki vel saman. Það fór því svo að á aðalfundi GV 1946 var samþykkt að banna að leika golf á sunnudögum kl. eitt til sex frá 15. maí til 15. ágúst. Vegna þessa sem og að ekki var unnt að leika golf í Dalnum um mánaðartíma á sumrin vegna undirbúnings Þjóðhátíðar reyndu kylfingar mikið að fá land utar í Dalnum en frekar gekk það illa. Þó fór svo að smám saman tókst að bæta við landssvæði utar í Dalnum og var hann stækkaður í níu holur 1962. A ámnum 1966-1968 var vellinum smám saman breytt þannig að 1968 var hætt að leika í inndalnum og farið að leika hann eins og fyrri níu holumar eru leiknar í dag.“ Gosið 1973 hafði áhrif á starfsemi GV eins og annað í bæjarlífinu enda féll mikil aska og vikur í Herjólfsdal í gosinu. „Kylfingar hófu að hreinsa Dalinn vorið 1975 og var hann kominn í leikhæft ástand vorið 1977. Frá 1974 til 1977 var leikið golf utan í Sæfellinu á sex holu velli sem Marteinn Guðjónsson hannaði." Siyinundsson. Sigurður Sveínsson, Kristín Einarsdóttir, Marteínn Guðjónsson, Sighuatur Arnarsson, Margrét Þóroddsdóttir, Sverrir Eínarsson tannlæknír, Bergur Sigmundsson fyrruerandi tormaður og Gunnar Gunnarsson sem nú fer með stíórnartaumana í klúbbnum. Síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar og GV hefur vaxið ásmeginn með árunum. Frá því hafið var að leika golf á ný í Herjólfsdal 1977 hefur risið myndarlegt hús undir starfsemina og í dag státar klúbburinn af 18 holu velli. GV fékk gjafir og kveðjur í tilefni tímamótanna. „Við fengum m.a. gjafir frá íþróttabandalagi Vestmanna-eyja, ÍBV-íþróttafélagi. Frá Nes- klúbbnum fengum við nokkuð sem þeir eiga nóg af en við emm sem betur fer lausir við Formaður þeirra kom með upp- stoppaaða kríju sem hann færði klúbbnum og fylgdi sögunni að goflbolti hefði orðið henni að aldurtila. Þá kom Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri færandi hendi en hann tilkynnti að bæjarstjóm hefði ákveðið að setja tvær milljónir króna í tækjageymslu sem ennþá er á hönnunarstiginu," sagði Gunnar og bætti að lokum við að kylfingar væm bjartsýnir á framtíðina enda bæri GV aldurinn vel. í tilefní af mælisins voru veittar margar viðurkenningar. Gullmerkí GV hlutu heir Kristián Ólafsson, Gunnlaugur Axelsson og Bergur Sigmundsson. Silfurmerki GV hlutu bau Elsa Valgeírsdóttlr, Guðni Grímsson og Stefán S. Guðjónsson. Þá var gull-og silfurmerki ÍBV afhent svo og gullkross ÍBV. Silfurmerki ÍBV hlutu heir Böðvar Berghórsson, Leifur Gunnarsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Sigurður Þ. Sveinsson, Hallgrímur Júlíusson, Haraldur Júlíusson og Haraldur Óskarsson. Gullmerki ÍBV hlaut Atli Elíasson. Gullkross ÍBV hlutu heir Marteínn Guðjónsson og Gunnar Stefánsson og eru beir hér með Asmundi Friðrikssyni formanni íbróttabandalags Vestmannaeyja. Dagur hafsins heppnaðist vel Efnt var til teiknisamkeppni meðal barna og er afraksturinn til sýnis í Náttúrugrípasafninu. Að sjálfsögðu er Keikó fiar í ueigamiklu hlutuerki. Dagur hafsins var haldinn hátíðlegur á laugardaginn og af því tilefni var bæjarbúum boöið upp á að skoða tvö veiðiskip og á Náttúrugripasafninu var opnuð sérstök sýning sem tengist hafinu. Þátttaka var þokkaleg og sjá aðstandendur í Vestmannaeyjum ástæðu til þess tekinn verði frá einn dagur á ári hverju sem helgaður sé hafinu. Vertjðarbáturinn Guðrún VE 122 og loðnu- skipið Isleifur VE 63 vom almenningi til sýnis frá klukkan 14.00 til 16.00 á laugardaginn. „Þetta gekk ágætlega en gestir hefðu mátt vera lleiri," segir Guðjón Rögnvaldsson útgerðar- maður Guðrúnar. „A þessum tíma fór fram leikur Grindavíkur og ÍBV sem var sjónvarpað og það hefur haft áhrif á aðsóknina," bætti hann við. Guðjón er samt ánægður með hvemig tókst til en útgerðirnar höfðu undirbúið daginn vel í samstarfi við áhafnirnar. „Það var tekið á móti fólkinu og það leitt um skipið. Því var sagt frá tækjum og búnaði og hvernig veiðamar ganga fyrir sig. Um borð í Isleifi var uppsett nót sem Ingólfur heilinn Theódórsson gerði á sínum tíma. Um borð hjá okkur fengu gestir að sjá veiðarfæri og hvemig veiðamar ganga fyrir sig. Loks var öllum svo boðið upp á kaffi." Guðjón segir það hafa vakið athygli sína að margir Eyjamenn, ekki síst konur hefðu aldrei komið um borð í veiðiskip. „Þetta sýnir að við þurfunt að gera þetta aftur og það helst einu sinni á ári. Mér finnst þetta jákvætt fyrir okkur útgerðarmenn og sjómenn og það sýndi sig að lölkið var mjög áhugasamt. En það voru ekki bara Islendingar sem komu um borð, það kom líka mikið af útlendingum og þeir spurðu öðruvísi spuminga. Þeir vildu fá að vita aldur og lengd skipanna og Guðrúnu tengdu þeir Keikó," sagði Guðjón. Ar hufsins á Náttúrugripasafninu Árið 1998 er ár hafsins og alþjóðlegur dagur vegna þess var 12. september sl. I tilefni dagsins var sett upp sýning á Náttúm- gripasafninu þar sem ýmislegt sem tengist starfi við hafið var kynnt. Hafsteinn Guðfinnsson, frá Hafrann-sókanrstofnun kynnti þar dýrasvif, hafstrauma og fiskimið. Sigmar Hjartarson kynnti starfsemi Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins og var m.a. með sýnishorn af mjöli, lýsi o.ll. Þá vom Páll Marvin Jónsson og Sigrún Jónbjamardóttir með kynningu á humarverkefni sínu en þau eru að gera tilraunir með veiðar á humri í gildrur. Hópur nemenda úr Framhaldsskólanum sem vann Hugvísiskeppnina sl. vor með rannsóknar- verkefni sínu um lundann kynnti verkefnið og svaraði fyrirspumum. Þá var einnig kynnt verkefni Páls Marvins og Gísla Óskarssonar um merkingar á lunda með merkjum ffá fyrirtækinu Stjömu Odda en merki þessi em fest á lundann og skrá hitastig og dýpi sem hann kafar á. Fjöldi mynda eftir böm og var til sýnis í safninu en auglýst var eftir teikningum sem tengdust á einhvem hátt hafinu og bámst 130 teikningar frá bömum á aldrinum tveggja til fjórtán ára. Kristján Egilsson, safnvörður, sagði í samtali við Fréttir að þessi sýning hafi tekist ákaflega vel og hafi verið góð aðsókn að henni. Sýningin hófst um síðustu helgi og lýkur næsta sunnudag og sagði Kristján að um 300 manns hefðu komið um helgina og hefði fólk verið hrifið af því sem boðið var uppá. Það hafi verið mjög áhugasamt og spurt mikið. Þá sagði hann að töluvert af erlendum fréttamönnum og dálkahöfundum, sem hafi verið hér undanfama daga vegna komu Keikós, hafi litið við á safninu og verið mjög hrifnir. Sérstaklega hafi þeir haft áhuga fyrir lundarannsóknarverkefninu og þeir hafi verið mjög ánægðir með hversu vel krakkamir vom að sér urn það og gátu vel svarað fyrirspumum þeinra.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.