Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Qupperneq 10

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Qupperneq 10
10 Fréttir Fimmtudagur 17. september 1998 Koma Keikós til E>ja e -segja Bjarki Brynjarsson og Guðlaugur Sigurgeirsson sem báru Nú þegar háhyrningurinn Keikó er kominn heill á húfi í kvínna í Klettsvík eftir ferðalag yfir hálfan hnöttinn frá Newport í Oregonfylki á vestur strönd Bandaríkjanna gefst loks tími til að líta yfir stöðuna og hvað hér hefur gerst og hvað erframundan Reyndar eru forsvarsmenn verkefnisins í Eyjum sammála um að nú standi menn fyrst á byrjunarreit og framundan sé fyrir Vestmannaeyinga að spila úr þeim spilum sem þeir eru með á hendinni. Hver áhrifin verða getur enginn svarað á þessari stundu en möguleikarnir eru óteljandi, bæði á sviði ferðamála og ekki síst vísinda. Fréttir tóku tali mennina sem voru við stjórnvölinn í Eyjum og fjölmiðlanema sem fylgdist hér með heimspressunni að störfum. Keikó lét sér uel líka bá athyglí sem hann f ékk hegar nokkur hépur félks heimsétti kuínna á laugardagínn. Anægjulegt fyrir Eyjamenn að hafa skilað verkefninu í höfn -segir Bjarki Brynjarsson B.jarki Brynjarsson forstjóri Keikó- samtakanna á íslandi og fram- kvæmdastjóri 1‘róunarfélagsins seg- ist nijög ánægður með niðurstöðu tlutningsins á Keikó. „Þetta gekk nijög vei í alla staði og er mjög ánægjulegt fyrir Eyjamenn að hafa skilað þessu verkefni í góða höfn. Það voru að stórum hluta Eyja- nienn sem stóðu að skipulagningu þessa verkefnis og þeir eiga mikinn heiður skilinn.“ Bjarki segir að nú þegar llutning- urinn er genginn í gegn og sú spenna sem honum fylgdi, sé þegar farið að móta hugmyndir um framhaldið. „Það verður farið í það að sjá hvernig hvalurinn bregst við breyttum að- stæðum þessa fyrstu daga og vikur. Það á eftir að klára að setja upp heilmikið af vísindatækjum, eins og neðansjávarmyndavélum, innrauðum myndavélum og hljóðskynjara til þess að geta fylgst með honum og séð hvernig hann hefur samskipti við önnur dýr í kringum sig og bregst við hljóðum. Síðan er hugmyndin að minnka samksiptin við menn, svo hann komist nær náttúrulegu um- hverfi. Einnig kom það fram á fundi um síðustu helgi að menn hafa ákveðnar hugmyndir um að sækja fram í vísindastörfum og byggja þau upp. Það geta orðið mjög spennandi hlutir sem hægt er að tengja Rann- sóknarsetrinu í Vestmannaeyjum." Bjarki segir að viðraðar hafi verið ákveðnar hugmyndir um nefnd eða ráðgjafahóp, sem muni þá skoða þessi mál í smáatriðum. „Það hafa verið menn hérna frá Jean-Micel Cousteau- stofnuninni, sem er mjög þekkt stofnun á sviði sjávarlíffræði og rannsókna. Þeir hafa lýst áhuga sínum á að taka þátt í einhverju slíku, en þetta eru aðeins hugmyndir og ekki fastmótað.“ Bjarki segir að gangvart bömunum, sem hafa verið einn stærsti aðdáanda- hópur Keikós, séu einnig ákveðnar hugntyndir í mótun. „Við höfum áhuga á því hérna í Vestmannaeyjum að láta skólakrakkana nálgast Keikó á einn eða annan hátt. Þau biðu í röðum eftir að lestin með Keikó færi framhjá og var orðin nokkuð erftð bið vegna tafanna sem urðu uppi á flugvelli. Við viljum reyna að bæta þeim þetta upp með því að lóðsa skólakrakka út í kvínna, svo að krakkar í Vestmanna- eyjum geti fengið að sjá Keikó í návígi. Það er hins vegar mikið í gangi núna við að koma fyrir tækjum og örðum búnaði og fylgjast með hvernig honum reiðir af fyrstu dagana og ekki æskilegt að mikil umferð sé þarna fyrstu dagana. Það hefur meðal annars verið mælst til þess að fólk á minni bátum komi ekki á mikilli ferð að kvínni. Þeir hljóðmælar sem settir hafa verið upp við kvínna sýna að mikil hljóðmengun er á svæðinu, sérstaklega frá Zodiac-bátum. Það má líkja þessu við að maður standi fyrir aftan þotuhreyfil í gangi, þannig magnast þetta neðansjávar.“ Hvað viltu segja um þau atvinnu- tækifæri sem menn sjá í þessu sambandi? „Nú þegar er búið að stofna fyrirtæki í kringum öryggis- gæsluna. Þar eru fimm aðilar sem vinna munu við kvínna og Keikó. Síðan hefur Þróunarfélagið með höndum stjórnunina á þessu og fram- kvæmdastjórahlutverk fyrir Keikó- stofnunina á Islandi. Hugmyndirnar hafa alltaf verið uppi um að þjálfa íslenska aðila upp í það að taka við af Bandaríkjamönnunum, eða vinna santhliða með þeim. Rekstrar- kostnaður þessa fyrirtækis er tugir milljóna á ári. Þannig má segja að komið sé meðalstórt fyrirtæki í bæinn samhliða þessari starfsemi. Bara það hefur mikið að segja, fyrir utan hvað hægt er að nýta í ferðaþjónustu og vísindastörfum tengdum hvalnum. Hins vegar er verið að vinna í þessum málum og athuga með hvaða hætti best verður staðið að þessu. Hversu ntiklir möguleikar eru fólgnir í þjónustu við hinn almenna ferðamann sem tengja má Keikó? „Þegar verið er að tala um hvað hægt sé að gera í Eyjum fyrir ferða- menn er komið nýtt aðdráttarafl með Keikó, sem getur virkað nijög sterkt. Við verðum að vera viðbúnir að mæta þeirri hugsanlegu þörf, en í hvaða mynd það verður ræðst í framtíðinni. Hvort hugsanlega verði um beint flug frá útlöndum til Eyja að ræða verður að koma í ljós,“ segir Bjarki Brynjars- son að lokurn. ^Bmþ 1 Bjarki heímsútti Keikó með fjfilskyldu sinni á laugardaginn. Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir, Elvar Bragi, Birgítta Feldís og Bjarki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.