Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 11
Fimmtudagur 17. ágúst 1998 Fréttir 11 r íitaiin og jxmgaim af tmdirbtmmgi að komu háhymingsins Eyj amenn ern með vinningsstöðu -sem á að geta orðið þeim til framdráttar á mörgum sviðum, segir Guðlaugur Sigurgeirsson Nú þegar Keikó er kominn heilu og höldnu í kví sína í Klettsvíkinni er ckki nema eðlilegt að menn hugsi um framhaldið og hvernig best verði hugað að sáðkorninu sem sáð hefur verið í Vestmannaeyjum. Það er að minnsta kosti ljóst að giftursamleg ferð Keikós um hálfan hnöttinn, er aðeins fyrsta skrefið af mörgum sem hægt er að stíga á þeim akri sem sáð hefur verið í. Guðlaugur Sigurgeirsson fjöl- miðlafulltrúi aðgerðarinnar og skipu- leggjandi, segir mjög mikilvægt hvemig staðið verði að framhaldinu. „Möguleikamir eru óendanlegir og spuming um það hvaða spil verða lögð út. Vestmannaeyingar eru með vinningsstöðu sem á að geta orðið þeim til framdráttar á mörgum sviðum.“ Guðlaugur segir að þetta hafi verið verkefni sem byggðist upp á sam- vinnu margra aðila og það hafi gengið fullkomlega upp. „Maður varð þess áskynja þegar hvalurinn var kominn í kvínna með þjálfurum sínum að þetta er miklu meira og stærra mál en bara flutningurinn á Keikó. Þama er eitt- hvað samand milli manns og dýrs sem á ekki sinn líka og í framhaldinu er að sjá hvemig hann bregst við þessum nýju aðstæðum." Um möguleikana fyrir Vestmanna- eyjar segir Guðlaugur: „Þetta verður áram samstarfsverkefni Vestmanna- eyja og Keikó samtakanna. I því sambandi má nefna uppbyggingu til vísindarannsókna. Þar er hægt benda á allt sjávarlífið og fuglalífið í kring um Eyjar og því hæg heimantökin. Þessi þáttur vísinda í vem Keikós í Eyjum er bara hrein viðbót við til dæmis ferðamannaiðnaðinn. Þar getum við séð fyrir okkur þátttöku Rannsóknarsetursins og Náttúmgripa- safns Vestmannaeyja. I annan stað getum við tengt þetta menntun og kennslu og eiga bömin ekki síst að geta verið sá tengiliður á nýja sýn í umhverfismálum og annað í nátt- úmnni sem betur mætti fara. í þriðja lagi er svo ferðamannaiðnaðurinn sjálfur. Þar gæti maður séð fyrir sér paradís fyrir ferðamenn og kannski ekki síst með að fá ferðamenn beint tíl Eyja erlendis frá. Þannig er alveg hugsanlegt að taka upp beint flug til -Þarna er eitthuað samand milli manns og dýrs sem á ekki sinn líka og í framhaldinu er að sjá huernig hann bregstuið þessum nýju aðstæðum, segir Guðlaugur. Vestmannaeyja, sérstaklega vegna þess að Keikó er hér. I Oregon var Keikó aðallega tengdur ferðamönn- um, sem komu í löngum röðum til að skoða hann og sá áhugi þarf ekki að dvína þó að Keikó sé í Eyjum.“ Guðlaugur segir að margir þættir hafi ráðið úrslitum að Vestmanna- eyjar vom valdar sem framtíðar- heimili Keikó. „Það vom margir staðir sem komu til greina, ekki bara á Islandi heldur vom og önnur lönd inni í þeirri mynd. Fyrir utan Vest- mannaeyjar eru háymingaslóðir og umhverfið mjög svo hentugt. En það má ekki gleyma því að þegar farið var að vinna í því að fá Keikó hingað vom kallaðir til góðir ráðgjafar sem kunna að vinna vinnuna sína og fóm mjög faglega í þetta mál. Einnig emm við líka að tala um það fólk sem fylgir Keikó hingað. Margir þeirra hafa kannski aldrei farið út fyrir sína heimabyggð og búið í allt öðm vísi samfélagi. Héma sáu menn til að mynda að í Eyjum er þjónusta góð til dæmis varðandi heilsugæslu og annað slíkt sem fólk leggur mikið upp úr. Hér em einnig góðar samgöngur og ekkert sem hindrar með hvers kyns aðföng sem nauðsynleg em.“ Guðlaugur segir að þegar hann líti tíl baka sé þetta eins og ævintýri líkast og hann sé ánægður með hvernig til tókst. „Það má merkja það af við- brögðum þeirra fjölmiðlamanna sem hingað komu, því þeir voru mjög ánægðir með alla aðstöðu og skipu- lag. Þeir gátu unnið sína vinnu og þurftu ekki að hafa neinar áhyggjur, þess vegna.“ Þó segir hann að sitthvað vegna komu Keikós hefði mátt gera öðru vísi. Menn sjái það þegar litið er til baka. „Að vissu leyti emm við við- vaningar í að skipuleggja svona uppákomu, því þetta var ekkert venjulegt að umfangi. Erlendis er fagfólk í að skipuleggja sambærileg verkefni. Við fengum hins vegar frábæra aðstoð frá Keikósamtök- unum. Það var hvert svæði tekið fyrir í smáatriðum og allir hjálpuðust að við skipulagninguna. Þetta var unnið við mjög erfíðar aðstæður og það sem maður hefði kannski viljað sjá öðm vísi var að gera almenningi hærra undir höfði. Það voru hins vegar fjölmiðlarnir sem léku þarna stærra hlutverk á kostnað almennings, en það er alltaf spurning hvar eigi að draga mörkin þar á milli.“ Guðlaugur vildi að lokum koma þakklæti á framfæri til allra sam- starfsmanna sem unnu að þessu vandasama verkefni. „Allir sem ég talaði við vom tilbúnir til að taka þátt í undirbúningnum að komu Keikós og gera ferð hans sem besta úr garði og vil að lokum þakka Vestmanna- eyingum ánægjulegt samstarf." Eyrún fjölmiðlanemi tók púlsinn á heimspressunni Ævintýralegt fískirí r œcn.zznxn 1 Eyrún segir hað mikið æuintýri að hafa fengið að fylgjast með komu Keikóstil Eyja. Eyrún Gunnarssdóttir er nemi í fjölmiðlafræði við Fjölbrautar- skólann í Breiðholti. Henni þótti mjög spennandi viðfangsefni að kanna hvernig fjölmiðlar tækju á komu Keikós til Islands. Hún er í lokaáfanga fjölmiðlafræðinnar og ákvað að ganga í verkefnið út frá hugmyndinni: „Keikó kemur heim“. Hún setti sig í samband við Nolan einn þjálfara Keikó og Hall Hallsson fulltrúa Keikósamtakanna sem tóku málaleitan hennar vel og kom hún til Eyja á Keikódeginum og fylgdist með umfjöllun erlendra og íslenskra fjölmiðla. Eyrún segir að það hafi vakið nokkra athygli og jafnvel hlátur félaga hennar að ætla sér í þetta verkefni. „En þetta var ómetanleg reynsla og skemmtilegt verkefni fyrir nema á fjölmiðlasviði. Reyndar studdi það mig í þessari ákvörðun að kærastinn minn er úr Eyjum og það gerði mér auðveldara um vik að fylgjast méð öllum atburðum hér í Eyjum.“ Eyrún vill meina að það sem hafí rekið hana í íjölmiðlafræðina sé fyrst og fremst forvitni og það var einnig forvitnin sem rak hana af stað í heimkomu Keikós. „Eg fékk smjörþefinn af þessu og langaði að vita meira. Eg byrjaði á því að afla mér upplýsinga á Intemetinu, en þar var óhemju mikið magn upplýsinga unt Keikó og allt tilstandið í kringum hann. Svo safnaði ég saman efni úr blöðum og þar inni var líka umfjöllun Frétta um málið. En markmiðið sem að ég lagði upp með var að fá heild- arsýn og hvemig fjallað var um málið. Ég ræddi líka sjálf við fólk og fékk mat þess á öllu þessu fjölmiðlamáli í kringum Keikó.“ Hvemig fannst þér svo fjölmiðlar taka á þessu máli? „Mér fannst þetta í æsifréttastíl og öll umgjörðin í þeim dúr. Þetta er óhemju magn upplýsinga, og það sem fór í umræðuna í fjölmiðlunum var oft minniháttar mál, eins og hvort Keikó væri graður eða veikur. Þetta endur- speglaðist líka í umræðunni á blaðamannafundinum eftír að Keikó var kominn í kvínna. Hann var vægast sagt dramatískur og endur- speglaði ákveðið undirliggjandi við-horf um það hvemig fólk sem stendur fyrir einhver málefni getur náð tökum á svona sal. Þegar læknir Keikó hafði talað var klappað og feginstraumur fór um salinn. Keikó var því kominn heim í vissum skilningi og var í ömggum höndum.“ En hvemig upplifðir þú fjölmiðla- fólkið á vettvangi og í fjölmiðlasetrinu? „Fyrir mér er fréttamennska eins og baktería. Þetta er ákveðin stressfíkn og ekki laust við að maður hafí skynjað andrúmsloftið þannig. Hins vegar sá maður hvað sjónvarp hefur mikla yfirburði í að vera fyrstir með fréttir í beinni útsendingu, þó að blöð nái líka að koma sinni sýn á framfæri, enda fannst mér margir vera að skrifa þama fyrir morgunblöð. En það var stressið sem var aðal einkennið á þessu liði. Kannski er ég ekki týpa í þetta. Kaffíð og sígarettan var einnig áberandi.“ Eyrún segir að fyrir hana hafí þetta verið mikið ævintýri og upplifun og sé ómetanlegt að hafa fengið að fylgjast með þessum atburðum í Éyjum. „Kannski er ég ekki týpan í þetta, en það gæti verið spennandi að fá að spreyta sig.“ Að lokum vildi Eyrún koma á þakklæti til allra þeirra sem greiddu götu hennar í sambandi við þetta verkefni. „Og án þess að á nokkum sé hallað vil ég nefna Bjarka Brynjarsson og Guðlaug Sigurgeirsson, sem vom mjög svo elskulegir í alla staði.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.