Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 12

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 12
12 Fréttir Fimmtudagur 17. september 1998 Sjónþing Bjama er heimsviðburður Sjónþingi Bjarna H. Þórarinssonar sjónháttafræðings lauk á þriðju- daginn var. Bjarni var ánægður með aðsóknina á þingið og segir að það hafi verið einstaklega áhuga- vert að heimsækja Eyjar, ekki síst í ljósi þess að Keikó skildi flytja til Eyja um sama leyti og sjónþingað var í fyrsta sinn í sögu Vest- mannaeyja. „Það voru tveir heims- viðburðir í gangi þessa helgi,“ segir Bjarni. „Það er sjónþingið mitt og koma Keikós til Eyja.“ Bjarni hefur ekki farið hefðbundnar leiðir í myndsköpun. Vafalaust á hann engan sinn líka þegar haft er í huga það heimskerfi og heimsmynd sem hann hefur skapað á myndrænan hátt og ekki síður í hlutverki sagna- meistarans. Sjónþing Bjarna er tímamóta- viðburður í sögu sýningarhalds í Eyjum og alveg Ijóst að sýning hans mun gera Veslmannaeyjar að áhuga- verðum sýningarstað hjá myndlistar- mönnum framtíðarinnar, hvort heldur hjá innaneyjamönnum eða þeim sem byggja Hrímsey, eins og Bjarni kallar fastalandið. Bjarni nefnir verk sín vísirósir og eru þær byggðar upp af táknum og vísunum í það heimspekikerfi sem hann hefur byggt upp í kringum Vísiakademíu sína. Það er ljóst að myndir Bjama sem eru flennistórar komu Eyjamönnum í opna skjöldu og að þcim þótti viðleitni Bjama til þess Bjarni og Guðjón bæjarstjóri takast í hendur. að ráða heimsgátuna ekki alveg aðgengileg. Hins vegar hittu myndir Bjarna fegurðarskinið hjá Eyjamönn- um og ekki síður átti húmor hans greinilega hljómgmnn í þeim ef marka má þá sem hlíddu á mál hans við opnun sjónþingsins. Var það bæði frumlegt og fyndið og dáðust menn að hugaflugi og framsetningu Bjarna á hugmyndum sínum og hvernig hann tengdi þær deginum í dag. Þannig er myndheimur Bjama marg lagskiptur og er ekkert óviðkomandi, og varðar leiðina frá ystu myrkrum til ljóssins eilífa sem allir leita nú að og hugsanlega sjá fyrr eða síðar. Það hefur stundum verið sagt að það sé lítill tilgangur í listum sem ekki koma á óvart eða listum sem hreyfa ekki við hugarheimi þess sem skynjar hvort Arið 2000 vandamálið Föstudaginn 18. september stendur Stjórnunarfélag Vestmannaeyja, í samvinnu við Tölvun og Nýherja hf., fyrir morgunverðarfundi um "Árið 2000 vandamólið" í tölvu- og upplýsingakerfum. Fundurinn verður haldinn d veitingahúsinu Fjörunni og stendur u.þ.b. frd kl. 8:00 til 9:30. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Stjórnunarfélaginu en kr. 1.000 fyrir aðra, innifalið er morgunverðarhlaðborð og kaffi. Tilkynna skal þótttöku til Stjórnunarfélagsins í síma 481 1111 Stjómin Hljómsveltln Ámótisól sem það er texti eða mynd. Sé það rétt þá hefur Bjami H. Þórarinsson svo sannarlega komið í hús á réttum og ekki síður í rétt hús. Bjarni er einnig mjög ánægður með viðbrögð þess fólks sem kom á sjónþingið og vill koma á framfæri þakklæti fyrir þá velvild Vest- mannaeyjabæjar að lofa honum að sýna myndverk sín í einum þeim fallegasta sal sem hann hefur haldið sjónþing í auk þess fyrir alla þá fyrirgreiðslu af hálfu bæjaryfirvalda sem gerðu honurn kleift að sýna í Eyjum. Vonarhannogaðþettafrum- kvæði megi verða til þess að aðrir myndlistarmenn verði til þess að nýta þennan einstaka sal og að sjónþing Bjarna verði aðeins fyrsta skrefið yfir þröskuldinn að nýrri heimsmynd á sviði sjónlista í Eyjum. BEG. Til hvers? Þann 13. maí sl. lá fyrir bæjarráði tillaga og greinargerð frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins uni að kannað verði hvort hagkvæmt sé að endurnýjun á tölvubúnaði bæjarsjóðs og stofnana hans fari fram með kaupleigu í stað kaupa. Bæjarráð samþykkti tillöguna. Samkvæmt skriflegu svari Páls Einarssonar bæjarritara f.h. bæjarráðs hefur enn ekki verið farið í verkið. Það sem vekur athygli niína er þetta. Bæjaryfirvöld eru að púla við að gera samþykktir, síðan líða vikur og mánuðir án þess að mörkuðum samþykktum sé framfylgt. Vangaveltur mínar eru þessar. Til hvers allt þetta streð sem ekkert er gert með? Oddur Júlíusson Smáar Frystikista og bókahillur Til sölu er Electrolux TC 1500 fyrstikista, 450 - 500 lítrar. Einnig bókahillur frá IKEA. Upplýsingar í Sveinn ánægður Sveinn Hauksson tónlistarmaður er bessa dagana að kynna disk sinn, Sólfingur sem hann gaf út í sumar. Sueinn fer ekki hefðbundnar leiðir í koma tónlist sinni á framfæri. Hann mætir í kaffitíma á vinnustöðum með gítarinn og syngur lögin sín. Starfsfólk í isfélagi og Vinnslustöðinni hafa fengið að kynnast tónlist Sueíns bví hann hefur mætt í kaffi á báðum stöðum. „Þetta hefur gengíð mjög vel og viðtökur verið góður,“ segir Sveinn. „Ég er sjálfur að dreifa disknum og geng í hús á kuöldin og býð hann til sölu. Hefur salan gengið vel og er ég Eyjamönnum bakklátur fyrír góðar uiðtökur. Reyndar hefur diskurinn alls staðar fengið góðar viðtökur og ég er mjög ánægður með söluna." Sveinn kynnir diskinn stöðinni. Vinnslu- Bókasafn Vestmannaeyja Atvinna Laus er til umsóknar 50% staða barnabókavarðar við Bókasafn Vestmannaeyja. Þarf hann að sjá um allt barnastarf s.s. sögustund og einnig að sinna afgreiðslu. Leitað er eftir starfsmanni með góða þjónustulund sem á gott með að vinna sjálfstætt. Einnig er æskilegt að hann hafi góða kunnáttu á tölvur. Viðkomandi starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 481 1184 og 481 1287. Bókasafnið er lokað Bókasafnið er lokað vegna viðgerða frá 31. ágúst til 24. september. Upplýsingar er hægt að fá í síma 481 1184 kl. 8 -17 alla virka daga. Bókaverðir Borgarafundur íslensk erfðagreining og Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum bjóða til opins borgarafundar um frumvarp til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði í AKOGES salnum þriðjudaginn 22.9.1998 kl. 20. Daaskrá: 1. Notagildi miðlægs gagnagrunns Kári Stefánsson 2. Persónuvernd, tæknileg atriði Hákon Guðbjartsson 3. Nokkur lögfræðileg og þjóðréttarleg álitamál Jóhann Hjartarson 4. Frjálsar umræður Kaffiveitingar verða í lok fundar. Vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta svo við megum eiga sem ánægjulegastan og árangursríkastan fund. MEÐ HERJOLFITIL DANMERKUR Herjólfur fer í slipp til Aarhus í Danmörku um miðjan október nk. Farið verður frá Eyjum að kvöldi miðvikudagsins 14. október og reiknað er með að komið verð til Eyja á ný föstudaginn 4. nóvember. Farþegar og bflar verða teknir með í ferðina ef næg þátttaka fæst. Hagstæð fargjöld - Verið fljót til Upplýsingar og pantanir á skrifstofu Herjólfs eftir kl. 08:30 föstudaginn 18. september. ‘tterjólfur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.