Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 17
Fimmtudagur 17. september 1998 Fréttir 17 Það er hægt að kaupa list- málara í pakka Konurnar einbeittar á svipin í kántrýmáluninni. Á innfelldu myndinni má sjá árangurinn. Nú þegar haustar fara ýmis námskeið af stað og Vestmannaeyingar fara ekki varhluta af því frekar en önnur byggðarlög. Mæðgurnar Björg Valgeirsdóttir og Erla Einarsdóttir hafa löngum boðið upp á námskeið af ýmsu tagi til þess að gefa fólki möguleika á því að fá útrás fyrir föndurnáttúru og sköpunargleði. Þær mæðgur láta heldur ekki deigan síga á þessu hausti og bjóða nú upp ánámskeiðí „kántrý- málun“. Björg hefur líka staðið fyrir bútasaumsnámskeiðum og eitt er fyrirhugað núna í haust. „Það átti að verða um næstu helgi, en Jóhanna Viborg sem kemur til þess að kenna það var að boða forföll svo að það frestast fram í október. Ekkert kynslóðabil Blaðamaður Frétta heyrði af þessu námskeiði og ákvað að skella sér og sjá hvað fram færi og ekki síst hvað „kántrýmálun'1 væri. Þegar blaða- maður mætir á svæðið í sal Líknar- kvenna við Faxatíginn, sátu tíu íðil- fagrar konur á öllum aldri við borð. Það var ekki að sjá að neitt kyn- slóðabil væri til staðar, þegar „kántrýmálun“ er annars vegar. Þær voru einbeittar á svipinn með pensla og liti að bera þá á ýmis konar formaðar íjalir og spýtur og ekki margar stórar. Hér var greinilega nákvæmivinna í gangi. Björg og Erla gengu á rnilli kvennanna og leið- beindu þeim með handverkið og hvemig best væri að bera sig að við málunina. Svo brostu þær allar þegar boðið var gott kvöldið og hvemig gengur í „kántrýmáluninni" Fátt um svör, enda konumar önnum kafnar, þó var tekið undir kveðjuna og svo rýnt í liti og fjalir á ný. Eg sný mér því að snaggaralegri konu, sem fer alúðlegum orðum um rósir og epli við eina konuna. Það er Björg sem mælir svo innilega um myndefnið, sem konumar em að mála á viðinn og ég sný mér því að henni og spyr hana um aðdragandann að þessu námskeiði. Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hún standi fyrir slíku námskeiði, því hún hafi boðið upp á slíkt námskeið á síðasta hausti og einnig í vor. „Þetta hefur verið það vinsælt að við ákváðum að bjóða upp á þetta nú í haust líka." Hvað er „kántrýmálun"? „Þetta er málun á trévömr sem koma frá Bandaríkjunum. Þess vegna er þetta kallað „kántrývörur" eða „kántrýmálun". Þetta em líka vömr sem kenndar em við Amishfólkið, en það fólk hefur smíðað einfalda hluti sem á sér langa hefð hjá því. Mikið em þetta englar og fuglahús, og ý- mislegt annað sem smádótt sem hægt er að hengja upp til skrauts. Oft eru alls konar textaskilaboð máluð á hlutina og em þau ort í gamansömum tón, eins og „Þetta hús er þrifið annan hvem dag, í dag er hinn dagurinn“ eða þá þessi sem mér frnnst alveg ó- borganlegur „Ef þú getur ekki gert mig mjóa, gerðu þá vini mína feita“ og „Ömmur eru englar í dulargervi“. Þannig að það er mjög vinsælt að skrifa eitthvað sniðugt á hlutina. Sumt af þessum textum er úr trúarsetningum Amishfólksins, en annað heimatilbúið. Þannig að fólk getur fengið útrás fyrir orðleikni sína líka.“ Að eiga góða kvöldstund saman Björg segir að litimir séu venjulegir akríllitir sem fluttir séu inn frá Ameríku. „Eg vil helst þessa liti, en auðvitað er hægt að nota einhverja aðra liti. Það er til nóg úrval af litum, en þessir falla mjög vel að nosturslegri vinnu og þeim viði sem notaður er.“ Björg telur að flestar kvennanna komi á þessi námskeið til þess að eiga góða kvöldstund saman og ekki síður til þess að fá útrás fýrir sköp- unarþörfma. „Það er held ég enginn sem fer í þetta til þess að selja síðar meir. Þær em aðallega að þessu til að skreyta heimil sín og til þess að gefa vinum og vandamönnum. Jafnvel að sumar séu famar að hugsa til jóla- gjafanna. Þetta eru líka mjög ódýrar vömr um leið og fólk getur gert einhvem hluta af þessu sjálft. Margar koma aftur, því þær falla alveg fyrir þessu þegar þær byija.“ Er svona námskeiðahald ekki háð einhverjum leyfum? „Við emm í samvinnu við innflytj- andann sem flytur inn litina og hluta af vömnum, því hluta af trévömnum sögum við sjálfar, enda emm við sumar búnar að vera á námskeiði hjá Valgeiri í fyrra og emm nokkuð knáar með sögina. En við emm svo með pmfur eða fyrirmyndir af fullgerðum hlutum sem þær geta haft til hliðsjónar þegar þær em að mála, en þær breyta þá litum og svo framvegis. Síðan em einingamar bundnar saman með vír eða límdar, en það er bannað að nota nagla.“ Hvemig fékkst þú áhuga á þessu? „Eg er algjör fóndrari fram í fingur- góma. Reyndar lenti ég í þessu fyrir tilviljun. Eg rek vefnaðarbúð sjálf og er að sauma og vesenast. Sú sem að ég kaupi vefnaðarvömr af fór sjálf að flytja inn þessa Amishhluti og fór að prófa mig áfram á námskeiði sem hún var með í fyrrahaust og ég held að það séu engar ýkjur að það varð vakning í bænum og flestar þeirra sem em héma núna em búnar að skrá sig á fram- haldsnámskeið í vikunni.“ Líka fyrir strákana Hér er lítið um karlpening. Hefur ekki orðið nein vakning meðal þeirra? „Nei ég hef ekki ennþá fengið karlmenn hingað inn, en ég veit að hann Gummi minn er orðinn forfallinn í þessu og fleiri, til dæmis mágur minn. Þeir sitja saman öll kvöld og mála. En strákar eiga fullt erindi í þetta og mig er farið að langa til að sjá þá líka á námskeiðum. Það er oft sagt í Vestmannaeyjum að enginn geri neitt og þetta er viðleitni í þá átt að bæta úr því. En ég og mín fjölskylda höfum reynt að bjóða upp á eitthvað fyrir fólk að gera sér til ánægju og dægrastyttingar. Við reynum eins og Konný Guðjónsdóttir. hægt er að vera á jákvæðu nótunum.“ Konný Guðjónsdóttir er ein þeirra sem taka þátt í „kántrý“ námskeiðinu. Hún var spurð að því hvað væri svona skemmtilegt við þetta. „Ég hef bara komist að því að það er gaman að föndra og skapa eitthvað í höndunum. Ég hef hins vegar verið á námskeiðum í teikningu og málun og hef mikinn áhuga á því. Þetta er annað kvöldið mitt héma og ætla að halda áfram á næsta námskeiði. Ég held ég sé orðin háð þessu núna.“ Sólveig Jónsdóttir er einnig á nám- skeiðinu og er trúlega yngst þeiira sem taka þátt, þannig að ekki er kynslóðabilið íjötur um fót þeirra sem vilja læra „kántrý“ málun. Hún segir Sólveig Jónsdóttir að áhugi sinn hafí kviknað eftir að mamma hennar hafði farið á svona námskeið. „Ég hef aldrei verið á svona námskeiði áður, en var aðeins að mála með mömmu eftir að hún var á námskeiði í vor. Mig langaði að læra meira og þetta er meiri háttar gaman og er að hugsa um að fara á næsta námskeið. Júlía Tryggvadóttir og Hrönn Harðardóttir eru líka í miklu stuði og velta fyrir sér tækninni við að mála epli og blómamynstur. Björg stendur á milli þeirra og mundar fínan pens- ilinn og segir: „Ég er héma með listamann í dollu, sem er nokkurs konargel. Til dæmis ef að þú ætlar að mála epli má byrja ég á því að mála með listamanninum (gelinu) og svo í rauða litinn sem ég ber ofan í gelið.“ „Er þetta svipað og þú gerir blómið,“ segir Júlía. „Nei, reyndar ekki,“ segir Björg. „Ég skal sýna þér það á eftir.“ „Hvaða blóm ertu að tala um,“ segir Hrönn. „Þessi sem eru á pottunum hjá henni,“ segir Júlía „One stroke heitir það, en ég veit ekki hvort ég get kennt þetta. Ég sá þetta einu sinni á myndbandi," segir Björg. ,Jú,jú,“ segja Júlía og Hrönn. „A ekki að klára eplið,“ spyr blaðamaður. „Þetta er nú bara krass,“ segir Björg. „En jú það vantar laufblaðið.“ Að svo mæltu skellir hún laufblaði á eplið og sjá það er tilbúið fyrir Adam að bíta í, ef hann væri nú á nám- skeiðinu. Þú nefndir áðan að fólk breyttist í listmálara með þessu galdraefni í dollunni? „Já er þetta ekki listamannslegt?" segir Björg og hampar eplinu. „Það er þá hægt að kaupa listmálara í pakka,“ segir Hrönn. Með það í huga þakkar blaðamaður fyrir sig og kveður þennan valkyrju- hóp sem vílar ekki fyrir sér að ögra Adam eina ferðina enn með því að mála epli úr aldingarðinum og galdra listamenn úr pökkum. Björg leiðbeinir við málunina. Erla móðir hennar, Hrönn og Júlía fýlgjast með.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.