Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 18
18 Fréttir Fimmtudagur 17. september 1998 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 17. september Kl. 20:00 Opið hús í unglinga- starfinu í KFUM&K Sumuidagur 20. september Kl. 20:00 Æskulýðsfundur í safnaðarheimili Landakirkju. Messufall vegna héraðsfunda okkar á Alftanesi. Sóknarprestur. Kirkjan er opin alla virka daga milli klukkan 11:00 og 12:00. Sími sóknarprests er 481-1835 og 897-8984 Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 biblíulestur Föstudagur Kl. 20:30. Samkoma með skandí- navíska hópnum Exodus. Þau koma hingað til að vera aðeins eitt kvöld og minna á ráðstöfun Guðs með Isracl. Laugardagur Kl. 13.00Túrbó-túrbó Kl. 20:30 Bænasamkoma Sunnudagur Kl. 15:00 -ath. breyttan tíma. Vakningarsamkoma. Fóm tekin til Innanlandstrúboðsins. Samskot til Kristniboðsins. Allir li jartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 22. ágúst Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Kl. 11 :(X) Guðsþjónusta. Gestur helg- arinnar Björgvin Snorrason. Allir velkomnir. Baháísam- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta fÖstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481-1585 HITACHI Knattspyrnuvertíðin 1998: Besti áransur ynsri flokkanna í áraraðir Yngri tlokkar ÍBV í knattspyrnu létu heldur betur að sér kveða í sumar. Þeir náðu tlestir frábærum árangri, reyndar þeim langbesta í mörg herrans ár. Þetta er virkilega jákvæð þróun og sýnir svo ekki verður um villst að sameining tlokkanna er heldur betur að skila sér. Arangur sumarsins eru tveir íslandsmeistaratitlar, allir stúlkna- llokkar IBV komust í úrslitakcppni og allir drengjatlokkarnir stóðu sig framar vonum. í yngri flokkunum er keppt í íslandsmóti í 2., 3., 4. og 5. flokki og reyndar f 6. flokki drengja. Lítum á árangur sumarsins í hverjum flokki fyrir sig: 2. tlokkur ÍBV karla undir stjórn Kristins R. Jónssonar vann B-riðilinn með miklu öryggi. Liðið var með 28 stig, vann 9 leiki, gerði I jafntefli og tapaði 2. Þama eru margir efnilegir strákar en helmingur byrjunarliðsins gengur upp í meistaraflokk. Frábær árangur. 3. flokkur drengja undir stjórn Björns Elíassonar lenti í 2. sæti í B- riðli og komst því upp í A-riðil. ÍBV var með 30 stig, 12 stigum á eftir Þór Ak. sem var með fúllt hús stiga. 1 þessu liði eru líka margir efnilegir piltar sem verður fróðlegt að fylgjast með. Mjög gott hjá strákunum að komst uppl. 4. flokkur drengja undir stjórn Kristins R. Jónssonar stóð sig vonum framar. Liðið lék í A-riðli og var búist við mjög erfiðum róðri, jafnvel að liðið myndi falla. En strákarnir stóðu sig mjög vel, lentu í 7. sæti af 11 liðum, unnu 4 leiki en töpuðu 6. Þessi flokkur kom satt að segja einna mest á óvart í sumar. 5. tlokkur drengja undir stjórn Sigurlásar Þorleifssonar stóð sig með prýði. Þar er keppt í A og B og gildir sameiginlegur árangur beggja liða þar sem úrslit A vega þyngra. 5. flokkur lék í B-riðli og vantaði hársbreidd til að komast upp í A-riðil. Liðið komst hins vegar í úrslitakeppnina og stóð sig þar með prýði þótt ekki kæmist það í úrslitaleik. 6. flokkur drengja undir stjórn Jón Ólafs Daníelssonar varð í 2. sæti í Pollamótinu og komst ekki í úrslit. Flokknum óx ásmegin eftir því sem leið á sumarið. 2. flokkur kvenna undir stjóm Heimis Hallgrímssonar kom sá og sigraði. Liðið lenti í 3. Sæti í A-riðli og komst í úrslit. Þar komu stelpumar vemlega á óvart og gerðu sér lítið fyrir og urðu Islandsmeistarar, sigmðu Val í úrslitaleik. Frábær árangur og innilega til hamingju. 3. flokkur kvenna undir stjórn Heimis stóð sig einnig geysilega vel. ÍBV stelpumar lentu í 2. Sæti í sínum riðli og komust auðveldlega í úrslit. I úrslitunum vom stelpurnar óheppnar að komast ekki í úrslitaleik. Engu að síður stóðu þær sig mjög vel. 4. ilokkur kvenna undir stjóm Insar Sæmundsdóttur sló í gegn. A-lið ÍBV varð í 2. Sæti í sínum riðli og komst í úrslit. Þar lenti ÍBV í 3. Sæti og var hársbreidd frá því að komast úrslitaleik. B-liðið vann sinn riðil og gerði sér svo lítið fyrir og varð Islandsmeistari á glæsilegan hátt. Sannarlega frábær árangur hjá stelpunum. Til hamingju. 5. llokkur kvenna undir stjórn Olgu Stefánsdóttur stóð sig einnig mjög vel, bæði á Pæjumóti, hnátumóti og Gull og silfurmóti og unnu til verðlauna. 6. flokkur undir stjórn Ernu Þor- leifsdóttur stóð sig einnig vel í sumar og vann lil verðlauna á Pæjumóti og Gull- og silfurmóti. Astæða er til að óska þjálfurum, unglingaráði, knattspyrnudeildinni, leikmönnum og foreldraráði þessara flokka til hamingju með sumarið. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, ffamkvæmdstjóra knattspyrnudeildar, verður haldið áfram á sömu braut í yngri flokkunum í knattspymunni. Búið er að ráða nýjan yfirþjálfara yngri flokkanna sem kynntur verður nánar í næsta blaði og eru bundnar miklar vonir við störf hans. Einnig verður farið í það á næstunni að ráða aðra þjálfara fyrir yngri flokkana. Þá verður lokahóf yngri flokkanna líklega haldið sunnudaginn 20. október nk. en það verður nánar aug- lýst síðar. Þríðjí flokkur kvenna fór í feróalag til Englands á árinu og heimsóttí bá Manchester United á Old Traford. íslandsmeistarar ÍBV í 2. flokki ásamt Heimi hiálfara. w 1 í ^ \ [ 'i 1 mm 1 1 1 J W M V O A j j á 1 Ui* V 1 n í öðrum flokki eru margir efnilegir strákar en helmingur hyr junarlíðsins gengur uppímeistaranokk. Handboltavertíðin byrjar um hekina Meistaraflokkur karla í hand- knattleik undirbýr sig nú af kappi íýrir komandi átök í vetur. Nú ekki alls fyrir löngu komu strákamir úr vel heppnaðri æfinga- ferð frá Danmörku, þar sem IBV lenti í 5.sæti í sterku alþjóðlegu móti. Strákarnir unnu þrjá leiki en töpuðu tveimur. Helgina 4. - ó.september tóku strákamir þátt í Reykjavíkur-mótinu í handknattleik og urðu úrslit þannig: ÍBV-HK 18-17 ÍBV-KA 12-15 ÍBV - Hörður Hörður mætti ekki HK og KA komust í undanúrslit, þar sem þau voru með betri markatölu heldur en IBV. Það vom síðan Framarar sem enduðu sem sigurvegarar á Reykjavilcumiótinu. Fyrsti leikur ÍBV í íslandsmótinu verður á sunnudaginn gegn Haukum á útivelli og hefst leikurinn klukkan 20:00. Meistaraflokkur kvenna tók einnig þátt í Reykjavíkurmótinu, og líkt og strákarnir þá komust þær ekki í undanúrslit. IBV tapaði fyrir Stjömunni í fyrsta leik, 16 - 17, þar á eftir töpuðu stelpumar með 9 mörkum gegn Víkingi en í síðasta leiknum unnu þær Fram með 5 mörkum. Að sögn Hlyns Sigmarssonar, sem var fararstjóri, þá voru stelpumar að spila vel gegn Stjömunni, ágætlega gegn Fram en hörmulega gegn Víkingi. Nýju stelpumar í IBV-liðinu voru að spila ágætlega en liðinu vantar samæfingu og ungu stelpurnar eru ekki alveg tilbúnar í toppslag meðal þeirra bestu, en sá tími mun koma. Þetta mót var góð æfing fyrir liðið og sýnir að mikið verk er fyrir höndum að búa til lið sem verður í toppbaráttunni, en vonandi tekst það. Fyrsti leikur ÍBV í íslandsmótinu fer fram næstkomandi þriðjudag og verður leikið gegn IR á útivelli. Leikurinn hefst klukkan 20:00. Júgóslavinn mættur Nýi leikmaðurinn hjá ÍBV í handknattleik karla, Júgóslavinn Slavisa Rakanovic, er kominn til Eyja. Að sögn Jóhanns Péturssonar hjá handknattleiksráði IBV, þá er Slavisa 31 árs hægrihandarskytta, sem hefur spilað með yngri landsliðum Júgóslavíu. „ Hann er virkilega góður alhliðaleikmaður, sem hefur mikla reynslu. Slavisa hefur verið atvinnumaður í 10 ár og hefur hann meðal annars spilað með einu sterkasta félagsliði í Evrópu sem er Metaloplastika í Júgóslavíu. Einnig hefur hann leikið með félagsliðum á Spáni og í Portúgal. Slavisa er nálægt tveimur metrum á hæð og þá er hann svipaður Eyþóri Harðarsyni í handknattleiksráði að þyngd, eða um 100 kíló,” sagði Jóhann Pétursson brosandi að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.