Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 19
Fimmtudagur 17. september Fréttir 19 Landssímadeildin: Grindavík 1 - IBV 0 Hikstað á lokasprettinum Grindavík og ÍBV áttust við í 16. umferð Landssíniadeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Leik- ið var í strekkingsvindi í Grindavík og var lítið um glæsileg tilþrif í leiknum, sérstaklega af hálfu Eyja- manna. Grindavík var að berjast fyrir lííi sínu í deildinni en IBV þurfti þrjú stig í baráttuna um Islandsmeistaratitilinn. Grindavík hafði betur með marki á 8. mínútu en eftir sátu Islandsmeistararnir með sárt ennið. Grindvíkingar vom mun sprækari í byrjun leiks og ætluðu sér ekkert annað en sigur gegn andlausum Eyja- peyjum. Heimamenn voru mun grimmari á boltann og gáfu Is- landsmeisturunum ekki tommu eftir. Leikurinn var ekki skemmtilegur á að horfa sökum hvassviðris, sem óneitanlega setti strik í reikninginn. En heimamenn í Grindavík skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Grétar Hjartarson, sem skoraði eftir góðan undirbúning Zoran Ljubicic. Eftir markið reyndu bæði lið að þreifa fyrir sér en fátt markvert gerðist fram að leikhléi. Það sama var uppi á teningnum t síðari hálfleik og í leik ÍBV-liðsins vantaði allann kraft og áræðni. Grindvíkingar héldu sínu striki og vom mun hættulegri í sínum sóknaraðgerðum. Það fór svo að lokum að heimamenn sigmðu 1- 0, og náðu að hífa sig upp af botninum í bili. Hlynur Stefánsson var langbesti maður ÍBV í leiknum og var greini- lega eini maðurinn sent hafði virkilegan áhuga og metnað til þess að klára leikinn með sigri. Aðrir leikmenn mega heldur betur fara að hugsa sinn gang ef þeir ætla sér að halda Islandsmeistartitlinum hér í Eyjum. Bjarni þjálfari á eflaust sinn þátt í þessu tapi gegn Grindavík vegna innáskiptinga. í fyrsta lagi, eins og svo oft áður í sumar, koma inná- skiptingarnar alltof seint og í öðm lagi er óskiljanlegt að þegar liðið er cinu marki undir og þarf að sækja og skora, þá skiptir hann sóknarmanni inn á fyrir sóknarmann. Væri ekki nær að taka mann úr öftustu línu? Lið ÍBV: Gunnar 6 - Hjalti 6, Guðni R. 5, Zoran 6, Hlynur 8 - Ingi 6, Kristinn H. 5, ívar I. 6, Steinar 5 (ívar B 6), Kristinn L. 5 - Sindri 6(Steingrímur 6) Sindri Þór Grétarsson fagnar marki sínu á móti Fram í 15. umferð. Atli Eðvaldsson kúvendir -Heldur nú fram skoðunum sem hann taldi ærumeiðandi fyrir tveimur árum Það hefur verið kátbroslegt að fylgjast með ummælum Atla Eðvaldssonar, þjálfara KR, eftir sigur KR gegn IA. Atla lætur hafa það eftir sér að IBV eigi bara einn leik eftir, gegn KR, því Leiftur ætli að tapa fyrir ÍBV á laugardaginn. Það er gaman að líta tvö ár til baka þegar ÍBV var sakað um að ætla að tapa fyrir IA í lok Islandsmótsins en þá var Atli einmitt þj'lafari ÍBV. Þá hafði Atli mörg orð um hversu lákúmlegt það væri að saka menn unt að ætla að tapa leikjum. I viðtali í Fréttum sagði hann m.a.: ...er það grófasta sem hægt er að saka íþróttamenn um, að ætla vísvitandi að hliðra til um úrslit í leik. Þetta er eins æmmeiðandi og hægt er að hafa það. Atli virðist heldur betur hafa skipt um skoðun frá þessum tíma því nú sakar hann Leiftursmenn um að ætla vísvitandi að tapa fyrir IBV á laugardaginn. Ætli Atli telji þetta það þá ekki lengur til æmmeiðandi umntæla að saka íþróttamenn um það að ætla sér vísvitandi að hliðra til úrslitum í leik. Hér má sjá úrklippu úr Fréttum fyrir tveimur ámm og DV í þessari viku þar sem Atli lætur móðan mása. Þarna kveður við annan tón. Eigum tvo leiki eftir en IBV einn Mikill taugatitr- ingur er far- inn að gera vart við sig meðal leik- manna og forráða- manna í úr- valsdeild- inni í knattspyrnu fyrir loka- sprettinn sem fram undan er í deildinni. Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, vill ekki heyra á það minnst að titillinn sé á leið í vesturbæinn og eftir sigurinn á ÍA um helgina þar sem KR-ingar komust á toppinn sagöi Atli þeg- ar hann var spurður út í mögu- leika á titlinum eitthvað á þessa leið: „Við eigum tvo leiki eftir en Eyjamenn aðeins einn. Við þurf- iiw-. a;i»a. . W JLXX Gi CX CVTprpxiXIX fundi eftir leik. „Það var fyrir öllu að þetta kæmi þó að það kæmi seint. Við vorum nægilega þolinmóðir sem er lykillinn að þessu. Viö eigum tvo leiki eftir en ÍBV aðeins einn þar sem Leift- ursmenn hafa gefið þaö út að þeir vilji aö ÍBV verði meistarar en þau lið mæt- ast einmitt næst. Leikurinn við Kefla- vik er örugglega einn mikilvægasti leikur KR og viö treystum á framhald á góðum stuðningi. I>að koma nýir menn inn í liðið þar sem Andri og Winnie eru i banni og því enn mikil- vægara að menn standi enn þéttar sam- an. Liðið hefur spilað sömu leikaðferð í allt sumar. Með hverjum leik fækkum við mistökunum og eflum iiðsheildina. Við höldum áffam okkar leið og það væri ofboðslega gaman að fá úrslitaleik gegn Eyjamönnum í lokaumferöinni." KR án Davids Winnies KR spiiaði vömina traust að vanda Erveriðaðgeh skílíEyjamenn? Atu Eðvaldsson, þjálfari ÍBV: ,„,Já, svo sannarlega. Ég hef spilað yfir 70 landsleiki og á að baki 20 ár í meistaraflokki og hef aldrei orðið vitni að öðru eins eða ásakaður um jafn alvarlegan hlut. Það er hægt að segja allan fjand- ann um Eyjamenn en að þeir spili ekki með hjartanum er það eina sem ekki má segja, þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt sem þeir gera. Tilkynning íslenskra getrauna vegna útilokunar á leik ÍBV og ÍA á Lengjunni, er það grófasta sem hægt er að saka íþróttamenn um, að ætla vísvit- andi að hliðra til um úrslit í leik. Þetta er eins ærumeiðandi og hægt er að hafa það. Svo er alveg sama hvernig þessi leikur fer á laugardaginn, það var ýmislegt hugsað. Þeir útiloka leikinn á Lengjunni á þeim forsendum að „heyrst hefur“ o.s.frv. Það var ein- hver sem sagði mér að hann hefði heyrt því fleygt í sjoppu í Reykjavík að KR væri búið að kaupa leikinn gegn Stjörnunni. Væntanlega er hægt að útiloka þann leik af Lengjunni á þessum sömu fáránlegu forsendum.“ Leikur ÍBV og ÍA er ekki á Lengjunni á laugardaginn. ítilkyn- ningu frá íslenskum getraunum stendur m.a. að „þar sem heyrst hefurað leikmenn ÍBV hafa sagt að best væri að tapa fyrir ÍA til að komast i Evrópukeppni, höfum við ákveðið að hafa þennan leik ekki á Lengjunni. Viðþurfum að vera 100% öruggir um að úrslit séu ekki ákveðin fyrirfram..." IBVeðaKR? Nú þegar tvær umferðir eru eftir af Landssímadeildinni er nær öruggt að tvö lið korna til með að berjast um titilinn, IBV og KR. Eyjamenn hafa aðeins fengið tjögur stig úr síðustu þremur leikjum í deildinni, sem er engan veginn nógu gott af toppliði að vera. KR- ingar hafa hins vegar verið á mikilli siglingu og hafa ekki tapað leik í langan tíma. Atla Eðvaldssyni. þjálfara KR, hefur tekist vel upp með að halda pressunni frá sínum mönnum en það getur hann ekki geil mikið lengur því að nú em þeir efstir og aðeins tvær umferðir eftir. Hann á e.t.v. eftir að segja við sína menn, að nú hafi KR fimtn stiga forstkot á IA í baráttunni um annað sætið, hver veit. En greinilegs taugatitrings er farið að gæta í herbúðum KR-inga. þar sem titillinn er nú í augsýn, og kom það bersvnilega í ljós þegar þjálfari KR-inga sagði í viðtali nú fyrir skömmu, og var með tárin í augunum að Leiftur ætlaði sér að tapa fyrir ÍBV til að reyna að ná Evrópusæti og KR ætti tvo erfiða leiki eftir en ÍBV bara einn! En spáurn aðeins í þá leiki sem liðin eiga eftir. ÍBV-LEIFTUR: Eyjamenn hafá ekki tapað á heimavelli í sumar og fara ekki að gera það nú. 1 lið Leifturs vantar fimm af fasta- mönnuni liðsins og munar um minna. Ekki spuming að það verður IBV-sigur í þessum leik KEFLAVÍK-LEIFTUR: Tveir leik-menn í banni hjá KR og tveir til þrír á hættusvæði með gul spjöld. KR-ingar hafa alltaf átt í erfiðleikum með Keflvíkinga á útivelli og sú verður raunin einmitt nú. KR nær jafntefli eða tapar. KR - ÍBV: Að öllum líkindum úr- slitaleikur sumarsins. Þetta verður hálfgerður bikarúrslitaleikur og í þessum leik skiptir öllu máli hvort liðið kemur betur stemmt í leikinn. Ómögulegt er að spá fyrir um úrslit þessa leiks, en eitt er víst og það er; áfram ÍBV og bikarinn til Eyjal! Enduóu sumarið meó stæl Annar flokkur karla lék sinn síðasta leik í Islandsmótinu, á sunnudaginn var. Selfyssingar komu þá í heim- sókn og var leikið á Helgafellsvelli. IBV-strákarnir tóku gestina í bakaríið og unnu, 10-3. Mörk ÍBV skoruðu þeir; Magnús Elíasson 3, Gunnar H. Þorvaldsson 3, Bjarni G. Viðarsson 2 og Hjalti Jónsson 2. ÍBV stóð uppi sent öruggur sigurvegari í B-deild annars flokks og spilar því í A-deild að ári. Eyja- strákar enduðu með 28 stig og var markatalan 38-12. ÍBV vttrað spila mjög vel í sumar og í þessum aldursflokki eru margir efnilegir leikmenn sem gaman verður að fylgjast með í l'ramtíðinni. Aðalsteinn 03 Júlíus sigurvegarar Afmælismót Gólfklúbbs Vest- mannaeyja fór fram um síðustu helgi. Styrktaraðili mótsins var Sparisjóður Vestmannaeyja. Mikið var um dýrðir og urðu einstök úrslit einsog hér segir: MEÐ FORGJÖF 1. Aðalsteinn Sigurjónsson GV á 61 höggi, 2. Karl Haraldsson GV á 67 höggum og 3. Ingibjörn Þ. Jónsson GV 67 höggum. ÁN FORGJAFAR I. Júlíus Hallgrfmsson GV á 70 höggum, 2. Haraldur Júlíusson GV á 74 höggum og 3. Sighvatur Amarsson GR á 78 höggum. LENGSTA UPPHAFSHÖGG: Gunnar B. Stefánsson NÆSTUR HOLU Á 2. BRAUT: Sverrir Einarsson 4,53 cm NÆSTUR HOLU Á 7. BRAUT: Júlíus Hallgrímsson 2,24 cm NÆSTUR HOLU Á 12 .BRAUT: Jakobína Guðlaugsd. 2,64 cm NÆSTUR HOLU Á 14. BRAUT: Haraldur Júlíusson 2,29 cm NÆSTUR HOLU Á 17 .BRAUT: Bergur Sigmundsson 2.81 cm PÚTTKEPPNI 18.HOLUR 1. VERÐLAUN Maigrét 40 pútt 2. VERÐLAUN Auður 48 pútt Myndarieg gjöf Framfarabikar ÍBV er gefinn GV í tilefni 60 ára afmælis klúbbsins þann 12.desember 1998. Gefendur ein ÍBV héraðssamband og IBV- íþróttafélag. Stjórn GV ásamt gef- endum mun semja reglugerð um nteðferð bikarana en þeir verða afhentir í hófi þegar íþróttamaður ársins í Vestmannaeyjum er krýnd- ur íjanúar ár hvert. Bikararnir eru farandgripir og ætlaðir til eflingar unglingastarfi GV. Bikararnir eru hugsaðir sem viðurkenning fyrir mestu framfarir, góða ástundun og íþróttamannslega framkomu. Framundan Sunnudagur 20. september kl. 14:00 á Hásteinsvelli Meistarflokkur karla ÍBV - Leiftur Ilandholti Sunnudagur 20. september Kl.20:00 mfl.ka. Haukar - ÍRV Þriðjudagur 22. september K1.20:00 mfl.kv ÍR-ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.