Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Síða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 1. október 1998 Hestamenn stofna Hestamannafélagið Gáska Um tunugu manns mænu á stofnfundinn en gert er ráð fyrír að stofnf élagar uerúi rúmlega 30. Ualur tírn er fyrir miðri myndifremrirðð. Á ilmmtudaginn í síðustu viku kom saman liópur ungs i'ólks í sai Sveinaielags járniðnaðarmanna. Þetta var tuttugu manna hópur og tilgangurinn að stofna íþrótta- og hestamannfélag í Vestmannaeyjum. Þólti þetta góð mæting og sanna að mikili áhugi væri fyrir því að áhugamenn um hestaíþróttir leiddu saman hesta sína í einum félags- skap. Að minnsta kosti ellei'u aðrir höfðu boðað komu sína á stofnfundinn en áttu ekki heimangengt þetta kvöld, en teljast samt stofnfélagar. Fundi var því ekki formlega slitið heldur boð- aður framhaldsstofnfundur innan ntánaðar svo fólki gæfist kostur á því að kynna sér lög félagsins í næði og stjórnin gæti ráðið ráðum sínum um hvernig best væri staðið að fyrsta skeiði félagsins í hagsntunamálum þess. Á fundinum fór fram atkvæða- greiðsla um nokkur nöfn á félagið og varð niðurstaðan sú að félagið fengi nafnið Gáski. Þegar það hafði verið samþykkt var kosin stjóm og drög að lögum og markmiðum félagsins lögð fyrir fundinn. Ákveðið var að félags- gjöld yrðu 5000 kr á ári og síðan var orðið gefið laust. Eins og fram kemur í lögum félagsins er markmið þess að ella áhuga á hestum, stuðla að góðri með- ferð þeirra, vinna að framgangi hesta- íþrótta og gæta hagsmuna félags- manna. Á fundinum kom fram að brýnast mála félagsins væri að koma upp aðstöðu fyrir það fólk sem á hesta í Eyjum. Voru hesthúsamál þar efst á baugi. Komframaðáhugi værimikill fyrir því að reyna að fá Dalabúið undir starfsemina, en Vestmannaeyjabær á þann húsakost sem þar er, en hann hefur verið notaður sent geymslur fyrir bæinn. Kom fram að kostirnir væru margir og ákjósanlegir við þennan stað til hestamennsku. En hvað er það sem rekur hesta- áhugamenn um að koma saman núna og slofna félag? Valur Örn Gíslason nýkjörinn for- maður Gáska segir, að þð sé nú kannski einum manni að þakka. „Já, ætli maður geti ekki þakkað þetta Róbert Sigurmundssyni sem vildi vernda mófugla í girðingu sem ég fékk að setja hestana mína í tímabundið ofan við Stapaveg." Valur Örn segir að nauðsynlegt sé að hestaáhugamenn standi sainan í félagi, því að einstaklingar ættu ekki eins hægt um vik að ná fram þeim markmiðum sem nauðsynleg væru til að efla hestaíþróttir í Eyjum. „Einnig mun styrkur okkai' aukast vegnaþess að félagið mun verða aðili að IBV, Landssambandi hestamannafélaga og ÍSÍ,“ segir Valur Öm. Vestmannaeyjar eru mjög ákjós- anlegar til hestamennsku og næg sumarbeit lil staðar. „Það verður hins vegar stefna félagsins að útvega lélaginu beitarrétt í stað þess að veita réttinn til einstaklinga. Nú hefur verið ráðinn maður til þess að endurskoða leigusamninga búfjáreigenda við bæinn lil þess að gera megi nýja ítölu fyrir eyjuna og meta beitarþol. Það er hins vegar Ijóst að alltaf mun verða einhver takmörkun á fjölda hrossa hér vegna þessa, hins vegar eru hæg heimatökin að koma hrossum í hagagöngu á fastalandinu á haustin og flytja hey lil Eyja þegar hross eru í húsum á vetrum." Valur Öm segir að ef Dalabúið fáist ekki sé ekki um annað að ræða en að byggja hesthús fyrir hesta félags- manna. „Að vísu yrði það dýrt, en á móti kemur að áhuginn er mjög mikill, hvort heldur er hjá ein- staklingum eða fjölskyldum. Hest- húsabyggð hér á ekki að vera meira vandamál en á Reykjavíkursvæðinu og jafnvel eru hesthús orðin það góð og vel um þau gengið að ekki sést munur á íbúðabyggð og hesthúsa- byggð. Einnig viljum við halda vel utan um unglingastarf og bjóða fólki að koma hingað til útreiða." Valur Öm hefur rætt þessi mál við bæjarfulltrúa Vestmannaeyja og segir að honum hafi verið vel tekið. „Það er engin neikvæðni í gangi í sambandi við þessi mál af þeirra hendi, hins vegar má kannski segja að þeir séu ekki nógu upplýstir um þörfina fyrir að konta upp góðri aðstöðu fyrir hinn almenna hestaáhugamann í Vest- mannaeyjum, en við höfum fulla trú á því að hægt verði að gera eitthvað í málunum að minnsta kosti til bráðabirgða fyrir haustið," sagði Valur Öm að lokum. Sjóm Gáska skipa eftiitaldir: Valur Örn Gíslason formaður, Axel Svein- bjömsson varafomtaður, Ragnheiður Einarsdóttir gjaldkeri, Silja Ágústs- dóttir ritari. Hallgríntur Rögnvaldsson meðstjórnandi. Varamenn í stjórn voru kosnir Sigurður G. Pálsson og Helga Vattnes og endurskoðendur Dagbjört Laufey Emilsdóttir og Sigurlaug Harðardóttir. Hestamenn hafa augastað á Dalabúinu sem heír segja óskakost fyrír hrossin. Myndin er tekin uið afhendingu gjafarinnar. Frá uinstri: Leifur flrsælsson, Hilmar Rósmundsson, Þóröur Rafn Sigurðsson, Guðjón Rögnualdsson, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Magnús Kristinsson, Sigurður Einarsson og Nanna flskelsdóttír, yfírbókauörður Útuegsbændur styðja Bókasafnið Útvegsbændafélag Vestmannaeyja gaf á þriðjudaginn Bókasafni Vest- mannaeyja Ijósritunarvél og myndhöndin Verstöðin ísland. Tilefnið var að nú í ár er ár hafsins og mun verða mikið um uppákomur næstkomandi laugardag í tilefeni af því. Magnús Kristinsson frant- kvæmdastjóri Bergs-Hugins afhenti gjafimar og fór fáunt orðum um nauðsyn þess að bókasafnið væri vel búið tækjum ekki síður en bókum og öðrum þeim nútímatólum sem nauð- synleg em til þess að nútímabókasafn geti staðið undir nafni. Nanna Ás- kelsdóttir yfirbókavörður tók við gjöfinni fyrir hönd bókasafnsins og þakkaði hlýjan hug útvegsbænda í garð safnsins. Hún sagði og við þetta tækifæri að sjómenn hefðu alla tíð verið dyggir stuðningsmenn safnsins og hefði safnið komið til móts við þá með útlánum til áhafna á sjó. Þennan sama dag opnaði safnið aftur eftir gagngerar breytingar og endurbætur. Nanna var því glöð í sinni og lék við hvurn sinn fmgur. „Þó að fram- kvæmdum sé ekki alveg að fullu lokið, sáum við okkur ekki annað fært en að opna á tilsettum tíma, enda bókaormar orðnir mjög aðþrengdir vegna lokunarinnar. En innan viku verður allt orðið klárt og gestir safnsins munu geta sinnt bókaþörf sinni á safninu án þess að hávaði frá iðnaðarmönnum raski fróðleiks- þorsta." Nanna vildi að lokurn koma þakklæti á framfæri til allra þeina sem hafa staðið að þessu verki og framkvæmdum. Opnunartími safns- ins er nú frá 08:00 til 19:00 til að byija með, en opnunartími safnsins er nú til endurskoðunar hjá til þess bærum mönnum. Velkomin um borð Heimboð vestmanneyskra útvegs- bænda á laugardaginn frá kl. 15 - 18 í finim skip í Eyjaflotanum, hafnsögubátinn Lóðsinn, í vinnslu- sal ísfélagsins, fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar og Eyjaís. Árið 1998 er ÁR HAFSINS. Útvegsbændur í Vestmannaeyjum ætla á laugardaginn 3. október, frá kl. 15 - 18, að bjóða Vestmannaeyingum í heimsókn í nokkur skip í Eyja- flotanum, hafnsögubátinn Lóðsinn, í vinnslusal ísfélagsins, fiskimjölsverk- smiðju Vinnslustöðvarinnar og Eyjaís. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir alla bæjarbúa til að koma um borð í frystitogara, loðnuskip, ver- tíðarbúta, skoða vinnslusal með nýjustu tækni, fiskimjölsverksmiðju sem uppfyllir ströngustu reglugerðir um mengunarvamir, verksmiðju sem framleiðis ís í bátaflotann og nýja lóðsinn sent var smíðaður hjá Skipa- lyftunni í Vestmannaeyjum. Skipin fimm munu verða til sýnis við Binnabryggju. Sjómenn taka á móti fólki og skýra út það sem fyrir augu ber. Veitingar verða um borð, Lúðrasveit Vestmannaeyja mun spila um borð í bátunum. I Isfélagi, Vinnslustöð og Eyjaís mun starfsfólk taka á rnóti gestum og leiða ykkur í allan sannleik um framleiðsluna. Veitingar verða á þessum stöðum og um borð í bátunum verða fræðslu- myndir um sjávarútveg í sjónvarps- tækjum. Sjávarútvegurinn er undir- staða atvinnulífs á landsbyggðinni. Útgerð, fiskvinnsla og skyld atvinnu- starfsemi verður í fyrirsjáanlegri framtíð uppistaðan í atvinnulífi Vest- mannaeyinga og flestra byggðarlaga allt í kringum landið. Bátarnir fintm í Vestmannaeyjum sem verða opnir almenningi eru nótaskipið Gígja VE 340, Gandí VE 171, Gullborg VE 38, Breki VE 61 og Vestmannaey VE 54. Auk þessa verður nýr hafnsögubátur Vestmanna- eyinga, Lóðsinn, til sýnis en hann var smíðaður í Skipalyftu Vestmannaeyja og afhentur fyrr á þessu ári. Fiskimjölsverksmiðja Vinnslu- stöðvarinnar verður einnig opin almenningi. Hún var endurbyggð 1993 og er hún ein sú fullkomnasta á landinu, framleiðir gæðamjöl og uppfyllir ströngustu reglugerðir unt mengunarvamir. Frystihús Isfélags Vestmannaeyja verður opið al- menningi. Frystihúsið er eitt hið full- komnasta á landinu. Þá verður ísverksmiðja Eyjaíss einnig opin. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.