Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 8. október 1998 • 41. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 -Gæfi þurft að segja upp samningum við starfsfólk á miðju ári 1999 vegna þess Á aðalfundi Herjólfs hf., sl. þriðjudag, kom m.a. fram í skýrslu stjórnar að Vegagerðin hyggst bjóða út rekstur Herjólfs þegar núverandi samningur rennur út í árslok 1999 eða eftir rúmt ár. Formaður stjómar Herjólfs, Grímur Gíslason, sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart, áhugi Vegagerðarinnar lægi í þessa átt. Rétt væri þó að athuga hverju ætti að áorka með slíku útboði. Ljóst væri að ekki væri hægt að minnka kostnað við reksturinn mikið, miðað við óbreyttan ferðafjölda. Verði reksturinn boðinn út, sagði Grímur að Heijólfur hf. myndi eflaust bjóða í hann og staða fyrirtækisins hlyti að verða sterk þar sem fyrirtækið ætti þjónustumannvirkin bæði í Eyjum og í Þorlákshöfn. Þá benti Grímur á að næðist ekki nýr samningur milli Vegagerðarinnar og Heijólfs hf. um rekstur skipsins, fljót- framgang mála og jafnvel þyrfti að Sjá meira um aðalfund Herjólfs á lega á næsta ári, yrði nauðsynlegt að segja upp ráðningarsamningum blaðsíðu 2. halda starfsmönnum upplýstum um starfsfólks um mitt næsta ár. Áhöfnin á fifeigi VE lögskráð á Grundarfirði -Útgerðin segist eingöngu vera að framfylgja lögum Áhöfn Ófeigs VE 325 er ekki lengur lögskráð í Vestmannaeyjum. Lög- skráning áhafnar verður nú á Grundarfirði en þar hefur skipið iagt upp afla sinn í haust. Díanna Þyri Einarsdóttir, hjá útgerð Ófeigs, sagði að þama væri einungis verið að framfylgja lögskráningar- lögum. „Það er skylda að skrá áhöfn skips þar sem það leggur upp afla og þess vegna verðum við að skrá áhöfnina á Grundarfirði meðan gert er út þaðan. Þetta eru lög og við verðum að fara eftir þeim. Ég sé ekki að þetta breyti miklu, í rauninni er það eina sem breytist að það verður nýtt faxnúmer á blaði, annað verður eins og það hefur verið," sagði Díanna. Áhöfn Ófeigs er öll frá Vest- mannaeyjum og hingað til hefur útgerðin greitt fargjöld þeirra frá Grundarfirði og hingað jregar þeir hafa farið í frí. Verður einhver breyt- ing á því fyrirkomulagi með nýjum skráningarstað? „Það er rétt, útgerðin er ekki skyldug til að greiða flutningskostnað áhafn- arinnar eftir þessa breytingu en hvort sú verður raunin, veit ég ekki, það er samningsatriði milli útgerðar og skipshafnar. En ég vil ítreka að þessi skráning er gerð til að framfylgja lögskráningarlögum,“ sagði Díanna. Útgerðarmenn og fiskvinnslufyrirtæki buðu Vestmannaeyingum að heimsækja skip og báta og mjölvinnslu, ísstöð og frystihús á laugardaginn. Fjölmargir nýttu sér þetta tækifæri enda veður gott og þarna gafst tækifæri til að láta sjá sig og sjá aðra. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sfmi 481 Rækta sam- bandíð víð Eyjar I gær voru fulltrúar fyrirtækja- þjónustu og viðskiptastofu Is- landsbanka að heiisa upp á viðskiptavini sína í Vestmanna- eyjum. Ræddu þeir við for- ráðamenn bæjarins og fulltrúa stórra sem smærri fyrirtækja í bænum. Börkur Grímsson, útibússtjóri, segir að þessi ferð sé farin ^ð frum- kvæði bankans og sýni mikilvægi Vestmannaeyja fyrir Islandsbanka. „Þessir menn eru mjög uppteknir og það er ekki á hverjum degi sem þeir leggja land undir fót," segir Börkur. „Með þessu vill Islands-banki rækta samband sitt við við-skiptamenn í Eyjum með sýni-legpm hætti. Það er kannski dæmi-gert fyrir þann hug sem for-ráðamenn íslandsbanka bera til Vestmannaeyja, að við viðskipta-borðið í höfuðstöðvunum, þar sem öll gjaldeyrisviðskipti fara um eru nokkrar klukkur sem sýna tímann í nokkrum borgum vítt og breitt um heiminn eins og algengt er í fjárrnálastofnunum. Er klukkan fyrir Island merkt Vestmannaeyjum en ekki Reykjavík eins og búast mætti við,“ sagði Börkur einnig. Minnsta atvfnnu- leysiímörgár Atvinnuleysi er nú minna í Vestmannaeyjum en það hefur verið í mörg ár samkvæmt upp- lýsingum frá Arnari Sigur- mundssyni hjá Vinnuveitenda- félagi Vestmannaeyja. Amar segir að um mánaðamótin ágúst - september hafi 25 verið skráðir atvinnulausir en um síðustu mánaðamót voru þeir komnir niður í 13. „Þetta er um 0,5 atvinnuleysi og höfum við ekki séð lægri tölu í mörg ár. Svo er eitthvað um sjó- menn á skrá sem em að fara á milli báta þannig að atvinnuleysi hefur nánast verið þurrkað upp í Vest- mannaeyjum,“ sagði Amar. Síldueiöum úr norsk-ís- lenska stofninum lokið Þau tvö skip, sem fengu leyfi til veiða úr norsk-íslenska síldar- stofninum í haust, hafa nú bæði Iokið sínum veiðum. Aflinn mátti nema einum fullfermistúr en hvorugt skipið náði því að fullu. Sigurður VE landaði í Krossanesi á þriðjudag um 1000 tonnum og Sighvatur Bjamason VE landaði á mánudag svipuðum afla liér í Eyjum. Er þar með lokið þætti Vestmannaeyinga á veiðum úr þessum stofni á þessu ári. Mán - Lau Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Kl. 08:15 Kl. 12:00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00 aukaferöir föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 Heriólfur /wácw/ú/ið Sími 481 2800 Fax 481 2991 Verður rekstur Herjólfs boðinn út á næsta áriP

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.