Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 8. október 1998 Námskeið sem auðvelda á sam- skipii við fádaða nemendur Lúðratónleikar Starfsfólk grunnskólanna fjölmennti á námskeiðið. I síðustu viku var haldið námskeið fyrir starfsfólk grunn- og leik- skólanna í Vestmannaeyjum, sem gera á starfsfólk þessara skóla hæfara til þess að eiga samskipti við fatlaða nemendur. Námskeiðið er haldið að tilhlutan skólaskrifstofu Vestmannaeyja og hefur Erna Jóhannesdóttir haldið utan um námskciðið. Námskeiðið hefur verið haldið í nokkrum áföngum og var fyrsti áfangi haldinn í ágúst síðastliðnum, þar sem fram fór kynning á þeim bömum sem í skólunum em og þurfa meiri aðstoð en aðrir samnemendur þeirra. Sá áfangi sem nú er í gangi er haldinn sameiginlega fyrir starfsfólk beggja grunnskólanna, leikskólanna, og I- þróttamiðstöðvarinnar, en starfsfólk þessara stofnana að undanskilinni Ijölskyldunni umgengst mest þau böm sem eiga við einhverja fötlun að stríða. Rannveig Traustadóttir blindraráð- gjafi hjá Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins hélt fyrirlestur um blindu og Bjartey Sigurðardóttir talkennari hélt fyrirlestur um tákn með tali (TMT). Rannveig segir að fyrirlestuiTiennar hafi fjallað urn hvað það er að vera með fatlað bam í skóla. „Þó fyrir- lestur minn hafi fjallað um blindu, þá gilda mikið til sömu lögmál sem byggja má við aðra fötlun. Eg tek mið af þeim börnum sem em fötluð og eru að hefja nám. Starfsfólki skólanna er nauðsynlegt að geta stutt börnin og komið til móts við þarfir þeirra. Við reynum að horfa á hvað þessi börn eiga sameiginlegt en ekki hvað greinir þau að.“ Rannveig segir að fólk byggi kannski ekki viðhorf sfn til fatlaðra á fordómum, heldur sé það frekar óöryggi sem einkennir viðbrögð þess. „Fólk veit hins vegar mjög mikið um börn. Okkar markmið er hins vegar að komið verði fram við þessi börn í samræmi við takmarkanir hvoru tveggja." Ema Jóhannesdóttir, segir að reynt sé að koma til móts við þarfir þessara bama í sveitarfélögum úti um land. „Eftir því sem þjónustan við þessa einstaklinga hefur skánað hefur skilningur aukist og minna um að fólk flytji úr sinni heimabyggð vegna fötlunar bama.“ Hún segir að þó að þetta námskeið beinist að því að efla skilning á fötluðum börnum og gera því kleift að eiga samskipti við þau á þeirra for- sendum, þá skili það sér líka inn í skólastarfið. „Böm eru þó ekki eins óömgg eða fordómafull og fullorðnir. Börn samþykkja fatlaðan jafnaldra sinn frekar á jafnréttisgrundvelli, eða eins og hann er, en auðvitað er fötlun útskýrð fyrir bekknum og þeinr kennt til dæmis táknmál til þess að þau geti átt í samskiptum. En það er nauð- synlegt að hjálpa öðmm til þess að setja sig í spor annarra. Með því er hægt að öðlast meiri skilning." Bjartey segir að námskeiðið sé miðað við þá þörf sem er í Vest- mannaeyjum og nú em þrjú til fjögur böm sem þurfa á talkennslu að halda. „Þetta tjáskiptakerfi sem ég kynni hér er ætlað fyrir heyrandi börn, sem ekki geta tjáð sig með talmáli. Þannig er það hugsað sem stuðningur og hjálp- artæki til þess að koma börnunum af stað. Það hafa mörg böm fengið aðstoð með þessu kerfi og hafa náð góðum árangri í því að tjá sig með talmáli. Á laugardaginn (lO.október) kl. 16.00 munu Lúðrasveit Selfoss og Lúðrasveit Vestmannaeyja halda sameiginlega tónleika í sal Lista- skólans við Vesturveg. Sveitirnar leika hvor um sig sína efnisskrá, en síðan munu þær leika saman nokkur lög. Tilefni þessara tónleika er það, að Lúðrasveit Selfoss er 40 ára um þessar mundir og ákvað af því tilefni að heimsækja Lúðrasveit Vest- mannaeyja og efna til samspils. Þessar sveitir hafa átt umtalsvert samstarf í gegnum tíðina og skipst á heimsóknum og spilað saman þegar tækifæri hefur gefist. Við sem störfum í þessum lúðra- sveitum hvetjum fólk til að mæta og hlýða á skemmtilega lúðratónlist. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir manninn. Lúðrasveit Vestmannaeyja fyrir- hugar síðan sína árlegu styrktar- félagatónleika 21. nóvember nk. Stjómandi Lúðrasveitar Vest- mannaeyja er Stefán Sigurjónsson og stjómandi Lúðrasveitar Selfoss er Ásgeir Sigurðsson (F réttatilkynning) CZ^úI?U2Énú3íallf2 Þann 4. október sl. áttu Bjarni Jónasson og Jórunn Bergsdóttur 40 ára brúðkaupsafmæli, rúbínbrúðkaup. Með þeim á myndinni eru Jónas, Valgerður og Bergþór. ttoáiegi Sigurgeir Jónsson , sknfar l|osvakamiolum Skrifari fylgist töluvert með fréttum í íjöl- miðlum. Bæði er að hann starfar að hluta á einum slíkum og eins að hann hefur alla tíð haft áhuga á þvt' sem er að gerast í kringum hann. Skrifari gerir ekki upp á milli fréttatíma hjá sjónvarpsstöðvunum, honum finnst þar fjallað um mál af hlutleysi, sama hvor stöðin á í hlut. Öllu meiri alvarleiki og festa er þó yfir Ríkis- sjónvarpinu, á Stöð 2 koma menn stundum á óvart með ýmiss konar uppátækjum sem minna er af hjá keppinautinum. Skrifari hlustar nær einungis á tvær útvarps- stöðvar og þær báðar ríkisreknar, þ.e. Rás 1 og Rás 2. Hann man raunar þá tíð þegar aðeins ein útvarpsstöð íslensk var leyfileg og fólk varð að hlusta á hana. Sú útvarpsstöð var sérlega menn- ingarleg (og er enn), átti að gera öllum landsmönnum til hæfis og öllum aldurshópum. Að sjálfsögðu var slíkt óleysanlegt mál og ekki gerlegt. Enda voru alltaf allir óánægðir, öllum fannst á sig hallað. Ungt fólk var hundóánægt og það skiljanlega, efni við þess hæfi var í lágmarki, menningarpostular voru óánægðir, fannst of mikið af ómenningarlegu efni (þó svo að skrifara þættu nú prelúdíur og fúgur stundum fullfyrirferðarmiklar á dagskránni) og eldra fólk kvartaði sáran yfir öllu garginu í útvarpinu, allt of mikið af tónlist og of lítið af töluðu orði. Þetta leystist ekki fyiy en rekstur ljósvakatjölmiðla var gefinn frjáls á íslandi. Sjálfsagt hefur engan órað fyrir þeirri skriðu fjölmiðla sem það frelsi hafði í för með sér, sérstaklega þó útvarpsstöðva. Af þeim stöðvum er það aðeins ein, fyrir utan ríkisrásimar, sem hefur staðið allt af sér, útvarpsstöðin Bylgjan. Aðrar útvarpsstöðvar hafa komið og farið aftur eftir mislangan tíma. Nöfn þeirra stöðva, sem geispað hafa golunni, skipta orðið tugum. Nær allar hafa þær höfðað til sama hlustendahóps, fólks á aldrinum tólf ára til rúmlega tvítugs, bæði í tónlist og efni ef efni skyldi kalla. Skrifari hefur nokkrum sinnum reynt að hlusta á stöðvar af þessu tagi en gefist upp jafnóðum. Ekki er nefnilega nóg með að tónlist og „efni“ sé nánast hið sama á þeim flestum hverjum, heldur er öll framkoma svonefndra dagskrárgerðarmanna steypt í sama mót á þeim öllum, allt tal er steypt í ákveðna frasa, orðalag uppskrúfað og óeðlilegt og áherslur talsvert öðruvísi en gengur og gerist í daglegu máli fólks almennt. Skrifara hefur oft fundist að framkoma þessara dagskrár- gerðarmanna jaðri við að vera dónaskapur og lítilsvirðing við sæmilega greint fólk sem glapist hefur til að hlusta. Hann furðar satt að segja ekki á því að þessar stöðvar eigi sér stutta lífdaga flestar hverjar. Dagskrárgerðarmenn þessara stöðva eru sérdeilis uppteknir af sjálfum sér og stór hluti af því sem þeir tala um er hvemig þeim líði og hafi liðið það sem af er deginum og þegar nálgast helgar færast þeir allir í aukana og fer að líða betur. Þá eiga þeir nokkra frasa sameiginlega, þar á meðal einn af Biblíulegum toga. Yfirleitt byrja þeir á að kynna sig á þann hátt að þeir ætli „að vera með okkur“ næsta klukkutímann og enda svo á að tilkynna að þeir „verði með okkur“ á sama tíma á morgun. Á sínum tíma sagði Frelsarinn við lærisveina sína: „Sjá, ég er með yður, allt til enda veraldar.“ Þau orð voru vel sögð og vöktu fögnuð og vekja enn. En þegar sjálfskipaðir mannkynsfrelsarar í lfki dag- skrárgerðarmanna á svonefndum frjálsum útvarpsstöðvum taka sér þessi orð í munn, vekja þau ekki fögnuð, alla vega ekki í huga skrifara. Þá þakkar hann almættinu fyrir að hægt skuli vera að stilla á eitthvað haldbetra. Enda er það sjálfsagt engin tilviljun að enn er þess aðila minnst sem mælti þessi orð fyrstur en hinir falla skjótt í gleymskunnar dá. Það var nefnilega af uppbyggilegum toga sem sá maður lét frá sér fara og þess virði að leggja eyrun við því, ekki froðusnakk og gjálfur eins og hjá hinum. Stöku sinnum man skrifari eftir að stilla á litla útvarpsstöð sem sendir út fremur óreglulega, fáa daga í viku og stutt í einu. Það út af fyrir sig er kostur á útvarpsstöð að vera ekki gjammandi allan sólarhringinn ef ekki eru efni til. Á þeim bæ taka menn sig alvarlega, rétt eins og menn gera á gömlu gufunni þar sem bros em fátíð. Og vandamál alheimsins liggja þungt á dagskrárgerðarmönnum þessarar litlu stöðvar enda eru þau þar krufin til mergjar. Það sem skrifara þykir þó hvað sérstakast við þessa áðumefndu útvarpsstöð er sú einstæða bjartsýni sem þar ræður ríkjum. Mitt í öllu því veraldarfári sem yfir okkur dynur vegna aðgerða misviturra yfirvalda og stjómenda í þjóðfé- laginu, þá skal ávallt vera tekið á þeim málum af óbugandi bjartsýni og velvilja dagskrárgerðar- manna. Styggðaryrði eða hnjóð heyrast ekki né heldur vandlætingar yfir því sem miður fer heldur er í rósenti bent á aðra og betri kosti. Það kemur skrifara alltaf í gott skap að hlusta á þetta útvarp, útvarp sem er svo laust við svarta- gallsraus og það bull sem einkennir aðrar frjálsar stöðvar. Það er bara verst hvað hann gleymir oft að stilla á stöðina. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.