Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 8. október 1998 Landakirkja Fimmtudagur 8. október Kl. 11.00. Bænastund í Hraun- búðum. Öllum opin. Kl. 17-18. TTT. Kirkjustarf fyrir tíu til tólf ára böm. Kl. 20.00. Opið hús hjá æsku- lýðsfélaginu í KFUM&K húsinu. Spjallað um æskulýðsmót á Laugarvatni 16.-18. okl. Kl. 20.00. Æfingar hjá Kór Landakirkju alla fímmtudaga. Sunnudagur 11. október Kl. 11.(X). Bamasamvera. Mikill söngur, fræðsla, lofgjörð og bæn. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Mola- sopi. Stuttur fundur með ferm- ingarbörnum og foreldrum/for- ráðamönnum þeirra í safnaðar- heimilinu eftir guðsþjónustuna. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur. Nýir félagar velkomnir. Mánudagur 12. októher Kl. 20.30. Biblíulestur í KFUM- &K húsinu. Inngangur að Jó- hannesarguðspjalli. Allir vel- komnir. Kl. 20.00. Saunrafundur hjá Kvenfélaginu. 1‘riðjudagur 13. október Kl. 16.15-17.(X). Kirkjuprakkarar. Kirkjustarf sjö til níu ára krakka. Kl. 17.00. Æfingar hjá Litlum lærisveinum. Miðvikudagur 14. október Kl. 10.00-11.30. Mömmutnorgn- ar. Samvemstund og spjall hjá foreldrum ungra bama. Tökum þátt í starli safnaðar- ins! Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíulestur. Föstudagur Kl. 20:30 Unglingar með sitt, fyrir alla unglinga. Laugardagur K1 I3:(X) trúboðogbæn K1 20:30 brotning brauðsins Sunnudagur Kl. 15:00 Vakningarsamkoma - Allir lijartanlcga velkomnir Hvítasunnumenn Aðventkirkjan Laugardagur 10. október Kl. 10. Biblíurannsókn. Allir velkomnir. BahÁÍ SAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. HITACHI Golf: Lofsamleg ummæli um golfvöllinn í Politiken Stórkostlesur staður á allan hátt Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum nýtur orðið æ meiri athygli með hverju árinu sem líður, bæði hjá íslendingum og ekki síður hjá þeim útlendingum sem hingað koma og fara einn eða fleiri hringi á vellinum. Opna Volcano mótið, sem haldið er í júlímánuði, hefur komið vellinum vel á kortið ut- anlands. Þeir útlendingar sem tekið hafa þátt í því móti eiga flestir ekki nógu sterk orð til að lýsa vellinum. Eitt þekktasta tímarit í golfheiminum, Golf Digest, valdi í fyrra 200 bestu golfvelli Evrópu (þeir skipta þúsundum) og meðal þeirra var völl- urinn í Eyjum. Meiri viðurkenningu er varla hægt að fá og nokkuð ljóst að á komandi árum munu ferðamenn ekki síður sækja í að leika hér golf en að skoða hval og fugla. A dögunum barst okkur í hendur úrklippa úr danska blaðinu Politiken. Blaðamaður þar á bæ, John Njor, átti hér leið um í sumar og hreifst svo af vellinum að sú heimsókn varð tilefni til heilsíðugreinar. Við birtum hér þýðingu á þessari grein, lítið eitt stytta. „Ég var síðast á Heimaey í janúar 1973, sendur af blaðinu til að skrifa um eldsumbrotin. Og nú 25 árum síðar, kem ég aftur til að leika golf á þessari eyju í Atlantshafinu. Ég tók það sem brandara þegar vinur minn og kollegi, Moe, sem einnig var hér 1973, stakk upp á því að við hitt- umst á golfvellinum í Vestmanna- eyjum. En af hveiju ekki? Hann hafði spilað golf á vellinum fyrir tveimur árum og staðhæfði að hann væri góður, mjög sérstakur (því átti ég auðvelt með að trúa) og umgjörðin væri ótrúleg. Líklega var eitthvert sannleikskom í því sem hann sagði. Því að allt í einu risu snarbrattir bergveggir eyjanna úr hafinu, ekki svartir af ösku eins og síð- ast, heldur iðagrænir og fuglamergð í klettum, í lofti og á sjó. Enn er sjálfur gígurinn, þar sem dyr Vítis opnuðust á sínum tíma, of heitur til að þar geti gróður skotið rótum. Og enn er þar nægur hiti til að spæla sér egg á pönnu með því að stinga eina eða tvær skóflustungur niður í jörðina. Enn eitt sem vakti ánægju okkar var veðrið. Við stigum út úr flugvélinni á besta degi sumarsins, miðað við danska veðráttu. Ekki ský á himni. 15 til 17 stiga hiti í forsælu (rétt eins og heima). En hitinn var 39 stig í sólinni svo að við urðum að taka fram stuttermaskyrtur og stuttbuxur. Og sólskinið lék um allan völlinn, rétt eins og undanfamar fjórar vikur í júlí og ágúst meðan við höfðum orðið að klæða okkur í þykkar peysur og verja okkur með regnhlífum í Danmörku. Ég heyrði einhvern tauta í hálfum hljóðum um ,Æ1 Ninjo." Élugstjórinn okkar, sem er alla daga í góðu sambandi við veðurfræðingana, sagði við okkur: „Þið getið notað það sem þumalputtareglu að sé veðrið leiðinlegt í Danmörku þá getið þið skroppið í sólbað til íslands og svo öfugt." Lítileyja Lengsta ökuferð á Heimaey er 16 km og þar með er búið að prófa allt vega- kerfið á eynni. Og þremur mínútum eftir að við settumst inn í leigubílinn á flugvellinum vorum við staddir á fyrsta teig á golfvellinum. Og hvílíkur völlur! Fagurgrænar brautimar bylgjuðust til allra átta á sléttlendinu í tröllstórum potti sem er innrammaður af snar- bröttum fjallsveggjum, iðandi af fuglalífi. Og á mörgum teigum lágu síli sem fúglinn hafði misst á leið sinni upp á bjargbrúnimar, hátt fyrir ofan okkur, til að fóðra unga sína. A vellinum er hvorki að finna tré né runna. Þrátt fyrir það er hann stór- kostlegur. Og nóg er af torfæmm sem líta ósköp sakleysislega út, lítil grasi- vaxin svæði og hólar þar sem röffið er svo erfitt að maður þarf iðulega að slá yfimáttúruleg högg til að bjarga sér úr vandræðum. Klettabelti og gilskomingar setja ein- stæðan svip á völlinn svo að ekki sé minnst á sjálft hafið sem er tæpa hundrað metra neðan við ystu brún á brautinni. Hafgolan kemur líka úr ó- trúlegustu áttum inn á brautimar, fer inn dalinn og snýr þar við svo að þú getur verið bæði í meðvindi og mót- vindi á sömu braut. Otrúlegt! Flatimar em mjög góðar og ótrúlega hraðar. Þó eru flatimar á seinni níu holunum, úti við sjóinn, ekki eins góðar og hinar, án þess þó að vera lélegar. Saltið úr Atlantshafinu yfir vetrartímann er ekki það allra besta sem grasið getur hugsað sér. Og það kom okkur nokkuð á óvart að hér er leikið golf allt árið þar sem snjó festir hér sjaldnast meira en eina til tvær vikur að vetrinum. En á tímabilinu frá október fram í maí er leikið á vetrarflötum til að hlífa aðalflötunum. Slegið yfír hafíð Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum býð- ur upp á allt það skemmtilegasta og besta sem hægt er að fá út úr golfinu. Utsýnið á leiðinni býður upp á fagrar klettaeyjar og iðandi fuglabjarg og loftið er svo tært að maður ruglast í fjarlægðum á vellinum hvað eftir annað. A 17. holu verður maður t.d. að slá af klettabelti úti í sjónum yfir Atlantshafið sjálft, 138 metra til að ná inn á flötina á þessari stórkostlegu par 3 holu sem að auki er umkringd af hrjúfum hraunkanti og tveimur sand- glompum. Það hlýtur líka að vekja undrun flestra að heyra að þessi fallegi völlur hafi verið hulinn þykku vikurlagi í tvö ár eftir eldgosið. Félagar í golf- klúbbnum unnu í sjálfboðavinnu við að fjarlægja vikurinn en félagatalan í klúbbnum er tæplega tvöhundruð. Því verður maður ekki minna forviða þegar formaður klúbbsins, Gunnar Gunnarsson, segir okkur að flatar- gjaldið sé aðeins um 150 danskar krónur á dag. Og sé fjögurra manna íjölskylda á ferð sem langar til að spila þá fær hún það fyrir 300 krónur danskar. Kylfur og kerrur er hægt að fá lánað í golfskálanum. Sem sagt, stórkostlegur staður á allan hátt. Samantekt Sigurg. Knattspyrna: íslands-, bikar-, og meisturum meistaranna, ÍBV, var mikill sómi sýndur í Reykja Frábærar móttökur Esso o Árni Johnsen hélt uppi fjörinu í móttöku Olíufélagsins hf. ESS0 sem stóð fyrir glæsilegri veisiu fyrir íslands- og bikarmeistara ÍBV. Þarna tekur Árni lagið ásamt leikmönnum IBV. Samstarf ÍBV og ESS0 hefur staðið yfir í 11 ár. Steingrímur Jóhannesson með Landssímadeildinni í sumar. af sínum manni. Knattspyrnumenn íslands-, bikar- og meistara meistara IBV stóðu ekki síður í ströngu utan vallar en innan uni síðustu helgi. Liðinu var mikill sómi sýndur alla helgina og jiar að auki náði liðið sínum þriðja titli, meistarar meistaranna, með þvj að sigra Leiftur 2-1. Þar með vann IBV þrefalt í ár, fyrst íslenskra liða. Segja má því að þetta ár hafi verið samfelld sigurganga hjá liðinu. Síðastliðið föstudagskvöld bauð stuðningsmannahópur IBV í Reykjavík (sem er hluti af ÁTVR) ÍBV liðinu til kvöldverðar á veitingastaðnum Bauj- unni við Eiðistorg. Þar var tekið á móti liðinu, mökum og stjómarmönnum með kostum og kynjum. Þar voru ýmsar gjafir veittar af Stuðningsmanna- klúbbnum og margar skemmtilegar ræður fluttar. Stjóm knattspymudeildar ÍBV færði formanni Stuðningsmanna- klúbbsins, Elíasi B. Angantýssyni, veg- lega gjöf en hann varð fimmtugur í sumar. Fyrirliði IBV fékk í ábætisrétt þessa líka fínu KR-köku og borðaði Hlynur hana með bestu lyst. I máli Jóhannesar Olafssonar, for- manns knattspymudeildar IBV, kom fram að stuðningsmannaklúbburinn hefði unnið frábært starf undanfarin misseri og einhvem veginn tækist stuðningsmönnum liðsins að toppa starfið á hveiju ári. Að þessu sinni var haldinn IBV-dansleikur fyrir bikarúr- slitaleikinn á Hótel íslandi þar sem mættu vel á annað þúsund manns! Eftir að ÍBV hafðu unnið Leiftur á laugardaginn bauð stærsti styrktaraðili ÍBV, Olíufélagið hf ESSO, til glæsi- legrar móttöku í húsakynnum félagsins við Suðurlandsbraut. Þar nutu IBV-arai veitinga ESSO sem vom hreint stór- kostlegar. Þetta var ellefta samstarfsái ÍBV og ESSO og kom fram mikil ánægja með samstarfið í máli beggjs aðila. Sem bónus fyrir frábæran árangui afhenti ESSO liði IBV 350.000 kr. "

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.