Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 8. október 1998 Eitt met slegið í gönguralli B V Árlegt rall Björgunarfélags Vestmannaeyja fór fram á laugardaginn og voru þátttakendur 18 sem er yfir meðaltali undanfarinna ára. Boðið var upp á tvær gönguleiðir miserifiðar og gengu átta karlmenn hvora leið og tvær konur gengu styttri leiðina og náði önnur þeirra, Guðný Jensdóttir, að setja nýtt met í kvennaflokki. Veður var gott á laugardaginn og öll skilyrði til göngu eins góð og hugsast getur. Göngurallið hófst við Skátahcimilið við Faxastíg þaðan sem þátttakendur í erfiðari leiðinni gengu á Blátind. Næst var komið við á Klifinu þaðan sem leiðin lá á Skansinn, Eldfell, Helgafell, Sæfell og aftur að Skátaheimilinu. Hver þátttakandi bar auk þess tíu kg byrði á bakinu. Á þessari leið sýndi Guðmundur Vigfússon mestan vaskleika og skondraði þetta á tímanum 1.55:33. Næstur var Davíð Friðgeirsson á tímanum 2.11:33 og 3. var Bjarni Halldórsson á tímanum 2.21:12. Styttri leiðin hófst einnig við Skátaheimilið þaðan sem haldið var á Skansinn, Eldfell, Helgafell, Sæfell og aftur að Skátaheimilinu. Þeir sem létu sér nægja að fara styttri leiðina voru ungliðar og gömul göngubrýni auk kvennanna. I karlaflokknum bar Guðni Grímsson höfuð og herðar yfir aðra þátttakendur og fór hann leiðina á 1.17:05. Guðmundur Gíslason var númer tvö á tímanum 1.21:30 og þriðji var Hjalti Einarsson á tímanum 1.25:46. Guðný Jensdóttir gekk leiðina á 1.31:30 og Sigríður Helga Ástþórsdóttir var á tímanum 2.01:52. Guðný sló met Esterar Torfadóttir sem gekk á 1.40:41. Daði Garðarsson á enn metið á lengri leiðinni sem er 1.41:19 og Steingrímur Benediktsson á metið á styttri leiðinni sem er 1.13:45. Innanfélags- og firmamót SJÓVE Sveit Ægis Pálssonar var allahæst á mótínu Aflahæsta sveitin hampar bikurunum. F.v. Sigurður Hlöðversson, Kjartan Már ívarsson, Kári Vigfússon og Ægir Pálsson sveitarforingi. Árlegt innanfélags- og firmamót SJÓVE fór fram fyrir skömmu og tókst það vel í alla staði. Hjálpaðist allt að góð þátttaka, gott liskirí og frábært veður. Alls tók 31 þátttakandi þátt í mótinu og róið var á níu bátum og heild- araflinn var 2.976,60 kg. „Af þesssum 31 þátttakenda voru tíu nýliðar sem er mjög ánægjulegt fyrir félagið," segir Elínborg Bemódusdóttir sem hafði yfirumsjón með mótinu. Helstu úrslit voru þau að Ægir Pálsson varð afiahæsti einstakling- urinn og dró hann 194,60 kg. Ægir keppti fyrir ísfélag Vestmannaeyja sem fær að launum Firmabikarinn í ár. Aflahæsti báturinn miðað við afla á stöng var Mardís VE en þar er Jóel Andersen skipstjóri. Heildarafli Mar- dísar var 512,90 kg. og meðalveiðin 170,97 kg. Sveit Ægis Pálsson var aflahæst með 573,30 kg. Kári Vigfússon dró stærsta fiskinn, Ægir dró flesta fiska, Páll Pálsson var með flestar tegundir, sjö og var meðal- þyngd þeirra 0,90 kg. Stærsta fisk mótsins dró Kári Vigfússon sem var 12,90 kg. langa. í hófi um kvöldið voru verðlaun afhent og voru þau fjölmörg að venju. Arnþór Sigurðsson var aflamaður ársins, Guðrún Snæbjörnsdóttir fékk Borgarholtsbikarinn og Jón Ingi Guðjónsson var aflahæsti nýliðinn og fékk að launum Nýliðabikarinn sem gefinn var af Páli Pálssyni hjá PH- ferðum. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir stærsta fiskinn í hverri tegund. „Mótið heppnaðist eins vel og hægt er að hugsa sér. Lagðist allt á eina sveif til að gera þetta síðasta mót ársins sem skemmtilegast," sagði Elínborg að lokum. LESENDABREF - Oskar Oskarsson skrifar: Verðum að nýta Herjólf betur Því verður ekki á móti mælt að Herjólfur er þjóðvegur okkar Vest- mannaeyja og gerum við miklar kröfur til hans og starfsfólks. Við viljurn hafa sem mesta ferðatíðni og förum fram á að þjónusta um borð sé góð. Allt eru þetta sanngjamar kröfur og er ég ekki í vafa um að stjóm Hetjólfs hf. hefur reynt að verða við þeim eftir mætti. En spuming mín til Vestmannaeyinga er, hvað getum við gert til að nýta skipið betur og gera notkun þess auðveldari fyrir okkur öll? Þarna á ég við þá sem panta fyrir bfiinn sinn með Herjólfi og kojur með löngum fyrirvara og láta síðan ekki sjá sig. Um daginn lenti ég í því að vera númer níu á biðlista sem endaði í 25 bflum. Þrátt fyrir það ákvað ég að láta slag standa og mæta í Þorlákshöfn og það var ekki að sökum að spyrja, ég komst með og það sama gilti um aðra bfia á biðlistanum. Einnig voram við á biðlista um kojur og það sama gilti um þær, við fengum kojur. Nú veit ég ekki hvort einhverjir afpöntuðu pláss fyrir bfia og kojur en hef gmn um að þeir hafi verið margir. Það er ekkert við því að gera þegar fólk forfallast með einhverjum hætti en það er óþolandi að slóða- skapur og hugsunarleysi skuli takmarka aðgang að Herjólfi. Auð- vitað er hægt að segja manni sem lendir númer 20 á biðlista að hann komist að öllum líkindum með bflinn sinn en ekki er það traust- vekjandi. Eg er sannfærður um að fyrir vikið era margir sem hætta við sem þýðir verri nýtingu á Hetjólfi. Tilgangur minn með þessum línum er að vekja athygli á þessu vandamáli um leið og ég skora á fólk að láta vita ef það ætlar ekki að nýta sér pláss fyrir bílinn eða kojur sem búið er að panta. Það er ekki mikil fyrirhöfn en hún léttir öðram farþegum og starfsfólki Herjólfs lífið. Eg er ekki með lausn á þessu vandamáli á reiðum höndum en ég held að fyrirframgreiðsla í einhverri mynd gæti komið til greina. Til þess mætti nota greiðslukort eða aðra rafræna greiðslu. Það gæti leitt til betri nýtingar á Herjólfi og^ lægri fargjalda þegar fram í sækir. Ég veit að margir hafa rekið sig á þetta vandamál og þetta er öragglega ekki viljandi gert, heldur hugsunarleysi. Nú þarf stjómin að leggja höfuðið í bleyti og finna lausn fyrir næsta sumar, öllum til heilla. Höfundur rekur Ahaldaleiguna. Ólöf Pétursdóttir myndlistarkona úr Hafnarfirði færði Vestmannaeyjabæ málverk að gjöf vegna komu Keikós til Vestmannaeyja. Myndin er máluð með vatnslitum og þar er háhyrningurinn Keikó í aðalhlutverki. Olöf segir að myndin sé úr röð verka sem orðið hafi til eftir að Þráinn Þorgrímsson rithöfundur leitaði til hennar. „Við ræddum um að ég myndskreytti barnabók sem hann ætlaði að skrifa. Það verður sennilega ekkert úr því að bókin verði skrifuð en myndirnar eru tilbúnar. Til þess að gera eitthvað ákvað ég að gefa út kort með myndum af málverkunum. Svo fannst mér vel við hæfi að gefa Vestmannaeyingum málverk fyrst Keikó er kominn í umsjá þeirra,“ sagði Olöf. Fréttatilkynning frá Norölendingafélaginu: Vetrarstarfið að Iteljast Starfsemi Norðlendingafélagins í Vestmannaeyjum fer af stað með félagsvist í Alþýðuhúsinu kl. 20.30. Félagið hefur staðið fyrir félagsvist í mörg ár ásamt Austfirðingafélaginu. Austfirðingar fóra fyrst af stað í haust en nú er komið að okkur. Við hvetjum alla Norðlendinga til að mæta og taka með sér gesti því það er gamall og góður siður að setjast að spilum og spjalla. 1 43 ár hefur Norðlendingafélagið verið til og starfað með svipuðum hætti öll árin. Félagsvistin verður alltaf á þriðjudagskvöldum, fjögur kvöld í röð. Veitt verða verðlaun hæsta karl- og kvenspilara og svo að- alvinningur fyrir þrjú hæstu kvöldin samanlagt. Boðið er upp á kökur og kræsingar að loknum fjórum kvöld- um. Svo er okkar margrómaða þorra- blót í janúar. Aðalfundur félagsins er fyrirhug- aður laugardaginn 10. október í Al- þýðuhúsinu. Allir félagar era hvattir til mæta og nýir félagar era velkomnir. Við hlökkum til að sjá ykkur í vetur. Látið ekki imbakassann (sjónvarpið) stjóma ykkur. Kveðja. F.h. Norðlendingafélagsins, Svanhildur Gísladóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.