Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 8. október 1998
Fækkarídagbókinns
í síðustu viku, þ.e. frá þriðjudegi til
þriðjudags í þessari viku voru
færslur alls 172 í dagbók lögreglu
og er það heldur minna en vikuna
þar á undan. í langfleslum tilfellum
eru þessar færslur aðeins eðlilegur
hluti áf starfi lögreglunnar, aðstoð
o.fl. en í minnihluta atvik þar sem
unr bein lögbrot er að ræða þó svo
að alltaf slæðist slíkt með, því
miður.
Teknír með fíkniefni
Á mánudag voru þrír menn hand-
teknir vegna gruns unr fíkni-
efnamisferli. í bifreið þeirra
fundust þrjú grömm af amfetamíni
ásamt áhöldum til neyslu fíkniefna.
Gleraugunbrotnuðu
Ein líkamsásrás var kærð til lög-
reglu um helgina en þá var ráðist á
mann á veitingastaðnum Lundan-
um. Ekki reyndust meiðslin alvar-
leg en gleraugu þolandans brotnuðu
í árásinni.
nispurogrúðubrot
Á fimmtudag í síðustu viku var
lögreglu tilkynnt að bifreið hefði
verið rispuð við Iþróttamiðstöðina.
Talið er líklegt að atvikið hafi átt
sér stað rneðan á leik ÍBV og HK
stóð. Þá var á sunnudag tilkynnt að
rúða hefði verið brotin í versluninni
Kúltúra við Vestmannabraut. Lög-
reglan óskar eftir upplýsingum frá
þeitn sem kunna að vita hverjir
vom að verki í þessum tilvikum.
Tueír stútar til
viðbðtar
Alls vom sjö ökumenn kærðir
vegna brota á umferðarlögum í vik-
unni. Ai' þeim voru tveir grunaðir
um ölvun við akstur og er þá tala
þeimi komin upp í 22 á árinu.
Fjórir voru staðnir að hraðakstri og
var sá sem hraðast fór á 83 km
hraða á Hamarsvegi.
Öhöpp í uniferöinni
Alls komu þrjú umferðaróhöpp til
kasta lögreglu í vikunni og voru tvö
þeirra mála smávægileg, aðstoð við
litfyllingu á tjónatilkynningum. En
þriðja óhappið varð á föstu-
dagsmorgun þegar enn einn árekst-
urinn varð á gatnamótum Heiðar-
vegar og Kirkjuvegar. Engin slys
urðu á fólki en báðar bifreiðamar
skemmdust töluvert.
Þrjársamhljðða
tillögur
Mál málanna í dag virðist vera að
Vestmannaeyjabær gerist stofnaðili
að Lífeyrissjóði starfsmanna sveit-
aifélaga. Á siðasta fundi bæjarráðs,
á mánudaginn var, lágu alls fyrir
þrjár tillögur um þetta mál og allar
samhljóða. Fyrsta tillagan kom frá
bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins, önnur frá Ragnari Óskarssyni
og sú þriðja frá Starfsmannafélagi
Vestmannaeyjabæjar þar sem
skorað var á bæjarstjórn að gerast
stofnaðili að sjóðnum. Þessum
tillögum var vísað til bæjarstjómar
og má ætla að þar verði menn því
sammála að gerast stofnaðilar.
Aðalfundur Herjólfs hf:
Reksturínn viðunandi
- Vegagerðin hirðir hluta teknanna. Þorgerður Jóhannsdóttir og
Stefán Jónasson í aðalstjórn
Aðalfundur Herjólfs hf. fyrir árið
1997 var haldinn sl. þriðjudag. Þar
kom frani að rekstrartekjur af
skipinu voru 152,8 milljónir á móti
132 milljónum árið 1996. Framlag
ríkissjóðs vegna rekstrar var 67,5
milljónir en á árinu 1996 var sama
framlag 88,1 milljón.
Rekstrargjöld félagsins voru 221,4
milljónir en vom 243,3 árið 1996.
Þau skiptast þannig að laun og
launatengd gjöld eru 77,7 milljónir,
annar rekstrarkostnaður 125,2 millj-
ónir og skrifstofu og stjómunar-
kostnaður 18,5 milljónir.
Afkoma fyrir afskriftir er neikvæð
upp á um 1,1 milljón en var 1996
neikvæð upp á 25 milljónir. Afskriftir
eru 1,8 milljónir og afkoma fyrir
fjármunatekjur og fjármagnsgjöld því
neikvæð upp á 2,9 milljónir. Afkoma
af reglulegri starfsemi fyrir skatta er
neikvæð upp á 3,2 milljónir á móti
24.9 milljónum árið 1996.
Fram kom að stjóm félagsins er
þokkalega ánægð með reksturinn á
árinu en er ósátt við að þurfa að sýna
tap á honum vegna þess að greiða þarf
Vegagerðinni ákveðinn hluta af
tekjum félagsins.
Fastafjármunir félagsins nema alls
50.9 milljónum og vega þar mest
fasteignir, lóðir og lóðaréttindi upp á
50,2 milljónir. Skuldir nema alls 47,7
milljónum króna.
Fram kemur í reikningum að
starfsmenn hafi að meðaltali verið 27
á árinu 1997. Heildarlaun og
þóknanir til stjómenda félagsins í
þágu þess námu 4 milljónum króna.
Skipting á tekjum ársins 1997 er
þannig:
Ríkisframlag 30,6%
Farþegar 19,8%
Afsláttarkort 19,5%
Flutn.bifreiðar 15,0%
Veitingasala 7,9%
Fólksbifreiðar 4,1%
Svefnrými 2,5%
Aðrar tekjur 0,7%
Gjöld ársins 1997 skiptast þannig:
Launakostn. 35,1%
Orkukostn. 19,9%
Stjómunarkostn. 8,4%
Farþegaþjónusta 7,3%
Viðhald skips 6,8%
Annar kostn. 22,6%
Einnig kemur fram að flutningar hafa
aukist ár frá ári með skipinu, bæði í
vömm, bifreiðum og farþegum. T.d.
fór farþegatalan vel yfír 70 þúsund á
árinu.
Nokkrar breytingar urðu á stjóm og
varastjóm félagsins. Tryggvi Jónas-
son, sem hefur átt sæti í stjóm í 20 ár,
hættir og í stað hans kemur Þorgerður
Jóhannsdóttir. Þá fer Guðbjörg Sig-
urgeirsdóttir úr aðalstjórn en verður í
varastjóm. í stað hennar verður Stefán
Jónasson í aðalstjóm. Og í varastjóm
hætlir Jóhann Ólafsson en í stað hans
kemur Ragnar Óskarsson.
Flutningar með Herjólfi jukust uerulega á síðasta ári.
Áfram
reynslusveitarfélag
Á fundi bæjarráðs á þriðjudag lá
fyrir bréf frá verkefnastjóm um
reynslusveitarfélög og var þar leitað
eftir upplýsingum um hvort óskað
væri eftir framlengingu á
einhverjum verkefnum fram yfir 1.
jan. árið 2000. Bæjarráð óskaði
eftir að fá að halda verkefnum
sínurn áfram og var bæjarstjóra
falið að gera verkefnastjóm grein
fyrir því.
Sektargreiðslur
hækkaðar
Á síðasta fundi menningarmála-
nefndar var m.a. samþykkt að
hækka sektir á vanskilum á
gögnum frá bókasafni. Var þetta
gert að ósk forstöðumanns safnsins.
Sektargreiðslur fyrir bækur og slík
gögn hækka úr þremur kr. í fimm
kr. og sektir vegna vanskila á
myndböndum hækka úr 20 kr. í 30
kr. Sektir hafa ekki verið hækkaðar
síðan árið 1989.
Sigrún lenný ráðin
Á sama fundi menningarmála-
nefndar var tekin fyrir ráðning í
53% stöðu starfsmanns á bókasafni.
Samþykkt var að ráða Sigrúnu
Jenný Guðmundsdóttur, Faxastíg
25 í starfið.
Fjórar uikur frá komu
Keikos
í dag em nákvæmlega tjórar vikur
frá komu háhyrningsins Keikós til
Vestmannaeyja. Hann hefurdafnað
vel í kví sinni í Klettsvíkinni og nú
ætla Keikósamtökin að bjóða
blaðamönnum að sjá hvernig til
hefur tekist.
Hallur Hallsson segir að þá verði
gerð grein fyrir framtíðaráformum
varðandi Keikó. Gerir hann ráð
fýrir að Keikó muni leika listir sínar
fyrir blaðamennina.
Ný þjónusta Ahaldalei
HJOLBARDAÞJO
Höfum opnað hjólbarðaþjónustu
að Skildingavegi 10-12
á móti Fjölverk.
Jafnvœgisstillingar
Ný dekk - Opið alla daga,
um helgar eftir þörfum
Sími 481 3151 og 892 9053
FRÉTTIR
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson.
íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinnæ Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293.
Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í iskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskilnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Krinni, Vöruval, Herjólfi,
Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskilanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hji Esso Stóragerði og i Flugteríunni i Reykjavikurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé gedð.