Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Page 11
Fimmtudagur 8. október 1998
Fréttir
11
Benóný Friðriksson tók á móti gestum í Gullborgu VE.
Gott framtak útvegsbænda sem buðu bæjarbúum á lítið karnival:
MargirnvttutækifæriðOlaðkynn-
ast undirstöðuatuinnuveginum
Framtak útvegsbænda að bjóða
bæjarbúum að heimsækja físki-
mjölsvinnslu Vinnslustöðvarinnar,
vinnslusal Isfélagsins, ísverksmiðju
Eyjaíss og Gígju VE, Vestmannaey
VE, Gandí VE, Gullborgu VE,
Breka VE og Lóðsinn á laugar-
daginn mæltist mjög vel fyrir.
Erfitt er að gera sér grein fyrir
hvað margir nýttu sér þetta
tækifæri til að skoða fyrirtækin og
skipin en formaður Utvegsbænda-
félagsins segist halda að hátt í
helmingur bæjarbúa hafí litið við.
Hvort það er rétt eða ekki er
ómögulegt að segja en með þessu
tókst útgerð og fiskvinnslu að
skapa vísi að karnivalstemmningu
á bryggjunum enda veður eins gott
og hugsast getur á þessum árstíma.
Fólk leit við í húsunum og lét sig
hafa það að fara um allt í
skipunum þar sem áhafnir tóku á
móti því og greindu frá því helsta
sem fyrir augu bar.
Alls staðar var boðið upp á
nammi sem unga fólkið kunni svo
sannarlega að meta og á báta-
pallinum á Vestmannaey Iék
Lúðrasveit Vestmannaeyja nokkur
lög við góðar undirtektir. Magnús
Kristinsson, formaður Utvegs-
bændafélagsins og fram-
kvæmdastjóri Bergs-Hugins, sem
gerir Vestmannaey út, sló öllum
við því hann er búinn að marka
stefnuna í höfuðfatatísku unga
fólksins í vetur. Gaf hann hverjum
sem hafa vildi prjónahúfu með
merki fyrirtækisins það er því
öruggt að rautt og hvítt merki
Bergs-Hugins á eftir að vera
áberandi í Vestmannaeyjum í
vetur.
Sjálfur er Magnús í skýjunum
yfir því hvernig til tókst. „Öll
skipin voru meira og minna full af
fólki allan tímann og góð aðsókn
var í Eyjaís, mjölvinnsluna hjá
Vinnslustöðinni og í frystihús
ísfélagsins. Viðbrögð fólks voru
jákvæð og margir þökkuðu fyrir
sig. Þarna var fólk sem ekki hafði
komið um borð í veiðiskip áður og
fannst fróðlegt að sjá hvað þar er
að finna," segir Magnús.
Magnús segir erfitt að gera sér
grein fyrir því hvað margir komu
um borð í Vestmannaey. „Við
ætluðum að telja en gáfumst fljót-
lega upp á því. En straumurinn
var stöðugur og við vorum að giska
á að um helmingur bæjarbúa hafi
tekið þátt í þessu með okkur."
Magnús sagði óráðið hvort reynt
verði að gera þetta að árlegum
viðburði en taldi það ekki útilokað.
„Stjórn Utvegsbændafélagsins á
eftir að fjalla um málið og ég er
viss um að þar verða menn
jákvæðir fyrir því að halda áfram
að koma fróðleik um sjávarútveg
til fólks. Okkur er það bæði ljúft
og skylt," sagði Magnús að lokum.
Starfsfólk ánægt með
hvemig til tókst
Sigurður Friðbjömsson, forstöðumaður mjölvinnslu Vinnslustöðvarinnar, segist
ekki geta verið annað en ánægður með hvemig til tókst á laugardaginn. ,JÉg veit
ekki töluna en það komu vel yfir 100 manns til okkar og þeir voru mjög
áhugasamir. Þyrftum að gera meira af þessu," segir Sigurður.
Hann segir að fólk hafi orðið mjög hissa á því hvað nútíma bræðslur em
orðnir snyrtilegir vinnustaðir. „Það bjóst við skít og óþverra eins og var hér á
ámm áður. Það kom greinilega í ljós að fólk veit hvað við erum að framleiða.
Það hafði því gaman af að fá þetta tækifæri til að kynnast því hvemig hér er
umhorfs."
Hafdís Eggertsdóttir, verkstjóri í Isfélaginu, segir að milli 200 og 250 manns
hafi heimsótt vinnslusali fyrirtækisins á laugardaginn. „Þeir sem hingað komu
vom spenntastir fyrir vinnslusölunum og skoðuðu flæðilínur og skurðarvélar af
miklum áhuga. Fólks spurði margs og var greinilegt að sumir voru að koma í
fyrsta skipti inn í frystihús. Kom fólki á óvart þegar það gerði sér grein fyrir
hvað miklar kröfur em gerðar til hreinlætis í frystihúsum í dag," segir Hafdís.
Isfélagið bauð upp á mjög svo óhefðbundna fiskrétti frá Veisluþjónustu
Gríms við þetta tækifæri. „Við vorum með djúpsteikt saltfiskroð, gulllaxbollur,
djúpsteiktan karfa upprúllaðan í beikoni og saltfiskrúllur. Þetta mæltist vel fyrir
enda er maturinn frá Grími í Veisluþjónustunni alveg sérstaklega góður. Eg vil
svo að lokum þakka öllum þeim sem komu og vona að þeir haft notið
heimsóknarinnar til okkar," sagði Hafdís að lokum.
Sigurbjöm Amason, stýrimaður á Vestmannaey og formaður Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Verðandi, segir mjög gaman að hafa fengið tækifæri til að
taka þátt í þessum degi. „Það kom okkur á óvart hvað fólk sýndi mikinn áhuga
á að kynnast því sem fram fer um borð hjá okkur. Fólk var þakklátt og fyrir
okkur sjómenn er það ákveðin viðurkenning á því sem við emm að gera. Eg
held ég tali fyrir hönd allra sjómannanna sem komu að þessu verkefni þegar ég
segi takk fyrir okkur,“ sagði Sigurbjöm.
Bryngeir í mjöhiinnslu Vinnslustöðvarinnar leiðir Úlaf Einarsson og Höllu
Svavarsdónur í allan sannleikann um framleiðsluna.
Hafdís Eggertsdóttir verkstjóri í ísfélaginu tók á móti allt að 250 gestum
semvoruáöllumaldri.
Lúðrasveit Vestmannaeyja lék
nokkur lög á bátapallinum á
Vestmannaey og á bryggjunni.
Síggi Gúmm og Ester
meðdónur,
tengdasyniog
barnabörnumlétusig
ekkivantaá
bryggjurnar.