Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 29. október 1998 Fádæmarólegt Einungis 139 færslur voru í dagbók lögreglunnar í sl. viku, þ.e. frá þriðjudegi til þriðjudags, og er langt síðan færslur hafa verið jafnfáar. Ekki er annað hægt að segja en rólegt hafi verið hjá lögreglu í vikunni og engin alvarleg mál senr upp komu. Búðahnupl Um helgina var lögreglu tilkynnt að börn væru að hnupla í verslun KA í Goðahrauni. Reyndist það rétt vera og voru það ritföng sem tekin höfðu verið ófrjálsri hendi. Rætt var við börnin og foreldra þeirra svo sem venja er í málum sem þessunr. Ök á Ijósastaur í sfðustu viku var lögreglu tilkynm að ekið hefði verið á ljósastaur við Foldahraun 42. Sá sem á staurinn ók yfirgaf staðinn án þess að tilkynna um tjónið. Nokkuð sá á staumum og má ætla að sömuleiðis hafi séð á bflnum. Lögreglan óskar þess að þeir sem sáu til atvika, hati samband og gefi upplýsingar. Fékk bílinn lánaðan Við greindum frá því í Fréttum á dögunum að bílaþjófnaðir væru frenrur fátíðir í Eyjum. í síðustu viku fékk þó lögregla tilkynningu um að bíl hefði verið stolið. Þegar málið var kannað. kom í ljós að kunningi bfleigandans hafði fengið bifreiðina lánaða og var því um misskilning að ræða. Rélegt í umferðinni I síðasta blaði greindum við frá því að enginn hefði þá vikuna verið kærður fyrir brot á umferðarlögum. Ekki var þessi vika alveg jafngóð en næstum því þó. Einn var tekinn fyrir of hraðan akstur eða 70 km hraða á Strandveginum. Þá varð eitt óhapp í umferðinni um helgina, árekstur tveggja bíla á gatnamótum Skólavegar og Vestmannabrautar. Engin slys urðu áfólki. Eldurí leirbrennsluofni Á mánudag varð eldur laus í Barnaskólanum og kviknaði hann í leirbrennsluofni í handavinnustofu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem ekki var mikill, og mun ekki hafa orðið teljandi tjón af. Enginn víll klippa á Hraunbúðum Á síðasta fundi félagsmálaráðs gerði félagsmálastjóri grein fyrir því að engin tilboð hefðu borist í rekstur hársnyrtiþjónustu á Hraun- búðum sem auglýst var. Var því ákveðið að auglýsa aftur. 3,3 mílljónir afskrifaðar Á fundi bæjarráðs á mánudag var m.a. samþykkt að afskrifa óinn- heimtanlegar kröfur að upphæð kr. 3.278.471. Þessar kröfur eru af- skrifaðar m.a. vegna gjaldþrota og að tillögu lögmanns. Miklar breytingar fyrirhugaðar á Heilbrigðisstofnuninni: Kostnaðurinn gæti farið í 100 milUónir króna Fyrirhugaðar eru miklar breyt- ingar á fyrirkomulagi deildanna í Heilbrigðisstofnuninni í Vest- mannaeyjum, að sögn Gunnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra HIV. Verið er að athuga hvort hægt er að færa báðar deildirnar, handlæknisdeild og lyflæknisdeild, á 3. hæð hússins. Fjárveiting hefur fengist fyrir breytingum af þessu tagi frá fjármálaráðuneytinu. Ef athugun leiðir í ljós að ekki verður unnt að færa alla starfsemina á eina hæð neyðist stjórn hennar til að fara í mjög viðamikið viðhald á húsnæðinu en ekki hefur enn fengist vilyrði fyrir fjárveitingu í það. Niðurstaðan um hvort þetta er hægt á að liggja fyrir í fyrstu vikunni í nóvember. Gunnar býst við að ef niðurstaðan verður sú að báðar deildirnar verði endurskipulagðar og starfsemi 2. hæðar færð á 3. hæð, eins og stefnt er að, verði reikningurinn líklega um 50 -100 milljónir en engin kostn- aðaráætlun hefur verið gerð enn þar sem þetta er enn á hönnunarstigi. Gunnar reiknar með að spamaður verði af þessu til lengri tíma litið, eða nokkrar milljónir á ári. Búist er við að framkvæmdimar taki um tvö til þrjú ár ef af verður. Á meðan verður senni- lega að senda nokkra langlegu- sjúklinga til Reykjavíkur til meðferðar vegna framkvæmdanna en Gunnar segir að aðrir sjúklingar verði ekki sendir burtu. „Við erum aðallega að horfa á samnýtingu starfsfólks. Það væri miklu þægilegra að fá fólk lánað milli deilda til að aðstoða við ýmislegt ef þess þarf með þegar ekki þarf að hlaupa upp og niður stigana hér. Þetta á sérstaklega við á kvöld- og nætur- vöktum,“ segir Gunnar. Það er þó líka um að ræða einhverja fækkun á rúmum en að sögn Gunnars er mjög sjaldgæft að full nýting sé á rúmunum á sjúkrahúsinu. Stofnunin het'ur starfað í húsinu að Sólhlíð 10 í um 25 ár og Gunnar segir að á þeim tíma hafi sáralítið viðhald verið á húsinu og nú standist húsið hvorki nýjustu brunavamareglugerðir né byggingareglugerðir. Árið 1994 -1995 var þó ráðist í að klæða húsið að utan vegna mjög mikils leka í því. Gunnar segir að þegar það var gert hafi forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar fengið vil- yrði fyrir fjárveitingu í viðhald sem hafi átt að korna til framkvæmda þegar veggirnir hefðu þomað. Nú hafa veggimir náð að þoma ágætlega en ekkert hefur heyrst um málið síðan. Rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar er hins vegar rnjög erfiður, að sögn Gunnars, þannig að ekki er hægt að ráðast í framkvæmdir án aukafjárveit- ingar. Þegar Viðar Helgason, deildarstjóri fjármálaskrifstofu heilbrigðisráðu- neytisins. var inntur eftir þessu, sagði hann að það ætti eftir að úthluta viðhaldsfé fyrir næsta ár til sjúkra- stofnana. „Þessu er alltaf úthlutað úr sérstökum potti og það á alveg eftir að ákvarða upphæðina sem sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum fær en þetta kemur allt í ljós eftir að tjárlögin hafa verið samþykkt núna fyrir jólin. Að því loknu verður ákveðin úthlutun til sjúkrastofnana til viðhalds," segir Viðar að lokum. -hg- Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands. Trausti Traustason sýnir í Listaskólanum Fimmtudaginn 29. október opnar Trausti Traustason, myndlistar- maður og grafískur hönnuður, sýningu á verkum sínum í stóra sal Listaskólans. Á sýningunni verða fígúratíf verk unnin f olíu og akríl. Mikið er unt fólk í verkum Trausta og segir hann að myndimar segi yfirleitt einhverja sögu. Sumar sögumar séu per- sónulegar en aðrar almennari, t.d. sé vitnað í Vestmannaeyjagosið í nokkr- um myndanna. Trausti segist þó hafa mest gaman af því sjálfur að fólk lesi sínar eigin sögur út úr myndunum. Trausti útskrifaðist úr grafískri hönnun í Myndlistar og handíðaskóla íslands 1988 og er þetta hans önnur einkasýning. Meðal helstu áhrifavalda í myndlist sinni telur hann lista- mennina Dali, Picasso og Licht- enstein. Trausti, sem er Vest- mannaeyingur í húð og hár, starfar nú sem grafískur hönnuður á Aug- lýsingastofunni Gott fólk í Reykjavík. Sýningin stoppar stutt við, en hún er opin frá kl. 18.00 - 22.00 fimmtudaginn 29. október og frá 14.00 - 22.00 dagana 30. október til I. nóvember nk. Er fólk hvatt til þess að mæta á sýninguna sem er á sínum fyrsta sýningarstað, en að lokinni Vestmannaeyjadvölinni verður sýn- ingin flutt til Hveragerðis. Magnús Öm Guðmundsson, formaður S.s. Verðandi vill, vegna greinar í síðasta tölublaði. koma með eftirfarandi athugasemd. Hann segir ekki rétt, eins og lesa megi í fréttinnim að Verðandi hafi átt samleið með Jötni í máli Ófeigs VE um hafnafrí áhafnarinnar. „Málið er að enginn félagi í Verðandi í áhöfn Ófeigs hefur leitað til okkar. Það sem við vildum vekja athygli á, er réttur félaga í Verðandi til fría og að aldrei var rætt við okkur vegna Ófeigs VE." sagði Magnús Öm. Jón Ingi á Lundanum: Vill folk fyrr út á líf ið Jón Ingi Guðjónsson, veitinga- niaður á Lundanum, er í samráði við Herniann Inga Hermannsson tónlistarmann að reyna að laða fólk til sín fyrr á kvöldin, Venjan er að sögn Jóns Inga að fólk byrjar að tínast inn um eittleytið og milli 2 og 3 er allt troðið. „Það þarf endilega að fá t'ólk fyrr út á kvöldin," segir Hermann Ingi sem leikur á Lundanum unt næstu helgi með hljómsveit sinni, Víkingasveitinni sem mikið hefur leikið á Fjörukránni í Hafnarfirði. í Hafnarfirði. „Þetta er ekki einsdæmi í Vestmannaeyjum en ég held að það sé hægt að snúa þessari þróun við. Sjálfur ætlar Jón Ingi að vera með einhver skemmtilegheit milli kl. 11 og 12 og við í hljómsveitinni ætlum að vera með dagskrá svo fólk geti slappað af. Við geturn litið á þetta sem skemmtilegan konsert þar sem við leikunt m.a. lög eftir mig." Með Hermanni Inga eru Elísabet Nönnudóttir. kona hans og Smári Eggertsson. Elísabet semur textana við lög Hermanns Inga. Ein af myndum Trausta Traustasonar. Leiðréttíng (FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.