Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. október 1998 Fréttir 9 Konur geta stj ómað en þeirra stíll er öðm vísi -Fréttir ræða við konur sem sitja við stjómvölinn í fyrirtækjum og gera það á eigin forsendum S Eg er s veigj anlegur stj ómandi -en ég veit hvað ég vil, segir Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir stöðvarstjóri íslandspósts í Eyjum -Ég sé nú ekkí þingmanninn fyrir mér. Hins vegar veit enginn ævina fyrr en öll er segir SHpún Ima. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir er stöðvarsjóri Islandspósts hf. í Vest- mannaeyjum og hefur gegnt því starfi í nærri þrjá manuði. Hún er einnig forseti bæjarstjómar. auk þess sem hún á sæti í þremur nefndum og er formaður tveggja. Húnsegiraðefhún líti til baka þá hafi kannski allt gerst meira og hraðar í lífi hennar síðustu fimm mánuðina heldur en síðustu fimm árin. Þegar ég kem til hennar á skrifstofuna er nóg að gera hjá henni og ekki að sjá að það fái neitt á hana. „Bíddu aðeins ég þarf að klára smá verkefni," segir hún. Ég bíð þolin- móður. og spyr hana hverjir séu möguleikar kvenna til þess að ná langt á framabrautinni í Eyjum'? „Ég held að markaðurinn sé frekar þröngur héma, til þess að komast áfram. Konur komast í þessi hefðbundnu skrifstofustörf og sitja þar dálítið fast, nema þær fari út í eigin rekstur. Ef maður lítur í kringum sig eru ekki margar konur í stjóm- unarstöðum í fyrirtækjum og stofnunum íEyjum. Égerþóekkiað tala um fagfólk í heilbrigðis- og fé- lagsmálageiranum í þessu sambandi. Hins vegar er þó nokkuð um að konur sjái um bókhald, pappírsvinnuna og skrifstofuhaldið hjá fyrirtækjum sem eru í einkageiranum, en þær eru hins vegar ekki mjög sýnilegar út á við.“ Én í opinbera geiranum hér í Eyjum'? Ég hef ekki orðið vör við það, en kannski skynja ég þetta svona. Þegar ég kom inn í þetta samfélag aftur fyrir þremur árum síðan fannst mér að ef kona væri komin í stól á skrifstofu, þá sitji hún svolítið fast og það væri ekki mikil hreyftng í störfum. Kannski er þetta að breytast ídag. Hinsvegareru stjómunarstöður ekki auglýstar mikið héma. í fljótu bragði man ég eftir framkvæmdastjórastöðu hjá ÚV sem auglýst var í vor.“ Sigrún hefur unnið áður hjá fyrirtækinu, sem þá hét reyndar Póstur og Sími, en heitir nú íslandspóstur hf. Hún segist hafa víðtæka reynslu af skrifstofustörfum og stjómunarstörf- um, auk þess sem hún sé heimamanneskja. Hún segir að þessi atriði haft trúlega ráðið úrslitum um að hún fékk starfið. „Ég byrjaði sem gjaldkeri og var við það starf í níu mánuði. þá losnaði staða fulltrúa stöðvarstjóra sem ég sótti um og fékk á sínum tíma og gegndi því starfi í tæp tvö ár. Síðan losnaði staða stöðvar- stjóra sem ég sótti um og fékk. Ég hef hins vegar aldrei verið í stöðu yfirmanns áður.“ Ertu komin á toppinn núna, eða ertu kannski að íhuga framboð til Alþingis'? ,Úg sé nú ekki þingmanninn fyrir mér. Hins vegar veit enginn ævina fyrr en öll er. Ég sá það til að mynda ekki fyrir mér um áramót að ég yrði komin í bæjarstjóm núna. hvað þá að ég yrði orðin stöðvarstjóri Islands- pósts nú. Hver veit hvað verður eftir fjögur ár, en samt hygg ég að ég verði farin að draga mig í hlé ef eitthvað væri. Ég vil samt ekki útiloka neitt og allra síst að ég yrði kannski minnt á það eftir fjögur ár að hafa sagt að ég ætlaði aldrei í framboð. Hugur minn stefnir að minnsta kosti ekki þangað í dag. Ég sé Alþingi íslendinga heldur ekki fyrir mér sem skemmtilegan vinnustað." Er Islandspóstur skemmtilegur vinnustaður'? „Já mér finnst þetta mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf. Hjá Islandspósti í Eyjum starfa engir karlmenn í dag. Það em héma sautján konur og það er gott að starfa hér.“ Hvemig skýrir þú þennan fjölda kvenna'? Er það vegna þess að þetta eru láglaunastörf að engir karlmenn starfa hér? „Þetta hefur verið meiri kvenna- vinnustaður í Vestmannaeyjum og vonandi verða launamálin sam- bærilegri við það sem gerist annars staðar á vinnumarkaði eftir að fyrirtækið var gert að hlutafélagi. Launastefnan er að minnsta kosti upp á við í fyrirtækinu almennt." Hefur þú eitthvað velt fyrir þér hugtakinu, kona á framabraut'? „Auðvitað hef ég átt mína drauma. I gegnum tíðina hef ég alltaf haft yfirmenn og í öllum tilvikum hafa það verið karlmenn þar sem ég hef unnið. Stundum sá maður að hægt var að gera hlutina öðruvfsi og stundum betur. Metnaðurinn var því til staðar, en ég átti kannski ekki von á því þegar ég flutti hingað, að lenda í þessari tilteknu stöðu sem ég er nú í. En ég er mjög sátt við hlutskipti mitt í dag og verð ekki vör við neina kynjafordóma vegna þeirra verkefna sem ég sinni í mínu staifi. Ég hef líka mjög gaman af því að vinna með fólki og það kannski vegur þyngst." Sigrún hefur mörgu að sinna fyrir utan stöðvarastjórastaifið, því hún er í bæjarstjóm og á sæti í þremur nefndum á vegum bæjarins, fyrir utan það að reka heimili. Að vísu er hún ekki með börn heima, en kemstu yfir þetta með góðu móti'? „Einu sinni heyrði ég mjög góða setningu, reyndar á ensku sem er svona: If you want a job well done, ask a busy man. í lauslegri þýðingu gæti hún verið svona: Ef þú vilt eitthvert verk framkvæmt, skaltu spyrja önnum kafinn mann. Þetta hefur setið í mér og ég er margbúin að reyna þetta vegna þess að sá sem er önnum kafinn skipuleggur tfma sinn. Það er líka eitt sem ég hef tamið mér, en það er að taka strax á verkefnum og reyna að láta þau ekki safnast upp.“ Ertu harðstjóri sem yfirmaður? „Égerákveðin. Það er alltaf sagt að konur séu frekar og karlar ákveðnir. Ég hins vegar veit hvað ég vil, en tel mig líka sveigjanlegan yfirmann og reyni að hlusta á fólk og taka á málum. Fólk fær hins vegar svar, hvort sem það er svo já eða nei. Ég er ekki já manneskja." segir Sigrún Inga og tekur hálsfestina, sem hún hefur rórillað milli fingra sér á meðan viðtalið fór fram og setur hana um hálsinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.