Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 29. október 1998 • 44. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Byr VE, sem er fyrsta sérútbúna túnfiskveiðiskipið, sem íslendingar eignast kom til heimahafnar í Vestmanna- eyjum á sunnudagskvöldið. Byr heldur til veiða suður af landinu um næstu helgi. Sjá nánarábts. 8. Tillaga um að slíta Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagsins: Hlutur Eyjamanna 140 milljónir BæjarfulltrúarSjálfstæðisflokksins hafa lagt til í bæjarráði Vest- mannaeyja að Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagsins verði slitið og eignum þess ráðstafað til trygg- ingataka og sveitarfélaganna, eins og lög þess gera ráð fyrir. Heildareignir Eignarhaldsfélagsins eru um það bil 3.7 milljarðar og hlutur Vestmannaeyinga gæti því orðið 140 milljónir. Gagnkvæmir samningar hafa verið í gangi milli sveitarfélaga og Eign- arhaldsfélags Brunabótafélagsins vegna brunatrygginga húseigna og hafa arðgreiðslur til sveitarfélaganna verið bundnar af tjónaferli bruna- trygginga húseigna á hverjunt stað. Eigendur félagsins eru fyrrum tryggingartakar hjá Brunabótafélagi íslands ásamt sameignarsjóði fé- lagsins. Hilmar Pálsson forstjóri Eignarhalds- félagsins segir að Vestmannaeyjabær hafi fengið 4.414.300 kr. þann 15. október sl. frá Eignarhaldsfélaginu sem er hlutdeild af 110 milljóna ágóðahlut. „Ef sveitarfélögin ætla að fara að segja upp samningum sínum við Eignarhaldsfélagið mun sameign- arsjóður sveitarfélaganna splundrast. Vestmannaeyjabær gæti mögulega átt hlutdeild upp á 15.000.000 í eitt skipti. Höfuðstóll félagsins stendur hins vegar saman af 104 þúsund vátrygg- ingarskírteinum einstaklinga og lögaðila sem myndu dreifast á margar smáeiningar, ef félaginu yrði slitið.“ Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir þetta vera sanngimismál þeirra tryggingataka sem eiga þetta fé hjá sjóðnum. „Ástæða þess að við flytj- um þessa tillögu er sú að við teljum heiðarlegra að borga þetta út til þeirra sem eiga. Fé sjóðsins byggist á iðgjöldum tryggingartaka Brunabóta- félags íslands. Hins vegar erfist þessi hlutur ekki milli einstaklinga, heldur rennur hann til sveitarfélagsins við lát tryggingartaka. Þetta finnst okkur ósanngjamt." Guðjón segir að ákveðin upphæð af ágóðahlut félagsins sé eymarmerkt sveitarfélögunum. ,J>að er sú upphæð sem við fengum þann 15. október sl„ en gert er ráð fyrir að þessi upphæð renni til brunavama." I fyrra lá fyrir Alþingi frumvarp til laga um slit á Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi íslands. Einar Oddur Kristjánsson, Vilhjálmur Egilsson, Pétur H. Blöndal og Einar K. Guðfinnsson flytja frumvarpið. Ákveðið hefur verið að leggja frumvarpið fram á ný á þessu hausti. Árið 1993 fól framkyæmdanefnd um einkavæðingu þeim Áma Tómassyni löggiltum endurskoðanda og Tryggva Gunnarssyni hæstaréttarlögmanni að taka saman álitsgerð um eignarhald á Brunabótafélagi íslands. Segir meðal annars í álitsgerðinni að hvorki sveitarfélög í heild né þau sveit- arfélög, sem gert hafa samninga við BI um brunatryggingu fasteigna í viðkomandi sveitarfélagi, teljist eigendur BÍ. Þeim sveitarfélögum sem gert hafa samning við BI um slíkar tryggingar er hins vegar með lögum fengin aðild að stjómun fé- lagsins. Ennfremur segir í álitsgerðinni að þar sem BÍ hefur með höndum lögbundna starfsemi verði því ekki slitið eða eignum þess skipt upp nema Alþingi breyti lögum um félagið eða bú þess verði tekið til skipta við gjaldþrot. Verði lög um BÍ felld úr gildi án þess að jafnframt sé mælt fyrir um í lögum hvemig ráðstafa skuli eignum fé- lagsins, ber að skipta eignum félagsins á rnilli þeirra sem eru félagsmenn í BÍ á þeim tíma sent Iögin féllu úr gildi. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 ■ sími 481 Bílaeign Vestmanna- eyinga undir meðaltali Upplýsingar um bifreiðafjölda frá Skráningarstofunni hf. gefa til kynna að bílaeign Vest- mannaeyinga sé minni en á ýmsum öðrum stöðum á landinu. Tölumar sem byggðar eru á upp- lýsingum síðasta árs sýna að um 44 bflar séu á hverja hundrað íbúa eyjunnar, en bflamir eru um 2064 talsins. Þegar bflafjöldi á höfuðborg- arsvæðinu. Akureyri og Egils- stöðum er kannaður til saman- burðar kemur hins vegar í ljós að heildarhlutfall bfla á höfðatölu þar er töluvert hærri, eða um 55 á hverja hundrað fbúa á höfuð- borgarsvæðinu. 57 á Akureyri og 71 á Egilstöðum. Svipuð niður- staða fæst þegar einungis fólksbílaeign hvers staðar er könnuð. Akureyri og Egilstaðir skera sig þar úr með því að hlutfall fólksbíla er tiltölulega lægri hluti heildarbflaflota, eða um 46 á hverja hundrað íbúa á Akureyri og 52 á Egilstöðum. Þá er fólks- bflaeign á höfuðborgarsvæðinu um 49% af fólksfjölda og enn á ný reka Vestmannaeyjar lestina með um 37 bíla fyrir hverja hundrað íbúa. Sigurðurætlar ekki í slaginn I tilefni greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. október sl. hefur sá orðrómur komist á kreik í bæjarfélaginu að Sigurður Einarsson, forstjóri Isfélagsins, stefni á fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna á Suð- urlandi. Aðspurður segir Sig- urður ekkert vera hæft í þeim orðrómi. Greinin tjallar um framtíðarsýn í íslenskum sjávarútvegi og hefur hún vakið vangaveltur manna hvort hér sé á ferð fyrsta skrefið í átt til þess að taka sæti Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra. Sigurður segist ekki vera á leið í framboð og lítur því út fyrir að Ámi Johnsen mæti ekki sam- keppni á heimavelli. AA Höf. er nemcmdi í hagnýtri fjölmiðlun. H)\ Herjólfur fer í slipp Fagranesið siglir 10.október til 4. nóvember Frá Eyjum Frá Þorl.höfn Alladaga 8.15 13.00 Ucrfólfur /mícni/U/ið Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.