Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 29. október 1998 Samvinna á milli fólks er það sem gildir -segir Guðbjörg Karlsdóttir hjá Tryggingamiðstöðinni í Eyjum Guðbjörg segist ekki ganga með neina forstjóradrauma í maganum. Guðbjörg Karlsdóttir er fulltrúi Trygg- ingamiðstöðvarinnar íEyjum og hefur gegnt því starfi í sjö ár, en hefur starfað í tryggingabransanum miklu lengur. Guðbjörg vann hjá Báta- ábyrgðarfélagi Vestmannaeyja þegar það var og hét, þannig að hún býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á tryggingamálum. Hún segist ekkert hafa velt fyrir sér hugmyndinni um konur á framabraut. „Mér var boðið þetta starf á sínum tíma. Bátaábyrgðafélagið var um- boðsaðili fyrir Tryggingamiðstöðina svo þetta kom eiginlega af sjálfu sér, hins vegar tók ég mér nokkum tíma til að hugsa mig um, því ég er með fjölskyldu og heimili, en hafði unnið hálfan daginn áður, svo þetta voru mikil viðbrigði. Þetta hefur hins vegar gengið ágætlega og það hjálpast allir að.“ Guðabjörg segir að það sé mikil vinna í kringum tryggingamálin og þá séu helgamarekki undanskildar. „Við erum tvær sem störfum héma og reyndar tjórar í húsinu,“ segir Guðbjörg og réttir mér úrklippu úr Fréttum frá því í ágúst 1992 þar sem talað er um sérstöðu Tryggingahússins við Strandveg, hvar stendur meðal annars. „Og það sérstæða er að konur stýra báðum þessum fyrirtækjum (Hagskil og Tryggingamiðstöðinni) og að starfsfólk þeirra eru eingöngu konur." Ég hugsa að þetta vekti ekki neina athygli í dag þó að tjórar konur starfi í einu húsi.“ Þú saknar þess ekki að hafa ekki karlmann í starfi? „Nei, nei og ég held að við- skiptavinirnir sakni þess ekki heldur. Við konur eru þeim eiginleika búnar að fólki finnst oft betra að tala við okkur. Ég á samskipti við skrifstofuna í Reykjavík og þar eru bæði konur og karlar sem ég er í sambandi við og mér fmnst það ekki skipta neinu máli í sjálfu sér. Starfsmannastjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar er til dæmis karlmaður og yfirmaður söludeild- arinna á Reykjavíkursvæðinu er kona. Þannig að ég á alveg jöfn samskipti við karla og konur í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reyjavík. Maður er alltaf í stöðugu sambandi við fólk og þá er mikilvægt að samskiptin séu góð. Því þegar upp er staðið er það samvinnan á milli fólks sem gildir en ekki af hvoru kyninu fólk er, enda hefur samstarfið gengið mjög vel.“ Guðbjörg segir að í Eyjum finnist henni allt of fáar konur í stjóm- unarstöðum miðað við marga aðra staði á landinu. „Það er hins vegar ekki urn mjög mörg störf að ræða héma, vegna þess hve markaðurinn er lítill og þröngur, og viðhorfið í smærri samfélögum allt öðru vísi. Þetta er frekar lokað samfélag. Konur hafa hins vegar ekki sóst mjög mikið eftir því að komast í stjórnunarstöður, vegna þess að þær eru bundnar yfir heimilinu, sérstaklega ef eiginmaður- inn er sjómaður, þó held ég að þetta sé að breytast. Einnig hef ég það á til- finningunni að konur sæki um nrargar stöður hins vegar fá þær bara ekki störfin sem eru auglýst. Hér í Eyjum er slegist um þær fáu stöður sem losna. Ég er hins vegar ekkert kven- réttindalega sinnuð. Mér finnst hins vegar alltof oft gengið framhjá konum ef tveir hæfir umsækjendur eru um stöður, bara vegna þess að þær eru konur.“ Hittist þið eitthvað utan vinnu- tímans? „Nei það er ekki mikið um það. Samgangurinn á milli okkar hefur hins vegar aukist, eftir að við byrjuðum að vinna svona mikið saman en maður reynir að taka vinnuna ekki með sér heim. Þó geta komið upp mál sem krefjast þess að tekið sé á þeim strax. Það er ekkert óalgengt að við- skiptavinir þurti að ná í mig um helgar en það er ekkert óalgengt hjá tryggingafélögum. Auðvitað vildi maður geta lokað á vinnuna um leið og maður gengur út að loknum degi, en það er bara ekki alltaf hægt.“ Guðbjörg segist ekki ganga með neina forstjóradrauma í maganum. „Við sem vinnurn héma göngum í störf hvor annarrar ef þannig stendur á. I því tilliti erum við jafnar á skrifstofunni og þannig vil ég hafa það og er reyndar nauðsynlegt á litlum vinnustað." Nú er stundum sagt að konur séu frekar, en karlar ákveðnir. Hvað finnst þér um þessa fullyrðingu? Ég myndi segja að konur væm alveg jafn metnaðargjamar. Mér finnst konur hafa öðru vísi lag, en karlar, sérstaklega gagnvart viðskipta- vinunum. Konur tala allt öðru vísi, sérstaklega ef eitthvert vandamál kemur upp sem þarf að ræða. Hins vegar er það með þetta eins og önnur störf. Það er reynslan og þjálfunin sem skipta mestu.“ Hef verið innilega laus við þörf fyrir frama -segir Kristín Georgsdóttir hjá VIS í Eyjum Kristín Georgsdóttír er ánægð með sitt og segist ekki hafa ástæðu til að kvarta. Kristín Georgsdóttir er svæðistjóri Vá- tryggingafélags íslands í Vest- mannaeyjum. Hún hefur unnið við tryggingar í tjölda ára. Hún vann fyrst hjá Brunabótafélaginu eftir gosið og var umboðsmaður þess til 1989, þegar VÍS var stofnað. „Þá hét þetta umboðsmaður. en núna svæðisstjóri og er í raun alveg sama starfið. Þá var bara opið hluta úr degi „og þetta æxlaðist bara svona." eins og hún segir „Það er kannski full gróft að kalla þetta stjómunarstarf, þar sem við erum nú bara tvær að vinna hérna daglega byggist þetta meira á samvinnu. Ég er bara í venjulegri skrifstofuvinnu, þó að ég eigi að heita yfirmaður héma. Hér áður vom miklu fleiri í vinnu áður en fasteignamat ríkisins yfirtók brunamótamat hús- eigna. Þá voru hér lögskipaðir mats- menn sem voru í vinnu hjá okkur þó að þeir hafi starfað sjálfstætt sem verktakar." Þú hefur ekki verið meðvitað á framabrautinni? „Nei, nei. Ég hef verið innilega laus við allt slíkt. Ég hef unnið við allt mögulegt og mér hefur aldrei leiðst að vinna. Ég vann í fiski eins og sjálfsagt var, vann hjá tannlækni, mjólkurbúð, kaupfélaginu og við ræstingar." Kristín hefur yfirumsjón með daglegum rekstri skrifstofunnar og sú ábyrgð sem hún ber er að að hugsa um hag fyrirtækisins og viðskiptavin- anna. „Þetta er þessi daglegi rekstur í kringum þetta og að halda tengslum við viðskiptavini stóra og smáa.“ Eru mikil ferðalög og fundarsetur samfara þessu starfi? „Allir svæðisstjóramir á landinu em kallaðir að minnsta kosti tvisvar á ári til Reykjavíkur og stundum oftar ef með þarf. Það em nítján svæðisstjórar um landið og þar af eru fimm konur.“ Kristín segir að dagleg samskipti hennar við aðalskrifstofuna í Reykjavík hafi í gegnum tíðina verið jafnt við karla og konur. „Fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs VÍS í dag er kona. Einnig eru þó nokkrar konur deildarfulltrúar. Það hefur verið mjög gott samstarf alla tíð við mína yfirmenn og ekki skipt máli hvers kyns þeir eru. Það eru þrjú trygg- ingafélög í Eyjum og konur sem stjóma tveimur þeirra. Hins vegar er það kannski einkennandi fyrir svona lítil bæjarfélög að starfsfólk félaganna verður að hafa meiri yfirsýn og taka kannski á fleiri og ólíkari málum. Ef ég væri á aðalskrifstofunni í Reykjavík þá væri ég trúlega með ákveðið sérsvið í ákveðinni deild. Við stærri mál leita ég svo til aðal- skrifstofunnar og sérfræðinga þar.“ Er þetta erfitt starf? , Að stærstum hluta er þetta þakklátt starf, þó að alls konar málefni komi upp sem betur mættu t'ara. I þessum bransa er aldrei hægt að útiloka einhverja óánægju. því það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis." Kristín telur sig ekki vera mikinn stjómanda, heldur ntiklu frekar umsjónarmann. „Við erum tvær héma og vinnum nánast sömu störfin á skrifstofnunni. Ég tek kannski frekar að mér stærri mál og afgreiði þau, en þessi daglega vinna er bara venjuleg skrifstofustörf. Það hefur hins vegar orðið mikil breyting á skrif- stofustörfum í gegnum árin. Þegarég byrjaði að vinna héma. var allt handvirkt ef svo má segja og mikil skriffinnska í kringum allt. Þá var eitt stórt uppgjör einu sinni á ári og skrifstofunni lokað í tvo til þrjá daga á meðan. I dag er allt orðið tölvuvætt og hver dagur gerður upp að kvöldi. Einnig hér áður fóru öll viðskipti fram á skrifstofunni og það var mikill erill af fólki. í dag er bankakerfið og greiðslukortaþjónustan búin að taka að sér stóran hluta af innheimtunni. Fólkið sem kemur á skrifstofuna núna er þá að afla sér upplýsinga um réttindi sín og skyldur, og að kynna sér og kaupa tryggingar. Einnig eru nokkur umsvif í kringum bílalán. Þó hafa hin beinu samskipti við viðskiptavininn minnkað, en einnig koma líka einstaka karlar og konur bara til þess að spjalla." Ertu sæmilega launuð? „Ég hef ósköp venjuleg skrif- stofulaun. en er maður nokkum tíma ánægður með launin. En án gríns þá er ég ánægð og þarf ekki að kvarta."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.