Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 29. október 1998 Byr VE, fyrsta túnfiskskip íslendinga byrjar veiöar um helgina: Hagstæðari skilyrði hafa fært túnf iskinn nær landinu „I»að er ár síðan við fengum bakteríuna í blóðið,“ segir Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri á Byr VE 373, og á þar við túnfiskveiðibakteríuna. Byr VE kom til Eyja si. sunnudagskvöld, breyttur og brettur, eftir fimm rnánaða veru í skipasmíðastöð í Gdynia í Póllandi og er fyrsta íslenska skipið sem sérútbúið er til túnfiskveiða. Byr VE hefur verið stækkaður úr 264 tonnum í 465 tonn og auk þess hafa tæki og veiðarfæri verið endurnýjuð, svo sem lína, ljósavél og frystibúnaður. „Við erum með nýjustu og flottustu útfærsluna af þeim frystitækjum sem mest eru notuð í japönskum túnfisk- veiðiskipum," segir Sveinn Rúnar og stoltið leynir sér ekki. „Það tók sinn tíma að útvega fjármagn til fram- kvæmdanna," segir Sveinn Rúnar og bætir því við að í fyrrahaust hati Byr farið einn pmfutúr á túnfiskmiðin en ekki haft erindi sem erfiði, enda ekki með réttu græjumar. Að sögn Sveins Rúnars er tún- fiskurinn veiddur á svokallaða mið- sjávarlínu, sem lögð er á 10-50 faðma dýpi, og er spólað út af miklum krafti eftir að hún hefur verið beitt með manneldissmokkfiski, sem er fluttur inn frá Japan og Argentínu. Tún- liskurinn getur náð 100 ktn hraða á klukkustund og orðið allt að 400 kg að þyngd. Því er sérstakur raf- lostsbúnaður um borð í Byr VE, sem notaður verður ef ftskurinn reynist eríiður viðfangs. Túnfiskurinn er slægður og frystur í heilu lagi fyrir Japansmarkað. Vegna þess hve feitur hann er þarf frostið að vera 70 gráður í frystingunni og 55 gráður í geymslunni. Tilraunmeðnýjan umhverfisvænan kælivökva Sævar og Sveinn Rúnar voru kampakátír við kornuna og hampa hér listaverkí sem Úlafur Kalldórsson, grafískur hönnuður, færði heím við komuna til Eyja. Brúin er eitt af því fáa sem minnír á gamla Byr. Hér má sjá hluta af háskólanemum í f jolmiúlun sem fengu að fara með í prufutúr á mánudag. Byr VE verður fyrst túnfiskveiðiskipa í heiminum til að nota nýjan og umhverfísvænan kælivökva á frysti- tækin um borð, svo vitað sé, að sögn Sigurðar Bergssonar hjá Kælingu hf. Nýi vökvinn heitir R 404 A og kemur í stað ósoneyðandi vökva, svo sem R 22, sem Island var fyrst Norðurlanda til að banna á nýjum tækjum. Sú ákvörðun grundvallaðist á Montreal- sáttmálanum, ásamt síðari tíma nátt- úruverndarsamþykktum. Sveinn Rúnar, skipstjóri, segir túnfisk ekki hafa veiðst hér við land síðan á 6. áratugnum þar til í fyrra að hans fór að verða vart að nýju. Astæðuna segir þann þá að straumar séu hagstæðir núna og hitastig sjávar hærra en verið hefur undanfama áratugi. Tegundin sem hér finnst heitir Bláuggatúnfiskur og er ein sú besta og dýrasta á markaðinum. Gæðin felast einkum í aukinni fitu sem ftskurinn bætir á sig hér á norðurslóðum. Verðið sem nú fæst fyrir þessa tegund er um 2000 krónur en er reyndar heldur á niðurleið vegna kreppunnar í Japan. Sveinn segir sjávarútvegsráðuneytið hafa hvatt útgerðina til dáða á þessari nýju braut. Hinsvegar sé túnfiskveiði háð alþjóðlegum kvóta sem Islendingar séu ekki aðilar að ennþá. Sérf ræðingar frá Japan til aðstoðar Fyrsti veiðitúrinn er fyrirhugaður um næstu helgi og þá verða með í fór tveir sérfræðingar frá Japan og þrír frá Indónesíu. Þá verður kúrsinn settur á miðin 130-140 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum, þar sem 5 japönsk túnveiðiskip eru nú við veiðar og hefur vegnað vel. Reiknað er með um það bil eins mánaðar túrum í fram- tíðinni en geymar fyrir olíu og vatn rúma allt að tveggja mánaða birgðir. Á Byr VE er 16 manna áhöfn og þeir skipverjar sem blaðið hafði tal af sögðu túnfiskveiðamar leggjast vel í sig. Myndir og texti Cunnþóra Gunnarsdóttir, nemi í hagnýtri fjölmiðlun við Hl. Vilja efla kunn- ingsskap og vináttu Þessir krakkar komu á ritsjórn Frétta í síðustu viku og sögðust vera í einum af vinahópum Barnaskólans í Vestmannaeyjum, en vinahópar eru myndaöir til þess að efla kunningskap og vináttu mcðal krakkanna í skólanum. Þau sögðust hafa mikinn áhuga á blaðamennsku, tölvum, ljósmyndum og hárgreiðslu. Þau langaði til að sjá hvernig blað verður til og var það auðsótt mál að kynna þeim það. „Við erum nú ekki að koma vegna þess að við vorum rekin til þess, heldur er þetta eigið frumkvæði," sögðu þau og fylgdust með öllu sem fyrir bar af miklum áhuga. Þau eru talið frá vinstri Birkir Árnason, sem hefur áhuga á Ijósmyndun og segist hafa tekið mikið af myndum, Sólveig Rut Magnúsdóttir sem langar til að læra hárgreiðslu ogfara til útlanda og Sveinn Ágúst Kristinsson, sem langar að verða blaðamaður og flugmaður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.