Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Síða 2
Fréttir Fimmtudagur 19. nóvember 1998 Sagtfrá stafkirkiunni í Landakírkju á sunnudag Klemensnressu (23. nóv.) verður minnst sunnudaginn 22. nóvember við almenna guðsþjónustu í Landa- kirkju með kynningu á byggingu norskrar stuí'kirkju í Eyjum. Fyrsta kirkja í Vestmannaeyjum, sem ör- uggar heimildir em um, var helguð heilögum Klemensi. Hann var verndari sæfarenda og táknið hans erankeri. Klemens varþriðji bisk- upinn í Róm á eftir Pétri postula. Lét hann af því embætti fyrir nær rétturn 1900 árum, en drukknaði í Svartahafi eftir þrælkunarvinnu og píslir á Krím. Við lok guðs- þjónustunnar munu Guðjón Hjör- leifsson, bæjarstjóri, og Arni John- sen, alþingismaður, kynna áætlun urn mótttöku á þjóðargjöf Norð- manna til Islendinga í tilefni kristnitökualmælis árið 2000. Þjóð- argjöfin er lítil stafkirkja, sem ætlað er að rísi við hafnarinnsiglinguna í Vestmannaeyjum. Sjómenn og aðr- ir sæfarendur cru sérstaklega vel- komnir. Þessari síðustu guðsþjón- ustu kirkjuársins verður útvarpað hjá Útvarpi Vestmannaeyja kl. 16:00. Kennararvilja samningaíhéraði Á fundi bæjarráðs sl. mánudag lá fyrir bréf frá Ólafi Lárussyni, f.h. Kennarafélags Vestmannaeyja þar sem því er hafnað að fara í sam- eiginlegar samningaviðræður með bæjaryftrvöldum, SASS og Kenn- arafélagi Suðurlands. Þess í stað er lögð áhersla á að bærinn hefji viðræður við fulltrúa Kennæafélags Vestmannaeyja nú þegar. Bæjar- stjóra og skólamálafulltrúa var falið að ræða við fulltrúa KV. Ólafur Lárusson, formaður Kenn- arafélags Vestmannaeyja, sagði að félagið hafnaði því að fara í sam- eiginlegar viðræður með fyrr- greindum aðilum vegna þess að þeim þætti rétt að beina samninga- umleitunum beint til sinna viðsemj- enda sem væru skólayfirvöld í Eyjum. Eins og staðan væri í dag teldi félagið það eðlilegast og affarasælast. Ólafur sagði að félagið væri ekki með beinar kröfur uppi á borðinu en aftur á móti yrði lagt fram það sem gert hefði verið á öðrum stöðum á landinu í samningamálum kennara. Ólafur sagðist eiga von á að viðræður hæfust fljótlega. Bandaríkjaher hakkarfyrir síg Fyrsta mál á fundi bæjarráðs á mánudag var bréf frá starfandi ritara bandaríska flughersins. Þar var forseta bæjarstjómar og íbúum Vestmannaeyjabæjar þökkuð gest- risni og góðar móttökur þegar herinn flutti háhyminginn Keikó hingað nieð C17 vélinni í haust. Flestir muna að vélinni hlekktist á í lendingu og slíflaði hún ílugvöllinn um nokkum tíma. Ekkert var þó á það óhapp minnst í bréfmu né heldur árekstra við náttúruunnendur í Eyjum heldur aðeins þakklæti fyrir góðar móttökur. Eldur í einbýlishúsi: Vaknaði við reykskynjarann Húsráðandi var einn lieima og sofandi þegar eldur kom upp í hús- inu Búhamar 13 á sunnudags- morguninn. Hann vaknaði við brunaboða og tókst að komast út af sjálfsdáðum en þá var húsið orðið fullt af reyk. Eldurinn var í eldhúsi en eldsupptök eru ekki kunn. Lögreglan var fyrst á vettvang og réðist að eldinum með slökkvitæki en tókst ekki að ráða niðurlögum hans. Slökkvilið kom fljótlega kom á staðinn og eftir það gekk greiðlega að slökkva," segir Jón Bragi Amarsson lögreglumaður. Eldhúsinnrétting og tæki í eldhúsi eru mikið brunnin og húsið allt er undirlagt af sóti og nokkrar skemmdir urðu af vatni. Eldurinn kom upp í eldhúsinu og eru tæki og innrétting mikið skemmd ef ekkiónýL Keikð við mjög góða heilsu í fréttum Sky sjónvarpsstöðvar- innar í vikunni var sögð frétt af því að Kcikó befði orðið fyrir einhverjum skakkafóllum í kvínni í Klettsvík og jafnvel slasast illa. Nolan Harvey annar yfirþjálfari og verkefnisstjóri í kvínni segir að ekkert sé hæft í þessari frétt Sky sjónvarpsstöðvarinnar. „Keikó er við mjög góða heilsu og nýtur sín mjög vel í kvínni. Dr. Cornell, sem fylgst hefur með heilsufari hans, var hérna um síðustu helgi og samkvæmt læknisskoðun hans amar ekkert að Keikó og læknirinn var mjög ánægður með hvemig Keikó spjarar sig.“ Nolan Harvey segir að kvíin haft staðist þær væntingar sem við hana vom bundnar. „Reyndar skiptum við út trégólfinu í göngubrúnni sem liggur yfir kvína og settum sams konar efni og er á gólfi kvíarinnar. Ástæða þess var sú að okkur fannst brúin taka á sig dálítinn vind, auk þess sem gólfið varð hált í ágjöf. Að öðru leyti er allt í góðu lagi hér og mannskapurinn líka í ágætu formi, þrátt fyrir leiðinda veður undanfama daga.“ Stækkunflug- stöðvarinnar Uoðin út Eins og kemur fram í blaðinu í dag er búið að bjóða út stækkun á flugstöðinni. Ámi Johnsen, sem sæti á í Flugráði, segir að stöðin verði stækkuð um 100 fm og innra skipulagi verður breytt. „Eftir stækkunina verða komu- og brottfararfarþegar aðskildir," segir Ámi. Það er ekki að spyrja að skepnuhaldi í Eyjum. Þessi kind lá fyrir innan hlið Sorpu þegar starfsmenn stöðvarinnar mættu þar á mánudagsmorgun. Þótti þeim heldur óskemmtileg sjón að mæta hræinu þarna í náttmyrkrinu og áttu erfitt með að átta sig á því hvað fólki gengi til að skilja rolluhræ eftir á víðavangi, jafnvel þó að sé innan girðingar Sorpu. Einhverjir vita þó upp á sig skepnuskapinn, því búið var að skera eyrun af hræinu, svo ekki sæist markið. Rólegthjá lögreglunni Rólegt var yfir vötnunum hjá lögreglu í síðustu viku. Færslur í dagbók voru 146, sem telst lítið á þeim bæ. Þó voru tvær líkams- árásir kærðar til lögreglu. í báðum tilvikum var um minniháttar áverka að ræða. Tveir þjófnaðir vom kærðir. Annað ntálið telst upplýst en hitt er enn í rannsókn. Ekki fleiri stúta, í bílí a.m.k. Athygli vekur að enginn var tekinn grunaður um ölvun við akstur um síðustu helgi, hvorki heimamenn né aðkomumenn. Þykir það góðs viti og vill lögregla minna ökumenn á að aldrei fer saman akstur og áfengisneysla. Það sem af er þessu ári hafa 25 ökumenn verið teknir grunaðir um ölvunarakstur og er það von lögreglu að þessi tala hækki ekki. Nú fer í hönd sá tími sem ýrnis jólateiti fara að einkenna mannlíftð og veit að minna ökumenn á að skilja bifreiðar sínar eftir heima og brúka annan ferða- máta hyggist menn neyta áfengra drykkja. Þakkir frá Plútó Kæru bæjarbúar, við viljum koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeiira sem keyptu kerli af okkur um síðustu helgi. Við erum þakklát og málefnið er gott; böm með geðræn vandamál fá allan ágóða af kertasölunni. Það er gaman að segja frá því að Leoklúbburinn í Vest- mannaeyjum seldi rnest allra klúbba á landinu og er stuðningi ykkar það að þakka. Með kveðju Félagar í Leoklúbbnum Plútó Umferðin Aðeins voru þrjú umferðarlagabrot skráð í doðranta lögreglu síðustu viku og var þar um að ræða vanrækslu á að færa ökutæki til aðalskoðunar. 1 einu tilviki var ökumaður sektaður fyrir að hafa ekki öryggisbeltið spennt á meðan á akstri stóð. MALEFNIFATLAÐRA MEÐFERÐARHEIMILIÐ BÚHAMRI 17 Félagsmálastofnun óskar eftir hæfu og áhugasömu fólki til starfa við Meðferðarheimilið að Búhamri 17. Meðferðarheimilið er dagvistun og skammtímavistun fyrir böm og unglinga með fötlun. Opið er alla virka daga og eina viku í mánuði er skammtímavistun allan sólarhringinn. Starfið felur m.a. í sér stuðning og þjálfun í athöfnum daglegs lífs. Um er að ræða 65% stöðu í vaktavinnu og verður viðkomandi að geta gengið allar vaktir. Umsóknareyfiubltíö liggja frammi á Félags- og skólaskrifstofu, í kjallara Ráðhússins Umsóknarfrestur er til 27. nóvember. Frekari upplýsinga er hægt að leita hjá Félagsmálastofnun í síma 481-1092 og hjá Ástu Halldórsdóttur, forstöðumanni ísíma 481-2127. Senn líður að 1. desember og eru þeir, sem eiga eftir að tilkynna lögheimilisflutninga beðnir að ganga frá skráningu hið fyrsta. Þeir sem hafa í hyggju að flytja fram til 1. desember nk. eru einnig beðnir að hafa samband í síma 481 1088 eða líta við í Ráðhúsinu. í 1. gr. laga um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fast aðsetur". FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 -1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.