Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 1
Smári kom sá og sigraði. Smári Harðarson gerði sér lítið fyrir og vann þrefalt á vaxtarræktarmóti íslands í íslensku óperunni á laugardaginn. Hvatturáfram af stórum hópi Eyjamanna fór Smári á kostum enda var hann sá langflottasti. Sjá bls. 10 og 11. Fokkerflugvél varð fyrir eldingu -Engin skelfing greip um sig, segir Bragi I. Olafsson sem var meðal farþega Fokker flugvél Flugfélags íslands varð fyrir eldingu er hún var í aðflugi að Vestmannaeyjaflugvelli uni kl. 08:00 á þriðjudagsmorgun. Bragi Ólafsson forstöðumaður Flugfélags Islands í Vestmanna- eyjum var einn farþega um borð. Bragi segir að í sjálfu sér sé frá litlu að segja. „Farþega ;r urðu að vísu varir við að elding lei. i á vélinni, því að hún hristist og síðan varð þungt högg eins og úr púðurbyssu. Flug- stjórinn í þessari ferð, Ólafur W. Finnsson tilkynnti farþegum strax í hátalarakerfi vélarinnar hvað hefði skeð og hætti við að Ienda.“ Bragi segir að engin skelfing hafi gripið um sig meðal farþeganna. „Það héldu allir ró sinni. Flug- stjórinn ákvað hins vegar, vegna bilunar í siglingatækjum að snúa vélinni til Reykjavíkur, þar sem vélin lenti áfallalaust." Lundaverkefnið vann ekki til verðlauna í keppni ungmenna sem fram fór í Berlín: Ómetanleg reynsla sem við búum að -segir, Freydís Vigfúsdóttir einn þremenninganna Bjarki Steinn Traustason, Davíð Egilsson og Freydís Vigfúsdóttir fóru á Þing Norðurlandaráðs sem haldið var í Osló í haust, þar sem þau kynntu rannsóknarverkefni sitt sem hclgað er lundanum og lifnaðarháttum hans. I framhaldi af för sinni á þingið í Osló lögðu þau aftur land undir fót og tóku þátt í níundu YEER keppninni sem stendur fyrir Young Europeans' Environmental Research (Umhverfis- rannsóknarverkefni ungra Evrópu- búa), sem haldin var í Berlín dagana 18. til 22. nóvember. Alls tóku 102 ungmenni þátt í keppninni með 64 verkefni frá 58 löndum. Þremenningamir komu til Eyja í gær eftir vel heppnaða för til Berlínar. Freydís Vigfúsdóttir, sagði að þó að þau hafí ekki komið heim með verðlaun hafi þetta verið ómetanleg reynsla, sem þau myndu búa lengi að. „Það er kannski ekki alltaf spurning um að vinna heldur að vera með og sjá hvað jafnaldrar manns eru að gera í sínum skólum." Freydís segir að verkefnin hafi verið mjög fjölbreytt og tekið á ýmsum þáttum umhverfismála. „Það voru hins vegar mest áberandi verkefni sem tengdust hafínu og lofthjúpnum. Þannig vorum við dálítið sér á báti með lundaverkefnið okkar, en engu að síður fengum við mjög góða umsögn og dómararnir voru ánægðir með verkefni okkar." Freydís vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til Páls Marvins Jónssonar, Gísla Óskarssonar og Kristjáns Egilssonar sem aðstoðuðu þau vegna þessa verkefnis og áttu stóran þátt í þeirri velgengni sem þre- menningamir hafa notið nteð verkefni sitt. Bangsimon fram- sýndur á laugardaginn Á laugardaginn kemur niun Leikfélag Vestmannaeyja f'runi- sýna barnáleikritið Bangsimon og vinir hans í Félagsheimili Vest- mannaeyja við Heiðarveginn. Bangsimon og vinir hans er eftir AA Milne, en leikgerðin eftir Eric Olson. Þýðingin er eftir Huldu Valtýsdóttur, en nýir söngtextar í þýðingu Guð- rúnar okkar Jónsdóttur. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason og hannar hann einnig leikmynd, bún- inga og sér um lýsingu. Alls taka átta leikarar þátt í sýningunni og þar af fer einn leikari með tvö hlutverk. Sagan er klassísk og fjallar um Jakob og saklausu dýrin hans, sem svo reynast kannski ekki eins saklaus og þau vilja vera láta, því þau fá þá hugmynd að stela kengúrubami og lenda í alls kyns ævintýmm í framhaldi af því. Kengúrumamman tekur því til sinna ráða til þess að endurheimta keng- úrubarnið. Boðskapurinn einfaldur og ljós. Allir eiga að vera vinir og það er Ijótt að gera það sem er Ijótt. Titilhlutverkið, Bangsimon, leik- ur Guðmundur Kristinsson. Mynd: Sigfús Gunnar. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 -sími 481 (<j-j) } Vetraráœtlun Frá Eyjum Frá Þorl.höfn Mán - lau Sunnudaga Aukaferðir föstudaga 1(1.08:15 kl. 12.00 kl. 14.00 kl. 18.00 kl. 15.30 kl. 19.00 Heriólfur /mícwÁi/id Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.