Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 26. nóvember 1998 ffiáUóamfáimwéthw Marinó Sigur- steinsson skoraði í síðustu viku á Sigurð Sigurðsson frá Svan- hól að taka við sem sælkeri. „Eg þakka „fyrr- verandi“ vini mínum Marinó Sigursteinssyni áskorunina og bið hann hér með að skila mér sláttuvélinni. Þá vil ég óska honum góðrar ferðar til Kanaríeyja um jólin og vona að hann eignist nýja vini þar. Það virðist í tísku um þessar mundir að tilgreina sögur af sælkerum. Marinó sendi Marý, konu sína í bankann í óveðrinu á mánudag, treysti sér ekki sjálfur. A leiðinni í bankann heyrir Marý allt í einu rödd sem segir: „Stoppaðu eða þú deyrð." Hún snarstansar og í sömu svifum fýkur járnplata rétt framhjá henni. Áfram heldur hún, ætlar yfir götu og aftur heyrist röddin: „Stoppaðu, eða þú deyrð!" Hún stansar og í sama bili kemur bíll á fleygiferð framhjá henni. Marý lítur upp og segir: „Hver ert þú eiginlega, ertu vemdarengillinn minn?" Röddin svarar því játandi. Og þá segir Marý: „Hvar í ósköpunum varst þú þegarég gifti mig." Þetta verður að duga í bili í sögum af Marinó en ég ætla í tilefni af komu aðventunnar að kynna sannkallaðan Sigurður Sigurðsson er sælkeri þessarar viku hátíðarrétt að hætti Elliðaeyinga. Hann ætti að duga fyrir sex til átta manns. Hátíðarsjávarréttur: 500 g humar 500 g hörpudiskur Vi tsk. blaðlaukur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2-3 sellerístilkar 500 g sveppir matarolía og smjör til steikingar 1 tsk. karrý 1 tsk. paprikuduft !4 tsk. cayenne pipar 3 msk. tómatkraftur 1 dl hvítvín eða mysa 2 dl rjómi 1 tsk. estragon salt sósujafnari smávegis koníak (má sleppa) Takið skelina af humrinum, skerið niður papriku, blaðlauk, sellerí og sveppi. Hitið olíuna og smjörið á pönnu. Stráið karrýi, paprikudufti og cayenne pipar út í. Snöggsteikið humar og hörpudisk á pönnunni. Léttsteikið grænmetið saman á pönnu, setjið tómatkraft, hvítvín (mysu), rjóma, estragon og salt út í og sjóðið með grænmetinu í nokkrar mínútur. Þykkið sósuna með sósujafnara og bragðbætið með koníaki ef vill. Setjið að lokum hörpudisk og humar út í og hitið. Þetta er borið fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði og gott er að fá emmessís á eftir. Eg ætla að skora á nafna minn, Sigurð Sigurbjörnsson (Didda verri!!!), kranabíl- stjóra hjá ísfélagi Vestmannaeyja. Ég veit að hann mun hvorki bjóða upp á saltfisk eða skötu en eitthvað mjög gott verður hann ábyggilega með. Emma, fyrirgefðu." O r ö - Ein af mörgum upplýsingaóskum Odds Júlíssonar úr bæjarkerfinu var að fá samning sem gerður var milli Free Willie Keikó samtakanna og Vestmannaeyjabæjar. Oddur mun hafa fengið samninginn á ensku og þótti ekki fulinægjandi. Sendi hann því annað bréf oa óskaði eftir að send yrði þýðing á íslensku. Mun Oddur nafa getið þess sérstklega að þar sem flaggað væri í Ráðhúsinu í tilefni af degi íslenskrar tungu hlyti mönnum þar á bæ að vera í lófa lagið að beita fyrir sig því ágæta tungumáli sem íslenskan væri jafnt í ræðu sem riti. Bréf þetta frá Oddi var tekið fyrir í bæjarráði og upplýst að orðið hafi verið við bón þessari. - Ekki mun vera fagurt yfir að líta I Elliðaey þessa dagana. Þar liggja tugir fjár rotnandi, Elliðaeyingum og reyndar Eyja- mönnumöllumtilskammar. - Væringar munu nú vera milli fjárbænda og hestamanna vegna landnytja suður á Eyju. Er rifist um land sem fjárbændur hafa hingað til nytjað en mun nú vera að komast í eigu hóps sem milli manna er kallaður Rögnvaldarnir. Þetta s p o r er eins og með fiskistofnana að menn eru sammála um að allir eigi þetta en það eiga bara nokkrir að fá að nýta það. Þarna deila semsagt tveir greifahópar, svona eins og ef Samherji og Grandi væru að skipta á milli sín einhverri smáútgerðinni. - Það mun vera farið að vefjast nokkuð fyrir raunverulegum hægrimönnum hverja þeir eigi að kjósa í vor. Málsvarar Sjálfstæðisflokksins tala nefnilega í sífellu eins og um gamla staðnaða austantjaldssellu sé að ræða. Vilja gefa Kára einkarétt á þessari auðlind og öðrum einkarétt á annarri auðlind. Aldrei bjóða út, aldrei stuðla að frjálsri samkeppni. Þetta er afar þreytandi tuð fyrir þá sem nafa ennþá trú á frjálsri samkeppm og halda að flokkurinn standi fyrir eitthvað annað en sérhagsmuni. Reyndar þurfa sjálfstæðismenn væntanlega ekki að hafa áhyggjur. Vinstri sameiningin sundrar flokkunum þeim megin í áður óþekktar öreindir svo ekki kemur samkeppnin þaðan. Þannig að við munum sjálfsagt enn um nokkur ár lifa sæl í einingu í ríki Mosdals. Fyrirgefiði, Davíðs, ætlaði ég að segja. ALLTAF AÐ LÉÍU AÐ PMNGÚM Jóhann Halldórsson er í hópi þeirra útgerðarmanna sem ekki teljast meðat hinna allra stærstu. Hann á þó tvö skip, Andvara og Suðurey og gerir bæði út, Andvara á rækju en Suðurey á snurvoð. Jóhann er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn ? Jóhann Halldórsson. Fæðingardagur og ár? 24. október 1942. Fæðingarstaður? Fáskrúðsfjörður. Fjölskylduhagir? Kvæntur Aðalbjörgu Bernódusdóttur. Við eigum fjögur börn, þrjár stúikur og einn dreng. Barna- börnin eru líka fjögur. Menntun og starf? Stýrimannaskólinn í Vestmanna- eyjum 1971. Starfa í dag sem útgerðarmaður (þ.e.a.s. geri ekki neitt). Laun? í samræmi við vinnuframlag, Lilla ræðurþví. Helsti gaiii? Sumirsegja að ég sé fullkominn (þó ekki margir) þeir verða að dæma um það. Heisti kostur? Við skulum láta sömu aðila um þau mál. Uppáhaldsmatur? íslenska sauðkindin, aðallega þó sé hún úrÁlsey, betra kjöt fæst hvergiájarðríki. Versti matur? Fiskur. Það er nóg að hafa lifibrauðið af honum þó að maður þurfi ekki að éta hann líka. Uppáhaidsdrykkur? Það er vodkinn. Uppáhaldstónlist? Bubbi er góður. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera uppi á hálendinu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Fara í verslunarferðir í útlöndum. Jóhann Halldórsson er Eyjamaður vikunnar Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Ég myndi bara halda mínu striki, það myndi ekki miklu breyta fyrir mig, ég yrði að halda áfram að leita. Uppáhaidsstjórnmáiamaður? Ætli það sé ekki Halldór Ásgrímsson. Uppáhaldsíþróttamaður? Um þessar mundir er það skíðakappinn okkar, Kristinn Björnsson, hann erað gera það gott. Ertu meðlimur ieinhverjum félagsskap? Já, Oddfellow. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttirnar eru skástar. Uppáhaldsbók?GróðurjarðareftirKnutHamsun. Hvað meturþú mest ífari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest ítaugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki, ef menn standa ekki við orð sín. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Fæðingarstaðurinn, Fáskrúðsfjörður. Hvernig er að gera út í dag? Ég held að það sé alveg sæmilegt. Ég er búinn að vera í útgerð í 30 ár og er alltaf að leita að peningum, það er aðaistarfið. Hvort er betra að gera út á snurvoð eða rækju? Það er tvennt ólíkt, ágætt að gera út á snun/oð efmaðurá nógan kvóta. Ertu ánægðurmeð sjávarútvegsstefnu stjórnvalda? Nei. Þaðsem ergott ídag er orðið ómögulegt á morgun. Það er vont að búa við eilífan hringlandahátt íþessum málum. Hvað dettur þér íhug þegar þú heyrir þessi orð? Andvari? Rækjutogari. Snurvoð? Suðurey. Þorsteinn Pálsson? Sjávarútvegsráðherra. Eitthvað að lokum ? Nei, þetta er fínt. Stúlka Þann 7. október eignuðust Hildur Sigurðardóttir og Guðmundur Jakob Jónsson dóttur. Hún vó 14 merkur og var 51 sm að lengd og fæddist á Sjúkrahúsi Akraness. A myndinni með henni eru systkini hennar fv. Andri, Asthildur og Sesselja Drengur Þann 11. október eignuðust Hildur Hauksdóttir og Guðjón Ingi Olafsson son. Hann vó 18 merkur og var 55 sm að lengd. Á myndinni með honum eru systkini hans Daði og Dagmar. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heima- götu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Spora- fundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 19:00 og 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mln. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. A döfinni 27. nóvember Konudekurkvöld á Hertoganum 28. nóvember Fjaran byrjar með jólahlaðborð Hertoginn byrjar með jólahlaðborð 30 bikarhátíð á Lundanum Bangsimon vœntanlegur á fjalirnar lijá Leikfélaginu BYGGINGAVÖRUVERSLUN VE^MA NNAEYINGA

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.